Þetta er ritgerð sem ég gerði í fyrra fyrir söguna. Þetta var semsagt stóra ritgerðin. Ég sendi þessa ritgerð í vonandi auðveldasta forminu sem ég gat gert fyrir hana. Ég geri mér grein fyrir því að þar sem það eru ýmislegar hömlur á kerfinu á Huga.is þá mun ritgerðin ekki líta út eins og ég vil að hún líti út. Vonandi verður hún samt sem áður skemmtileg lesning fyrir ykkur.


“Guadalcanal can be a sinkhole for enemy air power and can be consolidated,
expanded, and exploited to the enemy's mortal hurt.” -Adm John S. McCain


Orustan um Guadalcanal; eins og henni er lýst í sögunni og í kvikmyndinni “The thin red line”.

“They flew in low, about 50 feet over the water. I remember we had 30 or 40 or 50 ships sitting in the harbor there, and tall grass covered dunes which you could get on and pretty much have a panoramic view of the whole bay. I remember seeing a big air raid come in and black anti-aircraft fire was coming crazy from all the ships in the harbor – all kind of puffs of smoke hit the sky. In fact there were 16 torpedo bombers come over and I don't think they hit a thing; they were all being shot down and I think one or two got past the fleet. Our planes were after them too. And way out there on the horizon, we saw the last one go down – all of them were shot down – we could see the fire and the smoke. These were big two motor bombers: Japanese bombers burn real good.”

Fyrir framan er útdráttur úr dagbók hermanns sem hét James R. “Rube” Garrett. Hann upplifði árásina og orrustuna um Guadalcanal og skrifaði um hana alla þá daga sem hann var þarna í fimm ára dagbók sem hermenn fengu hjá bandaríska hernum.



Inngangur.

Orustan um Midway Júní 1942 breytti ástandinu hernaðarlega á Kyrrahafinu. Allt að orustunni um Midway höfðu japanskar hersveitir, með yfirburði í lofti, og á sjó, verið stöðugt á sókninni. Bandaríkin voru takmörkuð við stuttar og lítt marktækar árásir (hit and run), allt að mánuðinum fyrir Midway. Þá náðu bandarísk flugmóðurskip að stöðva áætlun Japana að taka Port Moresby í Nýju Gúineu (The battle of the Coral Sea).

Síðar þegar Bandaríkjamenn náðu sigri í orustunni við Midway, kom loks jafnvægi á kyrrahafsstríðinu. Á meðan þessu jafnvægisskeiði stóð höfðu hvorki Bandaríkin né Japan nægilegt bolmagn í til að sækja inn í óvinasvæði. Þess vegna var aðeins hægt í rúmlega ár að ná árangri í stríðinu með hjálp flugvéla staðsettar á landi, sem urðu að styðja við allar sóknaraðgerðir á landi eða sjó. Þetta minnkaði stórlega möguleikana fyrir bandaríska sókn. Engin sókn í Mið-Kyrrahafi var möguleg þar til sterkari sjóborinn flugher var til. Hins vegar í Suðvestur-Kyrrahafi voru flugvellir undir stjórn hershöfðingjans Douglas MacArthur líklegir og nauðsynlegir til að styðja og vernda sókn. Það þýddi að bandarísku hersveitirnar í Mið-Kyrrahafi undir stjórn Aðmirálsins Nimitz höfðu ekkert annað að gera nema að halda vörninni á meðan hersveitir McArthur´s sóttu áfram. Eina svæðið sem hersveitir Nimitz gátu brotist áfram var í Salómon eyjum, rétt við endann á svæðinu sem McArthur hafði til umráða. Bandaríski yfirmaðurinn yfir hernaðaraðgerðir á hafi, aðmiráll Ernest King, var staðráðinn í því að hersveitirnar við Mið-kyrrhaf skyldu sækja áfram eins fljótt og auðið var. Fyrr í stríðinu hafði hann vonast eftir því að við endann á 1942 myndi sókn meðfram Salómon eyjum frá Tulagi vera möguleg. Þar með gætu þeir ógnað mikilvægu herstöðinni á Rabaul. Í Apríl setti hann aðmirálinn Robert Chormley yfirmann yfir Suður-Kyrrahafssvæðinu, hans fyrsta verkefni var að tryggja Tulagi. Það mistókst hinsvegar þar sem Japanir tóku eyjuna í misheppnaðri aðgerð til að taka Port Moresby.

Tulagi, lítil eyja nálægt suðurendanum af Salómon eyjunum, hafði mikilvæga höfn sem Bandaríkjamenn gátu notað sem herstöð til að sækja að Rabaul, eða fyrir Japani til að sækja að Nýju Gúineu í heildaráætlun þeirra að loka fyrir nauðsynlega sjólínu Bandaríkjanna til Ástralíu. Þetta myndi líka setja upp varnarvegg fyrir ört vaxandi herstöð Japana á Rabaul.

Bandaríkjamenn yrðu að aðhafast fljótt og var sókn til að taka eyju sem bar hið skrítna, spænska nafn Guadalcanal skipulögð. Hún var syðsta eyjan af Salómon eyjunum og nálægt Tulagi.. Eyjan átti eftir að verða bardagavöllur þar sem japanska sóknin var loks stöðvuð og byrjunin á eyjahoppi Bandaríkjamanna sem myndi aðeins enda á Japan.

Fyrir algjörlega tilviljum höfðu Japanir einnig ákveðið að Guadalcanal skyldi vera næsta helsta hernaðaraðgerð þeirra, senan var sett fyrir eina af örlagaríkustu orustunum í öllu stríðinu.


Tímalína.

Þessi tímalína var gerð af “Edward Wittenberg”

January 23, 1942 Japanese forces seize control of Rabaul on the island of New in the northern Solomons.

February-April Rabaul is developed into a major naval and air installation.

May Battle of the Coral Sea. Japanese establish seaplane base on Tulagi Island in the southern Solomons. Tulagi is located off the coast of Guadalcanal.

