Ég átti að vera ritgerð um eitthvern eða eitthverja sem átti aðild eða var aðili í Seinni heimstyrjöldinni og ég valdi Adolf Hitler…=)
Hope you enjoy….=P



Inngangur
Seinni heimstyrjöldin geisaði á árunum 1939 – 1945 og er talin mannskæðasta styrjöld mannkynssögunnar. Rúmar 62 milljónir manna féllu, eða um 2,5% mannkyns á þessum tíma og margfalt fleiri særðust. Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um hver tildrög stríðsins voru, en það voru meðal annars áhrif Adolfs Hitlers á Þýskaland. Einnig ætla ég að fjalla um ævi og hin svokölluðu afrek Hitlers, ásamt því hvernig Hitler náði svo langt að verða kanslari Þýskalands og einræðisherra. Hvernig gat hann fengið svo mikið vald Í Þýskalandi? Vald sem leiddi Þýskaland aftur í þá niðurlægingu og eyðileggingu sem það hafði komið sér í 1945, þegar stríðið endaði í vestri. Þeim spurningum ásamt fleirum ætla ég að reyna að svara í þessari ritgerð.

Meginmál
Adolf Hitler fæddist 20 apríl 1889 í austurríska bænum Braunau, nálægt þýsku landamærunum. Faðir hans, Alois, var 51 árs þegar hann fæddist og var skapbráður, strangur og ofbeldisfullur. Það er vitað með vissu að hann barði oft hinn unga Hitler. Alois átti eldri son frá fyrra hjónabandi, en sá endaði í fangelsi fyrir þjófnað. Alois var því ákveðinn í því að yngri sonurinn myndi ekki feta sömu leið og þess vegna taldi hann sig þurfa að berja Adolf til að styrkja hann. Alois var hálfur gyðingur en móðir Alois hafði orðið ófrísk að honum þegar hún vann hjá gyðingafjölskyldunni Frankenburger. Bakgrunnur Alois gat því hæglega orðið Hitler til trafala sem framtíðarleiðtogi nasistahreyfingarinnar.
Alois var opinber starfsmaður, eða tollvörður og var það virðingarvert starf í Braunau á þessum tíma. Það var því ekki að undra að Alois yrði ekki sáttur við draum Hitlers um að verða listamaður. Hann vildi að Hitler yrði eins og hann sjálfur, opinber starfsmaður ríkisins. Móðir Hitlers, Clara, var hrein andstæða Alois. Hún var umhyggjusöm og ástúðleg og stóð oftast með Hitler þegar faðir hans ávítaði hann. Hitler var aldrei vinsæll í skóla né mikill námsmaður. Þótt hann hafi ekki verið mikill námsmaður, eins og fyrr segir, las hann þó mjög mikið, var draumóramaður og hans æðsta ósk var að verða listamaður.Þegar Adolf var 13 ára lést faðir hans. Þá var Hitler laus við þrýsting föður síns á frekari skólagöngu og eftir að hafa staðið sig illa á prófum, hætti hann í skólanum, 15 ára gamall.
Hitler hafði aldrei gefið upp þann draum að verða listamaður og eftir að hafa yfirgefið skólann hélt hann til Vínarborgar til að eltast við frama sinn í listum. Listaháskólinn í Vín hafnaði umsókn hans þar sem hann hafði ekkert burtfararskírteini og einnig á þeirri forsendu að myndir hans væru of mikið landslagsmyndir.
Nú fóru í hönd mjög erfiðir tímar hjá Adolf, enginn skóli, engin vinna og þar með engir peningar til að sjá fyrir sér. Adolf þurfti því að búa í húsi með fullt af flækingum og útigangsfólki og eyddi tíma sínum í að teikna og mála póstkort sem hann vonaðist til að fá eitthvað fyrir. Til að fullkomna erfiðleika Adols, dó móðir hans úr krabbameini um þetta leiti, eða þegar hann var 18 ára gamall. Adolf hafði alla tíð verið mjög nákominn móður sinni og fékk dauði hennar mjög mikið á hann.
