Hiroshima og Nagasaki.

Ég reyndi að senda þetta verk inn á dægurmál tvisvar en fékk aldrei neitt svar því sendi ég þetta inn hér á sagnfræði um von að þetta birtist hér.

Til að byrja með hér er tilvitnun frá J. Samuel Walker sem er opinber sagnfræðingur NRC sem stendur fyrir United States Nuclear Regulatory Commission. Hérna er það sem hann hefur um sprengjurnar að segja:

“It has long been understood by many specialists that the bombing was totally unnecessary contrary to what you might see in the popular press but that is an after fact judgement after the event. This judgement is that the scholars who are specialists and most knowledgable say and Truman and his advisers knew in advance before using the bomb that there were other ways to end this war without destroying those two cities.”

Ég ætla að byrja á tímalínu sem skýrir betur hvaða þráð ég ætla að taka í þessari umræðu. Þetta er ekki tímalína yfir alla atburði í Kyrrahafsstríðinu, heldur einungis þá atburði sem skipta máli varðandi þá ákvörðun að varpa sprengjunni á Hiroshima og Nagasaki.

4 – 8 Febrúar 1945:
Yalta ráðstefnan þar sem Sovétríkin fallast á það að heyja stríð gegn Japan þremur mánuðum eftir uppgjöf Þýskalands.

Á Yalta ráðstefnunni þá var það markmið Roosevelt að fá Stalín til að samþykkja að Sovétríkin kæmu inn í stríðið gegn Japan eins fljótt og auðið var eftir að Þýskaland væri sigrað sem var útséð á þessum tímapunkti. Þrír mánuðir var sá tími sem talið var að tæki Sovéska herinn að fara frá Evrópu vígstöðunum yfir Síberíu til nýrra vígstaða.

Ástæðan fyrir því var hinsvegar ekki sú að það væri hernaðarleg þörf fyrir þá því á þessum tímapunkti þá voru Japanir allt að því sigraðir hernaðarlega. Það sem Roosevelt og bandaríska stjórnin var eftir var shokið sem kæmi frá Sovéskri innrás í Mansjúríu og þátttöku þeirra í stríðinu.


5 Apríl 1945: Sovétríkin lýsa því yfir við Japan að friðarsáttmáli þeirra muni ekki gilda eftir þennan dag né vera endurnýjaður.

Þegar er hér komið í stríðinu milli Japan og Bandríkjanna þá er Japan í alveg sérlega erfiðari stöðu. Bandaríski flugherinn var að sprengja upp Japan að vild nánast án mótspyrnu. Sjóherinn hafði nánast umkringt Japönsku eyjarnar og slitið allar birgðarleiðir þeirra og voru að skjóta úr byssum sínum inn á meginland Japan.


12 Apríl 1945: Roosevelt deyr og Truman verður forseti. James F. Byrnes verður utanríkisráðherra hans þriðja Júlí 1945 en fram að því leitaði Truman ráða hjá honum eftir forsetatöku hans.

Truman var mjög grænn þegar kom að utanríkismálum og valdi James F. Byrnes sem hafði leiðbeint honum mikið í fyrstu skrefum hans á þingi og Henry A. Wallace sem var meira pólitískt skref. Það fór ekki vel með Truman og Wallace og því hafði Byrnes eyru Truman.

Sagnfræðingurinn Gar. Alperovitz heldur því fram að það hafi verið James F. Byrnes sem hafi mest megnis talað fyrir notkun kjarnorkusprengjunnar og fengið Truman til að haga utanríkismálum sínum á þann veg til að tryggja notkun sprengjunnar.


25 Apríl 1945: Truman fær fyrstu stóru samantektina sína um utanríkismál og þróunina á Atóm sprengjunni.

Í þessari samantekt er það markvert að geta til þess að nánast ekkert í samantektinni snérist um stríði við Japan. Samantektin fjallaði nánast eingöngu um vaxandi vandamál í samningaviðræðum við Stalín um Austur-Evrópu og þá sérstaklega Pólland. Ennfremur þá snérist fundurinn líka um atómsprengjuna.

Apríl 1945: Þegar hér er komið er það ljóst samkvæmt margvíslegum heimildum úr skjölum frá bandaríkjastjórn og leyniþjónustum að það væru þrjár leiðir til að ljúka stríðinu þegar hér var komið.

1: Koma rússum inn í stríðið því það mun í sjálfu sér knýja Japani til uppgjafar.
2: Að bjóða þeim uppgjafarskilmála þar sem setu keisarans er tryggð.
3: Gera innrás inn á meginland Japan.

Þegar hér er komið til sögunnar þá var heldur enginn atóm sprengja til, það var bara fræðilegur möguleiki þó hann hafi lofað góðu. Bandaríkjamenn voru búnnir að brjóta leynikóða Japana og voru að lesa skilaboð þeirra til erindreka í Vatikaninu, í Stokkhólm og það voru einnig skilaboð send um friðarviðræður í gegnum sendiráð Svíja í Tokyo.