June Battle of Midway. Japanese construction parties begin airfield at Lunga Point on Guadalcanal. Australian “coastwatchers” keep Allied commanders appraised of Japanese progress. Preliminary planning for “Operation Watchtower” is begun.
July The 1st Marine Division begins preparations to seize Lunga Point and Tulagi. Naval support and assault shipping are massed.

August 7 Invasion of Guadalcanal.

August 8-9 Battle of Savo Island-Allied loses four heavy cruisers against 1 Japanese heavy cruiser sunk by submarine on her return voyage to Rabaul.

August 15-20 Airfield (Henderson Field) operational and first elements of Marine Air Group 23 arrive on island.

August 21 Battle of the Tenaru River-first Japanese attempt to reduce Marine perimeter decimated.

Late August- early-September Japanese commanders inaugurate the socalled Tokyo Express, utilizing their light naval forces to resupply and reinforce their garrison.

September 12-13 Battle of Edson's Ridge-second Japanese attempt to penetrate Marine perimeter almost succeeds, being stopped just short of the airfield.

September 18 Arrival of 7th Marine Regiment at Lunga Point. Japanese begin step-up of Tokyo Express reinforcement schedule.

Late September- early October Comparative lull settles over ground actions with both content to mount patrols and probes only.

October 11 Battle of Cape Esperance-American cruiser-destroyer force prevents Japanese from bombarding Henderson Field.

October 24-25 Battle for Henderson Field-Japanese 2nd Division is broken as a fighting force by the courageous actions of the 1 Battalion, 7th Marines under command of Lt. Colonel Lewis B. “Chesty” Puller along the southern perimeter.

Late October- early November Stepped-up Tokyo Express reinforcement of garrison. Intention is to launch massive offensive at the end the month.

November 13-15 Naval Battle of Guadalcanal-Japanese attempts to knock out Henderson field utilizing battleship bombardments thwarted by American surface action groups. Additional reinforcements landed at Lunga Point.

Late November- early December Relief of the 1st Marine Division begins. American forces stabilize their supply and communication lines. XIV Corps assumes command of all American forces on the island. Expansion of Lunga Point perimeter begun. Japanese headquarters reevaluates Guadalcanal situation.

Late December- early January 1943 Japanese Imperial Headquarters decides to abandon Guadalcanal position. Fresh forces are brought in by the Tokyo Express to cover the evacuation areas. Determined Japanese resistance slows advance of XIV Corps.

January 31 Evacuation of Japanese garrison begins. Evacuation complete by February 7.

February 9 XIV Corps headquarters announces Guadalcanal secure.


D-dagur: aðgerð skóstrengur
(operation shoestring).

Yfirhershöfðinginn Archer Vandergrift hafði verið valinn til að stjórna innárásinni á Guadalcanal. Honum hafði verið tjáð að hann yrði að ná eyjunni á fimm vikum. Þetta átti eftir að verða erfitt verk því helmingur hersveita hans var annað hvort í Samoa eða enn á sjó og flestir hermanna hans höfðu aðeins verið í búningi síðan í byrjun stríðsins.Ennfremur höfðu Japanir þegar lent á eyjunni og voru með mannafla allt að þúsund manns þar og voru einnig byrjaðir að byggja flugvöll. Japanir höfðu ákveðið að senda mun meira lið á eyjuna 7 Ágúst, það var fyrir einskæra tilviljun að Bandaríkjamenn höfðu valið sama dag fyrir innrás sína.
Áður en ráðist var á eyjuna varð Vandergrift að kynna sér staðarhætti eyjunnar. Það eina sem hann vissi var að hún var nær algjörlega þakin frumskógi. Hann hafði einnig nokkrar myndir sem trúboðar höfðu tekið og stuttsögu eftir Jack London. Enn fremur til að sverta útlitið höfðu nýlegar fréttir borist af því að Japanir höfðu nú allt frá 2000 til 10,000 hermenn á eyjunni með aukaherafla tilbúinn á Tulagi og nálægum eyjum. Japanir voru líka að klára að smíða flugvöllinn og ef Japönum tækist að koma fyrir Zero orustuflugvélum og Betty Sprengjuvélum fyrir á eyjunni myndi innrásin verða ennþá erfiðari. Því reið á að Bandaríkjamenn yrðu fljótir til.
Stuttu fyrir D-dag var nokkrum Áströlum, sem höfðu búið á eyjunni, flogið til Vandergrift og gat hann teiknað ónákvæmt kort eftir leiðbeiningum frá þeim. Það sem var helst að kortinu var að Áströlunum hafði orðið á að rugla saman Tenaru ánni við Ilu (sjá kort á bls 3). Enn fremur var mikil rigning á svæðinu sem gerði að verkum að afförmun flutningaskipana yrði að klárast í hasti. Enn annað vandamál var að flutningarskipin gátu aðeins borið skot og byssur fyrir tíu daga bardaga og mat, eldsneyti og lyf fyrir mest 60 daga.
Vandergrift hafði réttmætar áhyggjur því jafnvel þótt að hermenn hans voru fluttir í stórum innrásarflota þá myndu hermenn hans ekki hafa stórar byssur flotans né herflugvélar hans til verndar lengi eftir landgöngu. Fletcher, yfirmaður flotans sem flytja átti innrásarheraflann á Guadalcanal var mjög svartsýnn á þessa aðgerð og var því mjög tregur við að hætta flugmóðurskipum sínum. Því hryllti það Vandergrift þegar hann komst að því að flotinn myndi hverfa á brott á þriðja degi innrásarinnar.

Þegar Japanski aðstoðarhershöfðinginn Haruyoshi Hyakutake mætti til Rabaul til að stjórna innrásinni á Nýju-Gúineu og taka Port Moresby, vissi hann ekkert um flugvöllinn sem verið var að byggja á Guadalcanal né hafði honum verið greint frá ósigrinum í orustunni um Midway. Hann var því ánægður með að geta einbeitt sér að því að ráðast á Port Moresby á meðan flotinn réði yfir sjónum í kring.
Þegar Bandaríkjamenn byrjuðu sprengjuárásir sínar á Guadalcanal klukkan 6:13, 7.ágúst voru Japanir enn sofandi. Sérstök skotmörk voru þegar staðsett þökk sé Clemens og njósnurum hans. Dauntless og Avenger sprengjuflugvélar frá flugmóðurskipunum tóku einnig þátt í árásinni á meðan flutningaskip með hermenn sigldu að ströndini og hermenn hlupu upp ströndina næstum algjörlega mótstöðulaust.

