Um upphaf Seinni heimsstyrjaldar Um upphaf seinni heimsstyrjaldar.

Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk var fundur haldinn í París og þar lýstu menn yfir að aldrei skyldi aftur verða stríð og tryggja ætti frið þar sem eftir væri.

En það var líka ákveðið Miðveldin (Þýskaland ogfl lönd) ættu alla sök á upphafi stríðsins. Litið var á löndin sem glæpaþjóðir sem yrðu útilokuð frá öðrum þar til að þau hefðu greitt skaðabætur og fengið sína refsingu.

Sigurvergar stríðsins ákváðu ein alla skilmála en Woodrow Wilson, forseti Bandaríkjanna vildi fá Frakka og Breta til þess að gera réttláta skilmála en því var hafnað.En Frakkar réðu mestu.Þjóðverjar urðu svo að undirrita samninginn í Versölum 28.júni 1919,þ.e. Versalasamninginn.

Á svipuðum tíma Þjóðabandalagið stofnað,en það átti að tryggja frið en hvorki Rússland sem var nýkomið undir stjórn kommunista eða Þýskaland fékk að taka þátt.
Þjóðabandalagið reyndist síðan vera kjaftaþing sem enginn tók mark á ,eins og kom fram td þegar Ítalir hertóku Eþíopíu og Japanir Mansjúríu héraðið í N-Kína.

Í Versalasamningnum urðu Þjóðverjar að greiða háar stríðsskaðabætur.Auk þess voru mörg héruð skorin af Þýskalandi,samtals 14% af flatarmáli landsins og milljónir Þjóðverja með.Austurríki-Ungverjaland var leyst upp og Tyrkneska veldið missti stór lönd.Pólland var endurreist en það fékk stórt land frá Þýskalandi og Bretar og Frakkar skiptu svo með sér nýlendum Þjóðverja í Afríku.

Einnig máttu Þjóðverjar ekki hafa fleiri en 100,000 manns í her og hvorki hafa herflugvélar eða skriðdreka. Skipastærð var líka takmörkuð við 10.000 tonn.
Þeim var einnig bannað að hafa herlið í Rhinar-héraði. Auk þess var reynt að eyðileggja alla framleiðslugetu Þjóðverja en í leiðinni var krafist gjalda af aukinni framleiðslu landsins.Þannig átti að gera landið ánauðugt út 20.öld. Frakkar reyndu líka að auka óánægju íbúa Þýskalands til þess að geta klofið landið og myndað áhrifasvæði.

Dæmi um það var að þegar Frakkar tóku Saar-héraðið árið 1920 og þegar Þýskaland stóð ekki við lítið atriði í Versalasamningnum og fyrir það hertóku Frakkar Ruhr-hérað í byrjun 1923. Það var iðnvæddasta hérað landsins og skall þá á mikil kreppa í Þýskalandi og þýska markið varð nær verðlaust.
(minnir að það hafi verið að vegna þess að Þjóðverjar skiluðu ekki til baka nægum fjölda af símastaurum)
Einnig var hafnbanni haldið áfram þótt að stríðinu væri lokið en hátt í milljón manns létust úr hungri vegna þess.

Að lokum átti Þýskaland líka að viðurkenna að þeir hafi átt upptök að stríðinu:
“Germandy accepts the responsibility of Germany and her allies for causing all the loss and damage to which
the Allied and Associated Governments and their nationals have been subjected as a consequense of
the war imposed on them by the aggression of Germany and her allies”.

Þegar stríðinu lauk hefði því lýðræðið átt að taka við þar sem þýski herinn hafði tapað stríðinu en hernaðarsinnar voru allsráðandi fyrir stríð og lýðræðissinnar voru í minnihluta.
En þá var gerð bylting í Þýskalandi þar sem lýst var yfir að þýski herinn hefði ekki tapað heldur hefðu stjórnendur landsins svikið landið. Þá kom fram hugmyndin um “rýtisstunguna í bakið”. Þannig tókst hernaðarsinnum að lýsa yfir að þeir sem tækju við stjórninni væru svikarar.

Lýðræðissinnar voru því ásakaðir um svik en við það bættist við að þurfa að greiða stríðsskaðbæturnar. Það gerði þessa nýju stjórn mjög veika og óvinsæla en þessi nýja stjórnskipan fékk nafnið Weimar-lýðveldið.

Einn þeirra sem vou óánægðir með Versalasamninginn var Adolf Hitler sem hafði barist með þýska hernum í fyrri heimsstyrjöld.
Hann vildi sameina löndin sem tekin voru af þeim,rífa Versalasamninginn í sundur og fara í stríð við Frakka. Í stuttu máli varð Hitler foringi naistaflokksins. Hann var sendur í fangelsi eftir misheppnaða byltingu í Munchen,svokölluð bjórstofubyltingu sem var gerð í nóvember 1923. Þar var m.a. var ætlunin að hefja viðnám gegn Frökkum vegna hertöku Ruhr héraðs.

Þrátt fyrir að margir væru sammála Hitler var flokkurinn aðeins með nokkur prósent atkvæða,flokkurinn varð næstum því gjaldþrota og útlit var fyrir að flokkurinn yrði að engu.
En þá skall á kreppan mikla og fylgið jókst mjög sem leiddi til þess að Hitler var kjörinn kanzlari Þýskalands 30.janúar 1933. Framhaldið vita svo allir..

Af þessu má sjá að hefðu Þjóðverjar ekki verið neyddir til þess að skrifa undir Versalasamninginn og að Frakkar hefðu ekki farið svona illa með Þýskaland að þá hefði öfgamaður eins og Hitler líklegast aldrei náð að komast til valda.
Þó að kreppan mikla hafi átt stærstan þátt í að Hitler komst til valda var upphafið vanhugsaðar aðgerðir Frakka og Breta. Það er vel skiljanlegt af hverju fólk kaus Hitler en hitt er svo annað mál að enginn vissi að Hitler var brjálæðingur
sem átti eftir að koma af sér annarri heimsstyrjöld.

Heimildir:
Shermer,David.1975.”World War One”.
Heiferman,Ronald.”Seinni heimsstyrjöldin”.Fjölva-útgáfa.
“Nazis:A warning from history”. Discovery Channel.


PS: Það er svosem hægt að lýsa mörgum atriðum mun nákvæmar en þetta er bara svona helstu atriði :)