hérna er ritgerð sem ég skrifaði um Karl marx í fél 203


Inngangur

Þessi ritgerð mun fjalla um líf Karl Marx og helstu atburði úr lífi hans sem mótuðu skoðanir hans á kommúnisma og einnig mun ég skrifa um fjórar af kenningum hans.




Æviágrip

Karl Marx, sem oft hefur verið kallaður einn af feðrum félagsfræðinnar og kommúnisma fæddist þann 5 maí árið 1818 í Trier Þýskalandi.Mamma hans og pabbi voru gyðingar en pabbi hans sem var lögmaður þurfti að skifta um trú vegna vinnu sinnar og gerðist kristinn. Karl Marx var skírður þegar hann var 6 ára gamall. Honum var mikið strít þegar hann var yngri vegna þess að hann var af gyðinga ættum. Þetta hefur örugglega haft áhrif á skoðanir hans á trúmálum.
Hann útskrifaðist úr menntaskólanum í Trier en sá skóli var undir eftirliti lögreglunnar. Árið1835 fór hann í háskóla í Bonn og nam gríska og rómverska sögu og trú en hætti eftir ár vegna mikilla óeirða og fór í háskólann í Berlin að læra lögfræði og heimspeki. Í Berlin uppgvötaði Marx heimspeki Hegels, en hann virti ekki skoðanir hans í fyrstu en byrjaði að virða þær betur eftir að hann gekk í klúbb sem hét “Docter club”. Þar kynntist hann Bruno Bauer sem sagði að Guð og Jesú væru sköpun mannsins. Einkunnir hans fóru versnandi eftir að hann gekk í klúbbinn og vinir hans sögðu honum að hann ætti ekki að reyna að útskrifast út úr Berlinar háskólanum því væntingar þeirra væru of miklar svo hann skrifaði lokaritgerð sína og sendi hana í háskólann í Jena og útskrifaðist þaðan í apríl 1841.
Í janúar 1842 byrjaði hann að skrifa í dagblað og varð ritstjóri þess 22 mánuðum seinna og eftir það varð blaðið mjög svo vinstri-sinnað og var hann gagnrýndur vegna þess. Eignig skrifaði hann bókina Deutsch-französische Jahrbúcher (“The German-French Yearbooks”). Í juní 1843 giftist hann Jenny Von Westphalen eftir að hafa verið trúlofaður henni í sjö ár. Eftir fjóra mánuði fluttu þau til Parisar en þar voru höfuðstöðvar sósialistiskrar hugsunar. Þar fyrst fór Marx að umgangast kommúnista sem voru verkamenn. Honum fannst hugmyndir þeirra fáranlegar en hann dáðist að karakter þeirra sem hann lýsir í bókinni “Ökonomisch-philosophische Manuskripte aus dem Jahre” sem hann skrifaði 1844. Þessi bók var ein af bakgrunnum kenninga hans sem hann setti fram seinna.Vegna útgáfu “The German-French Yearbooks” þá kynnntist Marx Friedrich Engels sem varð besti vinur hans og í fyrstu skrifum þeirra “Toward the Critique of the Hegelian Philosophy of right” er talað um að trúin sé ópium fólksins, og líka að verkamenn eigi að láta rödd sína heyrast. Prússnesk yfirvöld ráku Marx úr Frakklandi út af þessu, og hann fór til Brussel. Engels fylgdi honum í febrúar 1845 og sama ár skipti Marx um ríkisborgararétt.( http://search.eb.com/eb/article-35431)
Í Brussel kyntist Marx Engels betur, og síðar á árinu 1845 skrifuðu þeir bókina “The Holy Family”. Í henni gagnrýndu þeir skoðanir Bruno Bauer. Í næstu bók þeirra sem þeir skrifuðu 1846, en sú sá ekki dagsins ljós fyrr en eftir 100 ár, töluðu þeir um hvernig þjóðfélagið væri byggt upp með því að hinir ríku urðu ríkari og þeir fátæku urðu fátækari.
Faðir Engels átti fyrirtæki í Manchester og þess vegna vissi Engels hvernig verkamenn lifðu og hvernig iðnbyltingingin hafði áhrif á líf þeirra.
Á þessum tíma vann Marx í kenningum sínum og bætti þær. Honum fannst að verkamenn gætu ekki stokkið í kommúnisma heldur þyrftu þeir vísindalegri aðferðir og ættu einnig að skoða reglur lífsins betur.
Í juní 1847 var Marx spurður hvort hann og Engels vildu ganga í sambandið “The League of just” Marx og Engels áváðu að ganga í sambandið og eftir það breytti sambandið um nafn og hét Kommúnisma sambandið. Þeir skrifuðu Kommúnista ávarpið fyrir sambandið og tók það frá miðjum desember 1847 til enda janúar 1848 að skrifa það. Ávarpið varð svo Biblía Kommúnista sambandsins.


