Brynjólfur Sveinsson Brynjólfur Sveinsson var Skálholtsbiskup á árunum 1639 til 1674. Var hann einn mesti siðbótarmaður íslenskra kirkjuleiðtoga og mikill skörungur á biskupsstóli. Hann var framtakssamur á hinum ýmsu sviðum, menningarlegum jafnt og trúarlegum og var mikill fræðimaður og heimspekingur. Hann þótti mjög framfarasinnaður og þá helst á sviði mennta og kirkjustjórnar. Hann var víðsýnn og umburðarlyndur maður en þó siðavandur og strangur. Hann gegndi gríðarmikilvægu hlutverki í sögu Íslands og átti vinna hans þátt í því hve mörg íslensk fornhandrit eru varðveitt enn í dag.

Fyrir störf sín er Brynjólfur mikils metinn, svo mikið að hann var valinn til að prýða 1000 króna seðil okkar Íslendinga.

Brynjólfur Sveinsson fæddist í Holti í Önundarfirði þann 14. september árið 1605. Hann var yngri sonur séra Sveins Símonarsonar og Ragnheiðar Pálsdóttur, prestshjónanna þar, og var af merkum ættum presta- og sýslumanna. Fyrstu þrjú æviár sín var hann í fóstri hjá bændahjónunum Birni Ólafssyni og Margréti Guðmundsdóttur að Hóli í Önundarfirði en þriggja ára gamall kom hann aftur heim og ólst upp hjá foreldrum sínum þar eftir.Snemma var farið að kenna honum í helgum fræðum og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að lesa latínu og reikna. Sveinn, faðir hans, var metnaðarfullur kennari og lét syni sína, Brynjólf og Gissur, lesa mikið efni á hverjum degi. Þegar Brynjólfur var 12 ára hafði hann lesið alla biblínua fimm sinnum, og það á latínu.

Árið 1617, þegar Brynjólfur var 12 ára, var haldið með þá bræðurna til Skálholts í skóla þar sem Oddur Einarsson var þá biskup. Þar lærði Brynjólfur í 6 ár og þegar hann útskrifaðist var sagt að hann væri gáfaðasti nemandinn sem hafði útskrifast úr skólanum. Hann var mjög duglegur og lærði gjarnan umfram það sem honum bar enda hann hafði mikið dálæti á bókmenntum. Árið 1624, þegar Brynjólfur var tæplega tvítugur, ákvað hann að sigla til Kaupmannahafnar og leggja þar stund á frekara nám. Hann gekk í Kaupmannahafnarháskóla þar sem að nánast öll kennsla fór fram á latínu. Við skólann voru guðfræði-, lækna-, heimspeki- og náttúrufræðideildir en Brynjólfur las guðfræði og klassísk fræði. Að 5 ára námi loknu var hann baccalaureus í guðfræði, heimspeki og málfræði en í dag kallast sá titill fyrsta háskólagráða.Nú sneri Brynjólfur aftur til Íslands og dvaldist hjá foreldrum í tvö ár. Hann hélt áfram að fræðast en kenndi sér nú sjálfur og gaf sig allan grískunámi. Á þessum tíma lést Oddur biskup í Skálholti og vildu margir fá Brynjólf í hans stað. Svo fór þó ekki að þessu sinni og Brynjólfur sneri aftur til Kaupmannahafnar til þess að læra í eitt ár í viðbót og gengu sögur um vitsmuni hans og grískukunnáttu.

Þá losnaði staða yfirkennara (konrektors) við dómskólann í Hróarskeldu og var Brynjólfi boðin staðan af Sjálandsbiskupi. Næsta ár, árið 1633, hlaut hann svo meistaranafnbót í heimspeki en það var hin æðsta háskólagráða. Hann var fyrsti Íslendingurinn sem var sæmdur þessum lærdómstitli en hann jafngilti doktorsnafnbót. Stöðu yfirkennara gegndi hann í 6 ár, fram til ársins 1638, en lítið er vitað um hagi hans á þeim tíma. Hann hafði ekki hugsað sér að gegna þessari stöðu lengi en hafði hins vegar mikinn áhuga á því að heimsækja aðrar þjóðir og kynna sér menntasetur þeirra. Hann átti ekki nóg til fararinnar en dómklerkar í Hróarskeldu ætluðu að veita honum styrk og sagði hann því upp starfi sínu og hélt heim til Íslands en Ragnheiður, móðir hans, hafði látist fyrir tveimur árum og þurfti Brynjólfur að ganga frá ýmsum málum. Hann bjóst ekki við að sjá föðurland sitt aftur í bráð eftir þessa heimför.

