Orphismi Hér er smá klausa um Orphisma.
Mjög áhugavert dauðadýrkandi spin-off af grískum átrúnaði sem á enn traustar rætur í ýmsum siðum evrópumanna.


Forn dulhyggju trúarbrögð í Grikklandi frá því um 6 – 5 öld F.kr.
Trúarbrögðin hylla þrakíska skáldið Orpheus sem er sagður hafa farið til undirheima (Hades) og snúið tilbaka. Einnig eru aðrar persónur hylltar svo sem Persephone og Diónýsos sem einnig eru sögð hafa farið til Hades og sloppið þaðan lifandi.
Meginþáttur Orphismans er eftirlífið þar sem góðum gjörðum hins jarðneska lífs er launað og illum gjörðum refsað.
Orphismin kom sýnu til skila að miklu leyti í gegnum ljóðalistina. Mikið af helgiritum þess eru í bundnu máli.
Mikið hefur verið vísað til Orphískra texta. Alls hafa fundist tilvísanir til þeirra frá tímum Heródótusar til tíma Neoplatónista.
Orphismin var sérstaklega vinsæll meðal lægri klassana
Þungamiðja Orphismans var í “Magna Graecia” þar sem Pýþagorasar skólinn hafði áður átt sér bólfestu.

Kenningar Orphismans gengu mikið út á dauðan og launhelgina bakvið hann. Talað var um tvö fljót sem að menn gætu drukkið úr þegar þeir dóu. Eitt var fljót minnisins og hitt var fljót gleymskunar.

Mikil hjátrú var um afturgöngur og sterkar hefðir voru um útfarir og reglulega voru haldnar helgistundir þar sem þeim látnu var færður matur við grafir þeirra.
Einnig voru sett gullteppi í kistu þanns látna þar sem hann er minntur á að drekka ekki úr Lethe (gleymskufljótinu).
Að drekka úr fljóti minnisins tryggði þeim látna glæsilegt líf nautna með Guðunum þar sem hans veraldlegi líkami yrði endurholgaður.

Plató var sá fyrsti til að nota hugmyndafræði Orphismana um dóminn í eftirlífinu í ritaðri rökræðu um réttlæti.

Orphismi, líkt og kristni fékk þá veraldlegu gagnrýni að þetta væru hópar sem gætu ekki unnið að pólitísku og veraldlegu réttlæti því þeir þyrftu að yfirfæra þeirra réttlæti yfir í eftirlífið.


Þá er þessari litlu samantekt lokið. Vona að þið séuð einhvers vísari um þetta “gleymda” trúarbragð menningarfeðra okkar.


*Minni einnig á lagið “Lethe”, með Melódísku Death Metal hljómsveitinni “Dark Tranquillity”. Mjög flott verk þykir mér.
Róm var ekki brennd á einum degi…