Það var á þessu stigi ævinnar að Adolf fylltist hatri á gyðingum. Hann var sannfærður um að prófessorinn sem hafnaði myndlist hans hefði verið gyðingur og einnig að það hefði verið læknir sem hefði aðhyllst gyðingatrú sem væri ábyrgur fyrir dauða móður hans. Í fína hverfinu í Vín þóttist hann vera viss um að einungis gyðingar byggju þar og hélt því fram að gyðingar yllu öllu illu sem þýska þjóðin þurfti að afbera.
Í bók sinni Mein Kampf kallaði Hitler þessi ár,,Fimm ár eymdar og erfiðleika”. (http://www.historylearningsite.co.uk/adolf_hitler.htm , Chris Trueman. Sótt 29.03.07)
Í febrúar 1914 sótti hann um vist í austurríska hernum en stóðst ekki læknisprófið. Í læknisskýrslu hans stóð að hann væri of veikburða til þess að bera sjálf vopnin. En þegar fyrri heimssyrjöldin braust út, í ágúst 1914 fór hann yfir til Þýskalands og sótti um inngöngu í þýska herinn. Hann komst í gegnum læknisskoðun þar enda læknisskoðunin bæði stutt og ekki mjög ítarleg. Árið 1924 skrifaði Hitler ,,Ég féll á kné og þakkaði guði – að hann skyldi gefa mér tækifæri á að lifa á þessum stórkostlegu tímum’’ (http://www.historylearningsite.co.uk/adolf_hitler.htm , Chris Trueman. Sótt 29.03.07)
Starf Hitlers í hernum var að hlaupa með skilaboð og skipanir milli víglína og það er því óhætt að setja að ,,staða’’ hans hafi haft mikla hættu í för með sér, enda segir sagan að Hitler hafi verið hugrakkur hermaður og einn af fáum sem ekki bölvaði stríðinu. Ólikt félögum sínum, kvartaði hann aldrei um lélegan mat eða aðstæður heldur kaus frekar að tala um listir eða sögu. Hitler var ekki vinsæll meðal annarra hermanna, honum gekk illa að aðlagast í hópnum og sagt er að félagsfælni hans hafi átti þátt í því að hann fékk ekki þær stöðuhækkanir innan hersins sem hann hefði e.t.v. átt skilið vegna hugrekkis síns. Þrátt fyrir það fékk Hitler allt í allt sex orður, þar af Járnkrossinn sem er æðsta heiðursmerki sem hægt var að fá fyrir hugrekki í Þýskalandi. Í október 1918, mánuði áður en stríðið endaði, lenti Hitler í sinneps-gasárás í Ypres. Hann var lagður inn á spítala og sagði að það hafi verið á þessum tíma sem hann hafði sannfærst um að að tilgangurinn í hans lífi hafi verið að ,,bjarga Þýskalandi”. Á meðan hann var að jafna sig á spítalanum gáfust Þjóðverjar upp. Hitler varð niðurbrotinn og grét tímunum saman og fann fyrir engu öðru en reiði og niðurlægingu. Hann var þess fullviss að það væri gyðingum að kenna að Þjóðverjar töpuðu stríðinu. Hann hélt því fram að Þýskaland hefði aldrei gefist upp að fyrra bragði heldur að þjóðin hefði verið ,,stungin í bakið” af gyðingum.
Eftir að stríðið endaði hélt Hitler áfram að vinna hjá þýska hernum í Munich. Hann vann m.a. við það að ræða við hermenn um hættuna sem stafaði af kommúnisma, sósíalisma og fasisma. Æðri hermenn voru hrifnir af hæfileikum Hitlers sem ræðumanni, enda talaði hann af einstakri fágun og kurteisi. Menn urðu fljótt hrifnir af frásagnargáfu Hitlers og sem dæmi má nefna að Karl Ludecke skrifaði bók sem kölluð er ,,Ég þekkti Hitler” og þar sagði hann frá fyrsta skiptinu sem hann heyrði Hitler tala opinberlega. ,,Hitler var grannvaxinn, fölur maður með brúnt hár skipt á eina hliðina. Hann hafði stálblá augu…hann hafði útlit öfgamanns….hann hélt áhorfendum, ásamt mér, undir dáleiðslu með hreinum mátt sannfæringakrafts hans.” (http://www.historylearningsite.co.uk/adolf_hitler.htm , Chris Trueman. Sótt 29.03.07)