Eftirfarandi neyðarsendingum var náð af Japanskri flotadeild undir stjórn Gunichi Mikawa: “American landing forces encountered, we are retreating into the jungle.” Og svo: “The enemy force is overwhelming. We will defend our positions to the death, praying for everlasting vicory.” Svo þögn.

Á Tulagi og á tvíburaeyjunum Gavutu-Tanambogo mættu bandarískir hermenn hinsvegar harðari mótspyrnu og urðu fyrir miklum mannskaða. Flotinn varð að gera aðra sprengjuárás á Tanambogo 8. ágúst áður en hægt var að taka eyjuna. Fyrir sólsetur 8. ágúst voru Tulagi og Tanambogo báðar í höndum Bandaríkjamanna.

Árásin 7. ágúst hafði gengið vel fyrir Bandaríkjamenn því þeir höfðu náð fótfestu á Guadalcanal og ennfremur komið í veg fyrir loftárás með því að skjóta niður 30 af 51 Japönskum herflugvélum sem voru sendar til að eyða flotanum. Fyrir sólsetur var búið að koma fyrir 17000 hermönnum á eyjunni sem voru enn verndaðir af herskipum Fletchers. Um 10000 höfðu lent á svokallaðri rauðu strönd, á miðri norður-strönd Guadalcanal. 1 hersveitin fór fram hægt í suðvestur upp hátt land sem þeir nefndu “The Grassy Knoll.”(athuga að fjallað er um árásina á þessa hæð í the thin red line)

Um 1700 Japanskir og kóreskir hermenn höfðu verið að vinnu við flugvöllinn ásamt lífvörðum sínum. Þeir hurfu á brott inn í frumskóginn undan bandaríska hernum. Daginn eftir tóku Bandaríkjamenn flugvöllinn mótspyrnulaust. Þetta var ómetanlegur ávinningur því flugvöllurinn var fullkomlega starfshæfur með rafmagnsstöð, samskiptamiðstöð og aðstöðu til að afferma nauðsynjar. Þessi flugvöllur var síðan gerður ódauðlegur sem Henderson flugvöllur, nefndur eftir “Major” Loften Henderson, flughetju sem lést yfir Midway.
Á Kukum fundu hermenn vísbendingar fyrir því að Japanir hafi flúið í algjöru óðaskoti. Þar á meðal einkennisbúningar skildir eftir, riflar, moskítónet, og stór geymsla af hrísgrjónum.
Vandamál var hinsvegar í uppsiglingu því birgðar- og flutningarskipin sem voru að hlaða nauðsynjum og vopnbúnaði fyrir herinn á eyjuna voru létt skotmörk fyrir 45 betty sprengjuvélar sem voru að nálgast. Jafnvel þótt að Bandaríkjamönnum hafi tekist að koma í veg fyrir að þessi floti af sprengjuflugvélum næði að skapa einhvern usla þá virkaði þetta sem viðvörun til Fletchers. Hann var hræddur um að hættan væri orðin of mikil fyrir flugmóðurskip sín og ákvað að koma flotanum sínum undan. Á meðan sótti Aðmiráll Mikawa inn í sundið með sín átta herskip til að ráðast á innrásarflotann. Áætlun hans var að hraða sér inn í skjóli næturs og koma ringulreið á flotann með tundurskeytum og skothríð. Heppnin var með honum því leitarvélar Bandaríkjamanna fóru fram hjá honum og loks þegar þær sáu flotann kom fréttinn ekki inn á borð aðmiráls Richmond Turner fyrr en átta tímum síðar. Reiður yfir flótta Fletchers ákvað Turner að kalla til baka öll flutningarskip frá Guadalcanal jafnvel þó flest voru ekki algjörlega affermd. Næst skipaði hann Aðmirálnum Sir Victor Crutchley, breskur foringi sem stjórnaði samsettri ástralskri flotadeild, til að ráðast gegn flotadeild Mikawa.
Crutchley hafði yfir að ráða sex þungum beltiskipum (heavy cruiser) og tveimur litlum tundurspillum og tveimur radar tundurspillum. Það voru hins vegar Japanir sem sáu óvininn fyrst þrátt fyrir að hafa ekki radar. Innan mínútna voru beltiskipin Canberra og Chicago mikið skemmd ásamt beltisskipunum Astoria og Quincy sem voru í björtu báli. Þessi skip urðu fyrstu af mörgum bandarískum herskipum til að sökkva í “Iron Bottom Bay.” Á hálfum klukkutíma var búið að eyðileggja fjögur beltisskip bandamanna ásamt dauða 1270 sjóliða og yfir 700 særðra.
Tólf tímum eftir ósigurinn við “Iron Bottom Bay” skipaði Aðmiráll Turner öllum birgðar- og flutningaskipum að hraða sér til Nýju Kaledón. Þegar hermenn gengu næsta morgun frá Henderson flugvelli til strandar til að sækja fleiri byrgðir hryllti þeim við að sjá bláan og tæran sjó. Þeir voru nú algjörlega einir, hversu lengi vissi enginn. Óvinurinn gæti dælt inn hermönnum og ráðist á þá frá landi, sjó eða lofti eftir vilja. Í kjölfarið var byrjað að setja upp varnarvegg í kringum Henderson flugvöll og tryggja stöðu Bandaríkjamanna á eyjunni.

Níunda ágúst kom fyrsta loftárásin á flugvöllinn með 500 punda sprengjum og sprengjum hannaðar til að granda flugvallarstarfsliði. Á eftir þessari loftárás fylgdu tvær nætur af sprengjuárásum frá beltisskipum og öðrum skipum sem voru að hraða sér upp og niður slottið(sjá kort á bls 3). Bandarísku hermennirnir kölluðu þennan flota “The Tokyo Express.”

