Sendi áðan inn sömu ritgerð en lagaði smáatriði í þessari getið þið tekið þennan texta út og birt þessa útgáfu.

Inngangur
Í Grikklandi hinu forna er talið að lýðræðið hafi komið fyrst fram í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Þar var ekki konungaveldi og einræði eins og þekktist nánast allstaðar á þessum tíma og jafnvel síðar. Þó var eitt borgríki sem var ólíkt öðrum á þessu svæði. Þar voru tveir konungar sem stjórnuðu ríkinu í stríði en annars var því stjórnað af öldungaráði 28 manna yfir sextugu sem voru kjörnir til æfiloka. Þetta ríki var Sparta. Meðan heimspeki, ljóðlist, höggmyndalist og ritun blómstraði í Grikklandi hinu forna dróust Spartverjar hratt aftur úr vegna þeirrar áherslu sinnar að þjálfa hermenn. Margir telja að Spartverjar hafi á upphafsárum sínum haft mjög svipaða menningu og aðrar þjóðir á þessu svæði en hafi fljótlega skilið sig frá þeim í menningu og stjórnunarháttum. Á blómatíma sínum var Sparta bandalagsríki 5 þorpa með allt að 70.000 íbúum, en í dag er þarna smá þorp með um 4.000 sálum og litlar sem engar minjar eftir um þetta stórveldi fyrri tíma. Ætla ég að reyna að skýra í stuttu máli frá sögu Spartverja og áhrifum þeirra á heiminn.

Um Spörtu
Sparta var staðsett á Pelópsskaganum og var upphaflega höfuðstaður Lakóníu. Sagt er að sonur Seifs, Lakedæmon, hafi stofnað borgina á forsögulegum tíma. Hann var giftur Spörtu bróðurdóttur sinni og nefndi hann borgina eftir henni og landið eftir sér.
Dórar fluttu þangað á 11.-12. öld f.kr. og hröktu þá í burtu þá sem höfðu sest þarna að nokkrum öldum áður. Finnast ennþá leifar af dórískri málýsku á þessu svæði.
Blómatími Spörtu var samt ekki fyrr en á 4.-6. öld f.kr þegar Spartverjar fóru í mikla landvinninga og lögðu þá undir sig nálæg héruð. Var misjafnt hvernig þeir komu fram við þá sem þeir sigruðu þó að enginn þeirra sigruðu hafi fengið full réttindi. Skiptist þar upp í Períóka, sem þýðir í raun þeir sem búa umhverfis okkur, sem voru íbúar borga sem Spartverjar lögðu undir sig og voru í raun frjálsir menn sem borguðu skatta og gegndu herþjónustu. Þeir voru samt sem áður ekki skyldugir til að lifa eftir þeim heraga sem Spartverjar bjuggu við og ég segi frá síðar. Svo komu Helótar, þeir voru afkomendur Mýkensku Grikkjanna sem bjuggu á þessu svæði áður en Spartverjar fluttu þangað. Þeir voru í raun þrælar og sáu um uppistöðuna af efnahagi ríkisins. Hverjum Spartverja var úthlutað landi og einhverjum fjölda af Helótum til að yrkja það. Helótar voru réttdræpir af Spartverjum þar sem formlega ríkti stríðsástand milli Spartverja og Helóta. Sáu Spartverjar um að endurnýja þessa stríðsyfirlýsingu á hverju ári. Líf Helótanna var þó ekki eingöngu kvöl og pína þar sem sumir þeirra bjuggu í bæjum í nágreni Spörtu þar sem þeir máttu flytja milli staða og jafnvel eignast eignir, kvænast og ferðast eftir hentugleika svo framarlega að þeir skiluðu skatti á réttum tíma til yfirvaldsins. Sumir þeirra voru jafnvel einkaþjónar sem börðust við hlið herra síns í orustum og gátu jafnvel öðlast frelsi fyrir gjörðir sínar þar. Voru Helótar í raun í mjög svipaðri stöðu og ánauðarmenn miðalda þegar kom að rétti og skyldum, sumir liðu skort og þræluðu fyrir ekkert meðan aðrir fengu að njóta meira frelsis og réttinda. Þegar mest var bjuggu allt að 376.000 manns á því svæði sem var undir Spörtu en af því var skiptinging einhvern vegin á þennan veg: 224.000 Helótar, 120.000 Kringbyggjar og aðeins 32.000 Spartverjar (þ.e.a.s. yfirstéttarmenn, karlar, konur og börn). (heim.: WD, Grikkland hið forna (bls. 102))

