Þetta er ritgerð sem ég gerði um Karl Marx fyrir félagsfræði.

Árið 1818 fæddist mikill byltingamaður, maður með hugsjón. Á tímabili var þriðjungur af stjórnkerfi heimsins komið af hugmyndum hans. Á legsteini hans stendur: ,,Heimspekingar hafa túlkað heiminn á ólíka vegu – aðalatriðið er hins vegar að breyta honum.” Þessi maður hét Karl Marx. Eins og áður sagði fæddist Marx árið 1818 í Trier í Þýskalandi og dó hann árið 1883. Hann eyddi miklum hluta ævi sinnar í nám og lærði heimspeki við háskólann í Bonn og síðan í Berlín. Þó Marx hafi verið róttækur vinstrimaður var faðir hans lögfræðingur og tilheyrði yfirstéttinni. Einnig stjórnaði mikill vinur hans Friedrich Engels fyrirtækjum fjölskyldunnar, en hann skrifaði þó með Marx Kommúnistaávarpið. Þeir félagar voru einnig virkir í blaðamennsku og tóku þátt í þjóðmálaumræðunni þar til febrúarbyltingin braust út í París 1848 þar sem stjórnarandstaðan tapaði. Engels var sendur til Bretlands 1850 og fylgdi Marx 5 árum síðar þar sem hann lifði í mikilli fátækt, en studdist að miklu leiti við fjárstuðning frá gamla félaga sínum Engels.
Karl Marx er talinn einn af upphafsmönnum félagsfræðinnar þó hann hafi aldrei litið á sig sjálfan sem félagsfræðing, umfjöllunarefni hans voru efnahagsmál, en hann tengdi efni sitt við félagsfræðilegar stofnanir svo það er talið vera félagsfræðilegt.
Miklar breytingar áttu sér stað á tímum Marx eins og nýfengið einstaklingsfrelsi og einstaklingsréttindi sem komu m.a. úr frönsku byltingunni. Áður höfðu þegnar samfélaga þurft að hlýða stjórnendum af siðferði, þar sem valdið átti að koma frá Guði, en nú hafði þetta breyst með lýðræði og voru nú hagsmunir þegna í fyrirrúmi. En hugmyndir Marx, eins og margra samtímamanna hans, lituðust aðallega af iðnbyltingunni Þó vildi Marx ekki einungis túlka ástandið, hann vildi einnig breyta því. Honum fannst að auðurinn skiptist ójafnt, t.d. með tilkomu verksmiðja þar sem verksmiðjueigendurnir græddu á tá og fingri meðan meirihluti fólks, launþegarnir, öreigarnir, verkalýðurinn upplifði mikla fátækt.
Því er oft haldið fram að Marx byggi kenningar sínar á díalektík eða átakakenningu Hegels þar sem sérhvert fyrirbæri á sér andstæðu sem þvingar fram niðurstöðu sem leiðir til nýrrar mótsagnar o.s.frv. Marx er oft kenndur við dílaektíska efnishyggju vegna áherslu hans á efnahagslega þætti. Hann hélt því fram að framfarir gætu ekki átt sér stað í skipulögðum framförum og hægri, reglubundinni þróun. Aðeins með spennu, átökum og róttækum breytingum gætu félagslegar framfarir átt sér stað.
Marx lagði mikla áherslu á framleiðslu einstaklingsins og hélt því fram að ,,fyrsta sögulega aðgerðin hafi falist í því þegar maðurinn byrjaði að framleiða efnislega hluti”. Hann leit á vinnuna sem mikilvægasta allra mannlegra athafna þar sem að hún fullnægði frumþörfum mannsins, t.d. fyrir sjálfsvirðingu. Einnig að einstaklingar sýni fram á hverjir þeir eru með vinnu þar sem að þeir eru hvað þeir framleiða og með hverju þeir framleiða. Framleiðslutækin skiptu miklu máli í kenningum hans, þar sem að hann hélt því fram að í kapítalísku kerfi eigi lítill hópur framleiðslutækin og hagnist gífurlega á vinnu launþeganna sem eigi tilkall til auðsins sem skapast með vinnunni, en þeir lifi í fátækt þar sem þeir eru arðrændir. Hann kallaði þetta gildisauka, eða muninn á milli þeirrar vinnu sem launþeginn skapar og launanna sem hann þiggur. Atvinnurekandinn tekur þennan mun og arðrænir þannig launþegann. Þess vegna eigi ríkið að eiga framleiðslutækin og auðurinn að dreifast jafnt á íbúa þess. Í upphafi mannkyns var þessu háttað þannig að framleiðslutækin voru eign allra og hver framleiddi fyrir sjálfan sig jafnt sem alla aðra. Þetta er kallaður frumkommúnismi.