Þrettánda ágúst skipaði yfirherstjórn í Tokyo hershöfðingjanum Hyakutake að eyða óvininum á Guadalcanal án frekari tafar. Hyakutake skipaði “Colonel” að nafni Kiyono Ichiki yfir hersveit af 2000 hermönnum sem höfðu verið sérþjálfaðir til að taka Midway. Nú voru aðgerðir Japana til að ná aftur yfirráðum yfir Guadalcanal byrjaðar.


Operation Ka, áætlun Japana til að ná aftur Guadalcanal og eyða bandaríska innrásarflotanum.

Sextánda ágúst sigldi Colonel Ichiki og 900 af mönnum hans til Guadalcanal. Þeir áætluðu að lenda að nóttu til 22 mílur austur frá Tenaru ánni. Aðalherafli Ichiki fylgdi á eftir í hægari skipum. Vandergrift fékk fjölmargar viðvaranir um hina yfirvofandi árás Japana, þar á meðal sendiboð sem komst óvart í hendur á hermönnum Vandergrifts sem á stóð “help on the way, Banzai.”
Nítjanda ágúst skipaði Vandergrift þremur af herdeildum sínum til að ráðast á hersafnað Japana meðfram Matanikau ánni, hann skipaði einnig sterkri varðsveit að fylgjast með svæðum til austurs. Árás hermanna Vandergrifts að Matanikau ánni var fljótlega árangursrík. Enn fremur náði varðsveitin sem Vandergrift hafði skipað að leita til austurs að koma japanskri varðsveit á óvart og í átökunum sem fylgdu í kjölfarið áskotnaðist varðsveitinni kort þar sem allir veiku blettirnir í Tenaru varnarveggnum voru merktir. Vandergrift styrkti þessi svæði strax. (Einungis nefnt því ég tel að árásin á Matanikau ánna hafi verið að hluta til sýnd í kvikmyndinni “The Thin Red Line.”)
Yfirherstjórn Japana í Tokyo trúði því að innrás Japanna inn á Guadalcanal myndi draga fram restina af innrásarflotanum sem hafði fylgt hermönnum Vandergrifts til Guadalcanal. Því byrjaði aðmiráll Yamamoto að safna saman sterkum sjóher sem átti að eyða bandaríska flotanum. Japanski flotinn samanstóð af þremur flugmóðurskipum, þremur orustuskipum (battleship), fjórum beltisskipum (cruiser) og fimm tundurspillum , þessi skip komu frá Rabaul og var þessi floti ennfremur styrktur af hundrað flugvélum sem voru þegar farnar að starfa á svæðinu. Flota Mikawa´s (sjá bls 7 og 8) var einnig bætt við hinn stóra flota.

Bandaríkjamenn fengu fljótlega fregnir af samansöfnuðum flota Japana við Salómon eyjar. King Aðmiráll skipaði tveimur nýlegum orustuskipum, Washington og South Dakota ásamt flugmóðurskipinu Juneau og tundurspillafylgd til að styrkja flugmóðurskipaflota Fletcher´s. Einnig var flugmóðurskipið Hornet ásamt beltisskipum og tundurspillum á leiðinni. Þessi litla eyja í Suður-Kyrrahafi var brátt að verða miðpunktur í sjórorustu sem myndi ráða framtíðinni í stríðinu um Kyrrahafið.

Á eyjunni sjálfri hafði Colonel Ichiki skipulagt tvær banzai árásir sem höfðu hroðalegar afleiðingar fyrir hersveitir hans. Í tveim árásum létust 900 japanskir hermenn án þess að ná nokkrum ávinningi, hermenn Ichiki voru stráfelltir. Brugðið við þessum hroðalega ósigri brenndi hann fána herdeildarinnar og framdi sjálfsmorð.

Á meðan þessu stóð var sjóorustan rétt að byrja. Áætlun Japana var að senda flugmóðurskipið Ryujo sem beitu fyrir flugmóðurskip Bandaríkjamanna. Þetta gekk of vel fyrir Japani því Bandaríkjamenn eyðilögðu Ryujo með flugvélum frá Saratoga og Enterprise. Nagumo aðmiráll sem var yfir flotanum hélt að Bandaríkjamenn höfðu einbeitt öllum þremur flugmóðurskipum sínum að Ryujo og sendi því flugvélar sínar gegn þeim. Bandaríska flugmóðuskipið beið eftir sprengjuvélum sínum til að snúa aftur frá árásinni á Ryujo með 53 Wildcat flugvélar fljúgandi yfir, í biðstöðu vegna væntanlegrar gagnárásar Japanna. Hálftíma síðar komu 30 Val sprengjuvélar. Aðeins þrjár komust í gegn og hittu skotmark sitt. Þrátt fyrir logandi elda hélt flugmóðurskipið Enterprise áfram. Flugmennirnir gáfu Nagumo aðmiráll mjög villandi upplýsingar og var hann ánægður með að hafa eytt tveimur flugmóðurskipum. Raunverulegt tap var flugmóðurskipið Ryujo og margar flugvélar fyrir Japani en tap Bandaríkjamanna var tveggja mánaða viðgerð á flugmóðurskipinu Enterprise. Þessi orusta kallaðist orustan um Suður-Salómon eyjar.

Á eftir orustunni fylgdu nokkrar aðgerðir Japana til að byggja upp her á Guadalcanal. Tvær lendingar í dagsljósi voru eyðilagðar af Cactus flughernum (Cactus var leyninafn Guadalcanal). Enn fremur áttu Japanir í vandræðum í háloftunum því fyrir hverja eina flugvél sem Bandaríkjamenn misstu eyðilögðu þeir 7-8 vélar. Engu að síður byggðu Japanir hægt en örugglega landher á Guadalcanal því Cactus flugherinn gat lítið gert við “Tokyo hraðlestinni” (fyrst nefnt á bls. 8.). Bandaríski sjóherinn var heldur ekki tilbúinn til að ráðast á Japanska flotann enn sem komið var.