Um sumarið fór Brynjólfur á Alþingi en þar lést Gísli Oddsson Skálholtsbiskup. Eftir jarðarförina fór fram kosning á nýjum biskupi og varð Brynjólfur fyrir valinu. Hann afþakkaði hins vegar stöðuna og hélt til Danmerkur til þess að afhenda kanslara konungs níu blaðsíðna afsökunarbréf sitt. Í bréfinu færðist hann eindregið undan því að taka við embættinu og útskýrði að hann hefði ekki farið til Íslands til að dvelja þar lengi. Auk þess væri hann ekki guðfræðingur heldur skólamaður og kennari. Í landinu sagði hann vera mun hæfari menn til að gegna þessu embætti en hann. Margir voru mjög hissa við þessum viðbrögðum því það var fáheyrt að dæma þyrfti mann til biskupsembættis gegn vilja hans. Á þessum tíma var þó ekki hægt að færast undan embætti sem konungur skipaði. Margir sögðu Skálholtsskóla hafa mikla þörf fyrir mann eins og Brynjólf sem væri vel reyndur lærdómi og framkvæmdasemi.

Brynjólfur Sveinsson var vígður Skálholtsbiskup í maí 1639 við hátíðlega athöfn í veglegustu kirkju Danaveldis, Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn. Gegndi hann því embætti í 35 ár, þ.e. fram til ársins 1674 og hefur enginn maður verið virtur meira en hann í þeirri stöðu.

Árið eftir að Brynjólfur tók við embætti Skálholtsbiskups, gekk hann að eiga Margréti Halldórsdóttur, lögmannsdóttur úr Eyjafirði í dýrðlegu brúðkaupi þann 30. ágúst árið 1640. Hún var tíu árum yngri en hann og er lítið vitað um hana. Saman eignuðust þau hjónin 7 börn en aðeins 2 þeirra náðu að vaxa úr grasi. Það voru Ragnheiður, sem var frumbirni þeirra hjóna fædd árið 1941, og tvíburinn Halldór, fæddur 1642. Bæði komust þó aðeins á þrítugsaldur og ollu föður sínum talsverðum vonbrigðum á lífsleiðinni. Árið 1962, ári áður en hún dó, ól Ragnheiður barn kennara síns, Daða Halldórssonar, en hann var sonur góðrar vinar Brynjólfs. Níu mánuðum fyrir barnsburðinn hafði hún að kröfu Brynjólfs svarið kirkjunni opinberan eið um að hún væri óspillt mey, en kvöldið eftir eiðtökuna lagðist hún með Daða. Brynjólfur skammaðist sín því mikið þegar barnið fæddist og neitaði að nefna það í höfuð á Daða og var það því nefnt Þórður Ragnheiðarson. Farið var með hann strax í fóstur en eftir dauða dóttur sinnar, árið 1663, tóku biskupshjónin strákinn að sér. Ragnheiður hafði verið í miklu eftirlæti hjá Brynjólfi þannig að þessi atburður átti eftir að hafa mikil áhrif á það sem eftir var lífs hans.Brynjólfur hafði vonast til að Halldór yrði biskupsefni en hann reyndist slakur námsmaður og stóð ekki undir kröfum föður síns. Hann var því sendur til Englands til að læra siði heldri manna þar í landi en þar lést hann hins vegar 24 ára gamall. Afkomendur Brynjólfs urðu því engir þar sem að Þórður Ragnheiðarson dó síðan aðeins 12 ára gamall úr berklum.

