Ég var búin að fá leyfi til að senda þessa ritgerð mína inn, þótt að ég efist um að nokkur maður nenni að lesa hana alla.

Ég finn ekki Ritgerðina með lokafrágang, því eru stafsetningavillurnar og heimildatilvitnanir ekki alveg 100%
ásamt því að þær brenglast við það að vera peistaðar hér inná……


Ritgerðin er um Richard Nixon…..







Verkamanna sonurinn sem stjórnaði heimsveldi.

Inngangur

Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um þrítugasta og sjöunda forseta Bandaríkjanna Richard Milhouse Nixon sem var forseti á árunum 1968-1974 og þurfti að segja af sér embætti vegna Watergate hneykslisins.
Nixon varð forseti á mjög erfiðum tíma í Bandaríkjunum Víetnam stríðið var í algleymingi og mótmæli og kynþátta óeirðir voru tíðar með óumflýjanlegum slysum og mannslátum.
Nixon eða “Trycki Dick” eins og hann var kallaður er án efa einn merkasti forseti Bandaríkjanna en því miður endaði forseta ferill hans ekki á sama hátt og hann hafði vonað.






Richard Milhouse Nixon fæddist 1913 í Yorba Linda, Californíu hann var einn fimm bræðra og voru foreldrar hans Anthony Nixon og Hannah Milhouse Nixon írsk-skosk.(óbein tilvitnun: http://encarta.msn.com/find/Concise.asp?z=1&pg=2&ti=761563374).
Nixon fór fyrst í whittier skólan í Kalíforníu, en Foreldrar hans voru fátæk, og lengi vel virtist allt benda til þess að Nixon kæmist ekki einu sinni í háskóla þrátt fyrir að ganga vel í skóla, en tveir bræður hans létust og við það skapaðist smá fjárráð hjá Nixon hjónunum og ákváðu að nota það litla sem þau áttu til að senda Nixon í háskóla, en Nixon hafði fengið skóla-styrk líka, hann fór í Duke háskólann þar sem hann útskrifaðist sem lögfræðingur1937(http://encarta.msn.com/find/Concise.asp?z=1&pg=2&ti=761563374).
Skömmu eftir skólagönguna stofnaði hann lögfræðistofu og hitti þar verðandi eiginkonu sína Thelma Ryan, og áttu þau svo eftir að eignast 2 dætur.

Nixon fór í herin skamma hríð en gerði þar engar rósir.
Fyrstu skref hans í pólitík voru forsmekkurin af því sem koma skildi hjá þessum unga lögfræðingi, hann bauð sig fram á þing og átti að etja þar kappi við demókratan Voorhis og þar ásakaði Nixon hann um að vera linur við kommúnista (“He accused Voorhis of being “soft” on Communism”)1
Þarna mátti strax sjá það sem koma skildi í framtíð Nixons sem pólitískus, hann hafði alla tíð óbeit á kommúnisma og slengdi miskunnarlaust “kommúnista” stimpli á þá sem ekki höfðu sömu hörðu skoðanir á kommúnisma og hann.
Hann vann sigur á Voorhis og komst á þing fyrir Repúblikana. Hann varð strax frægur fyrir sterkar skoðanir sínar gegn kommúnisma.
1http://encarta.msn.com/find/Concise.asp?z=1&pg=2&ti=761563374).
Þessi sterka andstaða hans við Kommúnisma gerði hann að stjörnu í heimalandi sína, vegna þess að Bandaríkjamenn voru mjög hræddir við útbreiðslu kommúnismans,og þá voru þeir sérstaklega hræddir við Sovétríkin þar sem kalda stríðið var að byrja. Nixon hélt áfram á þessari braut og stjórnaði vitnaleiðslum yfit Albert Heiss sem var gamall ráðgjafi hjá Roosevelt stjórninni, Nixon ásakaði hann um að vera kommúnisti og hafa sent leynileg gögn til sovétmanna, Heiss var dæmdur í fangelsi fyrir samsæri, þótt að hvorki sönnunargögn né játning lægju frammi fyrir, en nefndin hafði komist að því að hann hafði logið í vitnaleiðslunum og nægði það til að fangelsa hann, og við þett jókst hróður Nixons áfram sem baráttumanni gegn kommúnisma. Hann hélt áfram og réðst að alþingiskonunni Ms.Douglas og sagði hana vera kommúnista, hann sagði að hún væri rauð-bleik alla leið niður í nærbuxur (He accused Ms. Douglas of being "pink right down to her underwear)1
Repúblikanar völdu Nixon til að verða varaforseta efni Dwight Eisenhower árið 1952, og í þeirri baráttu ýjaði Nixon hiklaust að því að forsetaefni Demókrata Adlai Stevenson væri linur gegn kommúnisma og að hann væri ekki sannur föðurlandssinni. En Nixon fór ekki klakklaust út úr þessari herferð og New York Post gaf það út að Nixon hafi tekið við stórum ólöglegum fjárframlögum, en Nixon kom þá fram í sjónvarpsávarpi og sagði frá fjárhögum hans og fjölskyldunar og kom því að hann væri alls ekki ríkur, hann sagði frá því að konan hans ætti ekki einu sinni loðfeld og að eina verðmæta eignin sem hann ætti væri hundur þeirra hjóna. þetta virkaði og hækkaði hann í áliti Bandarísku þjóðarinnar við þetta ávarp, og hefur þetta ávarp verið kallað ”chekcers speech”. Vegna þess að hann vísar þar í hundinn sinn Chekcers.

