Núna ætla ég að reyna að ybba gogg um sagnfræði,
og mig langar líka til að vita hvað sagnfræði
eiginlega er. Það eru til margvísleg nöfn um
allskonar hluti, en í langflestum tilvikum veit
maður á nafninu um hvað er verið að tala. Svo
ég taki nöfnin á áhugamálunum í hugavísindum,
þá er Dulspeki fyrst. Jú jú, þetta er
eitthvað um dul- eitthvað, svo að þarna er
augljóslega verið að fjalla um mál eins og Bermúdaþríhyrninginn,leyndardómana við píramídana
í Egyptalandi o.s.frv. Heimspeki, á nafninu
virðist eins og verið sé að fjalla um heiminn,
en þetta er eitt af þeim sjaldgæfu orðum þar
sem maður veit ekki almennilega á nafninu hvað
er verið að tala um.(Ég vona þó að þið vitið það öll.)
En Sagnfræði? Er þar verið að fjalla um sögur?
Þessi header á áhugamálinu(Myndin efst á
áhugamálinu) af píramídum, er til þess að rugla
mann í ríminu. Eða hvað?

Og hvað er sagnfræði eiginlega? Mannkynssaga?
Fornleifafræði?
Eða er þetta kannski allt það saman í einum
hrærigraut? Jú, ég myndi halda það.

Og svo um póstinn sem ritter sendi inn um
litavalið á áhugamálinu; Ritter: Það er ótrúlegt
hverju maðurinn getur venst, og örlítið ýktir
litir ættu ekki að vera of erfitt verk fyrir hann.
Í sambandi við admin stöðuna, þá finnst mér að
gthth ætti að vera stjórnandi hérna. Það er
eiginlega hann sem hefur verið með aðal baráttuna
fyrir þessu, og sýnist hafa áhuga og vitneksju
um sagnfræðina, svo að hann yrði tilvalinn.

Hvurslags