Árið 552 eða 551 f.Kr var Konfúsíus fæddur í kínverska ríkinu Lu þar sem í dag er Shandong-fylki í Kína. Ættin hans hét Kong en eiginnafn hans var Qui og þar sem kínverjar setja ættarnöfn fyrir framan eiginnöfn var nafn hans Kong Qui. Síðar var hann þekktur sem Kongzi eða Kong Fuzi það er að segja „meistari Kong“ og er latneska myndin af því nafni Confucius sem er nafnið sem allir heimspekingar og sagnfræðingar þekkja, hvort sem þeir eru áhugamenn eða atvinnumenn.
Konfúsíus var fátækur í æsku en hlaut samt sem áður góða menntun. Þegar Konfúsíus var tuttugu og sjö ára er sagt frá að hann hafi hitt erindreka frá öðru ríki sem kom í heimsókn til Lu, það hefur auðvitað verið afar fróðlegt fyrir Konfúsíus að hitta mann frá öðru ríki, sérstaklega vel menntaðan mann. Það bendir til að Konfúsíus hafi nú þegar fengið starf við Lu hirðina en það er þó ekki víst enda eru heimildirnar afar óljósar.
Konfúsíus heimsótti Qi ríki sem opinber erindreki Lu nokkru fyrir aldamótin 500 f.Kr., þá var hann næstum fimmtugur og hafði sama sem ekkert áunnið hingað til. Það var á þeim tíma eitt voldugasta ríki Kína. Konfúsíus er þá sagður hafa gefið furstanum leiðbeiningar um hvernig ætti að stýra ríkinu (sem er auðvitað argasta rugl miðað við aðrar heimildir). Engu að síður eru orð hans til furstans enn í minnum höfð:
„Ríkisleiðtogi skal vera ríkisleiðtogi,
þegn skal vera þegn,
faðir skal vera faðir
og sonur skal vera sonur.“
Það sést skýrt á þessum orðum og öðru sem hann hefur sagt að Konfúsíus var afar íhaldssamur maður.
Konfúsíus var um tíma löggæslufulltrúi á árunum 505-497 f.Kr. Það var tiltölulega lágt embætti, þó hafði hann lærisveina nú þegar.
Síðar var embættisframi hans miklaður mjög og sagður hafa verið helsti embættismaður Lu ríkisins, sem stenst ekki miðað við sögulegar staðreyndir.
Konfúsíus ferðaðist á milli ríkja í þrettán ár og kom ekki aftur til Lu ríkisins fyrr en 484 f.Kr. Ekki var óalgengt á þeim tíma að lærdómsmenn ferðuðust mjög um. Talið er að á þeim tíma hafi hann ferðast til Wei ríkis en hafi ekki líkað vel við þar þaðan hélt hann til Chen ríkis. Síðustu fimm ár ævi sinnar dvaldist Konfúsíus heima hjá sér í Lu ríki. Hann var nú komin yfir sjötugt og hugmyndir hans fullgerðar eftir mikil ferðalög.
Konfúsíusi varð lítið ágengt í lifandi lífi við að fá stjórnvöld til að taka upp kenningar sínar og naut engrar virðingar fram yfir aðra embættismenn. Lærisveinar hans báru hinsvegar takmarkalausa virðingu fyrir honum. Kenningar Konfúsíusar jukust verulega í vinsældum og virðingu eftir andlát hans. Þær áttu þó í upphafi í mikilli baráttu við aðra heimspekilegar og trúarlegar kenningar. Búddismi, Taoisma, Zaraþústratrú og jafnvel kristni.
Árið 1625 fannst nærri Xi´an steinn með áletrunum á kínversku og sýrlensku, nestoríanski biskupinn og munkar hans höfðu reist hann þar seint á áttundu öld (sem þykir benda til að kristni hafi verið vinsælli í Kína en almennt talið er). En á einmitt áttundu öld áttu kínverjar í mikilli baráttu gagnvart hirðingjaþjóðum sléttunar, útlendingar urðu á þeim tíma afar óvinsælir og kínverjar hættu að vera jafn opnir útlenskum hugmyndum.
Á þessum umbrotatímum leitaði fólk aftur til þjóðlegra hefða og konfúsíusisminn varð tákn hins kínverska keisaraveldis. Speki Kon-fúsíusar var í yfir tvö þúsund ár ein mest lesna bók Kínaveldis. Allir opinberir embættismenn urðu að geta vitnað í hana og jafnvel keisarinn sjálfur mátti ekki brjóta gegn henni. Ekkert rit hefur nokkurn tímann haft svona mikil áhrif á stjórnkerfi og menningu eins ríkis.














Heimildaskrá

Ýmsir höfundar. 1976. Veraldarsaga Fjölva 4.-Fjölvi, Reykjavík

Konfúsíus. 1989. Speki Konfúsíusar.Iðunn, Reykjavík.

Ýmsir höfundar. 1972. Afburðamenn og örlagavalda 2 bindi, Ægisútgáfan, Reykjavík.