Lögleg morð, 2. kafli. 1. kafla er að finna hér.


Aftökusveit

Þessi aðferð er sögð vera hvað virðulegust, og er ég nokkuð sammála því, að það sé ákveðinn virðuleiki í þessari aðferð, þó einhverjir lesendur þessarar greinar séu eflaust ósammála mér í því.
Elstu heimildir sem ég finn um þessa aðferð eru frá 17. öldinni og ég tel að hún sé ekki miklu eldri en svo. Henging var alltaf vinsælari aðferð en þessi aferð var aðallega notuð í aftökur á vegum herja, eins og fyrir liðhlaup, njósnir, morð á samherja, heigulshátt, uppreisn, og morð/nauðgun/barsmíðar á óbreyttum borgara.
Frá árinu 2000 hafa 7 lönd af þeim 68 þar sem aftökur eru enn notað þessa aðferð, að vísu er aðferðin nokkuð öðruvísi í sumum asíulöndum þar sem eitt skot í hnakkann eða bakið er látið nægja og er það í sjálfu sér önnur aðferð út af fyrir sig.
Vinsældir aðferðarinnar féllu stórlega í byrjun 20. aldar með komu rafmagnsstólsins og seinna vegna þess hve subbuleg og blóðug aðferðin er að ríkisstjórnum í lýðræðislegum löndum með frjálsan fjölmiðil líkaði ekki slæma umtalið eftir blóðugar eða misheppnaðar aftökur. Þrátt fyrir þetta eru enn tvö fylki í Bandaríkjunum, Idaho og Oklahoma, sem leyfa aðferðina en aðeins 2 aftökur af þessu tagi hafa farið fram á síðustu 30 árum, eða frá því að dauðarefsing var aftur leyfð í Bandaríkjunum eftir 9 ára bann.
Eins og ég sagði eru mismunandi útgáfur af sömu aðferðinni, og þeim má skipta í ca. 4 flokka:
Standandi, að framanverðu:
1. Sakborningur er festur við staur/stendur uppvið vegg með bundið fyrir augun eða með hettu á hausnum og merki í hjartarstað svo skotsveit sjái greinilega.
2. 3-7 manna skotsveit sem stendur 5-10 m. frá sakborningi er gefið merki um að miða á hjartað.
3. Þegar boð berst um að aftakan skuli fara fram eins og áætlað er vasaklúti eða fána veifað og skotsveitin skýtur. Athugið að einn mannanna í skotsveitinni er með púðurskot svo að hver meðlimur sveitarinnar geti trúað því að hann hafi ekki drepið sakborninginn.
Standandi, að aftanverðu:
1. Sakborningur er festur við staur í föðmunarstöðu með bundið fyrir augun eða með hettu á hausnum.
2. Böðull kemur vélbyssu fyrir í rifu hvíts tjalds, eða skerms, sem er í hjartahæð sakbornings, 4 metrum frá sakborningi.
3. Þegar boð berst um að aftakan skuli fara fram eins og áætlað er vasaklúti eða fána veifað og böðullinn skýtur 15 skotum alsjálfvirkt.
Sitjandi:
1. Sakborningur er festur í stól með ólum með bundið fyrir augun eða með hettu á hausnum.
2. 3-6 manna skotsveit kemur sér fyrir aftan við tjald og miðar rifflum sínum gegnum rauf og bíður eftir merki um að skjóta.
3. Þegar boð berst um að aftakan skuli fara fram eins og áætlað er vasaklúti eða fána veifað og sveitin skýtur. Athugið að einn mannanna í skotsveitinni er með púðurskot svo að hver meðlimur sveitarinnar geti trúað því að hann hafi ekki drepið sakborninginn.
Krjúpandi:
1. Saborningur krýpur fyrir framan böðul sinn.
2. Böðullinn skýtur einu skoti í hnakkann á sakborningi.

Seinasta aðferðin er lítið notuð nú til dags, en hún er bara notuð í Kína þar sem þeir eru hægt að skipta yfir í sprautuna. Standandi að aftanverðu er ekki lengur í notkun, hún var bara notuð í Tælandi en þar er búið að skipta yfir í sprautuna.
Frægar manneskjur sem voru teknar af lífi með þessum hætti: Mata Hari, Vidkun Quisling, Nicolae Ceauşescu.

