Ritgerð sem ég gerði í 9. bekk sem bar heitið ‘Þýski herinn byrjar að molna.’

Þar sem ég hef sérstakan áhuga á aðgerðinni Barbarossa, þ.e.a.s. Innrásinni í Sovétríkin, ætla ég að skrifa um það í þessari ritgerð. Ég ætla líka að fjalla um ‘Leifturstríð’ en það var hertæknin sem þýski herinn notaðist við með Hitler í fararbroddi. Í þessari ritgerð mun ég fræðast um fyrstu skrefin í falli þýska hersins. Í hverju fólst ‘Leifturstríð’ ? Hvað er ‘Barbarossa’ ? Af hverju náði Þýski herinn ekki að komast inn um borgarhlið Moskvu ?

Leifturstríð

Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flest alla heri Evrópu. En af hverju þýski herinn ? Í fyrsta lagi hafði þýski herinn Adolf Hitler. Adolf Hitler lét sérhæfa hermenn sína í nýrri hertækni, sem bæði Frakkar og Bretar höfðu hafnað, Hitler hins vegar sá kosti hennar. Þessi hertækni var kölluð Leiturstríð, eða “Blitzkrieg”. Aðferðin fólst í náinni samvinnu flug- og landhersveita þar sem hraði og herstyrkur fóru saman. Henni var beitt á afmörkuðu svæði til að brjótast í gegn um víglínu andstæðingsins og síðan dreifðu herdeildirnar úr sér til að einangra varnarlínuna og einstakar herdeildir andstæðingsins. Árangurinn byggðist ekki síst á sálfræðilegum áhrifum hernaðartækninnar; hraðinn ruglaði andstæðinginn í ríminu og kom í veg fyrir að hann næði að skipuleggja varnir sínar. Þessa aðferð notaði þýski herinn á þær allmörgu þjóðir sem hann hertók, og varð það honum til sigurs í nánast öllum tilvikum, Barbarossa var undantekningin.

Barbarossa

22. Júní 1941. Klukkan var fjögur um morguninn. Innrásin var byrjuð. Innrásarhernum var skipt í þrennt, Norðurherinn undir stjórn Leeb átti að sækja til Leningrads. Miðherinn undir stjórn Bocks átti að sækja til Moskvu um Hvíta-Rússland. Suðurherinn átti svo að fara til Úkraínu en hann var undir stjórn Rundstedts. Yfir þrjár milljónir hermanna voru í Innrásarhernum. Innrásin kom Rússum mjög á óvart. Þjóðverjar beittu Leifturstríðsaðferðinni og innikróuðu þeir oft hundruð þúsunda heri Rússa en stærsti sigurinn var þegar allur Úkraínuherinn var tekinn til fanga, um 650.000 hermenn og var það stærsta uppgjöf í sögunni. Þó að Þjóðverjar hafi sigrað þessa orustu töpuðu þeir stríðinu útaf henni, vegna þess að sóknin til Moskvu tafðist um einn og hálfan mánuð, þá höfðu Rússar örlítið meiri tíma til að undirbúa sig og áhrif Leifturstríðsins dofnuðu. Ein enn árás var gerð á Rússa, og Þjóðverjar unnu hana líka. Var Hitler orðin ansi kokhraustur og hélt að nú væru þeir loksins búnir að sigra Sovétríkin. 2. desember gerðist svo eitt sem á sér stóran hlut í falli þýska hersins. ‘Rússneski Veturinn’ skall á. Frostið varð allt að -40° og hermenn þýska hersins höfðu engan vetrarfatnað né mat, né skotfæri. Smurolíurnar sem Þjóðverjar notuðu virkuðu ekki í svona miklum kulda og skiðdrekanir urðu því óökufærir. Þetta notfærðu Sovétmenn sér, þeir tóku til bragðs að hörfa, taka eins miklar matarbirgðir með sér og unnt var eða brenna þær, svo að Þjóðverjar gætu ekki stolið honum. Þjóðverjar urðu úti. Þetta var kaldasti og harðasti vetur sem að Rússland hafði haft í marga áratugi. Sovétmenn létu Þjóðverja elta sig alveg upp að Moskvu, eða í fimm mánuði. Hitler hafði alltaf gert ráð fyrir að sigra Sovétmenn áður en veturinn gengi í garð og þýski herinn var ekki búinn undir vetrarhernað. Nú urðu vonir Þjóðverja um skjótan sigur á Sovétmönnum að engu og þar með brást ein meginforsenda leifturstríðsins – að leggja andstæðinginn áður en hann næði áttum og virkjaði bæði her og iðnað til að takast á við árásaraðilann. Í þessu stríði misstu Rússar fjórar milljónir hermanna, Þjóðverjar misstu 750 þúsund hermanna. Samt sem áður var tjónið miklu meira fyrir Þjóðverja, af því að Rússar gátu bætt um tjónið en Þjóðverjar ekki. Rússlandsstríðið stóð í fjögur ár. Bandamenn umkringdu Þjóðverja og Seinni Heimstyrjöldinni lauk í Evrópu með uppgjöf Þjóðverja 8. Maí árið 1945.

“Stríðsguðinn hefur farið yfir á hina hliðina.”
- Adolf Hitler, 1943, er Þjóðverjar töpuðu orrustunni um Stalingrad.

Lærdómurinn

Það sem ég lærði á þeim tíma sem ég skrifaði þessa ritgerð var ýmislegt í kringum Seinni heimstyrjöldina, en einna mest lærði ég um innrásina í Sovétríkin. Ég veit að ég skrifaði aðallega um byrjun Rússlandsstríðsins, en innrás er auðvitað alltaf byrjunin, svo að ég lét það nægja. Ég hef lært t.d. lært hvað Blitzkrieg er, og fræðst heilmikið um Barbarossa, Rússlandsveturinn og Hitler sjálfan. Ef ég á að segja mína skoðun á viðfangsefni mínu þyrfti ég að segja að Hitler, sem auðvitað var gráðugur maður, tók of stóran bita með að reyna að hertaka Sovétríkin, enda varð það honum til falls. Mér finnst það nú samt flott hjá honum að ‘uppgötva’ aðferðina Leifturstríð eða ‘Blitzkrieg’, þar sem enginn annar hafði trú á henni. Það sem Hitler varðar hann sjálfan , þá er álit mitt á honum að hann var valdasjúkur og geðveikur maður. Takk fyrir.

Heimildaskrá
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3765 – skoðað 8. Apríl

Nicholas Bethell, Innrás í Sovétríkin, þýðing: Jón Guðnason, Reykjavík 1980.
, og samt ekki.