Skilyrðislaus uppgjöf Þjóðverja Ég ætlaði að senda þetta inn sem mynd, en þetta var orðið svo langt hjá mér að ég ákvað að setja þetta sem grein.

Þann 8. maí 1945 skrifaði Wilhelm Keitel hermarskálkur undir skilyrðislausa uppgjöf þýska hersins. Voru þjóðverjar þá nánast gersigraðir og aðeins níu dagar síðan Adolf Hitler hafði skotið sig. Endalok styrjaldarinnar í Evrópu hefur verið kenndur við þann dag. Samningur þessi var þó aðeins formsatriði, því hann var óbreytt staðfesting á vopnahlésyfirlýsingu sem Alfred Jodl skrifaði undir í Reims í Frakklandi daginn áður. Sú yfirlýsing var orðrétt eins, fyrir utan 6. klausuna.

Endurgerðin var gerð að beiðni Breta og Sovétmanna. Bretar sættu sig ekki við að uppgjafarpappírarnir frá því deginum áður væru undirritaðir af Jodl, sem var ekki æðsti yfirmaður þýska heraflans. Sovétmenn vildu hins vegar að háttsettur yfirmaður þeirra yrði einnig viðstaddur undirskriftina. Var því brugðið á það ráð að fá Keitel til að skrifa undir í höfuðstöðvum sovéska hersins í Berlín.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Keitel umræddan samning.

Svo hljóðar sú fræga frumheimild:

UPPGJAFARYFIRLÝSING

1. Við, hinir undirrituðu, í krafti valds þýska herráðsins, gefum hér með skilyrðislaust upp fyrir æðsta yfirmanni herafla Bandamanna í Evrópu og samtímis fyrir æðstu herstjórn Rauða hersins, öllum hersveitum sem á landi, sjó og í lofti eru undir þýskri stjórn.

2. Þýska herráðið mun undir eins gefa út skipun til allra þýskra landhers-, sjóhers,- og flugherstjórnenda og allra sveita undir þýskri stjórn um að hætta öllum aðgerðum klukkan 23:01 að mið-evrópskum tíma þann 7. maí 1945, að halda kyrru fyrir á þeim stöðum sem þeir eru á og afvopnast. Jafnframt skulu þeir afhenda öll vopn og herbúnað til herstjórnenda Bandamanna eða embættismanna setta af fulltrúum herstjórnar Bandamanna. Ekkert skip, sjófar eða flugfar mun vera eyðilagt, eða skaði gerður á skrokk þeirra eða vélbúnaði. Þetta á einnig við um alls kyns vélar, hergöngn og allan þann búnað sem notaður er til að heyja stríð.

3. Þýska herráðið mun undir eins gera öllum herforingjum þetta ljóst og tryggja það fyrirmælum frá æðsta yfirmanni herafla Bandamanna í Evrópu og æðstu herstjórn Rauða hersins verði framfylgt.

4. Þessi hernaðaruppgjöf er framkvæmd með fyrirvara, og verður ógilduð af hvaða uppgjafarskilmálum af hálfu, eða í nafni Sameinuðu Þjóðanna [Bandamanna og Sovétmanna í þessum skilningi] og tekur yfir Þýskaland og þýska heraflann sem heild.

5. Skyldi þýska herráðinu eða hvaða herdeildum sem er undir þess stjórn mistakast við það að bregðast við samkvæmt þessari uppgjafaryfirlýsingu, má æðsti yfirmaður herafla Bandamanna í Evrópu og æðsta herstjórn Rauða hersins taka á því með refsiaðgerðum eða hvaða aðgerðum sem þeim finnst við hæfi.

6. Þessi yfirlýsing er skrifuð upp á ensku, þýsku og rússnesku. Aðeins sú enska og rússneska eru löggildir textar.

Undirritað í Berlín 7. maí 1945.

Fyrir hönd þýska herráðsins:
Von Friedeburg
Keitel
Stumpff

Í VIÐURVIST:

A.W. Tedder
Fyrir hönd æðsta yfirmans herafla Bandamanna í Evrópu.

Georgi Zhukov
Fyrir hönd æðstu herstjórnar Rauða hersins.

Við undirritunina voru einnig viðstaddir sem vitni:

F. de Lattre-Tassigny
Hershöfðingi.
Fyrsta franska hernum.

Carl Spaatz
Hershöfðingi.
Bandaríska flughernum.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,