Allar þjóðir heims hafa leiðtoga en þessir leiðtogar eru ekki eins. Sumir hverfa með tímanum á meðan aðrir baða sig í dýrð frásagnarinnar og hefja þjóð sína til stjarnanna. Atli lifði og lifir enn í þessari dýrð.
Árið 375 er talið að þ.að hafi byrjað svokallðir þjóðflutningarnir miklu í Evrópu en það ár braust fram þjóð frá hásléttum Asíu. Þetta voru Húnar en þeir ásamt Vandölum,Gotum Frönkum og öðrum þjóðum það sem Rómverjar kölluðu Germanía. Húnar var skrítin þjóð í augum umheimssins en hún þótti með einsdæmum ófríð og virtist sem fólk hennar færi aldrei af hestum sínum en í raun þykir það ekki skrítið því Húnar voru afbragðs hestamenn og var Húnverski herinn nær eingöngu byggður upp af riddaraliði. Maðurin sem kynnti heiminum Húna Atli fæddist árið 395 en hann var konungssonur. Þegar hann var orðinn 12 ára urðu frændur Atla hræddir um að Atli myndi reyna að taka fá völdin í sínar hendur svo þeir ákváðu að senda hann til Rómar og vonuðu að Rómverskt letilíf myndi spilla honum. En svo reyndist ekki þegar Atli kom aftur var hann staðráðinn í því að sigra hina gjörspilltu Róm og verða konungur yfir öllum heiminum. Atli beið þar til frændur hans féllu frá og gerðist þá ásamt bróðir sýnum konungur. Og ríkti þeir í sameiningu næstu 9 árin eða frá 434-443 ennþá ruddi Atli bróður sínum úr vegi og gerðist einvaldur. Hann og bróðir hans höfðu um tíma einblínt á Austari hluta Rómar en eftir að honum hafði tekist að ræna Eystrihlutann og fá stór landssvæði austan við Dóná og gerði hann það með því að ræna og brenna hátt í 70 borgir byrjaði Atli nú að undirbúa árás á vesturhlutann.Árið 450 var Atli búin að safna nægu herliði hann réðst inn í Gallíu undir því yfirskyni að hann ætlaði að frelsa Franka en stefndi í raun á Rómarveldi. Hann bauð þeim sem hjálpuðu sér gull og græna skóga en andstæðingum dauða. Fyrst um sinn fann hann enga mótspyrnu en þegar lengra var komið byrjaði fólk að neita að ganga í lið með honum og lagði hann því Worms, Spires, Mayenne, og fleiri borgir í rúst.Og var því ekki að ástæðulausu sem hann sagðiþar sem hann hefði farið myndi gras ekki gróa aftur.Í Metz fékk hann fyrsta sinn alminnilega andspyrnu og vegna þess hve vanþróðuð umsáturstækni Húna var tókst honum ekki að brjótast inn í Metz og fór því í burtu en nokkrum dögum síðar fékk hann þær upplýsingar að borgarmúrarnir hefðu hrunið snéri Atli þá við rændi og brenndi borgina. Hélt Atli áfram og kom að Rheims þar hafði fréttst af voðveifleg aðferðum hans og var því lítil sem engin mótspyrna þegar Atli reið inn í borgina en þegar hann fór inn í dómkirkjuna heyrði hann djúpa og háa rödd tala frá atlarinu og varð þá Atli hræddur við guðs kristina manna. Flúði Atli þá dauðhræddur burt frá Rheims og kom ekki aftur þangað. Þrátt fyrir þetta hélt Atli áfram og kom hann að Orlens og var Orlens eins og metz með gríðarlega góða virkismúra og sat her Atla um Orlens í 2 mánuði eða þangað til Rómverski herinn birtst.Reið þá Atli með her sinn á hentugri stað og beeið hann hersins á Katalánsvöllum var þar barist einn mesta bardaga mannkynssögunar. Atli réðst fram með her sin og og var ofsi Húnana svo mikil að eftir smá tíma lá rómverski herinn. En þrátt fyrir það hélt smá hópur hersins áfram að berjast og var sú vörn svo mikil að þó Atli hafi sigrað þá var blóðtakan svo mikil að Húnar urðu að hörfa. Atli fór til Dóná og reisti borg þar og hélt þar til yfir veturinn á meðan hann var þar styrkti hann herinn og lét þjálfa að Rómverskum sið og eftir mikla guðhræðslu í Rheim ákvað Atli að gerast kristinn. Ári eftir mikla bardagan við Katalánsvöllinn réðst Atli á Aquilu, dyragætina inn í Ítalíu vegna þess hve hernaððarlega mikilvæg borgin var var hún einstaklega vel varin. Og áttu Húnar í miklum erfiðleikum með að brjótast inn og var það betra að herinn var orðinn svangur og sjúkdómar byrjaðir að herja á þá. En eins og sagt er dropinn holar steininn á endanum brutust Húnar inn og rændu borgina. Eftir þetta héldu Húnar áfram inn í Ítalíu em hvar sem þeir fóru var búið að yfirgefa borgir og eyðileggja uppskeru fyrir utan einstaka borgir sem fögnuðu komu hans.Vegna þess hve herir Atla voru óvanir hitanum spratt upp sumarsótt og voru hermennirnir byrjaðir að veikjast mikið. Og leist Atla ekki alveg á það en hélt áfram með von um að rekast fljót á Rómverska herinn svo Atli gæti útrýmt honum. En þegar Atli loks rakst á her þá var þetta alls ekki venjulegur her, þetta var kristinn her með páfann í farabroddi. Eins og gefur að skilja hefur hvítklæddur syngjandi her þótt undarlegur svo Atli hrópaði Hver ert þú, Leó kom til baka Atli reið þá til páfans og talaði við hann, aldrei var vitað um hvað þeir töluðu en svo mikið er víst að eftir þetta reið Atli með her sinn burt af Ítalíu. Litlu eftir að heim var komið undir bjó Atli þó 3 herförina en voru hermenn hans tregir til fararinnar. Varð Atli þá reiður og fór að taka af lífi uppreisnarmenn og jafnvel fjölskyldu þeirra með.Eitt skiptið þegar hann kom til að losa sig við uppreisnarseggi kom stúlka að nafni Ildico til hans og grátbáð um vægð fyrir fjölskyldu sína en Atli neitaði og drap fjölskylduna henni ásjáandi og giftist svo henni ví honum þótti hún svo fögur. Vr haldin honum heljarveisla en lifði Atli ekki til morgun. Því æð í nefi hans sprakk og lést hann 58 ára vegna blóðtaps. Og til að vota virðingu sína skáru þeir fyrstu sem inn gengu andlit sín og sögðu um leið “ekki með kvennagráti heldur karlablóði”
Svona endaði ævi mikils leiðtoga. Manns sem Kristnir kölluðu “Svipa guðs” hann skelfdi alla Róm og lagði næstum vestræna menningu í rúst. Varð hann svo frægur að það er jafnvel minnst á hann í heimskringlu en þar giftist hann Íslenskri konu, Guðrúnu Járnskeggsdóttur. Atli var fjölkvæntur og er sagt að hann hafi átt tugi barna. Og eftir hans daga var baráttan um Húnaveldi mikil aðeins til að þetta mikla veldi hyrfi til sagnfræðinnar.