Þar sem ég tel sjálfan mig vera fróðleiksþyrstan einstakling þegar kemur að flestum hlutum er mikið af hlutum sem einfaldlega fara í taugarnar á mér. Dæmi; Fyrir um tveimur vikum fór ég að velta fyrir mér hvernig setningin “Teningunum er kastað” var sögð upphaflega, þ.e. á latínu. Fór ég þá og spurði þá kennara sem ættu að vita þetta en enginn var alveg viss. Og þess vegna legg ég þessa spurningu fyrir ykkur. Hvernig segir maður; Teningunum er kastað, á latínu?<br><br>“You can't be greater than Elvis, you can't change things like the Beatles,
you can't be as original as Led Zepplin, all you can do is rip them off”


-Billy Corgan