Malcolm X Og þeir sáu hann til álengdar, áður en hann var kominn nærri þeim, tóku þeir saman ráð sína að drepa hann. Og þeir sögðu hver við annan : ,, Sjá, þarna kemur draumamaðurinn. Förum nú til og drepum hann og köstum honum í einhverja gryfjuna og segjum svo, að óargadýrið hafi étið hann. Þá skulum við vér sjá, hvað úr draumum hans verður“. Genesis 37; 18-20.

Malcolm X( Malcolm Little) fæddist 19 maí. 1925, og var myrtur 21 febrúar 1965. Faðir hans hét James Earl Little og var Baptiztaprestur í Georgíufylki. Móðir hans var húsmóðir. Malcolm var fjórða barnið af átta börnum, Malcolm mótaðist snemma af föður sínum sem prédikaði þjóðerniskennd og stolt, á meðal svarta og talaði gegn ofbeldi sem þau þurftu að lífa við.
Faðir hans var flinkur kaupmaður ásamt að sinna prestastörfum og átti nóg handa fjölskyldunni, hins vegar átti hann í erfiðleikum með Ku Klux Klan sem brenndu húsið hans niður 1929. Tveimur árúm seinna var James myrtur af öfgafullum hvítum rasistum sem tilheyrðu undirdeild í Ku Klux Klan. Kreppan mikla hófzt einmitt þá, og á þessu tímum var ekki auðvelt að vera einstæð, svört kona með átta börn.

Eftir þetta fór Malcolm, í skóla og kirkju með hvítum krökkum. Þau áttu erfitt uppdráttar, og var fjölskyldan stíginn í sundur skömmu seinna, það endaði með að móðir hans var komið fyrir á geðsjúkrahæli. Malcolm var fljótur að láta ljós sitt skína og var valinn bekkjarforseti í sjöunda -bekk, þar sem hann var eini svarti nemandinn í skólanum. Hins vegar grunaði honum ávallt að hann væri ,, einungis uppáhaldsnegri þeirra”.
Skömmu eftir þetta átti sér stað atburður sem mörkuðu tímamót í lífi hans. Enskukennarinn sagði við hann ; ,,Þú ættir að vera smiður í stað þess að vera lögfræðingur, enda ættiru að vera raunsær niggari“. Hann hætti í skólanum í áttunda bekk 1941, eftir það fór hann að lifa með systur sinni sem hét Ella Mae. Hann fékk starf sem skópússari, hann sá ekki aðeins um að pússa skóna hjá fólki, heldur var hann að selja jónur, áfengi, smokka og gefa út símanúmer vændiskvenna. Fyrzta kærasta hans var stúlka úr Boston, en hann yfirgaf hana snemma fyrir hvíta konu sem hann kallaði Sophia.

Seinna meir fékk hann starf sem uppvaskari, og var hann fljótur að tileinka sér ,,Tómasar frænda” takta til að fá meira þjórfé. Hann fór síðan að vinna í Small´s Paradise í Harlem, þar sem hann lærði lögmál götunnar. Á þessu tímabili kynnizt hann mörgum frægum einstaklingum t.d Billie Holiday og Redd Foxx. Þarna fékk Malcolm viðurnefnið Detroit Red, vegna þess að var smá rauðhærður og fyrir hverzu ljósan húðlit hann hafði. Móðir hans var óvenju ljós á hörund og hefur væntalega verið blönduð að miklu leyti. En erfiðir tímar fóru að komu sér á kreik hjá Malcolmi, hann varð háður kókaini, það verzta var hins vegar er að hann var náðizt fyrir innbrot í Boston. Hann, Sophia, vinur hans Shorty og nokkrir aðrir náðust fyrir innbrot og þjófnað.

Þrátt fyrir að þetta var fyrzta afbrot hans, þá var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Það ku vera að samband hans og Sophiar þóttu ekki siðsamlegt þá á dögum. Hann var sendur í fanglesi, tuttugu og eins ára gamall. Hann var trúleysingi og var kallaður Satan í tugthúsinu, en þar kynnizt hann Islamstrúnni.

,,Gentlemen, I finished the eigth grade in Mason, Mich. My high school was the black ghetto of Roxbury, Mass. My college was in the streets of Harlem, and my masters' was taken in prison.“
Eftir þetta sökkti hann sér ofan í kenninga Islamstrúar. Hann hætti að reykja, borða svínakjöt og að nota eiturlyf . Hann var náðaður 1952, og eftir það kynnist hann Elijah Muhammad, kannzki var það hverzu líkur hann var föður Malcolms, en allavega hafði Elijah mikil áhrif á Malcolm. Elijah hafði eitt sinn verið baptistaprestur í Georgíu ,líka eins og James faðir Malcolms. Elijah ákvað að flytja frá suðuríkjanum til að forðast aðkasti kynþáttahatara, og til að finna betri atvinnu og hafa frelsi.

Elijah gagnrýndi kristni og sagði að það væri ; ,, of hvítt, alltof úrelt og hentaði ekki fátækrahverfalífinu”.

Margir sem upplifðu það sama og Elijah, ákvaðu að ganga í Nation of Islam, það voru ekki kenningar Islams sem heilluðu fólkið, heldur var það samstaðan og stjórnmálasjónarmiðinn. Eftir að hafa kynnst þessu manni, þá fór Malcolm að halda ræður í fátækahverfinn, hann var mælzkur og hafði sjálfur risið úr dreggjum samfélagsins í það að vera virtur maður í samfélagi svartra.