“The proletarians have nothing to lose but their chains. They have a world to win. Workingmen of all countries, unite!”
Svona er seinast setninging í Kommúnista ávarpinu í ensku.


Byltingar urðu víða í Evrópu eins og í Frakklandi, Ítalíu og Austurríki. Marx var í Frakklandi á þessum tíma. Hann fór þá til Rínarlands vegna byltinginnar. Á þessum tíma reyndi hann að láta verkafólkið og auðmagnseigendurna hætta að slást og sameinast reyna að tala saman um mismun þeirra og hvernig ætti að minnka hann. Hann og Engels vildu sundra Kommúnista sambandinu. Marx vildi stríð við Rússland og vildi koma lýðræði á í Þýskalandi. Um þetta skrifaði hann í dagblaðinu sínu. Blaðið var bannað og í seinustu útgáfu blaðsins voru allir stafir í því rauðir. Karl Marx var rekinn úr Þýskalandi og var bannað að koma þangað aftur í maí 1849. ( http://search.eb.com/eb/article-35432 )
Eftir að hafa verið einnig rekinn frá Paris fór hann til London í águst 1849 og lifði þar til dauðadags. Marx gekk aftur í Kommúnista sambandið. Töluðu þeir Marx og Engels á þessum tíma um að þeir vildu að verkamennirnir myndu taka meiri þátt í stjórnmálum og mundu standa betur fyrir sínum rétti, Marx talaði einnig um að hann vonaði að lélegur efnahagur í Englandi myndi leiða til verkamannabyltingar en þegar sú von brast fór Marx að rífast við August Von Willich sem einnig var kommúnisti. Hann vildi að verkamennirnir tækju við stjórn strax, en Marx taldi það ekki ráðlegt því að þeir væru ekki nógu þroskaðir til að stjórna strax því þeir þyrftu lengri tíma til aðlögunar.
Herskái partur flokks Marx byrjuði að gagnrýna Marx fyrir að tala einungis og segja fólki fyrir en gera ekki neitt sjálfur. Marx hætti að mætta á fundi Kommúnista sambandsins og hætti í því. Árið 1852 varði hann 11 kommúnista sem höfðu verið dæmdir fyrir glæpi sína, og sama ár gaf hann einnig út ritgerð sína “The Eighteenth Brumaire of Louis Bonoparte”. Næstu 12 ár voru því einangrun fyrir Marx og Engels í stjórn málum
Frá 1850 til 1864 lifði Marx og fjölskylda hans við mikla fátæk. Marx skrifaði nokkrum sinnum greinar í dagblaðið “The New York Tribune” og fekk einnig smápening frá Engels þar sem hann vann í fyrirtæki pabba síns. En sá peningur sem Marx fékk var ekki nóg og var hann rekinn úr húsi sínu og dóu tveir krakkar hans þegar hann lifði á götunni. Í 6 ár lifði fjölskyldan hans í tveggja herbergja íbúð í Soho. Árið 1859 skrifaði Marx sína fyrstu bók um efnishyggju þar sem hann talar um að sögulegur efnahagur sé grunnur góðs og traust samfélags. Hann skrifaði bókina í “The British Museum”og einnig byrjaði hann að skrifa frumrit Das Kapital, en hún varð eitt merkasta rit hans. ( http://search.eb.com/eb/article-35433 )
Pólótísk einangrun Marx endaði árið 1864 með stofnun “Inernational Workin Men’s Association”. Hann var hjarta flokksins þrátt fyrir að hafa ekki stofnað hann. Hann mæti á alla fundi þess og var einn að drifkröftum flokksins. Hann sýndi mikla stjórnunarhæfileika með árrangursríkum aðferðum að hjálpa evrósku viðskiptasamböndum að ráða starfsmenn. Marx varð hins vegar ekki þekktur í Evrópu fyrr en Parísarsambandið fór að taka eftir honum og tala um og bauð honum að vera í sambandinu. Þegar stríð braust út á milli Frakklands og Þýskalands sundraðist Parísarsambandið. En Marx talaði um að það væri ekki hægt að sundra sambandinu því þeir væru píslarvottar og myndu lifa að eilífu. Þetta talar hann um í bók sinni “Civil War in France”. Parísarsambandið var fyrsta samband verkamanna sem kom málim sínum í framkvæmd og vegna þess að Karl Marx var tengdur þeim varð hann mjög frægur í Evrópu. “The International Working Men’s Association” sundraðist vegna sífeldra deilna við Parísarsambandið.(http://search.eb.com/eb/article-35434)
Seinustu 10 ár ævi sinnar var Marx lítið í Pólitík og var meira heima hjá sér með fjölskyldu sinni. Þegar “The German Social Domocratic Party” var stofnað gagngrýndi Marx það og sagði að þeir stæðu ekki nógu vel við orð sín og gerðu of margar breytingar á stefnu sinni. Þrátt fyrir að vera ekki mikið í pólitík á þessum árum var hann mjög áhrifamikill í um mál verkamanna og sósaliskrar hreyfingar. Þegar franski verkamannaflokkurinn var stofnaður árið 1879 fór formaður þess heim til Marx að tala við hann um stjórnarskrá þeirra og breytti hann henni frekar mikið og innihaldi hennar. Árið 1881 skrifaði Henry Mayers Hyndman bókina “ England For All” og vitnaði hann mikið í Marx og skrif hans án þess að segja að þetta væru orð hans. Þessu reiist Marx mikið. Árið 1881 í desember dó kona Marx og elsta dóttir hans dó í janúar árið 1883, hann dó sama ár í London af lungnaveiki.( http://search.eb.com/eb/article-35435)