Daglegt líf í Spörtu
Sparta var rekið mjög ólíkt öðrum ríkjum í Grikklandi þar sem hjá öðrum var lítil sem engin áhersla á afskipti ríkisins við uppeldi og menntun barna. Í Spörtu var fylgst með börnum alveg frá fæðingu og kom strax eftir fæðinguna nefnd sem tók nýburann út og aðeins þeim börnum sem voru nógu sterkbyggð leyft að lifa, þau veikbyggðari voru borin út. Svo við 7 ára aldur voru synirnir teknir frá foreldrum sínum og þeir settir í einskonar heimavistarskóla þar sem þeim var kennt grundvallaratriði í ljóðlist, myndlist og fleira en aðaláherslan var á hernað og líkamlegt atgerfi, þar sem hernaður var það sem átti eftir að marka lífshlaup þeirra það sem eftir er. Stúlkum var einnig kennt markvisst þó að þær hafi ekki verið teknar af foreldrum sínum. Var þeim kennt allt sem tengdist því að reka heimili og ala upp börn fyrstu árin. Var þetta mjög mikilvægt þar sem mennirnir voru alla sína tið í raun eign hersins. Vegna þessa fengu konur í Spörtu mikið frjálsræði, mun meira en stallsystur þeirra annarstaðar í Grikklandi og jafnvel nokkurstaðar í heiminum. Giftust menn yfirleitt um tvítugt og þá stúlkum sem voru um 18 ára aldur, þetta þýddi þó ekki að menn flyttu úr herbúðunum heldur bjuggu þeir þar til 30 ára aldurs en voru þó hermenn allt þar til þeir voru ekki lengur vopnfærir. Þangað til þeir náðu þeim aldri hittu þeir eiginkonur sínar samkvæmt ákveðnum reglum. Eftir þrítugt fluttu þeir til kvenna sinna og tóku þá fyrst þátt í einhverju öðru lífi en engöngu hernaði. Þó eins og áður hefur komið fram voru þeir í fastaher Spörtu og þeir voru skyldugir til að stunda herþjálfun áfram auk þess sem þeir fóru í stríð þegar þannig bar við. Sökum þessa uppeldis þar sem drengjum var nánast frá fæðingu kennt það eitt að vera hluti af þessum her þá voru þeir illvígir bardagamenn og fyrir þeim var dauðinn ekki það versta sem þeir gátu hugsað sér þegar á bardagavöllinn var komið. Sagt er að Spartverjakonur hafi sagt við syni sína þegar þeir fóru í bardaga: ,,Komdu aftur með skjöld þinn eða á honum” (heim.: WD, Grikkland hið forna (bls. 109)). Sökum þungs vopnabúnaðar var erfitt að flýja með þungann skjöldinn í þokkabót og þar sem það var ein mesta skömm sem Spartverji gat unnið sér inn var að flýja af hólmi, svo mikil að ekki einu sinni mæður þeirra fyrirgáfu það, þá var þessi setning vel við hæfi. Þetta sýndi sig vel í bardaganum við Laugaskarð, árið 481 f.kr., þar sem 300 Spartverjar leiddu lítinn her Grikkja gegn innrásarliði Persa þar sem Grikkirnir börðust í svokölluðum Phalanx eða breiðfylkingu og drápu gífurlegan fjölda Persa sem náðu ekki að brjóta þá á bak aftur fyrr en þeir uppgötvuðu leið til að komast aftan að þeim og umkringja þá. Talið er að Grikkirnir hafi verið um 2-7000, en Persarnir yfir 100.000, talið er að þeir hafi jafnvel misst allt að 50.000 manns þó að 20.000 sé líklegra. Af mörgum er þessi bardagi talinn ein af örlagaríkustu orustum sögunar þar sem þar var framrás Persa haldið í skefjum í smá tíma og Grikkir fylltust sjálfstrausti á meðan Persar misstu það.

