Mig minnir endilega að í fréttum fyrir nokkrum árum hafi það komið í ljós, að sænskir tannlæknar hafi gert tilraunir á þroskaheftum börnum. Þeir voru að rannsaka áhrif sykurs á tennur, og gáfu þessum börnum því karamellur, sem innihéldu sérlega mikinn sykur, og klístruðust sérstaklega vel við tennurnar.

Nú spyr ég: Man einhver annar eftir þessu, eða er þetta bara ímyndun? Ef einhver man eftir þessu, manstu þá hvenær þetta kom í ljós, og/eða hvenær rannsóknirnar sjálfar voru gerðar?<br><br>Þorsteinn.
All we need is just a little patience.