Firring

Maðurinn hefur þá eiginleika að skapa og endurskapa, að hann skapi sín félagslegu tengsl og þá hluti sem hann framleiðir. Firring mannsins kemur fram í að hann er farinn að látast stjórnast af sinni eigin sköpun. Hann sé orðinn leiksoppur hins ytra veruleika. Veröldin sem hann hefur sjálfur átt hlutdeild í að skapa standi andspænis honum eins og eitthvað fjandsamlegt sem hann þekkir ekki lengur . Marx nefnir trúna sem dæmi um firringu mannsins. Hann segir að maðurinn hafi skapað guð og trúin sé því farin að stjórna hugsunum fólksins, en fólkið átti þátt í því að skapa trúna. það er dæmi um firringu þegar maður er farin að stjórnast af sinni eigin sköpun og þekkir sig ekki lengur í henni. ( Stjórnmálafræði, Stefán Karlsson, Bls 25-26.)



Díalektík

Marx sótti hugmyndir sínar um díalektík til þýska heimspekingsins Fredrich Hegels. Díalektík þýðir að allt sé breytingum undirorpið. Heimspekingurinn Immanúel Kant sagði ef menn hættu sér út fyrir svið reynslu sinnar kæmust þeir í endalausar mótsagnir við sjálfan sig. Þannig fælu allar staðhæfingar um yfirnáttúruleg fyrirbæri í sér óleysanlegar þversagnir. Með díalektík er átt við að öll þau átök milli tveggja andstæðna og mótsagna sem þau skapa eru drifkarftur þróunar og þjóðar. Átök eru heyfiaflið sem er uppspretta allra breytinga. Allar breytingar fela í sér átök milli ósamræmanlegra krafta. Baráttan á milli þessa krafta eykst stöðugt og endar með árekstri þeirra. Afleiðing þessara átaka leiðir til stökks fram á við sem skapar nýja krafta á hærra stigi þróunar. Díalektíska ferlið hefst ,þegar mótsagnir á þessum kröftum hefst, sem hafa víxlverkandi áhrif hvor á annan, og átökin milli þeirra eru drifkraftur sem knýr félagslegra breytinga áfram. Díalektík er það þá þegar tvær andstæður berjast og mynda nýjan milli veg.( Stjórnmálfræði, Stefán Karlsson, Bls 17-28.)(Félagfræði 2, Bls 85.)


Díalektísk, söguleg efnishyggja

Að dómi Marx voru voru hugmyndir ekki burðarás sögunar heldur barátta mannsins við náttúruna til að skapa sér efnislegar tilveruforsendur. Samkvæmt Marx á þróun sér stað vegna mótsagna í efnahagslegum grunni þjóðar. Hann taldi að söguþróunin stafi af díalektískri spennu á mill framleiðsluafla og framleiðsluaðstæðna. Hann sagði að sú spenna birtist stöðugt í samspili misræmis og jafnvægis. Þannig ráðist þjóðarskipulag í hverju landi af framleiðsluafli þess. Í upphafi eru framleiðsluaðstæður í fullkomu samræmi við öflin. En með tímanum taka framleiðsluöflin breytingum og framförum, framleiðsluaðstæður haldast hins vegar óbreyttar. Smám saman verður svo mikið misræmi á milli framleiðsluafla og framleiðsluaðstæðna að gjörbylting þeirra er óhjákvæmileg. Sú bylting felst í því að framleiðsluaðstæðurnar breytast til nýs samræmis við framleiðsluöflin. Síðan hefst leikurinn á ný, þróun (framleiðsluafla), stöðnun (framleiðsluafstæðna), misræmi og bylting. Þessi spenna milli framleiðsluafla og framleiðsluaðstæðna birtist í átökum á milli félagslegra stétta. Hinn ráðandi stétt vill viðhalda hinni gömlu og góðu framleiðsluaðstæðum, en hinn kúgaða stétt sem hefur engu að tapa en allt að vinna, berst fyrir framleiðsluaðstæðum sem samræmast betur nýjum framleiðsluöflum. ( Stjórnmálafræði, Stefán Karlsson, Bls 28-29.)