Gasklefinn

Hver eru einu tvö ríkin í mannkynssögunni til að nota gasklefann? Bandaríkin og Nasistaþýskaland. Það eitt finnst mér segja nokkuð um grimmdina.
Þetta er grimmasta aftökuaðferðin notuð á 20. öld að mínu mati. Fundin upp af Bandaríkjamönnum eins og svo mörg önnur aftökuapparatus og fyrst notuð 1924. Yfirvöld í Nevada voru að leita að mannlegri aðferð til að taka fanga sína af lífi og reyndu fyrst að dæla vetnissýaníðgasi í klefa eins sakbornings á meðan hann svaf en það var ómögulegt þar sem gasið lak úr klefanum, og þá varð gasklefinn til.
Nasistarnir í Þýskalandi gerðu síðan sínar fyrstu tilraunir með gasklefa við að drepa 250 sígaunabörn árið snemma árs 1940 og byrjuðu að nota klefa að fullu 1941. Sumar fyrstu tilraunanna tóku margar klst.
Í Auschwitz var fólkinu sagt að það væri að fara í sturtu, og þau voru látin afklæðast og þeim var sagt að muna hvar þau létu fötin sín til að forðast skelfingu og utan á klefunum voru skilti sem á stóð á “böð” og “eimbað”. Stundum var þeim meira að segja gefið sápustykki eða handklæði af sömu ástæðu. Svo þegar það kom inní “sturtuklefana” og áttaði sig á því að það vantaði niðurfall þar fylltust þau skelfingu tóku andköf í örvæntingarfullri en vonlausri tilraun til að anda.
Í Bandaríkjunum er þetta öllu snyrtilegra, enda eins og við vitum mennta og siðferðisland á ferð.
Aðferðin gengur fyrir sig sem svo:
1. Kalínblásýrukúlum(potassium cyanide) er komið fyrir í sérstöku hólfi undir stólnum í gasklefanum.
2. Sakborningur er festur í stólnum inní gasklefa með ólum á höndum og fótum.
3. Gasklefanum er lokað og gastæknirinn hellir brennisteinssýru gegnum þartilgert rör sem leiðir í grunna fötu undir stólnum, beint undir fyrrnefndu hólfi.
4. Gluggatjöld eru opnuð að klefanum þar sem vitni eru og sakborningi er boðið að fara með sín síðustu orð.
5. Þegar lokastaðfesting frá fylkisstjóra berst snýr böðull rofa og kúlurnar falla úr hólfinu ofan í sýruna sem hrindir af stað efnahvörfum sem framleiðir vetnissýaníð(gasið), sem er sýnilegt.
6. Eftir 10-13 mín. er sakborningurinn tilkynntur dáinn af lækni og um 20 mín. seinna fara gasgrímuklæddir sjúkraliðar eða fangaverðir inní klefann og ná líkinu út og spreyja með ammóníaki til að fjarlægja allar blásýruleifar og að lokum er fangelsislækninum eða krufningarlækni fengið líkið til að gera úr skugga um dauðdaga og undirbúa nauðsynleg skjöl áður en nánasta ættingja er fengið líkið.

Það tekur yfirleitt um 1-4 mínútur af sársaukafullum kippum, andköfum, og krampaflogum þar til sakborningur missir meðvitund. Sakborningur deyr yfirleitt eitthvað í kringum 10 mínútum frá því að kúlunum er sleppt í sýruna og er opinberlega lýstur dáinn af lækni innan við 2 mínútum eftir dauða.
Stingandi sársaukinn byrjar um leið og sakborningur andar í handleggjum, öxlum, baki og bringu. Áður en sakborningurinn fer til aftöku er hann hvattur til þess að taka djúpt andann til að flýta fyrir meðvitundarleysi og forðast óþarfa kvöl en samt sem áður reyna flestir sakborningar að halda inní sér andanum.
Ég ætla að sýna ykkur dæmi um vitnisburði að tvem svona aftökum:
“Jimmy Lee Gray died banging his head against a steel pole in the gas chamber while reporters counted his moans.”
“Then he began to convulse less frequently. His back muscles rippled. The spasms grew less violent. I timed them as ending 6 minutes and 37 seconds after they began. His head went down in little jerking motions. Obviously the gentleman was suffering. This was a violent death, make no mistake about it.”
Þetta er dýrasta, hættulegasta(fyrir áhorfendur og starfsfólk), og að mínu mati grimmasta aðferðin enn í lýði. Hún hefði átt að enda með nasistunum.

Hálshöggning

Þetta er afar sársaukalítil aðferð miðað við aldurinn allavega þar sem mikið var um pyntingar og óþarfa sársauka í aftökum á þeim tíma sem þessi aðferð var í blóma, á miðöldum.
Elstu heimildir um þessa aðferð eru rétt rúmlega 1000 ára gamlar. Þá var sverð notað til að einfaldlega höggva höfuðið af sakborningi. Seinna var svo byrjað að nota öxi og þótti þægilegra. Fallöxin sjálf var síðan fyrst notuð árið 1792 og dregur nafnið guillotine af skapara sínum, dr. Joseph-Ignace Guillotin.
Í mörgum evrópulöndum var aðferðin notuð einkum fyrir háttsett fólk, jarla, hertoga, lávarða, kóngafólk og þar frameftir götunum og sá mikla notkun í frönsku byltingunni.
Fallöxin var eina leyfða aftökuaðferðin í Frakklandi allt að afnámi dauðarefsingarinnar þar í landi, árið 1982, með undantekningum í her-málum.
Samkvæmt tugum, eða jafnvel hundruðum vitnisburða veitir fallöxin ekki jafn skjótan dauðdaga og dr. Guillotin(ímyndið ykkur að vera langalangalangabarn hans og vera læknir…) hafði vonað, því að að því er virðist lifa sum höfuð í nokkrar sekúntur eftir að þau eru viðskila við líkama sinn.
Þannig lýsir læknir nokkur árið 1905 þegar hann er viðstaddur aftöku: “I was able to note immediately after the decapitation: the eyelids and lips of the guillotined man worked in irregularly rhythmic contractions for about five or six seconds. I called in a strong, sharp voice: ‘Languille!’(nafn sakbornings) I saw the eyelids slowly lift up. Next Languille's eyes very definitely fixed themselves on mine and the pupils focused themselves. I was dealing with undeniably living eyes which were looking at me.”
Einnig eru eldri vitnisburðir til um að höfuð gretti sig, brosi, roðni(sem er ómögulegt án blóðs) eða jafnvel öskri, en ég leyfi mér að draga það í efa þar sem raddböndin hafa verið höggvin í sundur og engin lungu eru til staðar.
Einu gallarnir við hefðbundnu aðferðina, með sverði/exi, er sá að ef böðlinum var illa við sakborninginn gat hann höggvið lausar, eins og gerðist með Maríu I Skotadrottningu.
Frægar manneskjur sem voru teknar af lífi með þessum hætti: Jóhannes skírari, Marie Antoinette, Lúðvík XVI, Páll Postuli.


Nú er ég búinn að taka fyrir þessar 6 stóru, hafiði áhuga á kafla um meira framandi aðferðir?
Takk fyrir, MooMoo.
Romani ite domum!