8 Maí 1945: Þýskaland gefst upp.

14 Maí 1945: Úr dagbók Henry Stimson sem var stríðs-ráðherra um samtal hans við John Jay Mccloy sem var undirmaður hans.

“I told Mcloy that my opinion was that the time now and the method now to deal with Russia was to keep our mouths shut and then let our actions speak for words. The Russians will understand them better than anything else. It is a case where we have got to regain the lead and perhaps do it in a pretty rough and a realistic way. This is a place where we really hold all the cards. I called it a royal straight flush and we mustn´t be a fool about the way we play it. They can´t get along without our help in industries and we have coming into action a weapon which will be unique.”

Maí 15 1945: Úr dagbók Henry Stimson stríðs-ráðherra:

“It may be nessecary to have it out with Russia on her relations to Manchuria and Port Arthur and various other parts of North-China and also the relation. of China to us. Over any such tangled wave of problems S-1 (hér á hann við atóm sprengjuna) would be dominate and yet we will not know until after that time probably wether this is a weapon in our hands or not. We think it will be shortly afterwards but it seems a terrible thing to gamble with such big stakes in diplomacy without having your mastercard in your hand.”

Þegar hér er komið er enn verið að semja við Rússanna um málefni Austur-Evrópu sérstaklega og líka um hvernig skal hátta inngöngu Sovétríkjanna í strið við Japan. Þá er tekin ákvörðun um að tefja samningaviðræðurnar eins lengi og mögulegt er til þess að tryggja það að þegar skrifað er endanlega undir samninga þá sé alveg víst hvernig vopn Atómsprengjan verður og ef hún heppnast þá mun sprengjan kannski gera Stalín samningsfúsari.

Bandaríska stjórnin vildi ekki að rússarnir komu of snemma inn í stríði við Japan því með innrás inn í Mansjúríu og Kína kæmu sovésk áhrif í kjölfarið inn í þessa heimshluti og það vildu Truman og Byrnes alls ekki.

Markmiðið var því að draga Rússana á langinn þar til þeir vissu hvað þeir væru með í höndunum varðandi atómsprengjuna en á sama tíma vera viss um að ef sprengjan virkaði ekki að þeir væru öruggir um að rússarnir gerðu innrás á umsömdum tíma.

Það er einnig vitað að Churchill var á þessum tíma að þrýsta á Truman að hitta Stalín. Churchill var hræddur við það að bandaríkjamenn myndu draga herinn sinn úr Evrópu og var þess fullviss ef það gerðist að Stalín myndi ekki virða nein takmörk í ljósi þess.

Maí 1945: Þetta er frá kjarneðlisvísindamanninum Leó Szilárd um fund sem hann átti með James F. Byrnes í þessum mánuði.

“Mister Byrnes did not argue that it was nessecary to use the bombs against the cities of Japan in order to win the war. Mister Byrnes view was that ours possessing and demonstrating the bomb would make Russia more manageable in Europe.”

12 og 13 Júlí 1945:
Bandaríkjamenn hlera samskipti Japana á milli erindreka og Japan um að keisarinn hafi ákveðið að reyna að fá Sovétríkin til að taka við sérstakri nefnd erindreka til að semja um endir á stríðinu.

16 Júlí 1945: Atóm sprengjan prófuð og heppnast langt umfram vonum.

17 Júlí 1945: Potsdam ráðstefnan hefst og stendur yfir snemma í Ágúst (2.Ágúst).

Fram að Potsdam ráðstefnunni höfðu verið fundargerðir á milli sovéskra, enskra og bandaríska erindreka um fundarefnin og byrjað að leggja til drög að Potsdam yfirlýsingunni. Þegar loka drögin voru afhend Truman forseta þá stóð í þeim í tólftu málsgrein að í Potsdam yfirlýsingunni ætti að koma fram að japanska keisaranum yrði ekki steypt af stóli og dreginn fyrir rétt. Hann fengi að halda sæti sínu en án pólitískra valda.

Á Potsdam ráðstefnunni gegn ráðleggingum bandaríska herráðsins, öllum helstu bresku leiðtogum og bandarískum leiðtogum fyrir utan James F. Byrnes er tólfta málsgreinin útilokuð frá yfirlýsingunni. Þetta var eftir að búið var að staðfesta umfram vonum áhrifamátt og eyðileggingarmátt atómsprengjunnar.

Það var alveg ljóst fyrir bandarísku ráðamönnunum að án þessarar yfirlýsingar þá myndu Japanir ekki samþykkja Potsdam yfirlýsinguna. Sagnfræðingurinn Leon V. Sigal hafði þetta um yfirlýsinguna að segja:

“it was put out as a propaganda device….”

26 Júlí 1945: Potsdam yfirlýsingin þar sem eftirfarandi kemur fram:

“The might that now converges on Japan is immeasurably greater than that which, when applied to the resisting Nazis, necessarily laid waste to the lands, the industry and the method of life of the whole German people” and this power of the Allies would lead to “the inevitable and complete destruction of the Japanese armed forces and just as inevitably the utter devastation of the Japanese homeland”

6 Ágúst 1945: Fystu sprengjunni varpað á Hiroshima.

8 Ágúst 1945: Sovétríkin ráðast inn í Mansjúríu samkvæmt samningum við Bandaríkjamenn.

