Marco Polo MARCO POLO



Ég ætla að segja frá Marco Polo og ferðum hans til kína og hvað það hafði að segja á Evrópu og menninguna þar.


Marco polo fæddist (í/á) Feneyjum árið 1254. Faðir hans var stórkaupmaður en gerðist síðar landkönnunuður. Marco var aðeins 6 ára þegar hann, faðir hans og frændi hans lögðu af stað í þeirri fyrstu ferð austur til Kína. Þeir þrír eru oft nefndir póló bræðurnir. Marco var 15 ára þegar póló bræðurnir snéru aftur til Feneyja og hafði móðir hans látist. Það liðu um 2 ár þar til póló bræður lögðu af stað í seinni ferð þeirra til Kína. Sú ferð átti eftir að vera mun umfangsmeiri en sú fyrri.


****Seinni ferðin til Kína
Páfinn sem þá ríkti hafði sent pólóbræðrunum ýmsar gjafir til þess að færa Kínakeisara. Pólóbræðurnir (Marco polo, faðir hans og frændi hans) lögðu því af stað með gjafir páfans tóku með sér tvo förumunka. Förumunkarnir snéru þó aftur til Feneyja þegar þeir komu að stríðsátaka svæði en pólóbræðurnir héldu áfram. Í þetta skipti ætluðum bræðurnir að fara nýja leið. Þeir ákváðu að fara í gegnum Armeníu, Persaveldi og Afganistan, yfir Pamir fjallgarðanna, og síðan með silki veginum til Kína.


Pólóbræðurnir byrjuðu á því að fara meðfram vesturströnd Kaspíuhafs og komu að borg sem hét Tabriz og héldu síðan til hafnarborgarinnar Hormuz í Persaflóanum. Þaðan ætluðu þeir sjóleiðina til kína en þegar þeir komu til Hormuz sáu þeir að bátarnir voru í mjög slæmu ástandi og treystu sér því ekki til þess að fara sjóleiðina fóru þeir því landleiðina. Þegar þeir komu að Badakhshan sem var landsvæði í Norð-austur Afganistan veiktist Marco polo og dvöldu þeir þar í eitt ár. Þegar Marco náði sér héldu Pólóbræðurnir áfram för sinni austur á bóginn. Þeir komu fljótlega að Pamir fjallgörðunum sem var sagður vera hæsti punktur jarðar. Eftir að hafa farið yfir Pamirs fjöllin komu þeir að eyðimörk sem hét Taklamakan. Á leið þeirra um eyðimörkina heimsóttu þeir marga staði. Marco Polo var mjög góður að sjá einkenni hvers staðar fyrir sig. Til dæmis í Yarkand tók Marco eftir því að skjaldkirtillinn hjá flestu fólki væri óvenju en það var vegna skorts á joð í drykkjavatninu. Hins vegar var mjög furðulegt Það sem tíðkaðist í Pem. Þar var eðlilegt að þegar eiginmaðurinn færi í ferðalag sem tæki lengra heldur en 20 daga þá giftist eiginkonan örðum manni, og hvert sem maðurinn fór giftist hann á sama hátt annarri konu.


Síðan komu þeir að eyðimörkinni Gobi þar sem Marco lýsti henni sem víðáttumikillri eyðimörk. Hann sagði að það tæki örugglega ár að fara þvert yfir hana. Eyðimörkin samanstóð af fjöllum og sandi þar sem enginn matur var að finna. Þrátt fyrir þessar slæma aðstæður komust Pólóbræðurnir heilir á húfi yfir eyðimörkina og til Dunhuang þar sem þeir dvöldust í eitt ár. Í Austur-túrkistan var gríðarlega mikil framleiðsla af asbestosi sem er þráðótt steintegund sem er silikat af magnesíum og kalsíum. Marco tók eftir því hvernig asbestos klæðnaður var þrifinn en það var gert með því að kasta fötunum í eld. Hann vildi sýna páfanum það sem hann hafði uppgötvað og sendi því sýni til páfans.


Þrátt fyrir að Marco hafi ekki verið sagnfræðingur sagði hann samt frá Ríki Mongóla og Keisaralífinu. Það sem vakti athygli Marcos hvað mest var að karlmennirnir sinntu engu öðru en veiðar og stríð á meðan konurnar gerðu allt hitt. Mongólar stunduðum fjölkvæni þar sem Húsbóndinn átti margar eiginkonur og þegar hann dó giftist elsti sonur hans öllum eiginkonum föður síns nema móður sinni. Einnig gátu menn tekið við eiginkonum bróður síns ef þær væru ekkjur. Þegar þeir voru ekki langt frá Kína frétti keisarinn, Kúblæ, af komu þeirra og mætti þeim með konunglegu fylgdarliði. Þegar þangað var komið höfðu Pólóbræðurnir verið á ferðalagi í um 3 og hálft ár og ferðast yfir 9000 kílómetra.


Keisarinn heillaðist mjög af Marco og skipaði hann í háa stöðu í stjórnsýslunni. Marco dvaldist hjá hirð Kúblæs og var sendur í mörg verkefni víðsvegar um Kína, burma og Indland. Marco sagði frá höfuðborg kúblæs, athöfnum, veiðum og almennings aðstoð sem var í raun mun meiri heldur en tíðkaðist í Evrópu. Hann varð ástfanginn af höfuðborginni sem síðar varð hluti af Beijing en var kallað Kanbalig sem þýðir ,,Borg keisarans“. Borgin var mjög vel skipulögð, vegirnir voru allir beinir og öll horn voru rétt.


