Undanfarið hef ég séð fleirir og fleiri “alternative history” skáldsögur í hillum bókabúða. Ég hef verið svolítið forvitinn um þær, sérstaklega eina seríu sem ég man ekki hvað heitir um hvað hefði gerst ef Breska heimsveldið hefði skipt sér af Þrælastríðinu.

Einnig hefur það verið að kitla mig að prófa að skrifa svona sögu eða uppkast af sögu um mögulega innrás Þjóðverja í Bretland sumarið 1940.

Það sem ég vildi fá að vita er þetta:

1. Er eitthvað varið í alternative history sögur? Eru þær hreinn skáldskapur eða rannsaka höfundar menn og aðstæður að einhverju gagni? Hvaða titla mæla menn með í þessum geira?

2. Er einhver hér fróður um seinni heimstyrjöldina sem að hefur áhuga á að veita mér aðstoð sem sagnfræðilegur ráðgjafi? Veit ekki hversu mikinn tíma ég hef til að sinna þessu verkefni en held að það gæti verið afar gaman að prófa. Alltaf gaman að hugsa um hvað hefði getað gerst.