Milorg stendur fyrir “Militær Organisasjon” og var mótspyrnu hreyfing Norðmanna í seinni heimsstyrjöldinni og henna var skipt niður í 23 hernaðarsvæði. Eitt þeirra var Oslóarsvæðið, kallað D 13 það skiptist svo niður í þrjú umdæmi og innan umdæmanna voru svo hópar, sveitir og riðlar. Þegar Milorg hafði síðar tekið á sig endnalega mynd með öryggis og upplýsingaþjónusu og ,,vatnsþéttum skilrúmum”, lóðrétti skipulagningu þar sem enginn þekkti fleiri en 10-12 menn, gerði það að verkum að meðlimum var ekki ljóstrað upp. Meðlimirnir lifðu tvöföldu lífi og sumir foringjar unnu við Milorg og fengu laun. Í deildinni fengu þeir þjálfun í sérhæfðum störfum á sviði fjarksipta, flutninga, aðgerða, verkfræðistarfa og vopnameðferða. Frumdrög að samtökunum gerðu þegar vart við sig árið 1940 í öllum þrem deildum, en þar var ekki um hernaðarsamtök að ræða heldur alhliða mótspyrnuhreyfingu. Á stríðsárunum mynduðust margir vinahópar sem öfluðu sér margvíslegs búnaðar, þótt ekki væri um vopn að ræða. Það voru þessir hópar sem voru samræmdir og mynduðu undirstöðu D13. Það voru um 7500 manns í D13 og voru um 128 meðlimir drepnir en mörghundruð sneru aftur úr fangabúðum, misþyrmdir, bugaðir og langsveltir, og mikill fjöldi sneri líka heim frá Svíþjóð, en þangað höfðu þeir farið sem voru í hættu.
Fjarskiptastörf D13 var eins og ósýnilegt net sem lá sitt á hvað yfir Oslóarumdæmið, og voru loftskeytamenn sambandsaðilar við herstjórnina í Englandi. Jafnvel þótt Osló hefði verið hrein vígvöllur, hefðu upplýsingar streymt milli deilda innan mótspyrnuhreyfingarinnar, án þess að Þjóðverjar fengju að gert. Upplýsingaþjónusta Milorg réð yfir 500 starfsmönnum í stríðslok. Skýrt var frá öllu, stóru sem smáu. Þessu var safnað saman um nætur í óhugnanlegu umhverfi og árangurinn varð oft mikil áföll fyrir Þjóðverja. Skipum var sökkt, sprengjum varpað á mannvirki, flett ofan af leyndarmálum, áætlanir gerðar að engu og girt fyrir hermaraðgerðir á hendur Heimavarnasveitunum. Meðal mikilvægustu verkefna upplýsingaþjónustu Oslóarsvæðisins á stríðsárunum var að tryggja flutninga á þeim vopnum , sem kastað var úr enskum flugvélum. Vopn þau og sprengiefni, sem þannig bárust, réðu úrslitum í baráttu mótspyrnuhreifingarinnar.
Söfnun vopnanna var hins vegar aðeins fyrsta lotan. Þau átti síðan að flytja til geymslu í Oslo, þar sem úthlutun átti fram að fara, og tryggja varð alla þætti þessa starfs.
Afhending vopna frá London byrjaði heldur dapurlega. 26. janúar 1941, burðarmannahópur beið árangurslaust í skógarjaðrinum við langa mýrarflákana fyrir norðan Sogna og voru vitni að því hvernig breska flugvélin villtist á ljósunum í stöðinni í Sogna og kastaði hinum dýrmæta fari beint í henur Þjóðverjanna.Smám saman var þó bætt úr þessu en öll stríðsárin urðu piltarnir í D13 að heyja óþreytandi baráttu til að útvega sér nægilega marga riffla, skammbyssur, Stenbyssur, handsprengjur og sprengiefni.
Sumarið 1944 voru framleiddar vélbyssur af Stengerð í Noregi, beint fyrir framan nefið á Þjóðverjunum. Að baki var einn maðður Bror With verkfræðingur eða ,,Sprengju-Larsen” (Granat-Larsen) eins og hann var kallaður. Þegar hann komst í Heimavarnarliðið þá var haft samband við hann vegan tækniþekkingar hans. Hann var beðinn um að taka að sér starf vopnaforingja en hann var tregur til þess. Í leiðinni var hann spurður hvort hann gæti hugsað sér og þá sagði Larsen að hann væri rétti maður og enginn væri betri svo þeir byrjuðu á því. Þessi sprengja hans var fjöldaframleidd og notuð af Milorg mönnum. Þá datt mönnum svo næst í hug að framleiða Stenbyssur í Noregi og eyddi þá Larsen tvær vikur í að teikna upp byssuna allan sólarhringinn. Hann skipti svo framleiðslunni niður á margar verksmiðjur og tók þetta sinn tíma en allir voru fúsir að hjálpa Heimavarnarliðinu.
Milorgsveitirnar voru leystar upp 15. júlí 1945 og enn eru félög þeirra sem tóku þátt og voru í Milorg.