1 Genovese, Michael A. The Nixon Presidency: Power and Politics in Turbulent Times. Greenwood Press, 1990
Eisenhower ákvað að bjóða sig aftur fram 1956 og varð Nixon varaforseta efnið hans aftur.
En árið 1960 var Richard Nixon valin sem forsetaefni Repúblikana, héldu þeir að hann ætti sigurinn vísan því að Nixon var þekktur um allt land fyrir dugnað og baráttu sína gegn kommúnisma, og keppinautur hans frá Demókrötum var ungur óreyndur glaum-gosi John F. Kennedy að nafni.
En Kennedy notaði nýtt vopn sem ekki var algengt á þessum tíma, hann ákvað að nota sjónvarpið mikið í áróðri sínum hann var myndarlegur og rólegur maður, og kom vel fyrir en Nixon vildi ekki láta meika sig fyrir sjónvarpsviðtöl eða neitt punt, og varð útkoman þannig að Kennedy var myndarlegur og yfirvegaður í sjónvarpsviðtölum á meðan Nixon varð náfölur og kom mjög illa út úr því. Kosningarnar voru mjög naumar og vann kennedy með 100.000 atkvæðum og var uppi orðrómur um að kosningasvindl hafi verið en Nixon vildi ekki láta telja aftur vegna þess að hann hélt að það kæmi illa út fyrir hann ef hann hefði rangt fyrir sér. Eftir ósigurinn gegn Kennedy bauð hann sig fram sem ríkisstjóri í Kalíforníu en tapaði þeirri baráttu líka og héldu margir að þar með væri pólitískur ferill hans á enda, eftir ósigurin gaf hann það út að hann væri hættur afskiptum af pólitík, en það átti eftir að reynast heldur betur rangt.
Hann vann í nokkur ár sem lögfræðingur á Wall Street en bauð sig svo fram aftur sem forseti árið 1968 eftir mikin þrýsting frá flokksmönnum, hann naut þess mikla klofnings sem rýkti í demókrata flokknum, en í forseta baráttunni gerði hann heldur lítið úr þeirri klemmu sem Bandaríkjamenn voru í Víetnam og hafði ekki miklar áhyggjur af því máli sem átti eftir að verða hans mesta minnismerki sem forseti eftir Watergate málinu svokallaða. Hann vann síðan kosningarnar á móti demókratanum Hubert Humphrey, loksins hafði hinum fátæka menntamanni tekist það, hann var orðinn forseti Bandaríkja Norður Ameríku.
Aðal mál hins ný-kjörna forseta var Víetnam stríðið, sem hann hafði lofað að binda enda á í forseta-baráttuni. Stríðið var mjög óvinsælt í Bandaríkjunum og kostaði gífurlega mörg mannslíf, mikil mótmæli voru víða um Bandaríkin og létust nokkrir háskóla nemar í mótmælum gegn víetnam stríðinu. Nixon sá ekki fram á að geta tekið herinn út úr Víetnam því að hann vildi ekki vera eini forseti Bandaríkjanna til að tapa stríði og taldi einnig að ef Bandaríkjamenn drægju sig út þá mynda það ýta undir ásókn kommúnismans í þessum hluta heimsins.(Hoff –wilson, joan. NixonReconsidered. Basic books, 1994 ). Hægri hönd Nixon í utanríkis-málum var Henry Kissinger en hann hefur verið talin sá eini sem gat haft hemil á Nixon, og sannaðist það í kasettum sem voru nýlegar gefnar út þar sem Nixon hafi nefnt það hvort ekki væri ráðlegt að nota kjarnorku sprengjur í stríðinu við Víetnama en sem betur fer þá tók Kissinger fálega í það. Mótmælin gegn Víetnam stríðinu jukust til muna við þá ákvörðun Nixons um að sprengja Kambódiu sem var á þessum tíma friðsælt bændasamfélag, miklar óeirðir brutust út og nú var Nixon búin að fá bandamenn sína í hinum vestrænu löndum líka upp á móti sér, víða um Evrópu brutust út óeirðir og sá Nixon fram á það að hann þyrfti að fara ljúka þessu en varð samt að fá hagstæða samninga, þannig að hann ákvað að gera eina loka ”stór” orustu með flugvélum sínum og eftir það bjóða Víetnömum vopnahléssamning, þetta svín virkaði og þann 28 janúar 1973 sömdu Bandaríkinn og Víetnamar um vopnahlé(Guðmundur J. Guðmundsson & Ragnar Sigurðsson, Þættir ú sögu vestrænnar menningar,1997). Utanríkisstefna Nixons varð Bandaríkjamönnum betur að skapi eftir þetta, hann sendi Kissinger til Ísraels í sex daga stríðinu 1967, og fór í opinberar heimsóknir til Kommúnista-ríkjanna í Kína og Sovétríkjunum.