Marx talaði um firringu þegar einstaklingur skapar eigin sjálfsmynd. Þegar hann lítur á sjálfan sig sem framandi í heimi sem hann skóp sjálfur. Sem dæmi um þetta má nefna trúarbrögð, en Marx var mikið á móti trúarbrögðum og sagði þau vera ,,ópíum fólksins” þar sem að þau deyfðu huga þess. Annað dæmi um firringu er þegar menn selja vinnu sína, sem er þá ekki lengur skapandi og er þá ekki til að fullnægja frumþörfunum, heldur einungis brauðstrit.
Marx skilgreindi kapítalískt samfélag þannig að í því væru tvær stéttir, þeir sem ættu þessi framleiðslutæki og launþegana, eða öreigana. Með kenningum sínum vildi hann einmitt vekja öreigastéttina til lífsins og vekja stéttarvitund, fá þá til þess að skilgreina sig með hóp því þeir væru stærri en auðmennirnir og sameinaðir myndu þeir sigra. Því ef þeir myndu ekki skilgreina sig sem stétt gætu þeir verið á móti auðmönnum en fengju engu áorkað. Hann vildi vekja félagslega vitund fólks, eða eins og hann skilgreindi það að félagslegur veruleiki mannsins mótaði vitund þeirra, þ.e.a.s. þegar þeir myndu endurskoða það sem almennt þætti eðlilegt í samfélaginu eins og réttinn til einkaeignar.
Þegar öreigastéttin myndi átta sig og rísa upp myndi efnahagskerfið gjörbreytast og kommúnismi koma á. Marx taldi að þetta myndi gerast óhjákvæmilega þar sem að kapítalisminn myndi að lokum falla. Þá myndu koma á stéttlaus samfélög þar sem að framleiðslueiningar væru í eigu ríkisins og arðurinn af vinnu fólksins myndi dreifast jafnt þar sem einstaklingurinn myndi framleiða fyrir sjálfan sig og alla aðra í leiðinni. Fyrst þá gæti maðurinn orðið félagsvera.
Hins vegar hafa kenningar Marx um hrun kapítalismans ekki staðist, en hann sagði að stéttaátök myndu aukast og þá yrðu þeir fátæku fátækari. Habermas sagði að öreigunum væri haldið rólegum með auknum réttindum á einhverjum sviðum. Einnig talaði Ralf Dahrendorf um að nú væri meira um hvítflibbastörf, eða skrifstofuvinnur, en á 19. öld var mest um verklega erfiðisvinnu.
Sú mesta gagnrýni sem kenningar Marx hafa fengið er að þær hvetji ekki einstaklinga til aukinnar framleiðni og það hafi gerst í Sovétríkjunum og öðrum sósíalískum ríkjum. Menn hafa þá sagt á móti að peningar séu ekki eini hvati fólks, en Adam Smith talaði um peninga sem hvata í samfélögum í Auðlegðum þjóðanna og talaði þá um ,,ósýnilegu hendina”.
En erfitt er að neita því að kapítalisminn stuðlar að fátækt og einkennist af sveiflum í efnahagslífinu og ljóst er að í okkar samfélagi er bilið millri ríkra og fátækra ört að stækka og gæti verið komið að hruni kapítalismans ef aðeins að… ,,öreigar allra landa sameinist.”