Fall Sovétríkjanna Samkvæmt kenningum félagsfræðingsins og heimspekingsins Karls Marx átti bylting öreiga að vera samfélagsleg, þar sem verkamenn áttu að leggja hald á framleiðslutæki í kapítalískum iðnríkjum. Framleiðslutækin, verksmiðjurnar, áttu þá að fara í eigu verkalýðsstéttarinnar í stað borgarastéttarinnar og átti þar að skapast fyrirmyndarsamfélag. Kenningar Marx nutu mikilar hylli víðsvegar í hinum iðnvæddu kapítalistaríkjum og fóru menn strax að reyna að knýgja fram þessa byltingu með því að stofna stjórnmálahreyfingar sem byggðust á þeim. Kenningar hans urðu því kveikjan og undirstaðan af nýju stórtæku stjórnmálahugmyndakerfi er gekk út á jöfnuð og kallast félagshyggja eða sósíalismi.

Fyrsta heppnaða bylting marxista átti sér stað í Rússlandi árið 1917. Byltingin var þó ekki almarxísk þar sem hún átti sér stað í því Evrópuríki sem var hvað minnst iðnvætt og byggðist mest upp á landbúnaði auk þess sem hún var knúin áfram í stórtækum og skipulögðum stíl og var því ekki óumflýjanleg örlög iðvædds samfélags eins og Marx hafði spáð fyrir um. Einnig var hún ekki beint umbylting á eignarhaldi framleiðslutækja heldur stjórnarbylting, en þrátt fyrir þetta voru byltingarsinnar marxískir og settu framleiðslutækin í ríkiseigu og samkvæmt upphaflegum hugsjónum þeirra var ríkið sósíalískt og þar með hafði samfélagsbyltingin hafist með stjórnarbyltingunni.

Uppúr þessum rústum risu Sovétríkin, fyrsta kommúnistaríkið byggt á kenningum Marx en þau voru bandaríki nokkurra sósíalískra ríkja sem upphaflega voru þrjú, Rússland, Úkraína og Hvíta-Rússland en í gegnum tíðina bættust svo við þrettán önnur smáríki. Sovétríkin risu hratt til vitorðs og urðu hugmyndafræðileg fyrirmynd kommúnista um allan heim sem sóttu hæli og stuðning til Sovétríkjanna í tilraunum sínum til að stofna önnur kommúnistaríki.
Þegar komið var fram á miðja 20. öld voru Sovétríkin orðin iðnaðarstórveldi og eftir sigur í síðari heimsstyrjöldinni risu þau upp sem hernaðarstórveldi og með hernaðar- og iðnaðarlega yfirburði yfir mörg önnur lönd. Í kalda stríðinu sem blossaði upp vegna hugmyndafræðilegra andstæðna Sovétríkjanna og Bandaríkjanna tóku Sovétríkin þátt í valdatafli um áhrifasvæði í heiminum og á seinni hluta 20. aldar voru þau annað öflugasta ofurveldið og deildu heiminum bókstaflega með Bandaríkjunum. Fyrir utan það að vera stærsta land í heimi og vera flokkað sem heil heimsálfa útaf fyrir sig voru Sovétríkin auk Bandaríkjanna öflugasta stórveldi heims, með stærsta herinn, bjuggu yfir stærsta kjarnorkuvopnabúri í heimi og höfðu hald og tögl yfir leppríkjum í gjörvallri Austur-Evrópu.

Þegar hingað var komið voru Sovétríkin svo mikill partur af raunveruleika samtímamanna að fæstum almenningi hefði órað fyrir því að einn daginn myndi stórveldið ekki vera til lengur og heyra sögunni til. Við hrun þeirra árið 1991 breyttist grundvallarskipulag heimsins gígantískt, bæði á vettvangi alþjóðastjórnmála og efnahagsmála og var hrunið ekki síst hugmyndafræðilegur harmleikur fyrir kommúnista. Kenningar Marx voru yfirgefnar og látnar víkja fyrir frjálshyggju og einstaklingshyggju og sat stærsta ríki heims uppi með milljónir verndarlausa íbúa, glataða stórveldisstöðu og gríðarlegt kjarnorkuvopnabúr. Hvernig gat svo stórt stórveldi farið á hausinn á fáeinum árum án þess að einu skoti hafi verið skotið, ólíkt öllu sem áður hafði þekkst um heimsveldi í sögunni? Hér verður farið í saumana á hruni Sovétríkjanna.


