Mein Kampf Mein kampf var ekki beint skrifuð af Hitler. Hitler settist ekki niður við ritvélina og skrifaði bókina heldur var það maður að nafni Rudolph Hess. Á árunum 1923-24 gekk Hitler fram og aftur í fangelsisklefa sínum og þuldi upp bókina á meðan Rudolph skrifaði. Hitler og Rudolph náðu ekki að klára hana á fangelsistímanum. Þeir luku við hana á kráherbergi á krá sem stóð við Berchtsgaden í Berlín.

Titilinn sem Hitler valdi upprunalega fyrir bókina var “Fjögur og hálft ár í baráttu við lygar, heimsku og hugleysi.(Veit ekki hvernig etta á að vera á þýsku.)” en útgefandinn sem var einnig nasisti vissi betur og stytti titilinn í “Mein Kampf” eða “Bárátta mín”.

Þegar fólk less Mein Kampf er það eins og að hlusta á Hitler tala um æsku sína og þegar hann var nýr í nasistaflokknum, áætlan
ir hans fyrir Þýskaland og hugmyndir hans um pólitík og kynþætti.

Í bókinni skiptir Hitler mannkyninu í flokka eftir útliti og hegðun og býr til “betri” flokk og “verri” flokk. Efst á listanum í “efri” flokknum er Germanski karlmaðurinn með sitt ljósa hár og bláu augu. Hitler kallar þessa menn Arýa. Hann segir að þeir séu æðri en allir aðrir kynflokkar og settur þá á hæsta stall. Og þegar hann er orðinn Fhurher yfir Þýskalandi og ss sveitir hans eru farnar að myndast eru aðeins þeir menn sem bera eitthvað af einkennum Arýans sem eru valdir í þær.

En ef það er til kynflokkur sem er æðri en allir aðrir hlýtur að vera til kynflokkur sem er verri en allir aðrir. Í það hlutverk velur slavneska fólkið, sérstaklega Tékka, Pólverja og Rússa og Gyðinga.


Loks þegar Mein kampf kom út út árið 1925 seldist hún illa. Fólkið hafði vonað eftir sjálfsævisögu. En þegar Hitler varð kanslari seldust milljónir eintaka. Bókinn var gefinn hjónum sem voru nýbúinn að giftast eða stúdentum eða bara við einhver hátíðleg tækifæri. Þótt að bókin gerði Hitler að ríkum manni, hafði hann áhyggjur af þeim upplýsingum sem að hún gaf öðrum þjóðum um áætlanir hans og um innræti hans.

Bókin var einskonar viðvörun fyrir heiminn en því miður var hún hunsuð.

——————————————————————-


“Ég hef ekki hugmynd um hvernig þriðja heimstyrjöldin verður háð en sú fjórða verður háð með bareflum og grjóti.”

Albert Einstein