Gregor Mendel Ég og vinur minn, ( Benninn hér á huga ) vorum látnir gera ritgerð/frásögn um Gregor Mendel. Hérna er það sem kom úr því:

Gregor Johann Mendel Fæddist 20. júlí árið 1822. Hann var prestur og vísindamaður, oft kallaður faðir erfðafræðinnar fyrir niðurstöður og rannsókna sínar á arfleið og einkenni gulertu plantna. Mendel sá og sýndi að einkenni og arfleið þeirra fylgdi áhveðnu lögmáli, sem var svo síðan nefnt í höfuðið á honum. Gildi rannsókna Mendels og vinnu hans var ekki metið fyrr en tími 19. Aldarinnar kom. Hann er þekktur fyrir þessa uppgvötun í nútíma erfðafræði. Gregor Mendel lést 6. Janúar 1884, þá 62 að aldri.

Gregor Mendel var fæddur inn í þýskumælandi fjölskyldu í Heinzendorf, í þýskalandi, og var skírður tveimur dögum síðar. Hann var sonur Antons og Rosine Mendel, hann átti eina eldri systur og eina yngri. Á yngri árum sínum vann Mendel sem garðyrkjumaður og lærði býflugnafræði og sem ungur maður reyndi hann að komast inn í skóla í Olomouc. Með meðmælum frá heimspekikennaranum sínum Friedrich Franz, fór hann í Klaustur St. Thomas í Brno árið 1843. Hann var skírður Johann Mendel en breytti nafninu í Gregor þegar hann gerðist munkur. Árið 1851 var hann sendur í háskólann í Vienna til að læra. Svo hann kom til baka í klaustrið árið 1853 með réttindi sem kennari, aðalega í eðlisfræði.

Gregor Mendel sem var þekktur sem faðir nútíma erfðartækni, fékk innblástur frá bæði prófesorunum í háskólanum sínum og útkomunni af plöntunum í garðinum sínum. Á milli árana 1856 og 1863 prufaði Mendel að rannsaka 29,000 plöntur. Þessi rannsókn sýndi það að ¼ plantnanna voru littlar arfhreinar, 2/4 af plöntunum voru stórar arfblendnar og ¼ voru stórar arfhreynar. Þessi rannsókn sýndi að regla var á hvernig plönturnar urðu, og var það misjaftn eftir því hvernig frumplönturnar væru. Seinna varð þetta þekkt sem Lögmál Mendels.

Mendel las blaðið sitt "Experiments on Plant Hybridization“ eða “Tillraunir á kynblönduðum Plöntum” á tvemur fundum með Náttúru sagnfræðingrum í Brunn. Svo í Moravia var blaðið gefið út árið 1866. Þetta blað sýndi mikið af nýum upplýsingum um erfðir. Samt fengu rannsóknir hans mikla neikvæða gagnrýni, en núna eru rannsóknir hans áhrifamiklar og mikilvægar upplýsingar fyrir nútíma erfðafræði.

Þegar Mendel kláraði að vinna með gulertuplönturnar snéri hann sér aftur að býflugum. Hann fór að gera sömu tillraunir á býflugum, til að halda við rannsóknum sínum. Hann bjó til kynblending (sem var svo siðlaus að honum var eytt) Mendel mistókst að ná allmennilegri mynd af arfgengi þeirra því það var erfitt að stjórna býflugnadrottningunni.

Mendel varð að abót (yfir munki) árið 1868. Hann hætti að rannsaka erfðir þegar hann varð að abót því hann hafði ekki tíma því hann varð að stjórna klaustrinu.

Í fyrstu voru upplýsingum Mendels hafnað. Líðurinn trúði því að erfðir voru tilviljun eða einhver æðri öfl og var ekki litið á þau sem raunsæ gögn fyrr en eftir að hann dó. En eins og við vitum þá hafði hann rétt fyrir sér og eru rannsóknir hans orðnar að lögmálum erfðafræðinnar.

Mendel dó 6. Janúar 1884, 62 ára. Eftir að Mendel dó brendi næsti ábóti pappíra og útreikkninga Mendels.

Það var ekki fyrr en á fyrri hluta 19 aldar að mikilvægi hugmynda Mendels voru staðfestar. Um aldamótin 1900 var vinna Mendels endursönnuð af Hugo De Vries og Carl Corrnes. Erich Von Tschermak átti vissan þátt í endurskoðuninni, en honum er ekki gefinn heiður af því enn þann dag í dag, því hann skyldi ekki lögmál Mendels að fullu. Rannsóknir og niðurstöður Mendels voru stuttlega endurskoðaðar og prófaðar, og þær gengu allar upp. Líffræðingar fóru þá að styðjast við lögmál Mendels þó svo að það hafi ekki verið fullnýtilegt vegna þess að flestir töldu að þetta væri ómögulegt. Það þrýsti samt á grunnskilning erfðafræðinnar og varð raunsærra lögmál en þau fyrri sem höfðu komið fram í erfðafræðinni, því fyrri kenningar erfðafræðinnar höfðu ekki nægar staðreyndir og sannanir. Sá sem er mest þekktur fyrir að hafa komið betri skilningi á lögmálinu til almúgans var líffræðiskóli Karls Pearson og W.F.R. Weldon, sem studdist við tölfræðilegar upplýsingar og líkindi. Sá sem kom með sterkustu mótspyrnuna og sýndi fram á að Lögmál Mendels væri við rök að styðjast var frá William Bateson sem var úr skólanum, sem gerði sjálfsagt mest í því að auglýsa og segja frá Lögmáli og niðurstöðum Mendels. Mörg orð sem notuð eru í erfðafræðinni koma frá Bateson, sem bygðust á lögmáli Mendels. Það sem Bateson sagði og reyndi að sanna varð umræðu efni fyrstu tvo áratugi 19. Aldarinnar. Á endanum náði líffræðilega tölfræðin og stærðfræðileg harðneskja lögmálsins að sanna sig og var samþykkt sem sannfærandi lögmál í erfðafræði. Og fáir þorðu að reyna að koma með gögn sem voru á móti lögmálinu. Og nú er stuðst við lögmál Mendels í allri erfðafræði, og ólíklegt þykir að eitthvað muni breyta því.

Ef það er eitthvað sem er vitlaust þá má alveg láta vita, annars þá ætti þetta bara að vera mjög gott.

Heimildir: www.wikipedia.org