Eins og þið hafið kannski tekið eftir hafa undanfarið verið uppi miklar vangaveltur um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í Deiglunni hér á Huga. Ég sendi þessa grein hingað því ég held að hún eigi frekar við hér.
Þetta er ekki grein eins og þið eigið að venjast. Ég ætla ekki að dreifa viski minni yfir ykkur heldur er það öfugt því þetta er mál sem ég vil gjarnan fræðast um.

Þetta eru spurningar sem ég legg fram miðað við það sem ég hef verið að lesa úr ofangreindum greinum:

1948 var samþykkt af Sameinuðu þjóðunum, sem á þessum tíma var tiltölulega nýstofnað, að gefa gyðingum land í Palestínu. Í þeirra hlut kom 52% landsins.

Það sem mér er ómögulegt að skilja er í 1. lagi: Hvers vegna að gefa þeim land? Var það einfaldlega vegna þess að Helförin átti sér stað eða var einhver dýpri ástæða að baki? Gyðingar eru jú mjög áhrifamiklir í fjármálalífi USA. Hvaðan kom þessi hugmynd, að svifta eina þjóð landi sínu til að gefa það annari?

Í 2. lagi: Hvers vegna var þetta ekki borið undir íbúa landsins eins og búast hefði mátt við af lýðræðislega stjórnuðum ríkjum eins og þeim sem sitja í SÞ? Það er, lýðræðislegar kosningar og umræða.

Í 3. lagi: Höfðu Palestínumenn engan rétt til að áfrýja þessari ákvörðun?
Ef ekki: Af hverju? Standa ekki allir jafnir?
Ef jú: Hvers vegna standa málferlin ekki enn yfir? Það tæki án efa óratíma að fara yfir öll málsgögn og meta rök beggja aðila. 50 ár eru ekkert of langur tími til að taka jafn veigamikla ákvörðun og þessa til skoðunnar.

Hvers vegna hafa SÞ ekki sett Ísrael í viðskiptabann?
Hér koma rök fyrir viðskiptabanni:
1. Þarna situr við stjórn harðlínumaður sem hefur sterkar skoðanir á kynþættinum sem býr við bæjardyrnar(aröbum).

<i>Ég vil gjarnan benda á dæmi þegar hægri maður sem hafði kommentað á stjórn atvinnulífsins hjá Nasistum Þýskalands komst til valda í Austurríki fyrir stuttu. Hann sagði af sér vegna hótana um viðskiptabann á Austurríki.</i>

Þó að báðir séu lýðræðislega kosnir fulltrúar sinnar þjóðar er augljóst menn standa ekki jafnfætis.

2. Ítrekuð brot á tilmælum SÞ varðandi brotthvarf frá landssvæðunum sem Ísraelar unnu í 6 daga stríðinu 1967.

3. Pyntingar við yfirheyrslur.

4. Mannréttindabrot sem framin eru á Palestínumönnu, s.s. eins og ferðabönn, vegaatálmar sem hindra fólk í að komast til vinnu, á sjúkrahús ofl.


Endilega leiðréttið allar staðreyndavillur sem þið sjáið. Ég vona að ég fái mörg og málefnaleg svör. Ég vil líka biðja ykkur að hafa í huga að ég set þetta fram í spurningaformi því ég lít svo á að ég sé að leita mér upplýsinga.


Simon