Hin pólitíska og efnahagslega stöðnun 1964-1985

Sögu Sovétríkjanna má skipta gróft í tímabil pólitískra staðnana og framfara. Þegar Stalín tók við stórnartaumum Sovétríkjanna árið 1924 tók við skeið þar sem pólitískar framfarir voru engar, alræði hans var algjört bæði yfir flokknum og ríkinu og pólitískt frelsi almennings var ekkert. Í kjölfarið reyndi Krútsjov að koma á umbótum í ríkinu, þ.e. hann „afstalínaði“ það, bætti frelsi og slakaði á kalda stríðinu en eftir að hafa verið bolað í burtu af flokksbræðrum sínum tók við Brézhnev tímabilið. Það var næstum jafnlangt og kúgunarskeið Stalíns og einkenndist af efnahagslegri stöðnun og hertri valdbeitingu gegn andófsmönnum. Brézhnev lagði svo mikla áherslu á vopnakapphlaupið við Bandaríkin að öll áhersla var lögð á vopnaframleiðslu sem kom niður á framleiðslu neysluvarnings, en hann var að sjálfsögðu allur í höndum ríkisins líkt og vopnaframleiðslan. Þetta gerði mikla óánægju meðal alþýðu og mynduðust biðraðir við verslanir og komust færri að en vildu. Auk þess myndaðist yfirstétt hollra flokkshesta, hin svonefnda nomenklatura. Í kjölfar andláts Brézhnevs árið 1982 komu Yuri Andropov og Konstantín Tsjernenkó, en þeir voru báðir háaldraðir og létust eftir stuttar valdasetur. Árið 1985 varð svo Míkhail Gorbasjov síðasti aðalritari Sovéska kommúnistaflokksins.

Eins og áður sagði hófst seinna pólitíska stöðununartímabil Sovétríkjanna þegar Brézhnev tók við sem aðalritari árið 1964. Þetta tímabil virtist ætla að halda áfram allt þar til Tsjernenkó lést árið 1984. Valdaklíkan innan flokksins samanstóð þá nánast eingöngu af háöldruðum flokkshestum sem höfðu alist upp innan hennar í áratugi í skjóli Brézhnevs. Brézhnev-klíkan var upphaflega aðferð hans til að minnka einveldi aðalritarans innan flokksins eins og tíðkast hafði meðal forvera hans en breyttist fljótlega í nokkuð spillt pólitískt öldungaráð fárra manna. Gorbasjov, sem varð fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna sem var fæddur eftir byltinguna, hafði ekki verið áberandi innan Brézhnev-klíkunnar en var þó náin samstarfsmaður Andropovs og í samstarfi við hann náði Gorbasjov að koma á töluverðum breytingum. Þessar breytingar fólust meðal annars í því að 20% af yfirstjórn kommúnistaflokksins, gömlum brézhnevistum, var skipt út fyrir yngri róttæka kommúnista. En þrátt fyrir róttækni Andropovs og Gorbasjovs varð hinn 72 ára gamli Tsjernenkó að aðalritara við dauða Andropovs þrátt fyrir að hann hafði valið Gorbasjov sem sinn eftirmann. Málið var að við dauða Brézhnevs tveim árum fyrr hafði hann valið Tsérnenko sem eftirmann sem hafði svo orðið undir í aðalritarakosningunum en sá var steingerður brézhnevisti og í þá þrettán mánuði sem hann sat við völd hélt hann áfram með stöðnunarstefnu Brézhnevs þvert í bága við endurbótagleði Andropovs.

Framtíð Sovétríkjanna var því ekki björt þegar Gorbasjov komst að árið 1985. Hann tók við stjórn staðnaðs heimsveldis sem hafði, þrátt fyrir að hafa eydd gríðarlegum fjárhæðum í hernaðarútgjöld, orðið undir í vopnakapphlaupinu við Bandaríkin sem þó bjuggu yfir töluvert betri lífsgæðum. Ef litið er framhjá hinu miðstýrða hagkerfi sem Sovétríkin bjuggu á og þeirri lífskjaraskerðingu sem því fylgdi hefðu Sovétríkin eflaust getað þraukað án þess að hrynja efnahagslega ef ekki hefði svo miklu verið eytt í hernaðaruppbyggingu. Hernaðarframleiðslan kom ekki aðeins niður á neysluvarningi, heldur einnig tækni- og vísindaþróun.

