Ferðir Marco Polo, annar hluti.
Ferðin yfir Góbí og dvölin í Kína.

Til að komast að Góbí fóru þeir, Marco og félagar, frá Kasjgarhéraði til Kotan, átta daga ferð þaðan til Pem, fimm daga ferð frá Pem til Tsjartan, fimm daga ferð frá Tsjartan til Lop og síðan loks frá Lop og yfir Góbí. Öflun drykkjarvatns varð aftur aðalvandmál þeirra, en svo hafði aldrei verið síðan á ferð þeirra fyrir norð-austan Hormús og þurftu þeir að spara vatnið. Í Lop tóku þeir mánaðabyrgðir af vistum og héldu síðan út á eyðimörkina. Góbí eyðimörkin er svo stór að á þessum tíma var sagt að það tæki ár að fara hana endana á milli og þar sem eyðimörkin er mjóst mánuð. Hún er næstum ekkert nema fjöll, sandur og dalir. Ferðin yfir Góbí eftir fjölfarnasta slóðanum tók þrjátíu daga og var fyrsta borgin eftir að þeir komust yfir hana borgin Sútsjá. Marco dvaldist í Sútsjá í eitt ár, sem er skrítið miðað við það að restina af ferðinni til stórkansins var nokkuð auðveld. Á meðan hann dvaldist í Sútsjá fór hann í stutta könnunarleiðangra alveg eins og þegar hann var í Badaksjan, lýsir hann einu héraði fyrir norðvestan Sútsjá mjög vel og furðaði sig mjög á hve frjálsyndir íbúar þessa héraðs voru í ástarmálum. Samkvæmt Marco þá þegar að maður leitaði sér gistingar hjá einhverjum í héraðinu sagði húsbóndinn á heimilinu konu sinni að sinna öllum þörfum mannsins og fór síðan burt í tvo til þrjá daga, tekur Marco sérstaklega fram að
“þær séu alltaf tilbúnar að gera bón manns”.
Eftir þessa ársdvöl þeirra í Satsjú fóru þeir að vesturenda Kínamúrsins og voru þá komnir til Kaþei. Frá vesturenda múrsins voru fimmhundruð mílur til Karaketa, höfuðborgar Mongóla.

Þegar Marco, faðir hans og frændi gengu fyrir Kublai kan þá tók hann vel á móti þeim. Þeir sýndu honum virðingu á mongólskan hátt, með því að falla á hné fyrir framan hann. Var Kublai mjög ánægður með gjafirnar og bréfin sem að páfi hafði sent honum og var sérstaklega ánægður með helga olíu frá Jerúsalem. Þegar hann tók loksins eftir Marco Polo þá spurði hann föður Marco hver þetta væri og svaraði hann þá
“sonur minn og skuldbundinn þjónn yðar
tók þá kaninn Marco í þjónustu sína.
Einn tiltekinn atburður er talinn hafa hraðað frama Marcos hjá kaninum töluvert og var það árið 1277. Þá gerðu kínverjar stjórnbyltingartilraun til að reyna losna undan stjórn Mongóla. Ástæða þessarar uppreisnar var óánægja varðandi einn að æðstu embættismönnunm kublais Akmads, sem misnotaði aðstöðu sína til þess að losna við alla þá sem voru ekki honum að skapi. Upphaf uppreisnarinnar var þegar tveir kínverskir herforingjar, Van-hú og Tsjíen-hú, brugguðu Akmad launráð. Var þetta upphaf allsherjar uppreisnar í borginni Kanbalig, höfuðborgar Kína á þessum tíma, til þess að drepa alla útlenda djöfla, en það kölluðu Kínverjar útlendinga og var slagorð uppreisnarmanna
“Drepið skeggjuðu mennina”
.
Eftir að Tsjíen-hú og Van-hú höfðu drepið Akmad þá drápu lífvarðasveitir hans þá báða var gefin skipun um að hver sem reyndi að fara út úr borginni væri umsvifalaust drepinn. Þannig var uppreisnin kæfð því að hún náði aldrei að breiðast út úr borginni. Þegar Kublai kom loks til borgarinnar heyrði hann hvað Akmad hafði verið að gera, lét hann henda líki hans út á götu svo að villihundar gæti rifið það í sig og lét flá báða syni Akmads lifandi, einnig minnkaði hann réttindi múhameðsmanna, en Akmad hafði verið Islamstrúar. Þegar að Kublai heyrði hvað Marco sagði vel, skilmerkilega og satt frá í vitnisburði sínu á móti Akmad jókst þegar mikið álit Kublais á honum til muna og fljótlega eftir þetta var Marco gerður að sérlegum ráðunaut Kublais, voldugasta manns heims, og var farið að senda hann í ýmis ferðalög.