9 Ágúst 1945: Seinni sprengjunni varpað á Nagasaki.

10 Ágúst 1945: Japanska stjórnin ákveður að samþykkja uppgjafarskilmálanna frá Potsdam yfirlýsingunni.

11 Ágúst 1945:
Japanir segjast gefast upp ef þeir mega halda eftir keisaranum. Truman felst á þá skilmála.

15 Ágúst 1945: Hirohito lýsir því yfir í ávarpi fyrir japönsku þjóðinni að hann hafi ákveðið að samþykkja uppgjafarskilmálanna vegna kjarnorkusprengjanna.

17 Ágúst 1945: Í ávarpi fyrir Japanska hernum lýsir hann því hinsvegar yfir að ákvörðunin hafi verið vegna innrásar og þátttöku Sovéska hersins í stríðinu.

Eftirfarandi tilvitnun kemur úr skýrslu frá nefnd innan hernaðarmálaráðuneytisins sem sá um helstu áætlunargerðir fyrir hernaðaraðgerðir. Skýrslan kom út árið 1946:

“The dropping of the bomb was the pretext seized upon by all leaders of Japan as the reason for ending the war but the various chain of events that lead up to this make it almost a certainty that the Japanes would have capitulated upon the entry of Russia into the war. The Japanese leaders had decided to surrender and were merely looking for a sufficient pretext to convince the army group that Japan had lost the war and must capitulate to the Allies. The entry of Russia into the war would have almost certainly furnished this pretext and would have been sufficient to convince all responcible leaders that surrender was unavoidable.”

Nóvember 1945: Fyrsta mögulega tímasetningin fyrir lendingu af bandarískum hermönnum á japönsku heimaeyjunum, ekki full innrás samt. Þetta er samkvæmt mati bandaríska hersins sjálfs. Full innrás hefði ekki verið möguleg fyrr en þremur til fjórum mánuðum seinna.


Þó svo að séu enn rifrildi um réttmæti þess að varpa kjarnorkusprengjanna meðal sagnfræðinga hefur sá lestur sem ég hef farið í gegnum sannfært mig um réttmæti þess sem ég hef skrifað að ofan. Ég mæli þó með því að fólk leiti sér efnis áður en það fellur fyrir áróðri.

Fólk getur t.d. Spurt sig af hverju sprengjunni var ekki fyrst varpað á ómannaða eyju eða ómannað landsvæði eða fámennt landsvæði í Japan.

Ennfremur hvort það sé réttmætt að halda því fram að með því að varpa sprengjunum þá töldu ráðamenn eins og þeir héldu fram eftir stríðið að það myndi binda enda á baráttumóð Japana þegar margir sérfræðingar í þessum málefnum halda því fram að það hafi raunverulega verið þátttaka Sovétríkjanna sem sannfærði ráðamenn í Tokyo. Japanir höfðu sýnt það þegar að þeir voru ekkert ónæmir fyrir því að verða fyrir miklu mannfalli í loftárásum á borgir sem þeir gátu lítið gert við. Curtis Lemay var þegar búinn að eldsprengja um fjörtíu borgir þegar hér var komið.

Bandríkjamenn gátu ekki hafið raunverulega innrás fyrr en seint í Janúar eða snemma í Febrúar 1946. Þeir komu í veg fyrir að Potsdam yfirlýsingin hefði ákvæði sem tryggði öryggi japanska keisarans. Truman ákvað að gefa fyrirskipun um að varpa sprengjunum annan ágúst 1945 þegar hann vissi að Rússarnir væru að fara að hefja hernaðaraðgerðir áttunda ágúst. Þegar Truman gaf þessa fyrirskipun þá vissi hann frá leyniþjónustunni og helstu ráðgjöfum að árás Rauða Hersins myndi örugglega knýja Japana til uppgjafar.

Truman gagngert tók ákvarðanir sem komu í veg fyrir tvo möguleika til að ljúka stríðinu þannig að það eina sem stóð eftir var annaðhvort að varpa sprengjunum eða heyja innrás. Í ljósi þess þá var það, það eina sem var mögulegt í stöðunni.

Þegar það stóð eftir var samt sem áður tekin sú ákvörðun að varpa sprengjunum á borgir, ekki fámenn svæði eða einangraðar herstöðvar. Ég sé ekkert við þessa atburðarrás sem leiðir mig til þess að segja að það hafi verið réttmæt ákvörðun að varpa þessum sprengjum.

Rock on.
Daníel.

Heimildir:

Gar Alperovitz: The decision to use the atomic bomb, 1997.
#Einnig ýmsar greinar og skrif á netinu eftir hann á eftirfarandi netföngum:

http://www.doug-long.com/debate.htm
http://www.commondreams.org/views05/0803-26.htm

J. Samuel Walker: Prompt and Utter Destruction: Truman and the Use of Atomic Bombs Against Japan, 2004

http://www.wikipedia.org
Mest megnis til að staðfesta dagsetningar og staði og nöfn.

http://www.tranexp.com:2000/Translate/result.shtml
Til að hjálpa við þýðingar þegar þörf var á.