Ris og fall Spörtu
Sparta náði á síðari hluta veldistíma síns gífurlega stóru landsvæði undir sitt vald og þegar mest var var allur Pelopsskaginn undir þeirra valdi að borgríkjunum, Akaju og Arogs undanskildum. Skipti það þá litlu máli hvort þessi ríki sem voru undir þeirra valdi gengu sjálfviljug undir stjórn Spartverja eða hvort þeir þurftu að brjóta þau undir sitt vald með hernaði. En þau ríki sem reyndu að berjast á móti voru brotin á bak aftur og íbúar þeirra gerðir að ríkisþrælum. Að lokum kom að því óumflýjanlega og Spartverjar og Aþeningar enduðu í átökum og hafa þau verið kölluð Pelopsstríðin. Þau stóðu yfir í um 27 ár með nokkrum stuttum hléum og mörkuðu þau á margan hátt þáttaskil fyrir grísku borgríkin. Þar mættust Spartverjar ásamt þeim ríkjum sem studdu þá og Aþeningar ásamt stuðningsmönnum sínum í nokkrum stórum orustum við eyjahaf. Þar sýndu Spartverjar hvers þeir voru megnugir í stríði og munaði þá mest um þrautseigju þeirra og ósérhlífni þegar kom að skyldum sínum við ríkið. Þeir sátu meðal annars um Aþenu nánast óslitið frá 413-404 f.kr. þar sem þeir settu í raun upp littla borg í Atticu þar sem hermennirnir bjuggu á meðan þessu stóð. En þar sem Spartverjar höfðu aldrei verið mjög fjölmenn þjóð þá áttu þeir í erfiðleikum með að mynda alvöru stjórn og hervaldi yfir Aþenu. Þeir settu á stofn 30 manna ráð sem var kallað ,,harðstjórarnir 30” (the thirty tyrants) (heim.: NH, Grikkland hið forna (bls. 109)). Og þar sem Spartverjar voru auk þess ekki mjög pólitískt þenkjandi þjóð og töldu yfirburði sína yfir öðrum vera svo gífurlega að þeir voru fljótlega eftir þetta komnir í hár saman við Þebu, Kórinþu og Nýlega endurreista Aþenu þar sem borgararnir þar gerðu uppreisn og losuðu sig undan yfirráðum Spartverja. Og þar sem þeir voru ekki heldur mjög framfarasinnaðir þá drógust þeir aftur úr í hernaði á þessum árum, auk mikillar fækkunar á barnsfæðingum var her þeirra að lokum gjörsigraður í bardaganum við Leuctra þar sem þeir börðust við her Þebu árið 351 f.kr. Þaðan marseruðu sigurvegararnir áfram suður Pelópsskagann og frelsuðu Helótana í Messeníu sem efnahagur Spörtu þreifst á að mestu leyti. Náði ríkið í raun aldrei að jafna sig á þessu áfalli og náði aldrei nálægt því sömu stærð og áhrifum á ný.

