Mér fannst tími til kominn að eitthver sendi inn grein áður enn þetta áhugamál dæji út. Þetta er fyrirlestur sem ég samdi fyrir skólann um Napoleon Banaparte. Vona að þetta verði ykkur til ánægju og fróðleiks.

________________________________________________________________

Napoleon Bonaparte
Napoleon Bonaparte fæddist 15. ágúst árið 1769 í borginni Ajoccio á Korsíku. Hann var fjórða barn fjölskyldunnar af 11. Faðir han hét Carlo Buonaparte og var af yfirstétt. Napoleon fór til Ítalíu í herskóla sem hét ,,College of Brienne”, þar hlaut Napoleon góða leiðsögn í hernaði og síðan seinna í konunglega herskóla Parísar.
Eftir hernámið settist Napoleon að á fæðingarstað sínum Korsíku og dvaldist þar frá
1789-1790 og varð þar fyrir miklum áhrifum frá byltingunni.
Napoleon gekk í byltingarherinn 1793 og voru uppreisnir hægrisinna m.a. bældar niður undir hans forystu. Kynntist Napoleon m.a. Augustin Robespeirre og hækkaði hann í tign vegna góðrar framistöðu í hernaði og tengsla hans við Jakobínana. Tók nú Napoleon sig saman við Paul-Francois de Barris og frömdu þeir valdarán 9.-10. okt. 1799 og varð Napoleon nú einn af þrem ræðismönnum sem fóru með stjórn Frakklands. Næstu ár áttu eftir að vera sigurför fyrir Napoleon, fljótlega náði hann algerum völdum þegar það var samþykkt að hann skyldi verða fyrsti ræðismaður í 10 ár og fór hann þannig með nánast öll völd. Þetta var árið 1802 en tvem árum seinna eða árið 1804 þann 18. maí krýndi Napoleon sig sjálfur keisara Frakklands í athöfn í París, en það var nýmæli.
Á þessum tíma hafði Napoleon unnið marga sigra í hernaði t.a.m. í Egyptalandi og á Marengo sem er á Ítalíu um 1800 í bardaga við Austurríkismenn sem höfðu lýst yfir stríði.
En mestu áhrif Napoleons gætti ekki bara í hernaði, hann stjórnaði landinu markvisst og kom mörgu góðu til leiða eins og sameiginlegri lögbók ( Codé Napoleon), samræmdu einingakerfi ( S.I. einingakerfið) og sameiginlegri skattheimtu svo fátt eitt sé nefnt. Einnig samdi hann við Pope Pius VII Páfa í Rómaborg og kom þannig aftur á vináttu milli Rómar og Parísar.
Codé Napoleon er afar merkileg lögbók og er hún ein af mestu afrekum Napoleons á stjórnunarferlinum en hann virtist ekki vera sérstaklega samkvæmur sjálfum sér við gerð hennar því í henni eru um 2000 greinar en aðeins 20 þeirra fjalla um réttindi alþýðu. Virðist Napoleon snúa baki við byltingunni að nokkru leyti með þessu sinnuleysi sínu.
Helsti óvinur Frakka hafði löngum verið England og það átti ekki eftir að breytast í valdatíð Napoleons. Ferill hans er markaður af stríðum við Bretana sem unnu gegn veldi Frakka við hvert tækifæri og öfugt. Napoleon ætlaði sér árið 1804 að gera innrás í Bretland en varð frá því að horfa eftir ósigra gegn konunglega breska flotanum sem silgdi undir stjórn Horatio Nelsonar. Stórveldishugsjónir hans fengu því í staðinn útrás á meginlandi Evrópu.
Austurríkismenn og Rússar höfðu myndað bandalag gegn honum og stóðu sameinaðir herir þeirra andspænis honum við Ulm og Austerlitz. Þessi tvö stórveldi hefðu talist sigurstrangleg en allt kom fyrir ekki og vann Napeleon stórsigur gegn þeim 1805.
Neyddist Alexander fyrsti Rússlandskeisari að draga sig í hlé og var Austurríki niðurlægt því það tapaði miklu landi í stríðinu.
Næst átti Napoleon eftir að leggja undir sig Prússland í sigurgöngu sinni 1806 og vinna Rússana sem reyndu að koma félögum sínum til hjálpar. Sömdu Frakkar og Rússar um frið við Tilsit 1807 og skiptu með sér Evrópu, rússlandskeisari átti nokkurnveginn að fá Austur-Evrópu sem yfirráðarsvæði og Frakkar Vestur-Evrópu.
Nú var Napoleon nánast alsráðandi á meginlandi Evrópu en aðeins Bretland virtist vera alvarleg ógn við veldi Frakka.
Nú gat Napoleon beint sjónum sínum aftur til Bretlands þó hann hefði sett á bátinn að ráðast til innrásar. Þess í stað setti hann viðskiptabann á Bretland árið 1806 og knúði meginland Evrópu til að taka þátt en Rússar brutu á banninu 4 árum seinna og leiddi það til hinnar frægu Rússlandsfarar Napoleons 1812.
Tap herfararinnar gróf verulega undir veldi Napoleons og sá tengdafaðir hans, keisari Austurríkis sér leik á borði og lýsti yfir stríði. Töpuðu Frakkar fyrir Austuríki og bandamönnum þeirra við Leipzig í október 1813 . Ári síðar voru bandamenn komnir til Parísar og neyddist Napoleon til að segja af sér. Var hann sendur í útlegð til Elbu en hún stóð ekki lengi því eftir tæplega eins árs útlegð marseraði Napoleon inn í París og tók við völdum meðan óvinir hans dönsuðu á Vínarfundinum. Byrjaði nú hundrað daga valdatíð hans.
Frakkar þráðu ekkert frekar en frið en neyddust til að halda stríðinu áfram. Napoleon tapaði loks við Waterloo árið 1815 og sagði af sér í annað skiptið. Var hann nú sendur í útlegð til St. Helenu þar sem hann eyddi seinustu æviárum sínum. Hann dó árið 1821 þann 5. maí vegna slæms magasárs.




Heimildarskrá

1. Bárður Jakobsson. 1977., Afburðarmenn og örlagavaldar lV. Ægisútgáfa, Reykjavík.
2. Biography.com. Slóðin er: http://search.biography.com/print_record.pl?id=6191
3. Saga mannkyns ritröð AB 10. bindi. 1987. Almenna bókafélagið, Reykjavík.