Hann dáðist að sumar konungshöllinni, og sagði að þetta væri stórkostlegasta höll sem til væri. Veggirnir voru þaktir gulli og silfri og í salnum hefðu um 6,000 manns geta borðað saman. Höllin var byggð úr reyri sem var fest með mörgum silki snúrum sem gat verið auðveldlega tekið í sundur og flutt með keisaranum. Hann hafði að geyma 10.000 hvíta hesta sem voru mjólkaðir fyrir konungsfjölskylduna og ættbálk sem hafði unnið sigur fyrir Ghengis Khan.


Marco hafði kynnst einum undraverðum hlut sem var algjörlega nýtt fyrir honum og það var asbestos. En hann átti eftir að kynnast pappírs gjaldeyri, kol og póstkerfi keisarans.
Sú hugmynd að pappír kæmi í staðinn fyrir gull og silfur var óvænt fyrir póló bræðurna.
Marco sagði að kol væru steinar sem brunnu eins og tré. Þótt að kol væri ekki óþekkt í Evrópu var þetta alveg nýtt fyrir Marco. Hann sagði að þessir litlu steinar væru mjög hentugir því fólksfjöldinn væri svo mikill og það væru mörg baðhús sem þyrfti að hita upp.


Marco var jafn hrifinn af skilvirkninni í samskiptakerfi mongóla sem var skipt niður í þrjá flokka. Fyrsti flokkurinn var þannig að pósturinn var fluttur af hlaupurum. Hver hlaupar hljóp alltaf 5 kílómetra þ.e. frá heimili sínu að heimili næsta hlaupara. Þeir hlupu með belti sem hafði bjöllur á svo að næsti hlaupari gæti verið tilbúinn til þess að taka við. Þetta gerði bréfum kleift að fara leið sem tæki 10 daga á aðeins 24 klukkustundum. Á hverjum 5 kílómetrum var eftirlitsmaður sem sá um að allt færi á sinn stað. Annar flokkurinn var fluttur á hestbaki og þá var skipt um á rúmlega 30 kílómetra fresti. Síðast en ekki síst var flokkur sem var einungis fyrir keisarann og var sá póstur fluttur með hestum sem máttu ekki stoppa. Þegar þeir komu að bæ,þar sem næsti hestur átti að taka við, blésu þeir í lúður svo að sá næsti gæti verið tilbúinn með nýjann hest. Marco staðfesti að þeir gætu ferðast 400-480 kílómetra á dag.


Marco ferðaðist mjög mikið um Kína og var undrandi á mætti, auðæfi og margþætta þjóðfélags samsetningu Kína. Hann sagði að um 125,000 tonn af járni væri framleitt á ári í Kína og 30,000 tonn af salti á ári í einu héraði fyrir sig. Þeir notuðu gífurlega skipulagða skurði sem þungaflutningsleiðir. Íbúarnir keyptu bækur með pappír, borðuðu hrísgrjón úr fínum postulíns skálum, gegnu um í silki og bjuggu í efnuðum borgum.


Árið 1277 skipaði Kúblæ keisariMarco í embætti leynilegs þings og í 3 ár var hann skattstjóri í Yanzhou. Á meðan Marco var að heimsækja hluta af Serbíu tóku faðir hans og frændi þátt í styrjöld gegn bænum Shang Yang Fou, en þeir höfðu hannað og byggt vígvélar.


****Leiðin heim
Pólóbræðurnir höfðu verið hjá hirð Kúblæs í 17 ár, öðlast mikinn auð þar á meðal gull og demanta. Þeir voru kvíðnir fyrir að fara í sendiför því ef keisarinn, sem var þá kominn vel á sjötugs aldur, mundi deyja þá fengu þeir kannski ekki eiga peningana þeirra. Kúblæ samþykkti treglega að pólóbræðurnir fengu að snúa aftur heim eftir að þeir fylgdu mongólskri prinsessu, Kokachin, til Persaveldisins þar sem hún átti að giftast Persnenskum prinsi, Arghun.


Pólóbræðurnir ákváðu af fara sjóleiðina heim til Feneyja og tók hún 2 ár þar sem 600 farþegar og áhöfn dóu. Marco vissi ekki alveg hvað hafði farið úrskeiðis á leiðinni heim en til eru kenningar um hvað hafi gerst. Sumir segja að þeir hafi dáið úr skyrbjúg, kóleru eða drukknað. Aðrir segja að þeir hafi verið drepnir af innfæddum eða sjóræningjum. Þegar þeir komu að Hafnarborginni Hormuz þaðan sem þeir ætluðum fyrst til kína komust þeir að því að Arghun, prinsinn sem mongólska prinsessan átti að giftast hafði dáið fyrir tveimur árum og að Kúblæ keisarinn hafði einnig látist. Þeir höfðu fengið eins konar vegarbréf frá kúblæ til þess að ferðast um alla mongólíu óhulltir, og komust þeir því heilir á húfi heim til Feneyja um veturinn árið 1295.


Marco polo var sjötugur þegar hann lést. Seinustu orð hans mælti hann þegar hann lá í rúmi sínu umkringdur vinum sínum,
Ég hef ekki sagt frá helmingnum af því sem ég sá…


HEIMILDIR:


Cape, Jonathan. Contemporaries of Marco Polo. Prentað í U.S.A.

Encyclopædia Britannica. 2006. Encyclopædia Britannica Online. 14 Okt. 2006. http://www.britannica.com/eb/article-9060660 [Sótt 14. Október 2006]

Humble, Richard. 1982. Marco polo. Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík. Dagur Þorleifsson íslenskaði

Jamchi, Nadia Margrét og HMS. „Í hvaða landi var ísinn fundinn upp?“. Vísindavefurinn. 21.7.2006. http://visindavefur.hi.is/?id=6077. [sótt 19.10.2006]