Palestína vs. Ísraels 3. hluti Þetta er seinasta greinin í þessari syrpu, greinin fjallar um þróun stríðsins frá 1947 - 1949 og svo er einnig loka orð og heimilda skrá í greininni.

Átökin 1947 - 1949

Andúð milli gyðinga og araba hafði verið að stig magnast í langan tíma og alls kyns árásir voru gerðar á báða bóga. Hefndar aðgerðir voru framkvæmdar svo koll af kolli, en fáar árásir voru eins blóðugar og árásir gyðinga á bæinn Deir Yassin þar sem 254 manneskjur lágu í valnum, menn, konur og börn. Arabar hefnu sín í kjölfarið með því að myrða 77 gyðinga sem voru á ferð undir merkjum rauðakrossins til gyðingaspítala. Örfaði þetta enn frekar landflótta palestínumanna enda mátti búast við mun fleiri árásum í kjölfar þessara hryðjuverka.

Ísraelsmenn hafa viljað kalla stríðið við arabaríkin varnar stríð, þó svo að mesti hluti fallinna manna hafði látist utan landamæra hins nýskipaðs landsvæðis gyðinga. Stríðið byrjaði ekki vel fyrir Ísraela og svo virtist sem þeir ætluðu að missa stjórn á því, þar sem þeir voru heldur fámannaðir og vopnalitlir. Þá barst þeim all nokkur liðsauki frá vesturlöndum og austur evrópu. Þúsundir sjálfboðaliða komu þeim til hjálpar og margir með nýlega reynslu af nútíma hernaði og þar að auki barst þeim ógrynni af vopnum frá löndum eins og Júgóslavíu.

Arabaherinn sem stóð m.a. saman af mönnum frá Jórdaníu, Egyptalandi, Sýrlandi og Líbanon, og átti hann að heita undir stjórn Abdullah emírs, sem bretar höfðu skipað sem stjórnanda Jóradaníu. Hann hafði þó meiri áhuga á að sameina Sýrland, Jórdaníu og Írak í eitt ríki og leitaði til gyðinga og Síonista um skipti á stuðningi þeirra og viðurkenningu áætlaðs ríkis á Ísrael. Abdullah var þó ekkert nema peð Breta í augum flestra almennra Palestínumann og araba og Abdullah sjálfur leit á marga leiðtoga múslima sem meiri ógn heldur en Ísraela.

Ef skipta ætti þessu stríði í stig væri hægt að raða þeim í fimm stig og tvö vopnahlé. Fyrsta stigið stóð yfir frá 29. nóvember 1947 til 1. apríl 1948. Það einkenndist af áreiti í garð gyðinga af hálfu araba og arabískir fangar réðust að gyðinga föngum en voru stöðvaðir af fangavörðunum og ráðist var inn í búðir í eigu gyðinga svo fátt eitt sé nefnt. Gyðingar voru stóðu einnig fyrir árásum á Palestínumenn og vitað er um nokkra breska liðhlaupa sem gengu til liðs við gyðinga og tóku m.a. þátt í bílasprengju árásum . Árásirnar urðu svo öflugri á báða bóga eftir að Bretarnir byrjuðu að yfirgefa Palestínu. Skipulagður hernaður araba hófst ekki fyrr en frelsis her araba undir stjórn Fawzi Al-Qawuqji kom til skjalanna í árs byrjun 1948. Þá varð aðal stefna araba að loka fyrir vegi sem leiddu til gyðingabyggða og í lok mars voru þeir búnir að loka fyrir aðal veginn sem gekk frá Tel Aviv til Jerúsalem þar sem einn sjötti hluti palestínugyðinga bjó.

Á öðru stigi stríðins sem stóð yfir frá 1. apríl 1948 til 15. maí kom í ljós að Ísraelar voru mun betur skipulagðir hernaðarlega sem kom niður á aröbum. Abdullah emír var skipaður yfirmaður arbísku herdeildanna og arbísku ríkin ákváðu á þessu stigi að senda reglulega hersveitir til palestínu. Þó héldu hersveitirnar að vera tiltölulega óskipulagðar. Þriðja stigið stóð svo í rúman mánuð, þá lýstu Ísraelar yfir sjálfstæði við góðar undirtektir Sovétmanna og Bandaríkjamanna sem voru ekki lengi að samþykkja sjálfstæði þeirra. Og rétt rúmlega 20.000 hermenn frá arabaríkjunum bættust við liðsafla palestínumanna. Ísraelar unnu þó alltaf jafn og þétt meira og meira af landsvæði og fjöldi innflytjenda jókst um sirka 10.000 á mánuði. Ísraelum tókst ekki aðeins að verja sín svæði heldur stækkuðu þeir yfirráðasvæði sín talsvert.

