Sælir kæru söguáhugamenn.

Það fer að verða nokkuð um liðið síðan við höfum fengið eitthvert efni hingað inn. Það er slæmt, því án nýs efnis koma engir nýir lesendur, og án nýrra lesenda koma engir enn nýrri lesendur… etc, þið skiljið hvað ég á við!

Illt yrði að sjá jafn merkilegt áhugamál eins og Sagan er, á jafn merkilegum vettvangi eins og Hugi.is er, drabbast niður.

Eru ekki einhverjir hér sem kannski luma á vor-annar ritgerðum? Eða jafnvel háskólanemar sem luma á einhverju eldra? Það telur allt! :)
_______________________