Þetta er ritgerð sem ég gerið í sögur 103, fékk 9 fyrir hana svo ég býst við að það sé eitthvað varið í þetta :)
InngangurJóhanna af Örk eða Jeanne d’Arc sem einnig hefur verið kölluð Mærin frá Orleans var frönsk frelsishetja sem barðist í hundrað ára stríðinu og var síðar gerð að dýrlingi. Hún var bóndadóttir, fædd árið 1412 og dó 1431, 19 ára gömul (Vísindavefurinn, 2008).
Hún sannfærði ókrýndan konung Frakka, Karl VII um að hún hefði heyrt raddir sem sögðu að hún væri útvalin af guði til að frelsa Frakkland úr höndum Englendinga. Hann fékk henni her til umráða og árið 1429 frelsaði hún borgina Orleans sem Englendingar sátu um. Síðan fylgdi hún Karli VII til Reims þar sem hann var krýndur. Árið 1430 var Jóhanna af Örk tekin til fanga af Búrgundum og framseld Englindingum. Hún var dæmd til dauða fyrir galdra og villutrú og brennd á báli árið 1431 (Örn og Örlygur, 1992).
En af hverju ákvað hún að verða hermaður og hvers vegna reyndist hún Frökkum svona vel?


Jóhanna af ÖrkJóhanna af Örk fæddist árið 1412 í sveitaþorpinu Domremy í Lotringen. Hún var fátæk almúgakona, en þær höfðu lítil réttindi á þessum tíma. Þegar hún var 14 ára á hún að hafa farið að heyra raddir sem sögðu henni að hitta Karl VII og sameina Frakka í baráttunni gegn Englendingum. Gegn vilja föður síns fór hún að heiman og hitti prisninn sem hún þekkti þó að hann væri dulbúin. Þegar hún sagði frá erindi sínu taldi helsti ráðgjafi prinsins að hún væri annað hvort send af óvinunum eða einfaldlega brjáluð en hún þurfti þó aðeins að hvísla nokkrum setningum að prinsinum til að hann sannfærðist um að hún færi með rétt mál. Til að jafna ágreininginn fékk prinsinn guðfræðinga til að yfirheyra Jóhönnu og stóðu yfirheyrslurnar yfir í þrár vikur. Að þeim loknum fékk prinsinn henni vopn og herklæði og gerði hana að herforingja (Ragnar Geir Brynjólfsson, 2005).

Í Frakklandi var þekkt gömul þjóðsaga um jómfrú sem mynda bjarga landinu. Það hefur án efa haft mikil áhrif á Jóhönnu sjálfa og viðhorf fólks til hennar. Það að hún hafði klippt hár sitt og farið í karlmannsföt hlítur einnig að hafa gert hana áreiðanlegri í augum prinsins. (Mbl.is greinasafn, 2000).

21. apríl 1429 leiddi Jóhanna, klædd sem riddari her inn í borgina Orleans til að frelsa hana úr umsátri Englendinga. Hún hótaði þeim öllu illu ef þeir yfirgæfu ekki borgina og snéru aftur til Englands. Þeir létu ekki segast svo það kom til átaka. Jóhanna særðist þegar hún fékk í sig ör og hélt bardaginn áfram án hennar og á meðan baðst hún fyrir. Hún snéri svo aftur Englendingum til skelfingar sem flúðu næsta dag. Frakkar álitu hana vera heilagan stríðsmann sem væri sendur af guði, hins vegar var hún norn í augum Englendinga (Youtube, 2008). Næsta dag gerðu Enlgendingar sig aftur líklega til að taka Orleans en Jóhanna ákvað að ráðast ekki á þá þar sem þeir voru þegar sigraðir. Þar sýndi hún fyrstu merki um þá miklu herkænsku sem hún bjó yfir þrátt fyrir reynsluleysi. Hún tók við ráðleggingum frá öðrum stíðsherrum sem hún hafði við hlið sér en það var hún sem sá um að taka hernaðarlegar ákvarðanir (John Egan).