Fyrsta sendiferð Marcos af þessu tagi var til Kara-jang, en það var landsvæði þar sem yfirráð Mongóla voru enn ótryggð. Tók ferðin frá Kanbalig til Kara-jang fjóra mánuði. Hóf Marco förina með því að fara að Húang-hó, sem er næst lengsta áin í Kína, frá Huang-ho fór hann til Síngan-fu, þaðan ferðaðist hann um fylkin Han-tsjung og Ak-balik Mansi og kom á endanum til borgarinnar Tsjeng-tu-fu við ána Kiang-sui (Jangtse), kallar Marco þetta hérað Tíbet. Frá Tíbet heldur Marco til Kaindu eða Ning-juen og tíu dögum síðar var hann kominn að fljótinu Kinsja-Kiang, hinum megin við það var Kara-jang. Var það svo stórt svæði að því var skipt í sjö héruð. Fyrsta héraðshöfuðborgin sem Marco kemur til er Jatsji, var hún fimm dagleiðir frá Kinsja-kiang. Frá Jatsji fór Marco til borgarinnar Kara-jang og eftir fimm daga ferð komst hann til héraðsins Sar-dandan, hét höfuðborgin þar Votsjan.

Skömmu áður en Marco kom þangað hafði Búrmakonungur ráðist inn í héraðið en Mongólar varist árásinni og lagt Búrma undir sig. Þegar Marco kom til Búrma voru enn minniháttar átök í gangi. Frá Búrma snéri hann við til Kaþei. Á leið hans til baka fór hann í gegnum fylkið Tandinfú, en þar gerði landstjórinn uppreisn og braut Kublai hana niður. Kublai var mjög ánægður þegar að Marco sagði honum að nú væri allt friðsælt í Tandinfú. Í einni sendiferð Marcos lenti hann í því að þurfa að taka þátt í orrustu þegar Kublai sigrar síðasta keisarann í Mansí. Eftir hana var Marco gerður að landstjóra í Jangtsjá í þrjú ár. Margir deila um hvort að þetta sé satt þar sem að ekki er minnst á Marco á listum um landstjóra í Kína.

Einnig lýsir Marco vel borginni Hangtsjá sem hann kom til í einum af leiðangrum sínum og segir hann að nafn borgarinnar þýði himnaborg. Hann segir frá stærð borgarinnar með mjög skrítnu orðalagi. Hún er með tólf þúsund brýr og tíu markaðstorgum. Eins og á flestum stöðum í ferðabók Marcos þá lýsir hann kvenþjóð allra staða sem hann kom til mjög vel og var Hangtsjá engin undantekning og lýsir hann henni svona:
Þessar velvirtu konur er svo vel að sér í blíðu- og ástarlotum hverskonar, auk þess sem þær alltaf kunna lagið á að viðhafa þau orð, sem best falla í kramið hjá hverjum og einum, að útlendingar, sem hafa notið þeirra, eru frá sér numdir og svo heillaðir af yndi þeirra og kvenlegum töfrum að þeir geta aldrei gleymt þeim. Þegar þeir koma heim, þá segjast þeir svo sannarlega hafa verið í, það er að segja borg himnanna, og þeir vart um annað hugsað en að komast aftur þangað.
Til samræmis við þetta má til dæmis koma með lýsingu Marcos á öðru háskólahverfi borgarinnar:
“í öðrum götum eru læknarnir og stjörnufræðingarnir sem líka kenna lestur og skrift.”
Í borginni voru tólf iðngildi, í hverju þeirra voru tólf þúsund verkstæði, unnu fæst tíu menn í hverju þeirra og í sumum voru allt uppí fjörtíu menn sem unnu þar.
Aldrei á ferðum sínum hefur Marco fundist honum vera nær jarðneskri paradís en þegar hann dvaldist í Hangtsjá.
Marco fór einnig nokkrar ferðir um strandhéruð Kaþei og Mansi.
<Blank>