Isaac Newton fæddist þann 25. desember, árið 1642 í bænum Woolsthorpe, sem er rétt hjá Lincolnshire. Móðir hans hét Hannah Newton en faðir hans dó þrem mánuðum fyrir fæðingu sonar síns og hét hann einnig Isaac Newton. Hann var sendur í skóla í Grantham þar sem lærdóms- og aflfræði hæfileikar hans vöktu athygli. Árið 1656 sneri Newton heim til þess að vinna á býlinu þar sem hann hafði verið uppalinn. En Newton eyddi mest öllum tíma sínum í tilraunir og vísindalegar rannsóknir. Móðir hans tók eftir þessu og leitaði eftir einhverju sem myndi hæfa honum og frændi hans, sem hafði verið í námi við Trinity háskólann í Cambridge mælti með þeim skóla. Newton gekk í Trinity háskólann árið 1661 og varð prófessor í stærðfræði árið 1669. Hann vann svo í skólanum til ársins 1696. Newton var aðlaður árið 1705 í Cambridge, en það var ári eftir að bók hans Opticks kom út. Newton var mjög hófsamur maður með einfaldan smekk. Hann varð mjög reiður vegna mótspyrnu og gagnrýni. Hann var einstaklega harður við óvini sína en einstaklega góður og örlátur við vini sína. Newton eyddi seinustu áratugum ævi sinnar í það að endurskoða fyrri verk sín. Einnig eyddi hann miklum tíma í að verjast orðum gagngrýnenda. Newton giftist aldrei. Hann dó árið 1727 og var grafinn í Westminister Abbey.

<h3 align=“center”>Rannsóknir Newtons</h3>

Árið 1664 kynnti Newton sér verk Robert Boyle og Robert Hook, sem tengdust ljósfræði. Einnig rannsakaði hann kenningar René Descartes. Hann rannsakaði ljósbrot með glerstrendingi, en með árunum urðu rannsóknirnar flóknari og fullkomnari og uppgötvaði hann mælanlegt, stærðfræðilegt mynstur á litum. Hann uppgötvaði einnig að hvítt ljós væri samansett úr mörgum ljósgeislum í allskonar litum. Árið 1672 gerði hann niðurstöður rannsókna sinna opinberar. Þessum niðurstöðum var tekið með gríðarlegri gagnrýni og tóku aðrir vísindamenn þessu ekki vel. Aðallega vegna þess að það var til önnur kenning um liti en einnig vegna efasemdum Christian Huygens og misheppnaðari tilraun franska eðlisfræðingsins, Edmé Mariotte, til að endurtaka tilraunir Newtons. Árið 1692 skrifaði hann bókina Opticks sem var um ljóseðlisfræði, en bókin kom ekki út fyrr enn árið 1704 á ensku og á latínu 1706, vegna þess að hann var að bíða eftir því að gagnrýnendur hans myndu deyja.
Newton rannsakaði einnig stærðfræðina og þrátt fyrir að hann hafi lært rúmfræði í skóla talaði hann alltaf um sjálfan sig sem sjálfmenntaðan, enda lærði hann mest á að rannsaka skriftir William Oughtred, John Wallis o.fl. Newton rannsakaði alla þætti í stærðfræði, en hann varð sérstaklega frægur fyrir kenningar sínar um hvernig ætti að reikna út stærðir á hlutum með boga. Hann skýrði þessa kenningu fluxion (sem er latínska heitið á flæði) vegna þess að hann sá fyrir sér ákveðið magn flæða úr einni stærð í aðra. Fluxion var lýst með algebru, en á seinni árum Newtons sagðist hann sjá eftir því, því hann vildi frekar nota aðferðir Forn-Grikkjana, sem hann taldi mun skýrari.
Talið er að þegar Isaac Newton hafi séð epli detta, uppgötvaði hann að sama aflið stjórnaði hreyfingu eplisins og tunglins, þannig hófust rannsóknir hans á þyngdaraflinu. Hann reiknaði aflið sem þurfti til þess að halda tunglinu á sporbraut sinni og miðaði við aflið sem togaði hluti til jarðar. Hann reiknaði einnig út hve mikinn miðsóknarkraft þyrfti til þess að halda steini í slöngvu og hvaða áhrif lengd pendúls hefði á hvaða hraða pendúllinn myndi sveiflast. Þrátt fyrir þessar rannsóknir nýtti hann sér þær ekki fyrr en löngu seinna. En hann rannsakaði samt stjörnufræði og gang reikistjarna. Newton fékk aftur áhuga á aflfræði seinna meir og skrifaði þá Principia þar sem stór hluti kenninga hans um þessi mál kom fram.
