Verkefni sem ég gerði í sögu. Um sögu Kasmír héraðs.
Gaman að fá að vita hvernig ykkur háskólamönnunum finnst.


Kasmír varð hluti af breska heimsveldinu árið 1846, þegar bretar sigruðu furstadæmið Síkka á norðvestur-Indlandi. Síðar um árið seldu bretar Karsmír furstanum af Jammú og héruðin 2, voru sameinuð í Jammú og KASMÍR. Þau urðu í raun sjálfstætt ríki sem naut viðurkenningar breska heimsveldisins.
Þegar Indland fékk sjálfstæði frá Bretlandi 1947 var landinu skipt upp í Indland undir stjórn Hindúa og Pakistan undir stjórn Múslima. Skiptinginn leiddi til mikilla fólksflutninga og óeirða sem kostuðu u.þ.b 500.000 menn lífið. Indverjar og pakistanar byrjuðu þá strax að deila um hvoru landanna Kasmír ætti að tilheyra.

Pakistanar halda því fram að Kasmír hefði átt að verða hluti af Pakistan árið 1947 vegna þess að múslimar eru þar í miklum meirihluta. Þeir segja að samkvæmt ályktunum sameinuðu þjóðanna eigi Kasmírbúar að ákveða sjálfir í þjóðaratkvæðisgreiðslu hvort landsvæðið eigi að tilheyra Indlandi eða pakistan.
Indverjar hins vegar segja að Landsvæðið tilheyri þeim vegna þess að Furstinn af Kasmír, Harry Singh hafi undirritað samning í október 1947 um að það ætti að ganga í ríkjasamband við Indland.
Samkvæmt Indversku stjórnarskránni er Jammú og Kasmír ríki og það nýtur meiri sjálfsstjórnaréttindi en nokkurt annað Indverskt sambandsríki.
Indverska stjórnin segir að samkvæmt samningi Indlands og Pakistans frá 1972, eigi löndinn að leysa deiluna um Kasmír með samningaviðræðum sín á milli en ekki á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Indverjar hafna kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Kasmír á þeirri forsendu að haldnar hafa verið kosningar í ríkinu sem sýni að íbúar þess vilji að það verði áfram hluti af Indverska ríkjasambandinu.

Indverjar og Pakistanar hafa tvisvar sinnum háð stríð vegna deilunnar um Kasmír. Fyrra stríðið hófst árið 1947 þegar Kasmír var tekið í Indverska ríkjasambandið. Meirihluti íbúanna vildi sameinast Pakistan sem reyndi að innlima landsvæðið með vopnavaldi. Mikið mannfall varð í stríðinu en því lauk með vopnahlés-samkomulaginu sem undirritað var 1.janúar 1949 fyrir milligöngu sameinuðu-þjóðanna. Samkomulagið kvað á um að landsvæðinu yrði skipt í tvennt. Indverjar og Pakistanar börðust aftur um Kasmír árið 1965. þrátt fyrir hörð átök varaði stríðið aðeins í nokkra mánuði.
Stríð blossaði aftur upp milli Indverja og Pakistana árið 1971 þegar Austur-Pakistan lýstu yfir sjálfstæði og stofnuðu ríkið Bangladesh með stuðningi Indverja. Átökin breiddust þá einnig út í Kasmír.
Indverjar halda mestum hluta Kasmír en um þriðjungur landsvæðisins tilheyrir Pakistan. Kínverjar halda svæði í Norð-austur hluta Kasmír eftir hernað árið 1962.

Indverjar og Pakistanar voru á barmi nýs stríðs sumarið 1999 eftir að skæruliðar, sem nutu stuðnings pakistana, réðust inn í Indverska hluta Kasmír.
Hörð átök geisuðu í 2 mánuði við marklínuna, sem skiptir landsvæðinu og þeim lauk ekki fyrr en skæruliðarnir hörfuðu. Aðskilnaðarsinnarnir skæruliðar hófu uppreisn gegn Indversku yfirvöldinn um yfirráð í kasmír árið 1989. Mannréttindar-hreyfingar segja að uppreisnin hafi kostað 60.000 manns lífið.

Deila Indverja og Pakistana um Kasmír er mikið áhyggju efni vegna hættunar á að kjarnorku stríð brjótist út. Bæði ríkinn hafa yfir kjarnorku-vopnum að ráða þótt ekki sé vitað hversu mörg þau eru. Ólíkt Bandaríkjunum og Rússum hafa Indverjar og pakistanar ekki undiritað neina samninga sem skylda þá til að gera grein fyrir fjölda kjarna-vopna sinna. Sérfræðingar jan´s defence weekly telja að pakistanar eigi nú um 150 kjarna odda en Indverjar um 250. Alþjóðahermálsastofnunin í London segir hins vegar að pakistanar eigi um 30 og indverjar um 90.
Indverjar byrjuðu að smíða kjarnavopn um miðjan sjöunda áratuginn eftir að Kínverjar hófu kjarnorkutilraunir. Indverjar Sprengdu fyrstu kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni í Rajasthan-eyðimörkinni árið 1974.
Nokkrum árum síðar byrjuðu Pakistanar að þróa kjarnavopn. Á sama tíma smíðuðu bæði ríkin skammdrægar og meðaldrægar eldflaugar.
Í aprí 1998 hófu Pakistanar tilraunir með nýja meðaldræga kjarnorku eldflaug, sem nefnd var eftir Ghauri, islömskum stríðsmanni sem náði á hluta Indlands á sitt vald á 12 öld. Indverjar svöruðu með því að hefja kjarnorku tilraunir um mánuði síðar. Indverjar tilkynntu um miðjan maí-mánuð 1998 að þeir hefðu sprengt 5 kjarnorkusprengjur neðanjarðar í tilraunaskyni. Undir lok mánaðarins höfðu pakistanar sprengt jafn margar sprengjur. Þessar tilraunir voru fordæmdar út um allan heim og nokkur ríki gripu til efnahagslegra refsi-aðgerða.


KV:vigni