Árið 1919 gekk hann í stjórnmálaflokk sem seinna var kallaður Nasistaflokkurinn. Hann varð formaður Nasistaflokksins árið 1921 og leiddi flokkinn til æviloka. Árið 1929 hitti hann Evu Braun þegar hún vann sem ritari og aðstoðarkona Heinrich Hoffmann, ljósmyndara. Fjölskyldur beggja voru á móti sambandi þeirra og lítið er vitað um fyrstu tvö ár sambandsins. Samband þeirra varð aldrei opinbert, líklegast vegna ótta Hitlers um að missa vinsældirnar hjá kvenstuðningsmönnum sínum og vissi þýska þjóðin ekkert um samband þeirra fyrr en eftir stríð. Hitler átti margar hjákonur en eftir að Eva reyndi tvívegis að fremja sjálfsmorð varð Hitler hollari henni. Eftir hrunið á Wall Street tóku Bandaríkjamenn til baka lánsfé sem Þjóðverjar og aðrar þjóðir höfðu fengið lánað til að byggja upp borgirnar og eyðilegginguna eftir Fyrri heimstyrjöldina. Þá urðu margar milljónir atvinnulausar og mikil harðtíð skall á Þýskalandi. Völd og vinsældir Hitlers jukust með árunum og árið 1933 var hann útnefndur kanslari Þýskalands af Hindenburg, þáverandi forseta Þýskalands. Þegar Hindenburg dó ári seinna tók Hitler sér bæði embætti kanslara og foringja (führer), í stað þess að halda kosningar. Hann lofaði þýsku þjóðinni að binda endi á atvinnuleysið og hefna óréttlætis Veralasamninganna. Hitler byrjaði á því að banna alla aðra stjórnmálaflokka aðra en Nasistaflokkinn og öll andstaða og gagnrýni var barin niður með ofbeldi. Til þess var stofnuð sérstök leynilögregla, Gestapo sem ofsótti andstæðinga Nasistahreyfingunnar og setti í vinnubúðir eða misþyrmdi. Margir, meðal annars þúsundir gyðinga, þurftu að flýja land. Nasistar héldu því fram að fólk af arískum uppruna væru æðri öðrum kynþáttum, en aríar voru ljóshærðir, bláeygðir, hávaxnir Norður-Evrópubúar sem voru af germönsku bergi brotnir. Nasistar höfðu einnig andstyggð á fólki með ólæknandi sjúkdóma, s.s. fötluðum, geðsjúkum og samkynhneigðum.
Hitler efndi loforð sitt við þýsku þjóðina um að vinna bug á atvinnuleysinu með því að auka opinberar framkvæmdir og hergagnaframleiðslu. Fólkið fékk vinnu og vinna þýddi peningar. Því næst innleiddi Hitler herskyldu og mikil hervæðing hófst. Þrátt fyrir að fram hafi komið í Versalasamningunum að Þýskaland mætti ekki hafa meira en 10.000 manna her og ákveðinn kvóta af vopnum, létu Vesturveldin sér nægja að mótmæla.
Þýskaland varð fremst í þróun hergagna og og herbúnaði og varð því eitt öflugasta herveldi heims. Markmið Hitlers í byrjun var að sameina allt þýskumælandi fólk undir einum fána og einu stóru landsvæði. Hann sendi því fulltrúa til Austurríkis til að halda áfram áróðrinum um nasismann þar. Honum var vel tekið þegar hann fór til Austurríkis vegna þess hve mikið nasisminn hafði breiðst út. 1 september réðust Þjóðverjar inn í Pólland. Bretar og Frakkar gáfu Hitler frest til að draga hersveitir sínar til baka ella myndi hann eiga von á stríðsyfirlýsingu. Hitler hlustaði ekkert á viðvaranir Frakka og Breta og þess vegna lýstu þessar þjóðir stríði á hendur Þjóðverjum þann 3. september 1939 en hófu ekki árás. Bretar sendu þó nokkra herflokka yfir til Frakklands. Fyrstu liðirnir í áætlun Hitler var að ná Austurríki, Póllandi, Elsass og Lótringen héruðunum í Frakklandi og sameina þau Þýskalandi.