Þegar hinn ungi biskup, 34 ára gamall, tók við Skálholtsstað var aðkoman ekki góð en hann lét uppbyggja staðinn og kirkjuna. Dómkirkjan var gömul og í lélegu ástandi og árið 1647 hóf hann byggingu á nýrri kirkju. Verkið var unnið af mikilli vandvirkni og tók um þrjú ár. Kirkjan, sem var oftast kennd við Brynjólf, var skreytt mörgum fallegum gripum en þeir glötuðust flestir um leið og kirkjan sjálf var rifin árið 1802.

Brynjólfur gegndi hlutverki sínu vel og fór í reglulegar yfirreiðir um Skálholtsbiskupsdæmið sem náðsi austan af Langanesi og suður og vestur um land allt norður að Hrútafjarðará. Þetta gerði hann meðal annars til að fylgjast með kirkjubyggingum og kirknaeignum og til þess að passa að prestar og söfnuðir væru í sátt og hefðu réttan skilning á guðs orði.

Um þessar ferðir lét hann skrifa svokallaðar Vísitasíubækur en þær eru mikilvægar heimildir um kirknaeignir og kristnihald í landinu á 17.öld og eru sumar þeirra varðveittar á Þjóðskjalasafninu. Brynjólfur bað presta að vanda lifnað sinn og framkomu. Auk þess vildi hann að þeir klipptu hár sitt svo það væri fyrir ofan sjálfan eyrnasnepilinn. Á yfirreiðunum hélt hann einnig fjölmennar prestastefnur þar sem hann hlýddi á presta og sóknarmenn og hjálpaði þeim eftir bestu getu. Kom hann því á að prestastefnur voru haldnar annað hvort ár og að ákvæðum kirkjuskipunarinnar væri fylgt strangt eftir. Hann var mjög siðavandur og hófsamur í mat og klæðnaði og barðist gegn drykkju landsmanna. Brynjólfur gekk aðeins í ullarfötum og sagði að fyrst guð hefði látið sig fæðast í því landi, þar sem klæði væru gerð af sauðaull, en ekki í landi, þar sem stunduð væri silki- eða bómullarrækt, þá bæri sér að semja sig að háttum síns lands og klæðast ullarfötum. Hann taldi að því minna sem væri af hégómanum, því betra. Brynjólfur biskup var mesti menningar- og menntamaður sinnar tíðar á Íslandi. Honum var mjög annt um skólastarfsemi sína og vandaði mjög val dómkirkjupresta og kennara við latínuskólann í Skálholti. Hann valdi helst lærða menn og gaf þeim góð laun sem urðu til þess að stöðurnar voru eftirsóttar. Sjálfur kenndi hann rökfræði og hebresku fyrstu árin. Hann tók til náms marga efnilega, fátæka pilta sem höfðu ekki getað sótt skóla án hans hjálpar og greiddi fyrir flestum sem sigldu úr Skálholtsskóla til háskólanáms.

Brynjólfur hélt sambandi við hinn alþjóðlega menntaheim með bréfaskriftum við ýmsa erlenda lærdómsmenn eftir að hann fluttist til aftur Íslands. Fljótlega eftir flutninginn hóf hann að safna íslenskum fornritum og varð ritsafn hans stærra en nokkur maður hafði átt á hans tíma. Ljóst er að áhugi Brynjólfs á íslenskum fornfræðum var að hluta til kominn vegna danskra vina hans og kunningja en hann bar þó mikla virðingu fyrir menningararfi Íslendinga og þótti mikilvægt að halda í íslenska siði og varðveita þjóðleg verðmæti. Hann fékk vandvirka menn til að gera eftirrit margra fornra handrita á pappír og eiga Íslendingar fræðimennsku hans að þakka að enn eru varðveitt mörg bestu íslensku skinnhandritin, svo sem Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. Fljótlega sótti hann um konungsleyfi fyrir að fá prentsmiðju í Skálholt þar sem hann ætlaði að láta prenta ritin, frumtexta ásamt latneskum og eða dönskum þýðingum og skýringum til þess að jafnt landsmenn sem erlendir fræðimenn gætu fengið að njóta þessara fornlista. Hann var hræddur um að ef þau yrðu