Ég ætla að segja ykkur frá Móðuharðindunum. Í stuttu máli mun ég segja frá hvað gerðist, koma inn á mannfallið, afleiðingarnar harðindanna og hvaða harðindi og náttúruhamfarir áttu sér stað á árunum 1783-1785.

Ég efast ekki um að þið hafið öll heyrt móðuharðindanna getið einhversstaðar, en fæst ykkar vitið hvað gerðist í raun og veru. Fyrst vil ég skoða nafnið aðeins og segja ykkur hvernig það er saman sett. Þið hafið örugglega velt nafninu fyrir ykkur “móðuharðind”. Sumir, þar meðtalin ég sjálf, hafa misskilið nafnið og haldið að það sé móðuRharðindin sem er aðsjálfsögðu alrangt. Ástæðan fyrir því að þetta eru móðuharðind, er sú að mikil móða eða öskumistur, sem dró úr skini sólar, var yfir landinu sumarið 1783 og því er sagt að þetta hafi verið móðuharðind, þ.e. harðindi í móðu.

Öskumistrið, sem ég nefndi hér áðan, stafaði af eldgosi sem hófst úr gossprungum suðvestur af Laka þann 8.júní 1783. Þetta var upphaf móðuharðindanna.
Veðrið frá páskum til og með hvítasunnu hafði verið mjög milt, gott og frostlaust. Það bar á því um vorið 1783 að Skaftá var óvenju vatnsmikil og vatnið í henni gruggugt og fúlt. Þann 1.júní hófust sterkir jarðskjálftar allt frá Mýrdal austur í Öræfi og jukust alla næstu viku, þ.e. þangað til eldgosið byrjaði. 4 dögum eftir að gosið hófst fossaði hraunflóðið fram úr Skaftárgljúfri.
Lakagígar mynduðust í þessu gosi. Gígarnir sem mynduðust voru yfir 100 og komu þeir úr gossprungu sem var 25 km löng. Heildarrúmmál hraunsins er um 11 rúmkm og flatarmálið um 580 ferkm. Þrjár meginkvíslar runnu úr gígunum niður á láglendið. Ein féll vestur með Skaftártungu, önnur srefndi á Meðalland en nam staðar 80 faðma frá túni á Efri-Steinsmýri. Þriðja kvíslin svo féll austur með Síðu en staðnaði skammt frá Kirkjubæjarklaustri hinn 20.júlí. Það var þá sem hin fræga eldmessa átti sér stað. Séra Jón Steingrímsson á Prestbakka, segir frá henni í riti sínu “Fullkomið skrif um Síðueld”. Ég er hérna með smá bút úr þeirri frásögn sem ég ætla að láta fylgja:

“Þann 20. júlí var sama þykkviðri með skruggum, eldingum, skruðningi og undirgangi, en af því veður var spakt fór ég og allir, sem hér voru þá á Síðunni, innlendir og aðkomnr, til krikjunnar með þeim ugga og sorgbitnum þanka, að það kynni að veða seinasta sinn, að í henni yrði embættað af þeim ógnum, sem þá fóru í hönd, og nálægðust er litu svo út að hana mundi eyðileggja sem hinar tvær. Nær vér þangað komum, var svo þykk hitasvæla og þoka, sem lagði af eldingum ofan árfarveginn, að kirkjan sást naumlega, skruggur með eldingum svo miklar kippum saman, að leiftraði inní kikjuna og sem dvergmál tæki í klukkunum, en jarðhræringin iðulega“. Þarna er fólkið á leið út í krikju, þar sem þetta gæti verið í síðasta skipti sem messa er haldin í krikjunni, vegna þess að hraunið er það nálægt að það gæti eyðilagt kirkjuna. Andrúmsloftið var allt í ösku og hitasvælu, svo kirkjan sást með naumindum. Jarðskjálftar voru svo oná þetta tíðir. Svo heldur frásögnin áfram:”Ég og allir þeir, sem þar voru, vorum þar aldeilis óskelfdir inni, enginn gaf af sér nokkurt merki til að fara út úr henni eða flýja þaðan, meðan guðsþjónustugjörð stóð yfir , sem ég hafði þó jafnlengri en vant var: nú fannst ei stundin of löng að tala við guð. Hver einn var án ótta biðjandi hann um náð og biðjandi hann þess, er hann vildi láta yfir koma, Ég kann ei annað að segja, en hver væri reiðubúinn þar að láta lífið ef honum hefði svo þóknast, og ei fara þaðan burtu þó að hefði þrengt, því hvergi sást nú fyrir, hvar óhult var oðið að vera“. Svo þegar fólkið kemur inn í kirkjuna biður það af heilum hug til guðs, hver og einn var reiðubúinn að láta líf ef það var guðs vilji. og enn heldur frásögnin áfram: ”Skoðum hvað hér skeði fyrir hans kraft og eftir hans vilja". Eftir embættið var farið að skoða hvað eldinum hefði miðað árfam, þá var það ei um þverfótar, frá því hann var kominn fyrir það, heldur hafði hann um þann tíma og í því sama takmarki hlaðist saman og hrúgast hvað ofan á annað, þar í afhallandi farveg hér um 70 faðma á breidd og 20 faðma á dýpt, sem sjáanlegt verður til heimsins enda.
Eftir þetta var þessi messa kölluð Eldmessan og séra Jón Steingrímsson var kallaður eldpresturinn.

