Vatns- og fráveitukerfi Rómverja Skítur og óhreinindi eru eitt mesta vandamál við borgir og hefur alltaf verið. Það var nokkur hundruð árum fyrir krist sem hinir úrræðagóðu rómverjar fundu leið sem hefur verið notuð í yfir tvöþúsund ár. Að koma hreinu vatni inn í borgina og óhreinu vatni út.
Rómverjar voru miklir frömuðir í verkfræði og voru þeir mörgum þjóðum skrefinu á undan á því sviði. Ýmis verkfræðiundur höfðu litið dagsins ljós en mesta undrið þykir mönnum lausn Rómverja við skólpvandanum. Þegar borgir fóru að stækka uppúr öllu valdi og óhreinindi og skítur fór að verða vandamál vildi óhreina vatnið oft blandast því hreina og sóttir mynduðust auðveldlega. Auk þess urðu íbúar fjölmennra borga að hafa nægt vatn í leik og starfi en það var ekki sjálfsagt á stöðum þar sem vatnsuppsprettur voru takmarkaðar.

Íbúar Rómar sóttu vatn sitt í grunna brunna, vatnslindir nálægt borginni og í ánna Tíber en eftir því sem borgin stækkaði varð vatnið fljótt mengað og ófullnægjandi í magni til að svara eftirspurninni. Svo þeir þróuðu vatnsleiðslu sem flutti vatn frá öðrum uppsprettum til borgarinnar. Hún var kölluð Aqua Appia og var reist árið 312 f.kr. Hún var 16 km og leiddi vatn úr uppsprettu í 30 metra hæð. Svo voru reistar tíu aðrar vatnsleiðslur á tímabilinu 272 f.kr. – 52 e.kr. Þær voru mislangar en var sú lengsta rúmlega 68 kílómetra löng og voru þær samanlagt 421 kílómeter en af því voru aðeins 47 km ofanjarðar. Samanlagt skiluðu vatnsveiturnar í Róm um það bil einnri milljón fermetra af vatni á dag til borgarinnar. Þetta gerðu Rómverjar svo fyrir flestar stórar borgir í heimsveldinu og má þarf helst nefna Karþagó, Jerúsalem og Konstantínópel en ekkert af þessum kerfum var þó jafn stórt og glæsilegt og vatnsveitukerfið í Róm, þó að leiðslan hjá Konstantínópel hafi verið sú lengsta og sú hjá Karþagó sú næstlengsta.
Stærstur hluti vatnslagnanna voru neðanjarðar. Það kom í veg fyrir að sjúkdómar gætu borist í vatnið og þar með inn í borgina, þá helst af sýktum dýrahræjum , auk þess sem minni líkur voru á því að leiðslurnar skemmdust sökum óvinaárása. Þegar leiðslan átti að fara yfir gil eða miklar lægðir var gerð brú fyrir hana og var brúin raðir og staflar af bogagöngum sem héldu hvor öðrum uppi (eins og sjá má á þessari mynd af Pont du Gard leiðslunni í Frakklandi). Þegar hæð var í vegi leiðslunnar voru gerð göng.

En ekki var nóg að koma hreinu vatni inn í borgirnar heldur þurfti líka að koma óhreina skólpinu út án þess að það blandaðist við það hreina. Holræsi í Róm höfðu verið að þróast hægt og rólega og talið er að fyrstu frumstæðu holræsin hafi verið sett upp á milli 800 og 735 f.kr. en var það aðallega til að hjálpa regnvatni og mýrarvatni að leka úr borginni. Cloaca Maxima var fullkomnasta fráveitukerfi fornaldar. Það var ein stór holræsisæð sem átti að taka vatn frá Forum Romanum og leiða það út í ánna Tíber. Það var hannað af etrúrskum verkfræðingum og reist um 600 f.kr. Svo eftir því sem fráveitukerfið í Róm stækkaði og holræsum fjölgaði voru þau öll meira og minna tengd við Cloaca Maxima.
Meðfram götunum voru ræsi sem leiddu út í holæsisleiðslur sem svo leiddu út í ánna. Sum staðar voru holræsin opin með litlum göngubrúm yfir á stöku stöðum og annars staðar voru þau yfirbyggð og sum voru svo stór að hestvagnar gátu átt leið um þau. Almenningsbaðhúsin voru tengd við kerfið og sum heimili fólks úr efri stéttum voru tengd við það beint þ.e. einkaböð og klósett. Annað fólk henti úrgangi sínum á göturnar sem svo var skolað út í holræsin með vatni úr vatnsveitukerfinu, ekki þó mannaúrgangi, hann var settur í pott og svo út í ræsin, eða notuð almenningsútihúsin. Þess má til gamans geta að Rómverjar höfðu sér gyðju, Cloacina sem vakti yfir holræsakerfinu í Róm.

Fyrir utan hreinlætið sem fylgdi vatns-og fráveitukerfinu í Róm var, eins og áður sagði, vatnið notað í almenningsbaðhús, gosbrunna, almenningssalerni, salerni og böð. Staðir eins og almenningssalerni og baðhús urðu fljótt mikilvægir staðir í Róm auk þess sem þetta urðu staðir til að blanda geði og hittast. Vatnsveitukerfið var ekki leikið eftir í langann tíma og var það ekki fyrr en á 19.öld sem metið var slegið í innflutningi vatns til borga. Einnig má geta þess að þegar iðnaðarborgin London var uppá sitt besta í byrjun 20. aldar var holræsakerfið rómverska fyrst að verða úrelt. Öll vatns-og fráveitukerfi síðari tíma voru byggð á þeim rómversku og átti þetta stórann þátt í að gera Róm að milljónaborginni sem hún var.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,