Alexander mikli Alexander var sonur Filippus konungs Makedoníu og konu hans, hinnar skapstóru Ólympíasa sem réð Filippus af dögum 336 f.kr. í samsæri ásamt öðrum.
En Filippus var hvergi nærri saklaus, hann hafði ári fyrr tekið saman við unga stúlku af makedónskum aðalsættum. Kleópötru að nafni.

Við andlát Filippusar kom það í hlut sonar hans Alexanders(III) að taka við leiðtogahlutverkinu þá tvítugur að aldri.
Alexander var vel undir búinn fyrir konungstignina, faðir hans hafði kennt honum allt um hermennskuna og um bóklega menntun hans sá heimspekingurinn Aristóteles.

Vorið 334 f.kr. hóf Alexander herferðina miklu, fáum mánuðum seinna var fyrsta orustan haldin við ána Granikos. Og lýsti hann sig stuttu seinna konung yfir allri Litlu-Asíu. Árið 333 f.kr. hélt hann áfram ferð sinni ásamt liði sínu á Sýrlandsstrendur og þar var sjálfur Darios III Persakonungur sigraður, sjö mánuðum seinna meðan á hersetu um borgina Týros stóð bauð Darios III Alexander allt yfirráðasvæði Persa vestan við Efrat en Alexander hafnaði því og réðst inn í Egyptaland í árslok 332.

Þar tók fólk honum sem frelsara, og hafði hann vetrarsetu þar og varði tímanum við að setja upp borgina Alexandríu. Árið 331 sigruðu herir Alexanders Darios enn aftur, og flúði Darios þá til jarldæmanna í austri, eftir þann sigur lét Alexander kalla sig konung yfir allri Asíu, og vann síðan allar helstu borgir, og brenndi Persepolis.

Herir Alexanders héldu áfram að reka för Dariosar en litlu síðar var Darios drepinn af jarl nokkrum í austur Íran.
En áfram hélt Alexander hann ætlaði sér að vinna allt land austur að Ganges því þar trúði hann því að heimurinn endaði. En svo langt komst hann ekki því eftir margra ára harðrétti gerðu hermenn hans uppreisn, og varð hann flytja herinn til suðurs að mynni Arabíuflóa.

Leiðangurinn til baka hófst 325 f.kr. og var í tvennu lagi, Alexander fór með landherinn gegnum torsótta eyðimörk Suður Íran þar sem steikjandi hiti var mörgum hermönnunum að bana.

þótt Alexander væri búinn að leggja undir sig Persaveldi fyrir fullt og allt var landvinningagræðgi hans ekki svalað, og tók hann að undirbúa leiðangur til að vinna Arabíuskaga, en áður en þessum fyriræátlum varð hrundið lést Alexander úr hitasótt sumarið 323 f.kr. aðeins 33 ára gamall.