Gosið sjálft hélt svo óslitið fram í október sama ár, en eftir það slitrótt fram í fram í febrúar 1784. Alls fóru 20 bæir undir hraunið, flest byggðust þó aftur, en stórlega skert.

Mannsfall í Móðuharðindunum var mikið. Aðalorsakir fyrir því, að fólk dó voru hungur eða landsfarsótt.
1. Orsarkir hungursneyðarinnarvoru tiltölulega einfaldar. Þessi ár voru mjög erfið fyrir landsmenn og allt lagðis í eitt; óskaplegar náttúruhamfarir geysuðu um sumar og haust 1783, veturinn var harður 1783-1784 og sumarið 1784 var kalt og vætusamt. Mikið skepnufall varð sökum náttúruhamfaranna og gerðu þær skepnur sem lifðu af, ekki hálft gagn á við venjulega. Þetta leiddi til þess að fæðuframleiðslan minnkaði og margir nálguðust eða fóru undir hungurmörkin. Þeir sem fóru verst út úr þessu voru aðsjálfsögðu þeir sem áttu lítið fyrir sér.
2. Svo var það landsfarsóttin. Heitið notuðu menn þess tíma til að aðgreina sóttina frá smitsjúkdómsfaröldrum sem fluttust inní landið öðru hvoru eins og bólusótt, mislingar og plága. Þetta var sem sagt smitsjúktómur sem bjó að staðaldri í landinu en magnaðist öðru hvoru upp í faraldra. Dæmi um slíka sjúkdóma voru niðurgangspestir og kvefsjúkdómar með lungnabólgu.
3. Ofan á allt þetta bættist svo bólusótt sem talin er hafa borist hingað með dönsku skipi haustið 1785. Þessi bólusótt var, sem betur fer, ekki mannskæð.
Alls er talið að yfir 10000 manns hafi fallið á árunum 1783-1786, eða um 20% þjóðarinnar. Mannsfjöldinn á íslandi árið 1783 var 48.885 en í árslok 1786 var íbúafjöldinn komin niður í 38.368.
Skrifa á töflu mannsfjöldann þessi ár!
Mannfólkið var ekki það eina sem lét lífið, því fall á búfénaði var gríðarlegt. Samkvæmt skýrslu sýslumanna dóu um 11 og hálft þúsund nautgripa, eða 53%, 190 þúsund sauðfjár eða 82 %, 28 þúsund hross, eða 77%.
Áhrif móðuharðindanna komu ekki bara fram í V-Skaftafellssýslu heldur um allt land. Af 5.230 lögbýlum og hjáleigum voru 776 í eyði skv. manntali 1785.