Fyrsta bindi Principia fjallaði um grunn aflfræði. Hann sýndi útreikningana á bakvið kenningu hans á hreyfingu eftir sporbraut í kringum miðpunkt afls. Newton lýsti þyngdarafli sem grundvallaraflinu sem stýrði gangi himintunglana. Í 2. bindi Principia setur Newton fram kenningar sínar um vökva. Þar er fjallað um hreyfingu vökva og hreyfingu í gegnum vökva. Einnig sýndi hann fram á að hann reiknaði út hraða hljóðbylgna út frá eðlismassa loftsins. 3. bindi Principia fjallaði um lög þyngdarafls að verki en verkið var ekki fullklárað af Newton og var því bara uppkast. Newton talar þá um sex þekktar plánetur og fylgihnetti þeirra. Hann reiknaði út massa himintungla út frá þyngdarafli þeirra.
Newton skyldi eftir sig mikið af handskrifuðum nótum um gullgerðarlist og efnafræði og skyld efni. Mest af þessu var skrifað úr bókum, bókalistum, orðabókum og svo framvegis en fæst af þessum var frumsamið. Hann byrjaði ákafar tilraunir árið 1669 og hélt áfram þangað til hann fór úr skólanum, reynandi að fletta hulunni af leyndardómi sem hann vonaði að væri falinn í efnafræðilegu hulu eða dulspeki. Sóttist hann eftir skilningi á náttúrunni og myndun allra forma, sem voru gerðar úr “hreinu, stóru,hörðu,óbrjótanlegu,færanlegu” efni sem Guð hafði búið til.
Newton átti fleiri bækur um húmanisma en hann átti um stærðfræði og vísindi og alla ævi sína rýndi hann í þær. Óútgefnar nótur hans (classical scholia), sem voru sjálfútskýranlegar og áttu að vera notaðir í framtíðarútgáfu hans, Principia, fletta af hulunni hans af for-Sókratískri heimspeki, hann rýndi meira í Fathers of the Church. Newton hafði mikinn áhuga á að sameina gríska goðafræði og Biblíuna. Í verki hans í tímatalsfræði var aðalverk hans að gera gyðingadagatalið samhæft við kristna dagatalið og laga þau með því að nota stjörnulegar röksemdir um stjörnustellingar sem voru fundnar af Grikkjum. Hann færði til dæmis fall Trójuborgar til ársins 904 fyrir Krist, um 500 árum seinna en aðrir lærimenn og var því ekki vel tekið.
Newton skrifaði líka gyðingalega-kristilega spádóma, þar sem skilningurinn var nauðsynlegur, hann hugsaði, til að skilja Guð. Bókin hans um efnið, sem var endurprentuð á Viktóríutímabilinu, kynnti lífslangan áhuga hans á þessu. Skilaboð bókarinnar var að kristni fór á villigötur á fjörðu öldinni eftir Krist, þegar fyrsta ráðstefnan í Nicaea í Frakklandi (heitir Nizza í dag) lögðu fram ranglegar kenningar um Krist. Full alvara af óvenjulegri bók Newtons var aðeins þekkt í dag, en þrátt fyrir gagnrýni á viðteknum þrenningarkenningum og ráðstefnunar í Nicaea, hafði hann mikla trú og bar mikla virðingu fyrir Biblíunni og viðtók þeim sannleika sem var þar. Í seinni útgáfum af vísindaverkum hans tengdi hann verkin sín við hlutverk Guðs í náttúrunni.
Nokkrar bækur eftir Newton voru gefnar út eftir dauða hans og heita þær The Chronology of Ancient Kingdoms Amended og fjallar hann um nýtt kerfi sem hann gerði í tímatalsfræði eins og skýrt var fyrr. Einnig var gefin út bókin The System of the World og var það bókin sem gerði hann frægan og er skýrt frá kenningu hans (sem varð síðan lögmál) á aðdráttaraflinu. Newton spáði líka í heimsendi í bókinni “Observation upon the Prophecies of Daniel and the Apocalypse of St John” og segir hann þar að heimsendir verði árið 1994. Við vitum núna að það var ekki satt eða hann hefur ekki túlkað þetta rétt.
Þessar og fleiri kenningar Newtons voru strax viðurkenndar í Bretlandi en hálfri öld síðar allstaðar í heiminum. Kenningarnar voru síðan bættar, án þess að breytta grunninum, af m.a. Pierre Simon de Laplace og lifðu þær góðu lífi fram á 19. öld en þá byrjuðu kenningarnar að sýna galla sína.
Við sjáum núna að Sir Isaac Newton fór frá öðru sviði í annað og stóð sig mjög vel á öllum. Hann var ekkert með litlar uppgötvanir á hverju sviði, heldur stórar kenningar sem flestar lifa margar enn þann dag í dag.