Franski herinn undir stjórn Jóhönnu heldur áfram að vinna sigra og í júní sama ár ná þeir undir sig borgunum Jargeau, Meung-sur-Loire, Beaugency og Patay. Í Patay féllu þúsundir Englendinga en aðeins nokkrir tugir Frakka (Maid of Heaven, 2007-2010).
Jóhanna fygldi Karli VII til Reims þar sem hann var krýndur 16. júlí 1429 og var viðstödd athöfnina (History World).

Franska hernum hélt áfram að ganga allt í haginn um skeið og náði hann undir sig mikilvægum borgum eins og Soission, Selnlis og Troyes. En árið 1430 var Karl VII orðin félaus þrátt fyrir skattheimtuna og stuðningur Jóhönnu nægði ekki til að koma í veg fyrir hernaðarleg áföll. Það var gerð útrás frá Compiegne-höllinni þann 13.maí, frönsku hermennirnir gættu sín ekki nógu vel og komu óvinirnir þeim að óvörum svo þeir neyddust til að flýja inn í höllina í flýti. Jóhanna sem var með baksveitunum kom að hliðum hallarinnar lokuðum. Búrgundariddari tók hana höndum og færði Jóhannesi fursta af Luxemburg. Jóhanna var þá orðin mjög fræg og því fögnuðu Englendingar og Búrgundar handtöku hennar ákaft. Meistararnir við Parísarháskóla kröfðust þess að hún yrði kölluð fyrir rannsóknarréttinn en Jóhannes vildi ekki afhenda hana, hann lét þó undan þegar biskupinn Pierre Cauchon sem sat í ráði Englandskonungs greiddi 10.000 pund fyrir hana (Kåre Lunden, 1985).

Réttarhöld yfir Jóhönnu hófust 21. febrúar árið 1431. Þegar þau höfðu staðið í þrjár vikur var Cauchon farin að hafa áhyggju af skorti á sönnunargögnum gegn henni en hann vildi brenna hana á báli (Law Buss). Skýrslur manna sem ekki voru hliðhollir henni sína að við réttarhöldin hafi hún verið virðuleg og yfirlætislaus í framkomu og tilsvör hennar verið örugg. Þegar meintir villutrúarmenn komu fyrir rannsóknarrétinn á þessum tíma fengu þeir yfirleitt engan málfærslumann, sönnunum var haldið leyndum fyrir þeim og pyntingar, ógnanir eða loforð notuð til að fá þá til að játa á sig sakir. Líkamlegar pyntingar munu þó ekki hafa verið notaðar á Jóhönnu. Bæði guðfræðinga- og kirkjudeild Parísarháskóla lýsti hana villutrúarmann og yrði hún brennd á báli ef hún lofaði ekki betrun. Hún undirritaði eða setti merki sitt undir játningu á veikleikastund þann 21. maí og þar með slapp hún við dauðadóm en fékk í staðinn lífstíðarfangelsi. Enski herforinginn Befford var ekki ánægður og málið var tekið upp að nýju 28. maí. Jóhanna tók þá upp allar fyrri játningar og klæddist karlmannsfötum. Hún var þá dæmd til dauða (Kåre Lunden, 1985).
Hún var brennd á báli þann 30. maí 1431, þá var hún 19 ára. Óvenju hár bálköstur var reystur til að sem flestir gætu séð hana deyja og þess vegna gat böðullinn ekki kyrkt hana áður en eldurinn næði að henni (Youtube, 2008). Hún mun þó hafa dáið úr hitaslagi og sloppið þannig við kvalafullan dauðdaga (Norman Boutin, 2002).