Þann 29. maí 1948 sömdu Sameinuðu þjóðirnar um vopnahlé, það stóð samt ekki lengi og eftir innan við mánuð var stríðið skollið aftur á. Fjórða stigið einkenndist af sókn og vörn frá báðum hliðum, en Ísraelum óx sífellt ásmeginn. Seinna vopnahléið stóð í tvo mánuði, þá kom Folke Bernadotte með tillögu um að Jórdanir myndu taka við nokkrum arabískum svæðum þ.á.m. Negev, al-Ramla og Lydda. Svo myndi Galilee verða algerlega undir stjórn Gyðinga. Hann kom líka með þá hugmynd að Jerúsalem yrði alþjóðleg og að flóttamennirnir fengu að flytja aftur til sinna heima eða fá bætur. Þessu neituðu bæðu Palestínumenn og Ísraelar. Bernadotte var svo myrtur daginn eftir, eða 17. september af öfgasamtökum gyðinga sem kölluðu sig Lehi, hinn bandaríski Ralph Bunche tók við honum sem sáttasemjari fyrir Sameinuðu þjóðirnar.

Í fimmta og seinasta kafla stríðsins tókst Ísraelsmönnum að vinna alla andstæðinga sína og reka þá til sinna heima. Vopnahlé var svo samþykkt 7. janúar 1949 og lauk þannig þessu stríði. Í mánuðinum á undan höfðu Sameinuðu þjóðirna lagt fram “samþykkt 194”, en stór hluti þessarar samþykktar var þó ekki framkvæmdur.

Lokaorð

Niðurstaða þessarar ritgerðar er að mínu mati sú að þessi átök eru Sameinuðu þjóðunum að kenna, enda ekki réttlætanlegt að taka landa af einhverri þjóð til þess að gefa annarri. Skiljanlegt er að heimurinn hafi fundið til með gyðingum eftir heimstyrjöldina, en það réttlætir ekki að hundruðir þúsunda araba hafi þurft að flytja búferlum sama hvort það hafi verið verið með vilja eða ekki. Bandaríkin og Sovétríkin voru náttúrulega að hugsa um eigin hagsmuni þega allt kemur til alls og Bretar og Frakkar hefðu mátt vera meira inn í myndinn. Sérstaklega Bretarnir þar sem þeir höfðu í raun skapað vandann með stefnu sinni áratugina á undan.

Einnig þótti mér merkilegt að lesa um hvað arabaríkin gerðu lítið til þess að aðstoða flóttamennina og er ég nokkuð hneigslaður eftir að hafa lesið þetta, vegna þess að maður áttar sig á því að ríkin hefðu getað gert svo mikið meira til þess að gera líf þess fólks mun bærilegra. Og maður skilur ekki hvernig leiðtogar þessara ríkja gátu leift sér að hirða ekkert um flóttamennina til þess eins að vekja andúð í garð Ísraela.

Ísraels ríki varð semsagt til þegar Palestínu var skipt í tvennt af voldum Sameinuðu þjóðanna og Ísraelar lýstu yfirlýstu sig sjálfstæða stuttu eftir við góðar undirtektir Bandaríkjamanna og Sovétmanna sem voru ekki lengi að viðurkenna sjálfstæði þeirra. Það sem varð um palestínuarbana er að þeiru þurftu að flytja í hundruða þúsunda tali til tilskipaðs svæðis Palestínumanna og til annarra landa. Ekki einungis nágrannalandanna heldur fluttu margir til vesturlanda, t.d. Kanada. Barátta þjóðanna þróaðist frá minnihátta árásum á báða bóga til þess að verða allsherjar stríð sem Sameinuðu þjóðirnar þurftu að skipta sér að.

Fátt annað kom mér virkilega á óvart en þó mun ég kynna mér mál betur og hugsanlega komast að einhverjum öðrum niðurstöðum, enda ekki hægt að vænta mjög nákvæmra niðurstaða eftir lestur nokkurra bóka og smá vefleitar.

Heimildaskrá:

Prentaðar heimildir:

Félagið Ísland-Palestína: Greinasafn um atburðina í palestínu, bls. 7
Útgefandi: Félagið Ísland-Palestína, 1989

Jón O. Halldórsson: Átakasvæði í heiminum, bls 133
Útgefandi: Mál og Menning 1994, Útgáfustjóri: Jón Ormur Halldórsson

Randolps S. Churchill og Winston S. Churschill: Sex Daga stríðið bls. 20 ; (Þýðandi: Skúli Bjarkan).
Útgefandi: Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík, 1967

Wiik, Jan Erik: Miðausturlönd bls. 17.
Mál og Menngin, Reykjavík, 1993

Vef heimildir:

Heimasíða Madre samtakanna: http://www.madre.org/articles/me/rightofreturn.html

Vefur UNRWA: http://www.un.org/unrwa/refugees/whois.html

Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Israel

Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Palestinian_refugee

Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/1948_Arab-Israeli_War
____________________________________________
Þá er þessari greina syrpu lokið og vil ég bara þakka fyrir mig og vona ég að þetta hafi verið fræðandi fyrir ykkur.

kv. Liverpool