Í þessu svokallaða ,,Þykjustustríði” á milli Þýskalands annars vegar og Frakka og Breta hins vegar, notaði Hitler tímann og byggði hratt upp her sinn. Í apríl 1940 skipaði hann herliði sínu að marsera til Danmerkur og Noregs. Í maí sama ár fyrirskipaði hann svo öðru herliði að gera árás á Frakkland og Holland, Luxemburg og Belgíu. Frakkar gáfust svo upp 22. júní 1940. Með uppgjöf Frakka varð Benito Mussolini, forsætisráðherra Ítalíu sannfærður um að það væri hagstæðara að halda með Þjóðverjum. Bretar héldu þó áfram að berjast, en við hlið Kana í orrustunni um Atlantshafið. Hitler fyrirskipaði einnig sprengjuárásir á breskar borgir, aðallega London og Coventry, það leiddi svo af sér orrustuna um Bretland.
Ári seinna en Frakkar gáfust upp, þann 22. júní 1941, gaf Hitler fyrirskipun um að þrjár milljónir þýskra hermanna skyldu ráðast inn í Sovétríkin og var þar með að brjóta friðarsamninginn sem hann og Stalín höfðu gert tveim árum fyrr. Innrásarherinn tók einnig heilmikið landsvæði í leiðinni, t.d. Hvíta-Rússland og Úkraínu ásamt helling af sovéskum hermönnum. Í desember 1941 voru þýsku hermennirnir stoppaðir nálægt Moskvu, af hinum hræðilega kalda rússneska vetri ásamt sovétískum andspyrnumönnum. Hermennirnir voru engan veginn búnir undir svo mikinn kulda og lélegar samgöngur gerðu Þjóðverjum þar að auki erfitt fyrir að flytja mat, vörur og klæðnað. Því frusu margir þýskir hermenn í hel en þeir sem lifðu gáfust upp og snéru til baka.
7. desember 1941 réðust Japanir, liðsmenn Þjóðverja, á Pearl Harbor, flotastöð Bandaríkjamanna á Hawaii og eyddu henni gjörsamlega. Með þessu ætluðu Japanir að eyða öllum flota Bandaríkjamanna en það mistókst heldur betur. Bandaríkin höfðu að mestu leyti haldið sig utan átakanna en stutt Vesturveldin í vopnabúnaði og hergögnum en við þetta stilltu Bandaríkjamenn sér upp við hlið Breta, Frakka og Sovétmanna sem einu nafni kölluðust Bandamenn. 8. desember 1941, degi eftir árásina á Pearl Harbor sögðu Bandaríkjamenn og Bretar, nú fyrst opinberlega, Japönum stríð á hendur. 11. desember sögðu því Þjóðverjar Bandaríkjamönnum stríð á hendur. Í enda ársins 1942 voru Þjóðverjar sigraðir í annarri baráttu um El Alamein og í febrúar 1943 endaði langdregni bardaginn um Stalíngrad þannig að öll sjötta herdeild Þjóðverja eyddist. Þá byrjaði allt að ganga á afturfótunum hjá Hitler. Allt gekk frekar erfiðlega hjá þýsku hermönnunum og hernaðarsjónarmið Hitlers urðu stöðugt reikulli og áætlanir hans óstöðugar, ásamt fjárhagslegum og hernaðarlegum vanda hjá þýsku þjóðinni. Einnig var heilsu Hitlers farið að hraka, Seinna var talið er að hann hafi þjáðst af Parkinson sjúkdómnum.