Tólfti September var dagurinn sem Kawaguchi hershöfðingi hafði ákveðið til að ráðast gegn bandaríska hernum á Guadalcanal. Hann hafði til umráða 6200 hermenn sem áttu að ráðast í þrem hópum. Það var ekki fyrr en daginn áður sem hann fékk að heyra að stór hryggur myndi vera á leið hans. Hryggur sem Bandaríkjamenn áttu eftir að kalla “Bloody Ridge.”


Bardaginn við Bloody ridge.(Edson´s ridge)

12. September biðu bandarísku hermennirnir eftir hinni óhjákvæmilegu árás Japanna á “Bloody ridge.” Upp úr þurru þaut eldflaug úr skóginum og byrjaði að hljóma í vélbyssum og sjálfvirkum byssum. Banzai öskur fylgdu í kjölfarið og fyrsta aldan af japönskum hermönnum þutu upp hrygginn. Á sumum stöðum komust Japanir í gegn, á öðrum neyddu þeir Bandaríkjamenn til að gefa eftir land, en Japönum vantaði samstöðu. Kawaguchi hafði sent fyrsta árásarhópinn á meðan hinir hóparnir voru enn að komast í gegnum skóginn. Yfir nóttina fengu Japanir að kynnast styrkleika og nákvæmni stórskotaliðs Bandaríkjamanna. Japanir sem vissu ekkert um legu bandarísku varnarlínunar voru annað hvort sprendir í tætlur eða urðu að flýja. Í dögun gerðu menn Edson´s gagnárás á Japönsku hermennina og náðu aftur öllu því svæði sem þeir höfðu glatað deginum áður.

Kawaguchi var í óða önn að safna mönnum saman til að ráðast aftur gegn hryggnum (Bloody ridge). Kawaguchi vissi hins vegar ekki að það voru aðeins 400 bandarískir
hermenn sem stóðu gegn 2500 hermönnum hans. Næstu nótt sóttu fram 2000 japanskir hermenn í sex árásum hver á eftir annari. Ameríska varnarlínan rofnaði ekki en varð hins vegar að gefa eftir landsvæði í miðjunni.
Japanir héldu áfram að sækja gegn varnarlínunni en í hvert sinn komust aðeins örfáir Japanir í gegn og voru þeir stungnir til bana af bandarískum hermönnum. Stórskotalið Bandaríkjamanna hjálpaði þeim líka með góðri hittni. Smám saman þjaraði út árásarstyrkleiki hermanna Kawaguchi´s. Dagurinn sem Japanar höfðu valið sem fagnaðardagur þeirra yfir sigri var nú orðinn að sárum ósigri.
Á meðan þessu stóð voru Bandaríkjamenn að styrkja her sinn á eyjunni. 4000 hermenn í fylgd flugmóðurskipanna Wasp og Hornet sigldu til eyjarinnar en Fletcher, hræddur um að flugmóðurskip hans gætu verið eyðilögð kom þeim undan eins fljótt og auðið var. Japanir náðu samt sem áður að gera árásir á flotann og náðu að eyðileggja flugmóðurskipið Wasp. Japanir voru hins vegar óheppnir því Yamamoto hafði skipað flotanum til hafnar í allt að 200 mílna fjarlægð til að sækja eldsneyti. Því var ekkert hægt að gera til að varna Bandaríkjamönnum landgöngu. Nú hafði Vandergrift yfir 19000 hermenn undir sinni stjórn, nóg til að halda varnarlínunni.
Vandergrift ákvað nú að sækja gegn Japönum og reyna að hrekja þá út í sjó frá virkjum sínum við Matanikau ánna. 27 september átti árásin að byrja en loftárásir Japana náðu að eyðileggja samskiptamiðstöð hans og ákvað hann þess vegna að fresta árásinni til 7. október. Nú var komið að Bandaríkjamönnum.


Gagnárás Bandaríkjamanna.

Japanski hershöfðinginn Hyakutake hafði nú fengið það verkefni að hrekja Bandaríkjamenn af eyjunni og hafði hann til umráða eina af frægustu herdeildunum í japanska landhernum, Sendai herdeildina. Hún var talin ósigrandi og var því tilvalið að nota hana til þess að brjóta loks á bak varnarlínu Bandaríkjamanna á Guadalcanal.
Hyakutake var þess fullviss að enginn bandarískur her gæti staðist hina frábæru Sendai herdeild og vanmat hann þess vegna herstyrk Vandergrift´s.
Sjöunda október mættust herirnir “head on.” Blóðug átök brutust út hvarvetna og urðu herirnir að stöðva sókn sína og tryggja stöðu sína. Bandaríkjamenn náðu þó yfirhöndinni í orustunni. Nokkrir bandarískir hermenn ráfuðu upp að japanskri herdeild sem samanstóð af yfir 1000 hermönnum sem lágu í vin að hvíla sig. Þeir gáfu stórskotaliðinu hnitin og með nákvæmri sprengjuárás náðu þeir að drepa alla herdeildina. Þegar Hyakutake hershöfðingi steig loks á Guadalcanal frétti hann af hroðalegu gengi “ósigrandi” hermanna sinna, hvernig þeir höfðu verið stráfelldir og loks stökkt á flótta. Hyakutake kallaði á enn meiri liðsauka og útskýrði það með því að segja að ástandið á Guadalcanal væri verra en hann hafði gert ráð fyrir. Nú þegar voru 1000 hermenn af Sendai herdeildinni á leiðinni ásamt flota sem átti loks að gera út af við Henderson flugvöllinn með sprengjuárásum.
Fletcher aðmiráll, loks sannfærður um mikilvægi þessarar aðgerðar sendi flota undir stjórn undir-aðmiráls Norman Scott´s. Flotinn samanstóð af fjórum beltisskipum og fimm tundurspillum. Þessi skip voru öll með ratsjá og hafði Norman enn fremur
þjálfað áhafninar sérstaklega til næturárása. Bandaríski flotinn og japanski flotinn myndu brátt mætast.