Vinnugildiskenningin

Samkvæmt vinnugildiskenningu Marx ræðst gildi vörunnar af því vinnumagni sem er bundið í henni. Það felur í sér að því lengri tíma sem þarf að framleiða vöru þeim mun meiri er gildi hennar. Marx telur þó að vinnugildið sé ekki það sama og markaðsverðið, það væri mögulegt að markaðverðið væri hærra eða lægra en gildi hennar. En að mati Marx er það vinnugildið sem ræður úrslitum um verðmæti vörunnar. Ef vara selst t.d. á markaði sem nemur hærra en gildi hennar fara fleiri aðilar að búa til vöruna. Þannig að varan fer að lækka í verði vegna offramleiðslu. Skortur verður hins vegar á þeirri vöru sem fjármagnið leitaði frá og hún tekur að hækka í verði. Þannig að hagkerfið hefur tilhneigingu til að mynda jafnvægi sem snýst í kringum það. Uppistaða þessa vörugildis sé bæði vinna og hráefni sem samanlagt myndi raunverlegt gildi vörunnar.
Atvinnurekandi kaupir vinnuafl á því verði sem það kostar, vinnuaflið kostar það sem nægir því til viðhalds og endurnýjunar, en gildi vöru sem verkamaðurinn skapar er meira en framleiðslulaun hans eru. Þennan mismun kallar Marx gildisauka. Þegar verkamaður vinnur 10 tíma en fær greidda 8 vinnutíma,þá fá auðmagnseigendur mismuninn.
Vinnugildiskenningin gengur út frá því að til sé tvenns konar fjármagn það er dautt fjármagn og lifandi fjármagn. Marx taldi að til samans myndi þau gildi vörunnar. Dauða fjármagnið er t.d. auðlindir, vélar og hráefni en lifandi fjármagn er vinnuaflið. Í kapítalisku hagkerfi reyna allir að hafa dautt fjármagn til að minnka framleiðslukostnað og auka gróða. En gallinn við það er að fólkið sem kaupir vöruna eru atvinnulausir og geta ekki keypt vöruna sem fyirtækið býr til. Marx sagði að það væru bara lifandi fjármagnið sem skilar gróða því það kaupir vöruna því það fær peninga til þess svo þetta er hringrás. Það þarf vinnuafl til að skapa og skila gróða. En með þessari lýsingu mætti halda að það væri mestur gróði í fyrirtækum sem eru minnst vélvædd en svo er ekki. Það þarf líka vélar til að framleiða nógu margar vörur og það þarf vinnuafl til að kaupa þær svo fyrirtæki þarf bæði lifandi og dautt fjármagn til að skila gróða sagði Marx. Marx tekur dæmi um kapítaliskt hagkerfi sem væri mjög ýkt þar sem allar vörur væru búnar til með vélum og manns hönd kæmi ekki nærri að þar væri engin gróði hjá fyrirtæki því markaðurin myndi ekki hafa pening til að kaupa vöruna og fyrirtækin myndu ekki græða neitt. Í ljósi þessa taldi Marx að auðsýnt væri að kapítalískt hagkerfi bæri í sér frækorn síns eigin dauðadóms. Vegna tilhneygingarinnar til lækkandi gróðahlutfalls standi hagkerfið frami fyrir síendurteknu kreppuástandi. Kapítalistar reyni að bjarga sér út úr þessu ástandi með því að mynda einnkavædd fyrirtæki, sem gefur þeim þann möguleika að stjórna verðlagi og framboði og þeir lækka laun verkamanna. Þessar ráðstafanir leiða til samþjöppunar auðmagnsins samhliða vaxandi örbirgðar verkamannanna og andstæðurnar færu vaxandi í þjóðfélaginu og uppgjörið yrði óhjákvæmileg. Marx sagði að kapítaliskt hagkerfi myndi hrynja og nýtt sósialiskt hagkerfi rísa. Það samfélag myndi svara betur kalli tímans og þeim framleiðsluöflum sem höfðu þróast í skauti kapítalískra framleiðsluhátta. (Stjórnmálafræði, Stefán Karlsson, Bls 30-32.)


Lokaorð

Eins og sést, hafa uppeldisár mikil áhrif á skoðanir manns. Karl Marx hafði svo mikil áhrif á skoðanir fólks á þessum tíma að honum verður ekki gleymt í langan tíma. Ef hann hafði ekki fæðst væri stjórnmál dagsins í dag öðruvísi og sennilega allt þjóðfélagsmunstrið líka.