Karl VII gerði engar tilraunir til að bjarga henni en 25 árum síðar hjálpaði hann fjölskyldu hennar með áfríun á málinu til páfans og árið 1456 var hún lýst sýkn saka af páfadómstóli. 16. maí 1920, tæplega 500 árum eftir dauða hennar var hún tekin í dýrlingatölu (Britannica, 2010). Hundrað ára stríðinu lauk með sigri Frakka 17. júlí 1453 (All French Services).


Lokaorð


Á unglingsárunum mótast sljálfsmyndin þ.e. maður reynir að finna hver maður er. Þá fer maður í uppreisn gegn fjölskyldunni, fylgir ekki lengur boðum og bönnum og brýtur gegn siðum og venjum (Vísindavefurinn, 2003). Þetta hefur verið mjög sterkt í Jóhönnu af Örk og hennar niðustaða hefur verið að hún væri jómfrúin í þjóðsögunni sem myndi bjarga Frakklandi. Til að einhver tæki markt á henni þurfti hún að segjast heyra raddir frá guði en það er vissulega ekki hægt að útiloka að þessar raddir hafi verið raunverulegar. Stjórnunar hæfileikar hennar, óvenjuleg herkænska og hversu mikið sameiningartákn henni tókst að verða hafa gert hana að eins gagnsömum herforingja og hún var. Dauði hennar hefur síðan gert hana að píslarvætti og stappað stálinu í Frakka og átt þátt í því að þeir sigruðu að lokum.Heimildir

All French Services. Aquitaine. Sótt 7.11.2010 af http://www.allfrenchservices.com/aquitaine.phtml
Britannica 2010. Joan of Arc. Sótt 5.11.2010 af Encyclopetia Britannica Online School Edition: http://www.school.eb.co.uk/all/comptons/article-203260?query=death%20at%20the%20stake&ct=

History World. HISTORY OF JOAN OF ARC. Sótt 5.11.2010 af http://www.historyworld.net/wrldhis/PlainTextHistories.asp?historyid=aa41

Jhon Egan. JOAN of ARC as MILITARY COMMANDER. Sótt 4.11.2010 af http://www.stjoan-center.com/military/johnegan.html

Kåre Lunden 1985. Saga mannkyns Ritröð AB, 6.bindi, 166-167.

Law Buss. JOAN OF ARC CHAPTER 12 - TRIAL: A MOCKERY OF JUSTICE. Sótt 4.11.2010 af http://www.lawbuzz.com/justice/joanof_arc/trial.htm

Maid of Heaven 2007-2010. Timeline of the life of Saint Joan of Arc. Sótt 4.11.2010 af http://www.maidofheaven.com/joanofarc_timeline_history.asp

Mbl.is greinasafn 2000. Jóhanna af Örk – miðaldakona í karlmannsfötum. Sótt 4.11.2010 af http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=511459

Norman Boutin 2002. JOAN OF ARC’S DEATH: From Heat Stroke. Sótt 7.11.2010 af http://www.stjoan-center.com/topics/Death_by_Heat_Stroke.html

Ragnar Geir Brynkólfsson 2005. Hl. Jóhanna af Örk. Sótt 4.11.2010 af Kirkjuvefbók Ragnars: http://www.kirkju.net/index.php/2005/05/28/hl_johanna_af_ork?blog=8

Sigurlína Davíðsdóttir 2003. Af hverju eru unglingsárin svona erfið? Sótt 7.11.2010 af http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3255

Þórdís Ylfa Viðarsdóttir 2008. Hver var Jóhanna af Örk? Sótt 4.11.2010 af http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=22534

Youtube 2008. Warrior Women – Joan of Arc 2, 3, 5. Sótt 4.11.2010 af http://www.youtube.com/watch?v=hEMwLewNmCY&feature=related http://www.youtube.com/watch?v=e_TmgIZQcEU&feature=related og 5.11.2010 af
http://www.youtube.com/watch?v=CUZ9huQLXAs

Örn og Örlygur 1992. Íslenska Alfræði Orðabókin 2. bindi, 206.
Maybe this world is another planet's hell.