Aritomo Goto aðmiráll, sem stjórnaði Japanska flotanum, var sendur til að styrkja japanska herinn á Guadalcanal og til að eyða Henderson flugvelli. Hann var fullviss um að bandaríski flotinn myndi ekki þora að ráðast gegn honum að nóttu til. Bandaríski flotinn var hins vegar þegar búinn að sjá japanska flotann og þegar þeir loks náðu radar merki gerði bandaríski flotinn árás. Á nokkrum mínútum eyðilögðu Bandaríkjamenn fjögur japönsk herskip, þar á meðal flaggskip Goto og lést hann með því. Bandaríkjamenn misstu tundurspillinn Duncan og beltiskipið Boise var mjög skaddað. Þessi sjóorusta kallaðist “The Battle of Cape Esperance” og var það óneitanlega bandarískur sigur. Þetta hafði enn fremur áhrif á baráttuanda hermanna á Guadalcanal því nú fannst þeim þeir ekki lengur vera fastir á eyju umkringdir óvinum.
Yamamoto aðmiráll var öskureiður þegar hann heyrði af ósigrinum og var hann nú að skipuleggja hefnd. Sameinaður floti hans af fimm flugmóðurskipum, fimm orustuskipum, 14 beltiskipum og 44 tundurspillum, var tilbúinn til orustu. Þessi floti átti að vernda landgöngu 10000 hermanna á Guadalcanal nóttina 14. október, í tæka tíð fyrir landárás Hyakutake 20. október. Í þrjár nætur hélt þessi floti upp stórkostlegri sprengjuárás á Henderson flugvöll. Þrátt fyrir þessar loftárásir náði “Cactus” flugherinn að gera það harðar árásir á landgönguskipin að einungis 3500 japanskir hermenn komumst til strandar. Landárás Japana átti samt eftir að koma.


Lokaorustan um Guadalcanal.

Árásaráætlunin sem Hyakutake hafði búið til gerði ráð fyrir að sigur myndi vinnast fyrir 22. október en 22. október voru hersveitir hans ekki einu sinni tilbúnar til árásar. Því varð að fresta árásinni um tvo daga. Þetta gaf flota Bandaríkjamanna tíma til að safnast saman og reyna að varna landgöngu frekari liðsauka Japana.
Árásin hófst 24. október og var hún leyst af hendi vægast sagt illa. Með lélegum samskiptum og erfiðum tímaáætlunum gerðu hershöfðingjar árásir stanslaust á vitlausum tíma og með litlum sem engum stuðningi. Ein verstu mistökin og sú mistök sem áttu eftir að kosta Japani mest í árásinni voru þau að Maruyama hershöfðingi sendi Hyakutake hershöfðingja skilaboðin “Banzai” sem þýddi að Japanir hefðu núna stjórn á Henderson flugvelli. Áætlunin kallaði þá á landgöngu fleiri hermanna. Flotinn sem verndaði landgönguna var nánast gjöreytt af flugvélum frá Henderson flugvelli. Enginn hermaður komst í land.
Á meðan þessu stóð höfðu Japanskir hermenn gert árás á eftir árás á línur Bandaríkjamanna og í hvert skipti voru þeir hraktir til baka. Loks ákvað Maruyama hershöfðingi að gera lokaárás sína. Loks voru hermenn hans samstilltir. Í nokkrar mínútur ríkti þögn á eyjunni þar til öskur af “Banzai” og “Marines you die tonight” rufu þögnina. En það voru Japanir sem létust, í hundruðum talið. Þeir sem komust að línunni börðust við ameríska hermenn með sverðum, hnífum og hnefum. Í smá tíma náðu Japanir fótfestu en með gagnárás Bandaríkjamanna náðu þeir að hrekja þá í burtu. Í fyrsta skipti í sögu Sendai hermanna var þeim skipað að hörfa undan. Jafnvel þótt Bandaríkjamenn höfðu sigrað þennan þýðingarmikla landsigur var hin óhjákvæmilega sjóorusta eftir.

Fyrstu átökin kostuðu flotana sitt hvort flugmóðurskipið 24. október. Þá klukkan 7:00 eftir miðnætti gerðu sprengjuvélar árás á flugmóðurskipaflotann sem Nagumo stjórnaði. Japönsku flugmóðurskipin voru vel varin en engu að síður lentu tvær sprengjur á flugmóðurskipinu Zuiho og var það nú úr orustunni. Japanir áttu samt eftir að hefna sín því japanskar sprengjuvélar fundu flugmóðurskipið Hornet og með einni
kamakazie árás flugmanns og nokkurra tundurskeyta sigldi það hægt úr orustunni með hjálp beltiskipsins Northampton. Japanir gerðu aðra árás á Hornet og varð þá að yfirgefa skipið. Flugvélar sem voru enn á lofti eftir árásina á Zuiho fundu annað japanskt flugmóðurskip, Shokaku. Flugvél á eftir flugvél steyptu þær sér niður að skipinu og gerðu það óstarfshæft í níu mánuði.
Flugmóðurskipið Enterprise varð næst fyrir árás þegar japanskar sprengjuvélar fundu skipið. Þrátt fyrir árangursríkar sprengjuárásir tókst Enterprise að taka um borð flugvélar sínar og flýja ásamt orustuskipinu South Dakota. Yfirherstjórnin í Tokyo hrósaði sigri en kostnaðurinn var of mikill fyrir japanska flotann. Þrjú flugmóðurskip voru nú óstarfshæf. Zuiho og Shokaku voru sprengd en flugmóðurskipið Hiyo hafði eyðilagt vélar sínar við að reyna of mikið á þær. Enn fremur töpuðu Japanir 100 flugvélum ásamt reyndum flugmönnum og áhöfnum þeirra. Þrátt fyrir yfirlýstan sigur var Nagumo aðmiráll settur af. Í kjölfarið ríkti nokkurs konar ró á Guadalcanal og í sjónum í kring. Báðir herir byrjuðu smám saman að byggja upp heri sína. Tameichi Hari, sem hafði tekið við af Nagumo, var nú að skipuleggja nýja “Tokyo Express.” Tólfta Nóvember skipulagði hann landgöngu 14000 hermanna á Guadalcanal og flotinn sem átti að vernda landgönguna samanstóð af 3 flugmóðurskipum, 4 orustuskipum, 11 beltiskipum og 49 tundurspillum. Viðvaranir náðu til Halsey aðmiráls og var hann staðráðinn í að gefa það sem hann gæti til að stöðva flotann. 12. Nóvember var gert ráð fyrir að flotinn kæmi til Guadalcanal og setti Enterprise úr höfn þann ellefta, á meðan viðgerðarmenn voru enn að störfum um borð. Þegar japanski flotinn kom að Guadalcanal voru Bandaríkjamenn búnnir að koma 90% af liðsauka Guadalcanal á land. Japanir gátu lítið við því gert.