Bæði Bandaríkin og Sovétríkin drógust aftur úr öðrum iðnríkjum og má þar helst nefna Þýskaland og Japan sem stóðu öðrum löndum framar í tækniþróun m.a. vegna þess hversu litlu þau eyddu í hernað. Áhrifin urðu þó minni í Bandaríkjunum þar sem kapítalisminn bætti upp tapið með því að græða á heimsvaldastefnunni og vopnakapphlaupinu sem hernaðarframleiðslan var hornsteinn í.
Þetta hefði ekki verið svo mikið mál á dögum Marx eða Leníns þegar tækniþróun var svo hæg að hernaðarveldi gátu enn haldið uppi við hana en á dögum Brézhnevs og Gorbasjovs var hún orðin svo ör að þó að Sovétríkin framleiddu tæknivörur fyrir almennan markað voru þau alltaf 20-30 árum á eftir samtíma sínum. Þannig héldust miðstýrða hagkerfið og hinn gígantíski hernaðariðnaður í hendur við að draga Sovétríkin smátt og smátt aftur úr Vestur Evrópu og lama efnahagskerfið.


Endurbætur Gorbasjovs 1985-1989

Gorbasjov sá strax hversu illa áratugalangur stríðskommúnismi hafði leikið ríkið og fór að draga úr hernaðarútgjöldum og reyndi til hins ítrasta að koma á þíðu í kalda stríðinu. Hann samdi við Bandaríkjamenn um gagnkvæma afvopnun á ýmsum sviðum auk þess sem hann kallaði sovéska herinn heim frá Afganistan og stuðlaði þar með að miklum samskiptabótum við vesturveldin. Hann hóf einnig gríðarlega endurnýjun á sovéska kerfinu eins og það lagði sig og batt enda á hina áratugalöngu stöðnun. Hann byrjaði á því að endurnýja flokksforystuna og náði að skipta helmingi hennar út fyrir yngri stjórnmálmenn sem voru hliðhollir hugmyndum hans. Sem dæmi má nefna Alexander Yakovlev, Boris Jeltsín, Nikolai Ryzhkov og fleiri nýa menn sem ekki höfðu áður getið sér mikils hljóðs í miðstjórninni. Jeltsín var gerður að flokksleiðtoga Moskvuborgar og hóf hreinsanir á spillingu og Ryzhkov var gerður að forsætisráðherra.

Gorbasjov hratt strax áætlunum sínum um endurnýjun í efnahagskerfinu í gang. Uskoreniye (hraðaaukning) var nafnið gefið byltingarkenndu plani hans sem átti að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Áætlunin var hluti af stórtæku og byltingarkenndu verkefni sem kallaðist perestroika (endurreisn) en í því fólst að lýðræðisgera félagskerfið og efnahagskerfið, m.ö.o. taka upp markaðshagkerfi að einhverju ef ekki öllu leiti. Auk þess átti að minnka spillingu í kerfnu, auka félagslegan jöfnuð og minnka miðstýringu með því til dæmis að auka völd sovétlýðveldanna og smærri stjórnsýslueininga. Þar að auki kynnti Gorbasjov til sögunar glastnost (opnun) en sú stefna átti að auka tjáningarfrelsi almúgans, auka flæði upplýsinga frá ríkisstjórninni til hans og leifa opna og gagnrýna umræðu um ríkið auk þess að efla þáttöku fólks í stjórnmálum, m.ö.o. að færa stjórnmálaumþáttökuna frá flokksforystunni út til hins almenna flokksmanns. Á meðal annara plana perestroika sem hann hrinti í framkvæmd var demokratizatsiya en þá var kosningakerfið innan kommúnistaflokksins gert lýðræðislegra í stað hins spillta nomenklatúrakerfi sem áður hafði verið.
Hann lagði þó mikla áherslu á það að með þessu væri hann ekki reyna að skemma hið kommúníska kerfi sem ríkið var byggt á heldur að gera það skilvirkara. Kommúnistaflokkurinn átti enn að vera eina stjórnmálaaflið og átti hann að stjórna þessari miðstýrðu þjóðfélagsbyltingu, enda var byltingin ekki síst innan flokksins sjálfs.

