Ókey þetta er fyrst greinin mín og ég reyni mitt besta (:

Í mörgum trúarbrögðum og hjá mörgum þjóðum hfeur tíðkast að helga fólk og hreinsa (skíra) með vatni. Kristnir menn tóku snemma upp þennan sið og skírðu fólk á ýmsum aldri til hins nýja siðar hver sem þeir fóru. Þannig hefur það sjálfsagt verið á Þingvöllum árið 1000 þegar Íslendingar tóku kristni. Þá hafa ungir og gamlir verið skírðir í vatni sem nóg er af á þingstaðnum.
Á fyrri öldum kristinnar varð til sú venja að staðfesta skírnina með annarri athöfn þegar börnin stálpuðust, oft um sjö eða átta ára aldur. Að staðfesta heitir á latínu confirmare en latína var sameiginlegt tungumál kristinar. Af Seinni hluta orðsins varð til á íslensku heitið ferming og að ferma en ýmis önnur orð hafa verið notuð yfir þessa athöfn og undirbúning hennar.
Flestir helgisiðir kirkjunnar eru sóttir í biblíuna, einkum Nýa testamentið. Um uppruna fermingarinnar voru menn lengi í vafa. Hafði Jesús kristur mælt fyrir um að börn skyldi ferma, eins og hann hafði sagt ákveðið að alla ætti að skíra? Voru það kannski postularnir sem að fundu upp á þessu? Á endanum var fermingin tengd við frásögur af heilögum anda sem kom yfir lærisveinana, eins og segir í guðspjöllunum, nokkru eftir að Jesús reis upp frá dauðum og steig upp til himna. Þar með áttu lærisveinarnir að vera reiðubúnir fyrir hið nýa, kristna líf. Fermingin fólst í því að lögð var hönd á höfuð fermingarbarnsins og það var helgað heilögum anda. Fermingin taldis sakramenti en það er orð sem haft er yfir helgar athafnir eða svokallaðar náðargjafir. Fermingin var þá aldrei talin eins mikilvæg og skírnin.

já vona að þetta hafi verið einhver fróðleikur fyrir ykkur en, afsakið ef það eru stafsettningarvillur (:
Even though your heart is on the left, it's always right.