Eftirfarandi er stutt ritgerð sem ég gerði fyrir menntaskólann minn fyrir svona þremur árum. Mér datt í hug að skella þessu inn vegna þess að einn aðili á deiglunni minnir mig var að gefa upp sláandi tölur um svertingja í Bandaríkjunum með tilliti til glæpa og fangelsisvistar. Ég mundi því eftir þessari grein og vonandi verður hún ykkur ánægjulegur lestur. Ég er hinsvegar ekki viss um að þetta hafi verið endanlegt draft.

greatness.Kynþáttamisrétti:

Inngangur:

Kynþáttahatur, hugmyndin um að einn kynþáttur sé framar en aðrir kynþættir á sviði, greindar, líkamlegrar burðar, persónuleika og menningu. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvaðan kynþáttahatur á upptök sín, en einn af frægustu og áhrifamestu slíkra hugsuðra var franski rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn Joseph-Arthur, comte de Gobineau. Hann gaf út bókina “Essay on the inequality of human races, “ um miðja nítjándu öld. Hann trúði því að hvíti kynþátturinn hefði náð yfirburðum yfir öllum öðrum kynþáttum og þar af hefðu Aríar náð mestu framförunum. Þar með hefst kannski í fyrsta sinn í sögunni fræðigrein, studd af bókum, rithöfundum og jafnvel vísindamönnum, hönnuð til að vegsama einn kynþátt á kostnað annarra.

Þessi ritgerð er hugsuð sem einföld upptalning á þeim tilfellum kynþáttamisréttis sem stendur næst okkur í menningu og sögu. Ég hef því valið að fjalla um kynþáttamisrétti sem var ríkjandi síðustu öld og er enn hugsanlega ríkjandi í viðkomandi löndum. Ég mun einnig tiltaka svolítið um Þýskaland, nasismans en ekki einblína á það.

Meginmál:

Helsti fylgjandi Gobineau var Houston Stewart Chamberlain sem skrifaði bókina “The foundatins of the 19th century árið 1899. Hann var Englendingur en bjó alla ævi sína í Þýskalandi þar sem hann var mjög vinsæll meðal millistéttarinnar. Hann trúði einnig á yfirburði Aría en átti samt sem áður í vandræðum með að greina á milli gyðinga frá aríum, sérstaklega út frá líkamlegum einkennum. Það voru margir sem fylgdu eftir hugmyndum Gobineau og Houston en kannski sá frægasti er Adolf Hitler.
Þessi hugsuðir gáfu Hitler að hans eigin undirlagi, vísindalega réttlætingu á pólitískri stefnu sinni. Þar sem augljós munur var ekki á milli Aría og annars eins og t.d. þegar bera átti þýskan mann og þýskan gyðing þá var kenningin fyllt af leyndarblæ.

Þýskaland nasismans:

Hitler hafði með því að lesa bækurnar eftir fyrrgreinda höfunda fullmótað hugmyndir sínar og var viss í sinni sök að Aríar væru herraþjóð heimsins. Honum skyldi takast að gera hana að því sem hún átti að vera. Adolf Hitler kom fram sem stjórnmálalegt vald á réttum tíma. Kreppa var nýhafin eftir verðbréfahrunið á Wall Street árið 1929. Landið var enn að borga stríðskaðabætur til Frakklands og var enn bundið samningum við Bretland og Frakkland um að auka ekki við her sinn. Hitler tókst að nota þessa þætti ásamt því að vekja andúð almennings á gyðingum, sígaunum og öðrum minnihlutahópum með því að kenna þeim einnig um ástandið ásamt fyrri stjórnum. Þýska fólkið hafði verið leitt í þá hugmynd að þau væru ósigrandi og það gerði Hitler kleift ásamt öðrum þáttum að endingu að hefja seinni heimsstyrjöldina og tapa henni svo loks.
Apartheid = aðskilnaður kynþátta í S-Afríku:

Árið 1948 unnu þjóðernissinnar kosningasigur og þá urðu straumhvörf í S-Afríku. Þjóðernissinnar voru fyrst og fremst Búar og var fremsta stefnumál þeirra aðskilnaður hvítra og þeirra sem voru ekki hvítir (non-whites). Aðskilnaður kynþátta hafði tíðkast fyrir 1948 en það var ekki fyrr en eftir sigur þjóðernissinna sem lög voru samþykkt sem kváðu á um samskipti kynþátta niður í smáatriði. Með því að samþykka lög var svörtum ýtt smátt og smátt inn á sérstök landsvæði þar sem þeir urðu að lifa og ef þeir ætluðu sér inn á svæði sem hvítir áttu urðu þeir að bera á sér vegabréf og geta gert grein fyrir ástæðu för þeirra. Þessi stjórnmálastefna vakti augljóslega ekki hrifningu meðal vestræna ríkja þar sem aðeins örfá ár voru liðin frá sigri yfir Hitler og kynþáttahreinsunarstefnu hans. Árið 1960 gekk Suður-Afríka úr breska samveldinu og einmitt það ár vakti atburður í Sharpeville reiði umheimins. Mótmæli höfðu verið skipulagt þar af svörtum en þeim lauk með því að lögreglan notaði skotvopn og 60 manns voru drepnir. Stjórnin notaði á þessum tíma allt að tíunda áratugnum aðferðir sem minna á þær sem þjóðverjar notuðu áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Þeir sem mótmæltu stjórnvöldunum opinberlega voru hnepptir í stofufangelsi, sviptir ferðaréttindum úr landi eða sendir í fangelsi. Margir voru drepnir í fangelsum þar af einn af frægustu leiðtogum svartra, Steve Biko. Árið 1985 settu Bandaríkin og Bretland nokkur viðskiptabönn á S-Afríku sem S-Afríku hafði tekist að forðast með því að segja að afskipti annara ríkja í innanríkismál S-Afríku bryti í bága við lög U.N. Einnig var efnahagsstaða S-Afríku gagnvart vestrænum ríkjum mjög sterk. Árið 1985 markaði þó straumhvörf í stöðu annarra kynþátta í S-Afríku og voru lög afnumin árin 1985, -90,93-94 sem fjölluðu um kynþáttaaðskilnað. Árið 1994 fengu svartir loks að taka þátt í ríkisstjórninni þegar sameiginleg stjórn var sett á laggirnar meðal svartra og hvítra.

Kynþáttaaðskilnaður í Bandaríkjunum á 20.öld:

Það munaði ekki miklu að Bandaríkin myndu ekki skipta sér að seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1939 reyndi Roosevelt að koma frumvarpi í gegnum þingið sem myndi á endanum tryggja þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu. Frumvarpið var fellt og höfðu þingmennirnir sem var með meirihluta Repúblika eftirfarandi að orði: “megi Evrópa fara til fjandans.” Það var ekki fyrr en Japanar gerðu skyndiárás á Pearl Harbour sem Bandaríkjamenn urðu stríðandi þátttekendur í stríðinu þó að þeir hafi fyrr í stríðinu séð Bretlandi fyrir birgðum til að lifa stríðið og einangrun Evrópu frá hendi Þjóðverja. Roosevelt tókst með þátttöku í stríðinu að koma efnahagslífi Bandaríkjanna á réttan kjöl eftir heimskreppuna sem hafði ríkt eftir verðbréfafallið 1929. Roosevelt féll hins vegar frá áður en hann gat lokið ætlunarverki sínu. Það er margtalað að hann hafi ætlað sér að koma á varanlegri alríkisstjórn og minnka sjálfstæði fylkjanna. Eitt af þeim vandamálum sem voru að hrjá stjórn hans var kynþáttaaðskilnaður í suðurríkjunum, Roosevelt vildi laga réttarstöðu svertingja í suðurríkjunum og koma í veg fyrir aðskilnað. Roosevelt ætlaði einnig hlutskipti Bandaríkjanna í heimspólitík meiri en nú var komið. Allar hugmyndir Roosevelt sem hann skýrði “New deal” var gagnstætt hugmyndum Repúblika sem vildu auka sjálfstæði fylkjanna og minnka útgjöld ríkisins. Þegr Roosevelt lést var Harry S. Truman svarinn til eiða þar sem hann var varaforseti.Truman byrjaði fljótlega að fylgja eftir hugmyndum Roosevelt enda var hann mikill umbótasinni sem og Roosevelt en það átti eftir að reynast honum nánast ógerlegt. Á þessum tíma réðu Repúblikar meirihluta í þinginu og felltu iðulega frumvörp hans. Innanríkismál Bandaríkjanna eftir seinni heimsstyrjöldina einkenndust því af baráttu forseta fyrir umbótum og íhaldssams þings sem barðist við að halda ríkissútgjöldum niðri og reyndi að takmarka valdssvið alríkisstjórnarinnar. Vandamálin hlóðust upp og fóru armar innan demókradaflokksins að snúast á sveif með repúblikum, þar á meðal suðurríkjademókratar vegna baráttu Trumans gegn kynþáttamisréttis í Suðurríkjunum. Fyrir kosningarnar 1948 var ekki talið að Truman myndi öðlast sigur gegn Thomas Dewey, frambjóðanda repúblika en Truman knúði fram sigri með mikilli ræðuherför um Bandaríkin og sigraði á einni af tvísýnustu forsetakosningu í sögu Bandaríkjanna. Kjörtímabilið sem var senn að hefjast myndi samt vera eitt af verstu tímabilum fyrir Bandaríkin, innanlands sem og utanlands. Árið 1949 sprengdu Sovíetmenn fyrstu kjarnorkusprengjuna sína, Kína féll undir hendur kommúnista og árið 1950 voru Bandaríkjamenn á undanhaldi í Kóreu. Truman gekk heldur ekkert betur innanlands jafnvel þótt að demókratar væru í meirihluta í þinginu. Umbótaráætlun hans sem hannn kallaði “The fair deal” var felld í þinginu aðallega vegna suðurríkjademókrata sem voru á móti lögum sem voru gegn kynþáttamisrétti. Það litla sem Truman tókst að afreka var hin svokallaða Trumankenning sem heimilaði Bandaríkjunum að hjálpa ríkjum, helst asíuríkjum að fá peningaaðstoð til að verjast kommúnisma. Þetta var undanfari Marshallaðstoðarinnar sem var nefnd eftir utanríkissráðherra Trumanstjórnarinnar. Þar sem Trumanaðstoðin hafði ekki verið nægilega varfærnislega smíðuð var Marshallaðstoðin snilldarverk á utanríkisstefnu. Annars var ferill Trumans sem forseta talin vera með þeim verri í sögu Bandaríkjanna þar til nýlega. Truman skildi við þjóðina þegar Mcarthy-réttarhöldin voru í hápunkti sínum. Mcarthy-réttarhöldin voru nornaveiðar sem voru hafnar af þinginu vegna ásakana um njósnir sem bárust upp eftir óvæntar kjarnorkusprengingu Rússa. Þetta gegnumsýrði þjóðfélagið og var Truman á móti þeim. Truman missti þar af leiðandi fylgi meðal almennings því Mcarthy-réttarhöldin báru vitni um reiði hins einfalda manns gagnvart menntamönnum. Árið 1952 var Adlai Stevenson forsetaefni demókrata en ekki Truman. Frambjóðandi repúblika var Dwight D. Eiseinhower, frægur hershöfðingi úr seinni heimsstyrjöldinni. Eisenhower vann yfirburðasigur og varð forseti Bandaríkjanna út áratuginn.