Richard Nixon var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna 1972 með heldur auðveldum sigri, en hann hefur verið sakaður um að hafa haft einhver áhrif á kosninguna og umstang hennar.
Nixon varð æfur þegar hann komst af því að einhver í innsta hring hjá sér hafi lekið upplýsingum til dagblaða. Hann bjó til sveit sem voru kallaðir ”pípararnir” og áttu þeir að komast af því hvaðan upplýsingarnar láku. En þessi sveit hans átti eftir að gera áhrifameiri hluti en það.
Öryygisvörður í Watergate en það voru höfuðstöðvar Demókrata kom að innbrotsþjófum í húsinu. Þessir menn voru hinir svokölluðu ”píparar” og unnu fyrir forsetan, þetta mál átti heldur betur eftir að vinda upp á sig( Search WashingtonPost_com Watergate.htm). Dagblöðin í Bandaríkjunum tóku nú við að rannsaka þetta mál og komust þeir að því að til væru kasettur sem á voru samtöl Nixons í síma og á skrifstofu sinni. Sérlegur saksóknari Cox var fengin til að rannsaka þetta mál og krafðist hann þess að Nixon myndi láta frá sér þessar kasettur, Nixon neitaði, og bar fyrir rétt sinn til að eiga mikil-væg skjöl og upplýsingar sem hann hefði rétt á vegna mikilvægi forseta-embættisins. Cox gaf ekki eftir og ákvað Nixon þá að láta reka hann, fór til dómsmálaráðherra sem hann hafði skipað og bað hann um að reka Cox. En dómsmálaráðherrann var ekki til í það og sagði af sér vegna óánægju með framferði Nixons. Í kjölfarið fylgdu margar afsagnir hjá ”hans” mönnum.
Nú var þingið komið á kaf í málið og ætluðu þeir að stefna Nixon og neyða hann til að láta af kasettunum, Nixon hafði tvo kosti fyrri var að láta stefna sér þurfa að láta kasetturnar af hendi og vera því næst örugglega vísað úr embætti forseta, en hinn möguleikinn var að segja af sér sem forseti Bandaríkjanna og með því hefði hann rétt á þessum kasettum. Hann valdi síðar kostinn og sagði af sér forseta-embættinu þann 9, ágúst 1974 eini forseti sem hefur gert það í Bandaríkjunum.

Eftir maður Nixons var Gerald Ford og eitt að fyrstu verkum hans var að náða Nixon fyrir öll lög brot sem hann hafði framið á forseta ferli sínum og var það umdeild ákvörðun innan flokks repúblikana og ekki síður hjá Bandarískum almenningi. Nixon slapp sem sagt við fangelsisvist en margir samverkamenn hans þurftu að sitja inni í einhvern tíma en flestir dómar þeirra voru styttir og/eða firndir eftir stuttan tíma. Nixon eyddi síðustu árum sínum í skriftir og skrifaði margar bækur um kalda stríðið og utanríkismál.
Richard Nixon lést úr hjartarslagi 1994 og var grafin við hlið konu sinnar (Nixon died of a stroke in 1994 and was buried next to his wife).1

1 http://encarta.msn.com/find/Concise.asp?z=1&pg=2&ti=761563374

LOKAORÐ

Þótt að Nixon sé minnst fyrst og fremst fyrir hið alræmda Watergate mál þá má það ekki gleymast að Nixon gerði marga góða hluti hann batt enda á Víetnam stríðið og bætti mjög kjör fjölskyldna í Bandaríkjunum þar sem hann styrkti sérstaklega einstæðar mæður.
En ef öllu er á botnin hvolft þá er hann myndgerving Bandaríska draumsins, hann ólst upp í litlum efnum og ekki var einu sinni líklegt að hann kæmist í háskóla en nokkrum árum seinna var þessi “almúga” maður orðinn valdamesti maður heimsins, og verður minnst áfram um ókomin hvort sem það er fyrir góða eða slæma hluti.



Heimildir:
http://encarta.msn.com/find/Concise.asp?z=1&pg=2&ti=761563374
Search WashingtonPost_com Watergate.htm
(Guðmundur J. Guðmundsson & Ragnar Sigurðsson, Þættir ú sögu vestrænnar menningar,1997).
(Hoff –wilson, joan. NixonReconsidered. Basic books, 1994)
Genovese, Michael A. The Nixon Presidency: Power and Politics in Turbulent Times. Greenwood Press, 1990


Ef þú hefur lesið alla leið hingað, þá þakka ég kærlega fyrir mig,,,



kv;vigni