Mesta umbyltingin innan perestroika var þó hin eiginlega markaðsvæðing hagkerfisins sem hófst árið 1987. Sjálfstæði ríkisfyrirtækja og verksmiðja var lögleitt og gátu nú þau nú framleitt vörur eftir lögmálinu um framboð og eftirspurn í stað þess að fylgja ákveðnum framleiðsluskipunum sem flokkshestar höfðu ákveðið í frjárlögum. Þar með fylgdi þó það að fyrirtækin þurftu að framfleita sér sjálf, eins og einkafyrirtæki og gátu farið í þrot eins og hver önnur slík fyrirtæki. Undir lokin hafði ríkið einnig leift einkaeignarrétt og erlendum fyrirtækjum að fjárfesta á sovéskum markaði upp að vissu marki. Verðbólga ógnaði þó frekari efnhagsumbótum.


Hrunið mikla 1989-1991

Í kjölfar perestroika hafði þjóðfélagslandslag Sovétríkjanna gjörbreyst. Í verðlaun fyrir að slaka á valdníðslu ríkisins með auknu tjáningarfrelsi glastost fékk flokkurinn aðeins gagnrýni. Fólk krafðist enn frekari lífsgæða og meira frelsis og nýtti sér nú tækifærið til að mótmæla. Flokkurinn hafði einnig misst tök á fjölmiðlunum með því að slaka á ritskoðun og pólitísk og efnahagsleg vandamál sem stjórnin hafði átt við í langan tíma og haldið leyndu fyrir almenningi komu í ljós við eftirgrennslan fjölmiðla, flokknum ekki til framdráttar. Auk þessa fór að bera fyrir þjóðernislegum umbótahreyfingum í sovétlýðveldunum, þá sérstaklega í Eystasaltsríkjunum og árið 1990 var krafa um sjálfstæði orðin hágvær, eitthvað sem varla hafði þekkst á þeim 68 árum sem Sovétríkin höfðu staðið. Í febrúar sama ár var sú sögulega ákvörðun tekin af miðstjórn kommúnistaflokksins að leggja niður einflokksræði sitt í sovéskum stjórnmálum. Hann var þó með 88% fylgi í kosningum til æðsta ráðsins en í kosningum innan sovétlýðveldanna náðu þjóðernisflokkar þónokkru fylgi. Kalda stríðið var svo gott sem tapað enda hafði Gorbasjov ákveðið að sitja aðgerðarlaus þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og austur-evrópsku leppstjórnirnar hrundu koll af kolli.

Á meðan á þessu stóð gerðist einmitt það sem Gorbasjov þarfnaðist síst af öllu; átök innan flokkins og ríkisstjórnarinnar. Í fyrsta lagi voru þar frjályndir kommúnistar sem vildu flýta endurbótunum og í öðru lagi voru þar gamlir íhaldssamir kommúnistar sem fannst endurbæturnar vera svik við kommúnismann. Boris Jeltsín var mikill umbótasinni og hafði verið stuðningsmaður Gorbasjovs þegar hann komst til valda hafði verið rekinn úr yfirstjórn flokksins vegna deilna við Yegor Ligachev árið 1987. Þegar Gorbasjov tók ekki upp hanskan fyrir Jeltsín urðu meðal þeirra vinslit og varð hann einn helsti pólitíski andstæðingur Gorbasjovs þar sem hann gagnrýndi ekki aðeins leiðtogahæfileika hans heldur einnig það hvernig perestroika hafði ekki gengið upp með tilætluðum árangri.
Um mitt ár 1990, í góðu jafnvægi við glastnost og demokratizatsiya voru fullveldiskröfur innan sovétlýðveldanna orðnar svo hágværar að þær ógnuðu tilvist alríkisins. Sovétlýðveldin gengu svo langt að neita að borga skatt og hófu að stjórna sér meira og minna sjálf. Jeltsín var kosinn forseti Rússneska Sovétlýðveldisins í maí 1990 og lýsti hann því yfir að rússnesk lög giltu fram yfir sovésk lög, Gorbasjov neitaði þessu og hélt stöðu sinni sem fastast. Hann breytti þá yfirstjórn Sovétríkjanna og gaf sér titilinn forseti, af fyrirmynd Frakka og Bandaríkjamanna. Það hafði þó lítið að segja því völd hans fóru minnkandi daglega.