Í enda árs 1944 hafði Rauði herinn eða Rússar rekið allt herlið Þjóðverja á brott og byrjaði að losa tak Þjóðverja á Mið-Evrópubúum. Í raun höfðu Þjóðverjar tapað stríðinu frá hernaðarlegu sjónarmiði en Hitler neitaði að gefast upp. Hann fyrirskipaði að allt þýskt herlið ætti að halda áfram að berjast og halda áfram að drepa gyðinga og aðra sem hann hafði sent í fangabúðir. Félagar Hitler hvöttu hann til að flýja til fjalla en hann var ákveðinn í að hann skyldi frekar deyja í Þýskalandi en að flýja land. 28. apríl 1945 uppgötvaði Hitler að SS leiðtoginn Heinrich Himmler hafði verið að undirbúa á laun, uppgjöf Þýskalands og uppgjafarskilmála. Hitler varð ævareiður og rak þá með skömm, lýsti þá sem föðurlandssvikara og voru þeir handteknir og fleygt í fangabúðir. 29. apríl 1945 voru fjórir liðsmenn Hitlers vitni og skrifuðu undir þegar hann skrifaði erfðaskrá sína og vitnisburð. Um miðnætti sama dag giftist hann Evu Braun. Athöfnin var haldin í einkastofu Hitlers í neðanjarðarbyrgi undir Kanslarabyggingunni. Eftir athöfnina fengu þau hamingjuóskir frá hinum ýmsu hershöfðingjum í fundarherbergi byrgisins.
29. apríl skipaði Hitler að blásýra, sem var ætluð honum, myndi vera prófuð á hundinum hans, Blondi. Tíkin og hvolparnir hennar voru tekin út í garð og blásýran prufuð. Blondi og hvolparnir hennar drápust öll. Um nóttina fékk Hitler þær fregnir að Rauði herinn myndi komast inn í borgina innan skamms og að öllum líkindum myndi borgin falla í hendur Rússa. Einnig fékk Hitler staðfestingu á því að Mussolini hafði verið náð, hann og kona hans Clara Pettachi skotin og hengd öfug upp á torgi í Milano. Þrátt fyrir að Hitler hafi eflaust verið búinn að ákveða að sjálfsmorð væri eini kosturinn fyrir hann og Evu, gerðu þessar fréttir eflaust útslagið. Því ákvað hann að slík niðurlæging myndi ekki henda hann og því skipaði hann að líkami hans og Evu myndi verða brenndir eftir sjálfsmorð þeirra.
30. apríl 1945 frömdu Eva og Adolf sjálfsmorð. Eva tók blásýru en Adolf tók bæði blásýru og skaut sig um leið og hann setti blásýruna upp í sig. Sagt er að hann hafi viljað tryggja dauða sinn ef skotið myndi missa marks.
Lokaorð
Adolf Hitler var klárlega einn af verstu einræðiherrum heimsins fyrr og síðar. Hann átti viðburðamikla ævi og átti sök á mörg þúsundum dauðsfalla. Hann má þó eiga það að hann náði þjóð sinni upp úr skítnum með iðnbyltingu en engu að síður var aðferðina til þess hræðileg. Adolf Hitler var sönnun þess að ef maður er nógu staðfastur getur maður gert stóra og mikla hluti, en hann gerði það á röngum forsendum þar sem rót alls var hatur. Hann gerði fólk sem aðhylltist gyðingatrú að blórabögglum og réðist á þegna eigin lands. Hitler varð voldugur og illur einræðisherra og enginn stöðvaði hann, hvorki samlandar hans né Vesturveldin. Margir velta fyrir sér hvað hefði gerst hefði Hitler unnið Seinni heimstyrjöldina, hvort Þýskaland væri þá orðið jafnvel ¼ af heiminum. Myndi allt vera öðruvísi og væri jafnvel komin Þriðja heimsstyrjöldin? Eitt er þó víst að Adolfs Hitlers verður minnst sem manns sem dreifði hatri og ofbeldi um heiminn. Verk hans minna okkur því á að standa vörð um þá sem stjórna og leyfa svona illsku og óréttlæti aldrei að viðgangast.


Heimildir

http://www.historylearningsite.co.uk/WORLD%20WAR%20TWO.htm

http://en.wikipedia.org/wiki/Adolf_Hitler

http://www.historylearningsite.co.uk/adolf_hitler.htm

http://en.wikipedia.org/wiki/Eva_Braun

http://www.hugi.is/saga/articles.php?page=view&contentId=4105215#item4141690

http://www.spreekbeurten.info/hitler.html



Frekar langt kannski….=) En já, endilega koma með góð og uppbyggileg gagnrýni….;)