Þetta tengist ekkert greininni hans Gthth. En þegar ég sá nafnið á greininni hélt ég að hann ætlaði að tala um þetta…

Þeir sem eru í sagnfræði geta kannski svarað þessu. Til hvers eruð þið að læra sögu? Hvaða gagn er af því að læra sögu, fyrir utan skemmtanagildi? Er hægt að læra eitthvað af sögunni? Haldið þið að sagan getið endurtekið sig? Erum við kannski að læra af mistökunum til þess að þau endurtaki sig ekki?

Fyrir nokkrum árum átti að draga úr almennri sögukennslu í menntaskólum til þess að nemendur gætu frekar einbeitt sér að sérhæfðum fögum. Þá þyrftu t.d. þeir sem ætluðu í verkfræði ekki að læra eins mikla sögu og hugvísindanemendur. Þetta vakti miklar deilur meðal kennara t.d. í MR á sínum tíma, en ég veit ekki hver niðurstaðan var. Finnst ykkur nauðsynlegt að allir læri sögu í menntaskóla? Ef svo, hvers vegna?