Á þessum tíma var Ísland undir stjórn danakonungs. Danir fréttu þetta seint. Það var fyrst frétt þegar konungsverslunin fékk bréf dagsett hinn 24.júlí 1783, þ.e. rúmum 1 og hálfum mánuði eftir að gosið hófst. Konungurinn sendi menn til Íslands til að rannsaka ástand fólks í Vestur-Skaftafellssýslu og gera tillögur um þá aðstoð sem nauðsynlegt væri til að finna flóttafólki úr sýslunni og kvikfénaði þess öruggt hæli og lífsviðurværi. Af þessu er ljóst að konungur hafði aðeins takmarkaða vitnseskju um Skaftáreldana, þar sem hann áætlaði bara að fólk í V-Skaftafellssýslu hefði orðið fyrir eldgosinu.
Mennirnir komu til landsins 16.júlí 1784 og sendu skýrslu til konungs um ástandið á Íslandi. Stjórnvöld brugðust við þessum fregnum á þann hátt, að lagt var til við konung að nauðstaddir gætu tekið út vörur á verslunar stöðum konungsverslunar á Suðurlandi án þess að greiðsla kæmi fyrir.

Meira af kornvöru var flutt til Íslands árin 1784, 1785 og 1786 en nokkru sinni. Jafnframt þessum stóraukna korninnflutningi á þessum árum, var dregið að mun úr innflutningi ýmissa óþarfari vara, einkum munaðar -og glysvarnings, til þess að skip verlsunarinnar nýttust betur til flutnings matvara. Danir sendu einnig aukafarma af trjávið til að endurbyggja þá fjölmarga bæi sem höfðu eyðilaggst í gosinu.
Tvisvar stóðu Danir fyrir almennu samskoti, eða fjáröflun. Fyrst söfnuðust 9701 ríkisdalur og urðu þeir að takmörkuðu gagni þar sem hljálpin kom of seint. Í seinna skipti söfnuðust 46.110 ríkisdalir á árunum 1784-1785. Þessi samskot komu frá almenningi í Danmörku og Noregi. Ef við þessa upphæð væri bætt framlagi konungsverslunar næðu framlög til hallærishljálpar þessi ár samtals 124.000 ríkisdölum. Aftur tókst Dönum þó ekki að koma hjálpinni í tæka tíð og því var ekki nema hluti fjárins notaður til hjálpar Íslendingum. Afgangur fjárins var lagður í sjóð, svonefndan Kollektusjóð sem var starfræktur áfram og veitt úr honum af ýmsum ástæðum á 19.öld, m.a. til landmælinga, skólamála og harðinda. Sjóðurinn nam ríflega 53.217 ríkisdölum í árslok 1797.

Því hefur oft verið haldið fram, að sögn Hannesar Finssonar biskups, að meðal þeirra ráðstafana sem alvarlega voru hugleiddar í sjórnardeildum í Kaupmannahöfn árið 1784, hafi verið að flytja Íslendinga til Danmerkur og setja þá niður sem nýbýlinga þar. En þetta var eins og hvert annað úrræði sett fram í örvæntingu og vonleysi. Á fyrsta fundi landsnefndarinnar síðari, hinn 9. febrúar 1785, var rætt um þennan fólksflutning og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri heppilegt að ráðast í þessa flutninga, en nefndarmenn töldu það leyfilegt ef nauðsyn krefðist þess, þ.e. ef bjargþrota fólki fjölaði til muna.

Til móðuharðindanna má rekja endalok einokunarverslunarinnar. Þá var verslun gefin frjáls við alla þegna Danakonungs fyrst með auglýsingu konungs 18.ágúst 1786 og síðan með tilskipun 13. júní 1787 sem tæki gildi 1.júní 1788. Þá átti m.a. að stofna sex kaupstaði sem hver hefði nýtt kaupsvæði.
Það var ákveðið með konungsúrskurði árið 1785, samkvæmt tillögum landsnefndar síðari að flytja skyldi biksupssetur og latínuskóla til Reykjavíkur, eftir að Skálholtsstóll hafði lagst í rúst í jarðskjálfta í harðindunum.

Skaftáreldar eru án efa eitt stórfelldasta eldgos á íslandi. Margir biðu bana og tók það sinn tíma fyrri Íslensku þjóðina að jafna sig á nýjan leik. Þrátt fyrir þessar náttúruhamfarir þá hélst byggð á Íslandi og hefur hún vaxið og dafnað síðustu öld. Ef konungurinn í Danmörku hefði látið flytja fólk í burtu frá Íslandi, þá hefði kannski stórfelldur fólksflótti fylgt í kjölfarið og Ísland væri þá ef til vill óbyggt í dag, hver veit?
Passaðu þrýstinginn maður!!