Um nóttina þegar Japanir voru að reyna að koma mönnum sínum á land braust út sjóorusta í sjónum í kring. Ringulreiðin var algjör, Bandarísk skip skutu á bandarísk skip og japönsk skip á japönsk skip sem á hvorn annan. Útkoman var bandarískur sigur því jafnvel þótt Bandaríkjamenn höfðu misst fleiri skip þá náðu þeir að stökkva japanska flotanum á flótta og þar með koma í veg fyrir miklar sprengjuárásir á Henderson flugvöll. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem Enterprise mætti í orustuna og það rétt í tæka tíð.
Rétt þegar Enterprise mætti á svæðið komu fréttir af því að skipin sem fluttu japönsku hermennina væru að skipuleggja nýja landgöngu. Flugvélar frá Enterprise og Henderson flugvelli gerðu árás á flotann og sökktu 7 af 11 flutningaskipum og stökktu hinum á flótta. Orustan var þó ekki búin því Kondo aðmiráll sigldi með flotann sinn rakleitt í átt að bandaríska flotanum. Hann hafði undir stjórn 1 orustuskip, 4 beltiskip og 8 tundurspilla. Í orustunni sem fylgdi var japanska flotanum næstum gjöreytt á meðan Bandaríkjamenn töpuðu 2 beltiskipum og 3 tundurspillum. Bandaríkjamenn höfðu einnig eyðilagt 7. flutningaskip og neytt hin til að lenda á eyjunni Tassafaronga og þar voru gerðar endalausar sprengjuárásir á skipin.

Fimmtánda Nóvember var Vandergrift hershöfðingi svo viss um sigur að hann gaf Halsey aðmiráli merki um sigur. Fjórða Janúar viðurkenndi yfirherstjórn í Tokyo ósigurinn og skipulagði brottflutning allra eftirlifandi hermanna sinna. Fyrir Japan var þetta byrjunin á endanum. Þetta var fyrsti ameríski sigurinn í Suður-Kyrrahafi í stríðinu og markaði byrjunina á eyjahoppi þeirra sem myndi aðeins enda á Japan.

Á Guadalcanal töpuðu Bandaríkjamenn 1592 hermönnum gegn 50000 Japönskum hermönnum. Allt þetta hafði verið fyrir það sem yfirhersjórnin í Tokyo hafði kallað: “This insignificant island in the South Seas.”


Umfjöllun um kvikmyndina: The Thin Red Line.

Kvikmyndin “the thin red line” er leikstýrð af Terrence Malik og er handritið byggt á ævisögu James Jones sem upplifði átökin á Guadalcanal að hluta til.

Kvikmyndin “the thin red line” er að mínu mati ein af bestu myndum sem gerð hefur verið um stríð. Ég hef auðvitað ekki séð allar bíómyndir sem gerðar hafa verið um stríð en ég kemst bara ekki hjá því að segja þetta. Ástæðan er sú að þegar ég horfi á þessa bíómynd fæ ég algjöran hrylling á stríði. Þegar ég segi hrylling meina ég virkilega hrylling því jafnvel þó það sé erfitt að ímynda sér hvernig þetta var virkilega fyrir hermennina þá kemst ég ekki hjá því að reyna það. Hvað það er sem fær suma menn t.d. að safna tönnum eða eyrum af dauðum og jafnvel lifandi óvinum er ofar mínum skilningi. Engu að síður fæ ég hrylling yfir því hvernig það var fyrir japanann sem þurfti að horfa í augum á þeim manni sem var í þann veginn að skera af honum eyrað. Í myndinni fáum við að sjá slíka senu þar sem bandarískur hermaður gengur að japönskum hermanni sem liggur nálægt hrúgu af japönskum hermönnum, annaðhvort dauðum eða deyjandi. Hann leggst við hliðina hjá honum, horfir í augun á honum og byrjar á því að segja: “I´m going to sink my teeth into your liver.” Auðvitað veit Japaninn ekkert hvað bandaríski hermaðurinn er að segja en ég tel að hann geti séð af augum hans að honum liggur eitthvað illt á hjarta. Maður sér líka augun á japanska hermanninum sem sýna ekkert annað en hreina hræðslu.
Ég vil ekki segja frá meira í söguþræðinum því það gæti eyðilagt fyrir lesanda ef hann hefur ekki enn séð myndina. Ef lesandi hefur ekki enn séð myndina hvet ég hann til þess að sjá hana eins fljótt og auðið er. Hún vekur mann til umhugsunar, eitthvað sem kvikmyndin “saving private Ryan” tókst ekki að gera. Þar með líkur samanburði mínum á þessum tveim ágætu myndum.
Önnur ástæða fyrir því að ég ætla ekki að upplýsa meira um söguþráð myndarinnar er vegna þess að hún byggð á sjálfskrifaðri ævisögu. Þess vegna er ég ekki viss hvaða persónur í myndinni voru virkilega til í alvörunni. Ég tel einnig að tímalína myndarinnar geti verið eitthvað bogin en það eru samt smámunir. Ég gat ekki þekkt neina af persónunum í myndinni með tilliti til þeirra sem nefndir eru í helstu sögubókum sem fjalla um þessa orrustu þannig að erfiðara er að tengja atburði myndarinnar við sögu.