Óánægja meðal hersins, KGB og íhaldssamra kommúnista innan flokksins var orðin svo mikil í ringulreiðinni 1990-1991 að miðsumars 1991 leiddi hún til valdaránstilraunar KGB undir stjórn Vladimir Kryuchkov. 18. ágúst, tveim dögum áður en skrifa átti undir lög sem myndu minnka völd alríkisins og auka völd sovétlýðveldanna, var Gorbasjov, sem staddur var á Krím, tjáð að hann skyldi segja af sér en þegar hann neitaði var hann tekin til fanga og það gefið út að hann hefði sagt af sér vegna heilsubrests. Jeltsín, sem nú var orðinn harður stuðningsmaður sjálfstæði Rússlands, var andsnúin valdaráninu þó hann væri andstæðingur Gorbasjovs. Hann brást við með því að klifra upp á skriðdreka við þinghús Rússlands og fordæmda valdaránstilraunina og krefjast þess að Gorbasjov yrði látinn laus í frægri ræðu sem hann hélt þar. Fékk hann þar mikinn stuðning almennings og tóku margir hermenn sér stöðu með honum en herinn var sjálfur orðinn afar óskipulagður vegna veikrar stöðu stjórnarinnar. Vegna andstöðu fjöldans og óvissu innan hersins misheppnaðist valdaránið 21. ágúst.

Gorbasjov snéri aftur sem forseti Sovétríkjanna, en valdaránstilraunin hafði algjörlega gert útaf við allt traust sovétlýðveldanna í garð alríkisins. Tilraunin hafði þau áhrif að bæði alemenningur og stjórnmálamenn áttaðu sig á því hversu höllum fæti alríkið stóð og Jeltsín var orðinn vinsælasti stjórnmálamaður sovéskra stjórnmála. Hún hafði einnig katastrópísk áhrif innan flokksins og var Gorbasjov nú bæði orðinn valdalaus innan hans og á meðal sovétlýðveldanna. Þann 6. september viðurkenndi Sovéska ríkisstjórnin loks sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna, sem þó voru löngu orðin sjálfstæð í raun. Í Rússneska Sovétlýðveldinu var Jeltsín orðin valdamesti maðurinn og gaf hann Gorbasjov banahöggið í beinni sjónvarpsútsendingu frá rússneska þinghúsinu í nóvember þegar hann neyddi hann til að lesa upp nöfn þeirra flokksmeðlima sem höfðu skipulagt eða tekið þátt í valdaráninu. Þetta var niðurlægjandi atvik fyrir hinn valdalausa og vonlausa Gorbasjov. Í framhaldi af því lagði Jeltsín fram frumvarp til þingsins, sem var samþykkt um hæl, um að banna sovéska kommúnistaflokkinn m.a. vegna aðildar hans að valdaráninu.

Með kommúnistaflokkinn bannaðan í Rússneska Sovétlýðveldinu var hann orðin að engu og 8. desember árið 1991, riftu Boris Jeltsín, Leonid Kravchuk forseti Úkraínu og Stanislav Shushkevich forseti Hvíta-Rússlands formlega samningnum sem ríkin þrjú höfðu skrifað undir árið 1922 um samveldi. Í framhaldi af því skrifuðu öll fyrrum sovétlýðveldin nema Eystrasaltsríkin undir samning um stofnun SSR, Samveldi sjálfstæðra ríkja, en það var samningur um stjórnmálalega og efnahagslega samvinnu í kjölfar hrunsins. Gorbasjov og hinir valdalausu Kremlverjar reyndu þó að berjast í bökkum í nokkra daga en 21. desember skrifuðu fulltrúar allra sovétlýðveldanna undir Alma-Ata yfirlýsinguna sem staðfesti niðurlagningu Sovétríkjanna í heild sinni. Fjórum dögum seinna, þann 25. desember sagði Gorbasjov loks af sér sem forseti Sovétríkjanna og aðalritari flokksins og færði öll völd embættis síns í hendur rússneska forsetaembættinu. Eftir sjónvarpsútsendingu hans var sovéski fáninn dreginn niður í síðasta sinn í Kreml og rússneski fáninn dreginn að húni í hans stað. Dagin eftir viðurkenndi æðsta ráð Sovétríkjanna hrunið formlega og sagði af sér. Fyrir 31.desember höfðu allar sovéskar stofnanir í öllum fimmtán sovétlýðveldunum verið lagðar niður eða yfirteknar. Rússar tóku við gereyðingarvopnunum og kjarnorkuvopnum og sæti Sovétríkjanna í Sameinuðu þjóðunum. Herinn skiptist niður á nýju ríkin en síðustu sovésku herdeildirnar sem höfu verið í Austur-Evrópu snéru ekki heim fyrr en árið 1994.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,