Eisenhower var léttlyndur en einnig góður stjórnandi. Hann skipti hlutverkum meðal meðlima stjórnar sinnar og sinnti þar af leiðandi ekki eins miklum verkefnum eins og fyrrennarar hans gerðu. Eisenhower tókst að slaka spennuna á milli austurs og vesturs og ætlaði sér að hverfa að hefðbundinni hugmynd repúblika að ríkisstjórnun, hann dreifði valdi til fylkjanna og dró úr ríkissútgjöldum sem og skatti. Örlögin voru hinsvegar þess valdandi að hann yrði að leggja áherslu á rétt alríkisstjórnarinnar.
Hinn 17. maí 1954 felldi hæstiréttur Bandaríkjanna dóm í máli Brown gegn skólayfirvöldum í Topeka. Dómstóllinn hafnaði hugmyndinni að um tvo jafngóða skóla á þeirri röksemd að “tvennst konar skólar eru í sjálfu sér ekki jafngildir.” Í framhaldi af þessum sögulega dómi reyndi fylkisstjórinn í Arkansasfylki að meina 9 svörtum nemum að sækja menntaskóla. Fylkisstjórinn kallaði til þjóðvarðliðið en Eisenhower sá sér ekkert annað á borði en að kalla til alríkissherinn til að skakka
leikinn og gerði þar af leiðandi lítið úr hugmyndum um sjálfstæði fylkja. Undir lok 6. áratugarins var ljóst að kynþáttavandamálið fór vaxandi og var að taka nýja stefnu. Aðskilnaðarsinnar í Suðurríkjunum virtust ákveðnir í því að halda baráttunni áfram.
Seinna kjörtímabil Eisenhower reyndist erfiðara þar sem demókratar náðu meirihluta í þinginu. Á þessu tímabili hófu Bandaríkjamenn einnig geimferðakapphlaupið að fyllstu alvara, árið 1958 var NASA stofnað ári eftir að Rússar skutu spútnik á loft. Eisenhower var meinað að taka aftur þátt í kosningum vegna laga sem sett voru árið 1951 sem hljóðuðu að forseta væri einungis heimilt að sitja í tvö kjörtímabil í senn. Frambjóðandi fyrir demókrata var John Fitzgerald Kennedy og fyrir repúblika var það Richard Nixon, það sem réð úrslitum í tvísýnum kosninum var frægt sjónvarpseinvígi sem gerði lítið úr Nixon.