,,The white man wants black men to stay immoral, unclean and ignorant. As long as we stay in these conditions we will keep on begging him and he will control us. We never can win freedom and justice and equality until we are doing something for ourselves !“

Samtökin Nation of Islam ásökuðu hvíta manninn fyrir að óvinur allra. Þessi samtök heimtuðu svæði þar sem þau gátu ráðið stjórnskipulagið sjálf. Það var sagt öllum Afríku-Ameríkönum að mennta sig meira, til að virða allar konur, og að vera stolt af arfleifð sínum. Þessi stefna boðaði sjálfsvörn, en hins vegar neituðu að nota vopn til að ná sínu fram.

,,Seek peace, and never be the aggressor - but if anyone attacks you, we do not teach you to turn the other cheek.”

Eins og áður var tíundað, þá var Malcolm X gríðarlega mælzkur og náði að koma boðskapinn til margra. Það skiptu engu hvort það voru kristnir menn, eiturlyfjafíklar eða fyrrverandi fangar. Hann náði að vekja fólk til umhugsunar. Skömmu seinna tók að sér nafnið Malcolm X, hann skipti út ættarnafninu, enda táknaði það að forfeður hans misstu nafn sitt og fengu þrælanafn. Hann hélt áfram að koma boðskapnum til fólksins og var einkum duglegur að ná til unga fólksins. Hann var mjög andvígur kristnitrú, ekki vegna ritningana, heldur var það hverning margir ,,stunduðu“ trúarbrögð sín.

Það sem gerði hann frægan í Bandaríkjanum, var sjónvarspþáttur sem hét ,, The Hate that Hate produced”. Á þessum tíma var Martin Luther King talinn vera róttækur, og fóru margir í millistéttunni að fara líta á hlutina í öðru ljósi. Skömmu eftir þetta var meðlimur Nation of Islam, beittur líkamlegur ofbeldi. Það myndaðist reiður hópur fólks og allt stefndi í óeirðir, en sem betur fer náði Malcolm að stöðva fólkið. Margir hvítir Bandaríkjamenn óttuðust Malcolm og ásökuðu hann um að vera rasista sjálfur, og margir þoldu ekki kenningarnar og mælsku hans.

,,It's not a case of being anti-white or anti-Christian. We're anti-evil, anti-oppression, anti-lynching. You can't be anti-those things unless you're also anti- the oppressor and the lyncher. You can't be anti-slavery and pro-slavemaster; you can't be anti-crime and pro-criminal. In fact, Mr. Muhammad teaches that if the present generation of whites would study their own race in the light of their true history, they would be antiwhite themselves. … What I want to know is how the white man, with the blood of black people dripping off his fingers, can have the audacity to be asking black people do they hate him. That takes a lot of nerve.“


Um þetta leyti fór að myndast mikil öfund í hans garð, og varð hann mikilvægastur hlekkur flokksins og var það þyrnir í augum fleztra. Síðan fóru að myndast ágreiningar milli hans og Eijah. Malcolm vildi að samtökin færu að láta meira að sér kveða. Stuttu seinna komst Malcolm að því að Elijah, hafi verið að stunda hórdóm og missti öll trú á hann.

I feel like a man who has been asleep somewhat and under someone else's control. I feel that what I'm thinking and saying is now for myself. Before it was for and by the guidance of Elijah Muhammad. Now I think with my own mind, sir!
Malcolm X, New York Times, Feb. 22,1965

Malcolm var rekinn úr flokknum og varð honum ekki afturgegnt. Hann hélt fréttafund þar sem lýsti því yfir að hann hefði yfirgefið Nation of Islam. Hann stofnaði síðan samtökin Múslima Moskút. Eftir þetta gerðist eitt sem margir vilja ekki minnast á, Malcolm fór til Mekka 1964. Hann tók nafnið El-Hajj- Malik El-Shabazz. Þarna kynnist hann hvernig það var að láta fólk koma við sig eins og manneskju. Fólkið leit ekki niður á hann fyrir að vera svartur. Þessi reynsla breytti sýn hans á heiminum. Hann sá að það væri til fólk sem sýndi öðrum virðingu og vináttu, án tillitt til hörunds. Hann fór meðal annars til Afríku og hitti leiðtoga þar.

,,The colour-blindness of the Muslim world's religious society and the colour-blindness of the Muslim world's human society: these two influences had each day been making a greater impact, and an increasing persuasion against my previous way of thinking.”

Það sem hann trúði núna á var samkennd manna og réttlæti. En þrátt fyrir þetta fékk hann slæma umtölun í fréttablöð vegna vaxandi obeldis sumarið 1964 í Harlem.

,,We declare our right on this earth to be a man, to be a human being, to be respected as a human being, to be given the right of a human being in this society, on this earth, in this day, which we intend to bring into existence by any means necessary."

Alltént þá gleymist eitt þó, eftir þetta fóru margir Bandaríkjamenn að hræðast það sem boðaði. Hann talaði gegn stjórninni og það sem var að gerast í Kongó og Víetnam. Hann talaði gegn kapítilisma og gagnrýndi leiðtoga eins og King.

Rétt áður en hyggðist kæra Bandaríkin til Sameinuðu Þjóðanna fyrir mannréttindabrot og þjóðarmorð, þá var hann myrtur. Þrír meðlimir samtöksins Nation of Islam voru dæmdir til lífstíða. En margir vilja meina að FBI hafi komið nálægt því. Ég mun fjalla um það síðar. Allavega þá er Malcolm X myndin ágætis innsýn á lífi hans og er Denzel Washington magnaður.
Through me is the way to the sorrowful city.