Þetta er fyrirlestur sem ég flutti í sögu í vetur um rómverska herinn.

Í upphafi,á konungaöld var hernum skipt í 5 stéttir eftir efnahag en hver varð að kosta herbúnað sinn sjálfur.
1.stétt myndaði riddaralið eða þungvopnað fótgöngulið sem var búið brynju,spjótum og sverðum.
2.stétt hafði yfirleitt sömu vopn en enga brynju.
3. og 4.stétt fengu engin herklæði,eingöngu sverð og spjót
en 5. stétt fékk bara að skjóta úr steinvörpum.

Var hver stórfylking, legío,sem var þá eins og gríska breiðfylkingin mynduð úr 30 hundraðssveitum og 10 riddarasveitum sem voru samtals 3300 manns.
Yfirhershöfðinginn var svo konungurinn.

Á lýðveldisöld breyttist skipulagið og var það Fluvius Camillus sem endurskipulagði herinn 390 fk eftir að Gallar réðust á Róm,rændu hana og brenndu. Skipulag hersins var ekki lengur líkt því gríska og hin eiginlega legíon kom fram. Í hverri Legion urðu 30 hundraðssveitir, eða 3000 manns og var hverri legion skipt í brjóstliða,framliða og bakliða, riddarasveitir og léttliða.Einnig var vopnanotkun hermenna breytt.
Allir menn á aldrinum 17 til 46 ára voru herskyldir og eldri menn mynduðu svo varnarsveitir til að verja byggðir. Bændur voru svo meginuppistaða hersins

Breytingar Scipio
Scipio var kosinn yfirhershöfingi í 2.púnvetnska stríðinu. Eftir ósigurinn við Cannae sá hann að breyta þurfti þjálfun hermannanna.
Í staðinn fyrir að ráðast beint á óvinina átti að nota færanleika og með mikilli þjálfun náði hann að gera rómversku legonirnar að bestu hermönnum á þeim tíma og með þeim náði hann að sigra Hannibal við Zama 202 fk.
Síðar fór herinn að versna og rómverskir borgarar vildu ekki fara í herinn, illa gekk í stríði á Spáni og mikil spilling var í hernum.

Breytingar Maríusar
Þá varð um 100fk Maríus ræðismaður og endurskipulagði hann herinn, herskylda var afnumin en í staðinn var komið á atvinnuher þar sem sjálfboðaliðar voru í herþjónustu í 16 ár og gátu í fyrsta sinn öreigar komist í herinn. Í hverri Legion urðu 6.000 manns skipt í 10 undirdeildir sem var svo aftur skipt í 10 hundraðsdeildir.
Einnig voru teknar upp strangar agareglur og herinn varð margfalt öflugri sem varð til þess að Pompejus náði L-Asíu og Caesar Gallíu.

Þjálfun
Það fyrsta sem hermennirnir lærðu var að marsa sem var álitið mjög mikilvægt og urðu þeir að geta marsað 20 rómverskar mílur, þe. 29.6 km á innan við 5 klst.
Svo var æft hlaup,sund,lang- og hástökk og að bera þunga hluti.
Eftir það voru vopn æfð og voru notuð trésverð og tréskildir við æfingar sem vou 2x þyngri en raunverulegu vopnin og var haldið að með því að nota þyngri vopn í æfingu yrðu þeir miklu betri þegar þeir færu svo að nota alvöru vopnin. Æfingarspjótin voru líka 2x þyngri en alvöru.

Í hverri legion voru fullt af sérfræðingum. Einn þeirra sá um að skipuleggja herbúðir sem byggðar voru alltaf yfir hverja nótt.
Gjaldkeri var í hverri Legion,sem sá um peningamál deildarinnar og svo verkfræðingar og smiðir sem bjuggu til turna og múrbrjóta ogfl.
Hver legion hafði sitt deildarmerki sem merkisberi hafði. Var það mjög niðurlægjandi ef óvinirnir náðu þessu merki og var allt gert til að passa uppá það.

Herbúðir
Alltaf varð að gera herbúðir hvort sem það var yfir eina nótt eða lengur.
Þar sem allt var skipulagt fyrir vissi hver alveg hvað hann átti að gera og voru allar herbúðir eins upp settar og hélst sú hefð allan tíma Rómarveldis.
Þegar finna átti stað fyrir herbúðir fóru fyrst njósnamenn og leituðu að góðum stað sem átti helst að vera uppi á hæð og nálægt á eða þar sem vatn var og beitiland átti að vera nærri.

Búðirnar mynduðu ferning með einum inngang á hverri hlið. Ein Aðalbraut skipti búðunum í 2 hluta og alltaf var Altaristorg sem trúarathafnir voru og svo hertorg þar sem ávörp voru flutt eða liðskönnun.
Ef það átti að dvelja lengur en eina nótt voru gerðir skurðir og veggir og timburhús ef það átti að vera þarna í lengri tíma. Margar herbúðir urðu því upphaf borga td Torino og margar borgir í Evrópu.

Agi
Heragi var mikill og fyrir óhlýðni eða liðhlaup voru menn stungnir til bana og fyrir að sofa á verði voru menn grýttir til bana. Ef heill herflokkur gerði uppreisn eða ekki náði að upplýsa eitthvert brot var af handahófi 10. hver maður tekin og drepinn. Ef menn meiddu sjálfan sig til að komast hjá bardaga voru menn settir í þrælkun. Sektir,erfið störf og brottvísun var svo notað við minniháttar brot.

En menn fengu líka viðurkenningu fyrir að standa sig vel í bardaga, hálsmenn,armband og merki á búninginn voru minni háttar viðurkenningar sem lágt settir hermenn fengu. Hershöfðingi gat fengið gullkóronu,reisa sigursúlu og fengið klapp í öldungaráðinu.
En mesti heiðurinn var að fara í sigurgöngu til Rómar.
Fyrir að bjarga lífi Rómverja var veitt sér heiðursmerki og líka heilu herdeildirnar og legionir gátu verið verlaunuð sem jók virðingu þeirra.

Störf
Þegar hermenn voru ekki stríði voru þeir notaði í alls konar störf.
Það hélt þeim í þjálfun og einnig voru störf hersins betri en störf borgaranna. Rómverski herinn lagði mjög mikið af vegum en líka borgarveggi,skipaskurði,hafnir og vatnsveitur.
Í sumum héruðum voru hermenn í lögreglustörfum og var herinn líka notaður þegar það var talning á öllum íbúum ríkisins.

Stærð rómverska hersins hefur verið mismunandi. Í 2.Púnvetnska stríðinu voru um 800.000 hermenn með Bandamönnum. Í lok 3. aldar hafa verið um 300.000 manns í hernum og í byrjun 5.aldar 600.000.

Heimildir:
http://www.roman-empire.net/

og svo ljósrit og einhver önnur síða En heimildaskráin og allt annað eyddist þegar ég varð að formata en var svo heppinn að eiga eintak af þessum fyrirlestri í einum pósti sem ég fann nýlega, en ég hafði sent sjálfum mér hann til að geta opnað í skólanum :)