Marco Polo, þriðji hluti.
Ferðin heim og endalokin

Næst síðasta verkefni Marcos sendi hann hálfa leiðinna heim en það var til Indlands.
Fóru þeir til Saíton, stærstu hafnarborgar Mongóla og fengu þar kínversk skip sem voru mun stærri en evrópsk skip á þessum tíma og voru með allt að þrjú hundruð manna áhöfn. Marco segir frá sérstakri aðferð sem stunduð var í Saíton til að spá fyrir hvort að sjóferðin gengi vel eða ekki. Var hún á þá leið að þeir bundu drukkinn eða vangefinn mann við risastóran flugdreka og ef að þeim tókst að koma drekanum hátt á loft þá átti allt eftir að ganga að óskum en ef að það voru erfiðleikar við að koma honum á loft þá myndi skipið ekki halda áætlun og lenda í öllum þeim hrakföllum sem geta orðið á sjó.

Floti Marcos sigldi suður og vestur niður með strönd Mansí, framhjá Haínan og til Sjampa, en Kublai hafði krafist að konungurinn í Sjampa viðurkenndi stórkaninn sem yfirkonung sinn og varð konungurinn við þessari kröfu. Frá Sjampa fór Marco til Bintang við Malakkasund og Súmötru. Þar varð hann að dvelja í fimm mánuði meðan hann beið eftir ferðafæru veðri og þar var hann fyrstur evrópskra manna til að smakka grjónagraut. Frá Bintang fór hann til Súmötru og þaðan til Seylon, en þar hafði Kublai beðið hann um að sækja betliskál og tönn sem áttu að hafa tilheyrt Búdda., en honum mistókst að ná í þriðju seylónsku gersemina sem Kublai vildi. Var það rauður rúbín sem var jafnlangur og mannshönd og jafnþykkur og handleggur, en það var sama hversu hátt Marco bauð í rúbíninn eyjarskeggjar vildu ekki selja hann.
Frá Seylon fór hann yfir Palksund til Indlands.
Í Indlandi kom hann meðal annars til ríkisins Maarbar og var þar mikið um gimsteina og perlur. Allir í Maarbar gengu um naktir nema konungurinn, hann var hulinn með gimsteinum og perlum frá hvirfli til ilja. Ekki er vitað hve lengi Marco dvaldist í Indlandi. Þaðan fór hann aftur til Kína með þá fjársjóði sem hann hafði náð í.

Þegar þeir komu aftur frá Indlandi óskuðu þeir sér ekki neins annars en að komast aftur heim til Feneyja og notuðu því tækifærið þegar að sendinefnd frá Persíu var send til Kublai til að segja honum að drottning þar hefði látist og var hinsta ósk hennar að væri að Kublai veldi nýtt konuefni handa eiginmanni hennar. Gerði Kublai þetta en brúðurinn komst aldrei langt frá Kanbalig vegna stríðs sem hafði brotist út á milli Mongóla og varð að snúa aftur til Kanbalig og var Marco og þeim gefið heimferðaleyfi með því skilyrði að þeir myndu fylgja prinsessunni sjóleiðina til Persíu. Þegar að Marco og þeir voru að undirbúa sig til að sigla af stað þá þakkaði kaninn þeim vinsemdina með því að gefa þeim flota sem var nógu stór til að flytja allar þær eigur sem að þeir höfðu sankað að sér í Kína og voru þetta fjórtán stór verlsunarskip.

Marco segir lítið frá ferðinni til Persaflóa og lætur sem að ekkert merkilegt hafi gerst á þessum tuttugu og einum mánuði sem að ferðin tók en samt létust 582 leiðangursmenn.
Sigldi Marco frá Persaflóa suður meðfram Afríku og kemur við á Madagaskar. Frá Madagaskar siglir hann til Zanzibar og skilur síðan við eyjarnar á Indlandshafi og fer inn í Rauðahafið og stoppar þar fyrst við í höfuðborg ríkisins Aden og siglir síðan þaðan til Hormús. Er þeir komu til Hormús fréttu þeir að konungurinn sem átti að fá prinsessuna væri látinn. Var prinsessan þá gift syni konungsins Gasan en hann var staddur á norðausturmörkum Persíu til þess að hindra innrásir inn ríkið og tók vel hann á móti þeim og prinsessunni þegar þeir komu þangað. Frá Hormús fóru þeir til Trebisond og þar fengu þeir skipsfar til Konstantinópel og þaðan komust þeir loksins aftur til Feneyja árið 1295 og höfðu þá verið 23 ár í burtu.

Árið 1298 stýrði Marco galleiðu einni í stríði Feneyinga við Genúa og var tekinn til fanga, sat hann í fangelsi í eitt ár og á meðan þessari fangavist stóð þá skrifaði hann niður ferðsöguna sína og gaf hana út stuttu eftir að hann losnaði úr prísundinni.
Um sama leyti og hann stýrði galleiðunni giftist hann einnig Donata Badoer og eignaðist með henni þrjár dætur og bjó hann með þeim í Feneyjum þangað til hann lést, árið 1324 þá 70 ára gamall og voru síðustu orð hans
“Ég hef aðeins sagt frá helming þess er ég sá”.

Heimildaskrá:
Helle, Knut. 1992 “Hirðingjar og hámenning- 1000-1300” Áslaug Ragnars og Jóhannes Halldórson íslenskuðu. Almenna Bókmenntafélagið, Kópavogi.

Humble, Richard. 1982 “Frömuðir sögunnar – Marco Polo” Dagur Þorleifson íslenskaði, inngangur eftir Elizabeth Longford. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf., Reykjavík.

Macdonalld, Malcom Ross. “Lönd og landkönnun – handan við sjóndeildarhringinn” Steindór Steindórsson íslenskaði. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf., Reykjavík.
<Blank>