John Fitzgerald Kennedy var ekki lengi forseti Bandaríkjanna, einungis þrjú ár en hann endurvakti stefnu Roosevelt. Kennedy barðist fyrir tveimur kenningum: “Bandaríkin yrðu að feta leiðina til baka til byltingarsinnaðrar fortíðar og að land með færri en tíunda af íbúðarfjölda jarðarinnar gæti ekki beygt heiminn undir vilja sinn. Þetta var flókinn boðskapur sem miðaði bæði gegn eingangrunarstefnu sem og útþenslustefnu.” Kennedy vildi halda valdi alríkisstjórnarinnar og þar af leiðandi dró úr valdi stofnanna og fylkja. Kennedy tók einnig í sjónvarpsræðu pólitíska afstöðu með svörtum í baráttu þeirra gegn kynþáttamisrétti. Kennedy var loks skotinn til bana árið 1963 en morðið á honum gerði hann að píslarvætti sem gerði það að verkum að þingið samþykkti loks lög gegn kynþáttaðskilnaði árið 1964 um allt land. Lyndon Johnson vann yfirburðarsigur í kosningunum 1964 gegn Barry Goldwater fyrir repúblika. Þar tókust enn og aftur á hinar hefbundnar hugmyndir demókrata og repúblika þar sem Goldwater var mjög íhaldssamur. Það sem aftraði hins vegar Johnson frá því að koma nægum þjóðfélagslegum breytingum í gang voru vopnaviðskiptin sem Bandaríkjamenn áttu í Víetnam.

Með lögum um kynþáttaaðskilnað var baráttan hins vegar ekki unninn. Árið 1964 brann svertingjahverfi í Los Angeles og varð Watts hverfið vettvangur uppþota, rána og morða. Fleiri ofbeldisverk hvítra gegn svörtum voru skipulögð og framfylgt. Þetta leiddi til hugafarsbreytingar hjá svörtum sem áður höfðu boðað friðsamlega baráttu fyrir réttindum og samtök eins og svörtu hlébarðarnir voru stofnuð. Krafan var svart vald en ekki góðgerðir úr hendi hvítra. Nú voru lög gegn kynþáttamisrétti loks orðin til en það eina sem þurfti var að framfylgja þeim.

Í dag eru allir menn jafnir samkvæmt lögum í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þetta er í vissum skilningi nokkur nýlunda eins og efnið hér á undan sýnir. Hinsvegar þá á eftir að koma í ljós með tímanum hvort að þeir séu virkilega jafnir. Mun stærri prósenta svertingja stundar glæpi en nokkura annara þjóðfélagshópa í Bandaríkjunum. Ennfremur þá situr mun stærri prósenta svertingja í fangelsum en nokkura annara þjóðfélagshópa. Ég hef því miður ekki getað fundið neinar heimildir þar sem nægilega sterk rök eru færð fyrir því hvers vegna svertingjar eru í þessari stöðu í Bandaríkjunum. Mér þykir það hinsvegar líklegt að bág efnahagasstaða þeirra í þjóðfélaginu í margar aldir sé stór þáttur í jöfnunni. Svertingjar eru jafnframt því að vera leiðandi í glæpum og fangelsisvistum einnig leiðandi í fátækt og hlýtur það að vera hluti af ástæðunni.


Heimildaskrá:

Eftirfarandi eru síður sem ég notaði til að fræðast um viðfansefnið og draga efni frá.

http://www.britannica.com/eb/article?eu=63957&tocid=0
grein sem fjallar aðallega um kynþáttahatur.

http://www.britannica.com/eb/article?idxref=180603
grein úr frá greininni að ofan. Skýrir frá orðinu aríi og meira.

http://www.britannica.com/eb/article?eu=8086
fjall ar um apartheid, eða kynþáttaaðskilnað í suður-afríku frá 1948 til okkar tíma.

http://www.britannica.com/search?query=racism
niðurstöður um racism á britannica.

http://www.britannica.com/eb/article?eu= 78855&hook=165238#165238.hook
Ein af tveim greinum sem fjalla um kynþáttahatur í Ástralíu.

http://www.britannica.com/eb/article?eu=43147&hook=25931#25931.hook
Ön nur af tveim greinum sem fjalla um kynþáttahatur í Ástralíu.

Eftifarandi eru áhugaverðar greinar sem snerta viðfangsefnið að einhverju leyti. Ég ákvað að nota þær ekki í greininni. Þær eru þó nefndar hér lesanda til fróðleiks.

http://www.britannica.com/frm_redir.jsp?query=racism&redir=http://innercity.org/holt/slavechron.html
Frábær grein um þrælahald alla tíð frá 1600-nútímans. Þessu er skipt í þrjá hluta.

http://www.britannica.com/eb/article?idxref=180608
síða sem fjallar algjörlega um hitler.

http://www.britannica.com/eb/article?eu=1175 27&hook=388265#388265.hook
Síða sem fjallar um þrælahald.