Það er kanski búið að tala um þetta hérna áður, en ég er nýr hérna.

Þjóðverjar ætluðu að beita mjög lúmskri aðferð til þess að knésetja Breta, en þeir voru búnir að falsa svimandi upphæðir af Breskum pundum sem voru nánast óþekkjanleg frá hinum ekta bresku gjaldmiðlum. Þeir ætluðu sér síðan að “bomba” helstu borgir Breta með þessum peningasprengjum sínum og þannig leggja efnahag þeirra í rúst. Þar sem fölsunin var svo vel heppnuð hefði pundið hrapað í verði þar til það væri nær verðlaust. Þetta hefði án efa komið Bretum í bobba, en því miður fyrir þjóðverjana, þá lauk stríðinu áður en að þeir komu peningasprenjum sínum í gagnið og ekkert varð úr þessu. Snjöll brella, ekki satt?

-Las þetta í Lifandi Vísindum fyrir allnokkru. :)<br><br>“Life is a deadly meaningless sexually-transmitted desease”
SÍÐAN MÍN!