Í heildina litið var þessi mynd ekki tilraun til að endurskapa atburði í sín minnstu smáatriði. Myndin var heldur ekki tilraun til að heilla bandaríska kvikmyndagesti með fljótum og hröðum söguþráð eða bullandi þjóðerniskennd. Ég held að ég hafi hvergi rekist á bandaríska fánann í myndinni. Hins vegar er myndin nokkuð eigingjörn tilraun Terrence Malick til að sýna stríð eins og hann vill sýna það. Í sínum hráa raunveruleika til þess að fá kvikmyndagesti til að hrekja þá goðsögn að eitthvað við stríð geti verið gefandi eða göfugt. Þetta er vissulega ekki fyrsta kvikmyndin sem reynir þetta, en ég get sagt að þetta er ein af fáum myndum sem gerir það vel. Ég gef henni fjórar og hálfa stjörnu. Hún missir hálfa stjörnu vegna margítrekaðra ljóðrænna innskota þar sem myndin bregður aftur til Bandaríkjanna. Þau atriði fóru svolítið í taugarnar á mér og þykir mér þau vera ónauðsynleg.

Heimildaskrá.

Greinar:

Inngangur bls 2/3: Var tekinn að hluta til af síðunni: http://www.djjp.demon.co.uk/Guadalcanal.html
#Síðan þá hefur þessi síða dottið niður en það gerir lítið því ég sótti ekki neitt annað af síðunni. Ég bætti líka við innganginn af bók sem heitir “the great battles of world war 2”. Ég þurfti að þýða allt niður úr minni og síðan að bæta málfræðina. Ég mun setja bókina upp í hefðbundna heimildaskrá fyrir neðan.

Tímalína bls 4/5: Var tekin af síðunni: http://www.geocities.com/Heartland/Plains/6672/canal/time.html
#Því miður nennti ég ekki að þýða þessa tímalínu enda nóg annað að þýða.

Myndir:

Mynd 1: Myndin sem er á framsíðu var tekin af eftirfarandi netsíðu: http://www.gnt.net/~jrube/indx2.html#index

Mynd 2: Myndin sem er á innihaldsíðu var tekin af eftirfarandi netsíðu sem og textinn úr dagbókinni fyrir neðan myndina: http://www.gnt.net/~jrube/@guadnov.html

Mynd 3: Myndin sem er í kaflanum operation Ka var tekin af eftirfarandi síðu: http://www.gnt.net/~jrube/images/enterprise.jpg #Þessi mynd er af flugmóðurskipinu Enterprise.

Mynd 4: Myndin í kaflanum Edson´s ridge/Bloody ridge er tekin af eftirfarandi síðu: http://www.gnt.net/~jrube/images/bloodyr.jpg. #Þetta er mynd sem fyrrum hermaður gerði af bardaganum um “bloody ridge.”

Mynd 5: Myndin í kaflanum Gagnárás Bandaríkjamanna var tekin af eftirfarandi síðu: http://www.gnt.net/~jrube/@guadaug.html

Mynd 6: Fyrri myndin í kaflanum Lokaorustan um Guadalcanal var tekin af eftirfarandi síðu: http://www.gnt.net/~jrube/@guadaug.html #Þessi mynd sýnir lík nokkura japanskra hermanna eftir “Banzai” árás.

Mynd 7: Seinni myndin í kaflanum Lokaorustan um Guadalcanal var tekin af eftirfarandi síðu: http://www.gnt.net/~jrube/@guadaug.html #Þessi mynd sýnir eina af hinum fjölmörgu landgöngum sem báðir aðilar gerðu á Guadalcanal.


Kort:

Kort 1: Kortið í innganginum á blaðsíðu 4: Það var tekið af eftirfarandi netsíðu: http://www.geocities.com/Heartland/Plains/6672/canal/pio/maps.html #Þetta kort sýnir Salómon eyjar.

Kort 2: Kortið í innganginum á blaðsíðu 5: Það var tekið af eftirfarandi netsíðu: http://www.geocities.com/Heartland/Plains/6672/canal/pio/maps.html #Þetta kort sýnir Guadalcanal og helstu kennileiti á Guadalcanal.

Kort 3: Ég sótti þetta kort á eftirfarandi síðu: http://www.commpro.com/navy/jpg/8_1b.jpg #Þetta kort sýnir hvernig skipin beggja aðila sigldu fyrir orustuna “The Battle of Iron Bottom bay”.

Kort 4: Kortið í kaflanum Edson´s ridge/Bloody ridge er tekið af eftirfarandi síðu: http://www.gnt.net/~jrube/images/map5.jpg #Þetta er kort sem sýnir bardagan við “Bloody ridge.”

Netsíður:
http://www.gnt.net/~jrube/indx2.html#index #Aðalnetsíðan við leit mína af gögnum á netinu. Allt á síðunni er á ensku. Flest allar þær myndir og kort sem ég notaði í ritgerðina voru fengnar þaðan. Þar er einnig heil dagbók hermanns sem var á Guadalcanal þegar orustan stóð yfir. Ómetanlegir punktar fengnir úr þeirri dagbók.

http://www.commpro.com/navy/ #Hér fékk ég einungis nokkur kort. Engar upplýsingar sem mér fannst vera þess virði að nefna í ritgerðinni.

http://www.skypoint.com/members/jbp/btl_ces.htm #Á þessari síðu fékk ég ómetanlegar upplýsingar um gang hverrar orustu fyrir sig í og um Guadalcanal. Einnig sagt frá öllum helstu orustum í Kyrrahafinu ásamt lista yfir hvaða skip sukku í hverri orustu. Einungis fjallað um sjóorustur.

Bækur:
Ég notaði bara eina bók við gerð þessarar ritgerðar. Bókin heitir “the great battles of world war 2” og er ég mjög heppinn að eiga þá bók. Eftirfarandi er hefðbundinn uppsetning á heimildaskrá yfir bækur:

Nafn: Hamlyn Útgáfufyrirtæki: Hamlyn-London / 1976 Samantekt: Henry Maule
#Þessi bók er af fjórðu útgáfunni og var prentuð í Englandi.

Takk fyrir lesturinn.



As he tells it, “Too Many, Too Close, Too Long,” is Donald L. Dickson's portrait of one of the “little guys, just plain worn out. His stamina and his spirit stretched beyond human endurance. He has had no real sleep for a long time … And he probably hasn't stopped ducking and fighting long enough to discover that he has malaria. He is going to discover it now, however. He is through.”
——————————————— Captain Donald L. Dickson, USMCR