Lokaorð
Sparta er ekki stærsta borgin sem uppi hefur verið, ekki sú fjölmennasta en Spartverjar höfðu þrátt fyrir það gífurleg áhrif á framgang sögunnar. Ef ekki hefði verið fyrir leiðtogahæfileika Leonidosar konungs Spörtu ásamt smitandi ósérhlífni Spartverjanna undir hans stjórn við Laugaskörð, hefðu Persar hugsanlega farið hraðar yfir og Grikkir hefðu ekki náð að safna saman her til að berjast af fullu afli gegn Persum og Grísku borgríkin hefðu eflaust ekki náð þeim blóma sem þau náðu. Þannig tóku þeir þátt í uppbyggingu Grísku borgríkjanna. Þeir voru ekki þeir listhneignustu þó að drengjum og stúlkum væri kennd tónlist og myndlist og lítið er í raun vitað um hvernig tónlist eða myndlist var stunduð þar. Þeir trúðu á hið mælta orð fremur en það ritaða þannig að lítið er til af ritum frá Spartverjum sjálfum. Samt voru menn á þessum tíma óþreytandi við að skrifa um þessa herskáu og grófu menn sem mynduðu þetta samfélag. Sparta var eina borgríkið sem var alla sína tíð með fastaher og í hvert skipti sem átök brutust út voru þeir fyrstir á svæðið. En að lokum varð þrjóska og eistrengingsháttur þeirra þeim að falli. Samfélagið breyttist ekki með breyttum tímum og á meðan bilið minnkaði milli fyrrum íbúa hertekinna svæða og þeirra sem hertóku það, jókst munurinn sífellt hjá Spartverjum. Meðan aðrir tóku upp nýjar bardagaaðferðir, héldu Spartverjar fast í falanxinn og vildu sífellt berjast þar sem hóparnir mættust að fullum krafti augliti til auglitis meðan aðrir fóru í sífellt meira magni að nota riddaralið og að reyna að ráðast á hliðar andstæðingsins og komast utan við þá. Að lokum voru þeir gjörsigraðir en sigurvegarar þeirra voru þá orðnir það veikir af sífelldum bardögum við þá að þeir áttu stutt eftir í endalokin. Þannig má segja að Spartverjar, eins og þeir áttu stóran hlut í uppbyggingu Grísku borgríkjanna, áttu sömuleiðis stórann þátt í endalokum þeirra.
Eins og stendur að ofan það sem eftir er af þessu mikla stórveldi eru litlar rústir sem lítið ber á og 7000 manna þorp.


Árni Hermannsson, Jón Ingvar Kjaran, Lýður Björnsson og Margrét Gunnarsdóttir (2000), Íslands- og mannkynssaga NB I (bls. 44-46), Nýja Bókafélagið, Reykjavík.

Erlingur Brynjólfsson, Ingunn Þóra Magnúsdóttir og Haukur Sigurðsson (1994), Fornöld og miðaldir (bls.42-43), Iðnú, Reykjavík

Heiðrún Geirsdóttir, Jón Gunnar Þorsteinsson og Margrét Gunnarsdóttir (2004), Þættir úr menningarsögu (bls. 24), Nýja Bókafélagið, Reykjavík

Heimir Þorleifsson og Ólafur Hansson (1973), Mannkynssaga BSE (bls. 135-136), Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík.

Gunnar Karlsson, Birna Dís Valsdóttir, Eiríkur K. Björnsson, Ólafur Rastrick, Sesselja G. Magnúsdóttir, Sigríður Hjördís Jörundsdóttir, Sigurður Pétursson (2003), Fornir Tímar – Spor mannsins frá Laetoli til Rykjavíkur, 4.000.000 f.kr. til 1800 e.kr. (bls 39-40), Mál og Menning, Reykjavík

Ásgeir Hartarson (1973), Mannkynssaga fornöldin, mál og menning, Reykjavík

Will Durant (1967), Grikkland hið forna (bls. 101-109), Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík

Nathaniel Harris (2000), History of Ancient Greece (bls 59), Octopus Publishing Group Limited, London

http://www.visindavefur.hi.is/index.asp?url=svar.asp?id=6582 tekið af síðunni dagana 1.-3. Apríl 2007
,,Always do sober what you said you´d do drunk. That will teach you to keep your mouth shut" -Ernest Hemmingway