Bókin sem ég ákvað að lesa heitir ,,Tíðindalaust Á Vesturvígstöðvunum” eða ,,Im Western Nichts Neues” eins og hún heitir á frummálinu eftir Erich Maria Remarque og fjallar um þýska herdeild í skotgröfunum á Vesturvígsstöðvunum í fyrri heimstyrjöldinni. Bókin er skrifuð á árunum eftir stríðið en ekki kemur fram hvenær hún er skrifuð nákvæmlega, kom hún þó fyrst út á Íslensku árið 1930 og var endurútgefin árið 1971.

Í bókinni er rakinn saga og raunir átta félaga í þýska hernum og þá sérstaklega eins þeirra, Páls Bäumer sem er í senn aðalpersóna sem og sögumaður bókarinnar. Bókinn er frásögn Páls á því sem ber fyrir sjónir þeirra félaga sem og lýsing hans á skotgröfunum sem einkenndu fyrri heimstyrjöldina svo eftirminnilega. Sterkar lýsingar höfundar á aðstæðum og það hvernig honum tekst að sýna fram á blákaldan raunveruleikann eins og hann var á stríðstímanum sýna berlega fram á að hann hefur persónulega reynslu af stríðinu og þekkir því af eigin raun þá lítilsvirðingu sem lífi hermanna í skotgröfunum var sýnt af hálfu beggja aðila. Berlega kemur fram sá áróður sem kennarar höfðu í frammi til að hvetja unga menn til að skrá sig í herinn og berjast fyrir föðurlandið og hvernig hetjuljóminn hvarf smám saman af stríðinu eftir því sem fleiri féllu og skotgrafarhernaðurinn varð illskeyttari. Í samtölum þeirra félaga kemur í ljós að þeir eru ekki á eitt sammála af hverju stríðið braust út eða hverjum það var að kenna. Og greinilegt er að þeir bera engan kala til þeirra sem þeir eru að berjast við og stríðið einkenndist ekki af því hatri sem einnkennt hefur flest stríð eftir fyrri heimstyrjöld.
Þó að félagarnir láti stundum stríðið sér um eyru þjóta og sögur af kvennafari og svalli þeirra félaga komi manni til að brosa þá er óhugnaður skotgrafanna aldrei lagnt fjarri. Margar ófagrar lýsingar á skorgröfunum koma fram í bókinni og er sérstalega ógeðfellt að lesa um rotturnar sem hermennirnir þurftu að berjast við þegar þeir börðust ekki við óvinina. Ömurlegur aðbúnaður var einnig í skotgröfunum og kom það hvað eftir annað fyrir að menn þurftu að grafa sig upp úr samanhrundum skotgröfum. Baráttan við að halda geðheilsu þegar óvinirnir létu fallbyssuskothríð dynja á skotgröfum þeirra svo dögum skiptir og þurftu oft á tíðum að sitja undir árásum matarlausir svo dögum skiptir og þá var það sjálfsbjargarviðleitnin ein sem bjargaði mönnum frá því að svelta í hel.
Skilningsleysi þeirra sem ekki voru á vígstöðvunum kemur fram á þann hátt að þeir sem Páll talar við þegar hann fer heim í leyfi líta á stríðið sem hvern annan hlut og koma með hugmyndir um hvernig best sé að vinna stríðið en að þeir sem berjast á vígstöðvunum séu ekki dómbærir því þá skortir alla heildarmynd.


Ég tel að með því að skrifa söguna út frá sónarhorni Páls sé hann að koma sínum skoðunum óbeint á framfæri og því sem hann upplifði í stríðinu. Bókin er ádeila á stríðið og öll stríð í heild þar sem milljónir hermanna beggja liða börðust og dóu í stríði sem þeir skildu ekki.