Mjög gaman að fá könnun sem þessa, en það væri kannski ágætt að höfundur hennar vissi um hvað hann er að tala. Til eru ýmsar undirgerðir herflugvéla. Í grófum dráttum má skipta þeim í Orrustuflugvélar, Sprengjuflugvélar, njósna-og könnunarflugvélar og vélar til árásar á jörðu (ground attack). Í fyrirsögn könnunarinnar er vísað til bestu Orrustuflugvélar síðariheimsstyrjöldinni. Þetta fer vel af stað. En svo fer að koma í ljós vanþekking. Junkers Ju 87 Stuka var EKKI orrustuflugvél. Það farartæki var sprengjuflugvél, aðalega notuð í ground attack. Næst kemur einhvað sem kallað er Heinkel He??? Hvað er það? Frægasta Heinkel smíðaða flugvél seinniheimsstyrjaldar var Heinkel He 111, sem var meðalþung sprengjuflugvél, EKKI orrustuflugvél. Heinkel smíðaði reyndar þrjár tegundir orrustuflugvéla í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta voru Heinkel He 110 og Heinkel He 112, en þó að þessar tvær væru mjög góðar flugvélar komust þær aldrei í fjöldaframleiðslu, þannig að ef höfundur á við þessar vélar eiga þær ekki heima í könnun sem þessari. Þriðja orrustuflugvélin sem Heinkel smíðaði var Heinkel He 162 Salamander, líka kölluð Volkesjager. Þessi flugvél kom fyrst fram á lokamánuðum stríðsins og komst aldrei aðminnilega í notkun áður en stríðinu lauk. Ef átt er við þessa flugvél þá á hún alls ekki heima í könnun sem þessari. Síðan kemur loka höggið. Il2 Shturmmovik (vitlaust stafað í könnun) var sko EKKI orrustuflugvél. Þetta var sérhönnuð ground attack vél, notuð gegn skriðdrekum og fótgönguliði þjóðverja.

Góð hugmynd að könnun, en hefði mátt vinna heimavinnuna aðeins betur.