Lenín Lenín

Vladimir Ilyich Ulyanov betur þekktur sem Lenín fæddist 22. apríl árið 1870 í Simbirsk, Rússlandi. Foreldrar hans voru Ilya Nikolaevich Ulyanov og Maria Alexandrovna Blank. Hann var eitt af fimm börnum þeirra en tvö af þeim dóu. Þegar Lenín var sautján ára var elsti bróðir hans hengdur fyrir aðild að morðtilræði við keisarann. Eftir þetta var hann mjög reiður út í stjórnarfarið í Rússlandi og varð mjög vinstrisinnaður. Hann var rekinn úr háskóla fyrir að taka þátt í mótmælum en lærði sjálfstætt og varð lögfræðingur.
Hann starfaði ekki lengi sem lögfræðingur heldur lærði Marxisma í Sankti Pétursborg og var sífellt með vinstri áróður. Hann var síðan dæmdur í fangelsi í heilt ár í Síberíu fyrir mótmælastarfsemi. Þar hitti hann konuna sína Nadezhdu Krupskayu og gaf út bókina Þróun kapítalisma í Rússlandi. Eftir að hann kom úr fangelsi tók hann sér nafnið Lenín sennilega eftir ánni Lenu.
Eftir að sósíaldemókrataflokkurinn klofnaði í tvennt bolsévíka og mensévíka tók hann að sér forystu bolsévíka sem voru róttækir og vildu koma byltingu verkalýðsins í Rússlandi hraðar af stað. Hann var svo gerður útlægur ú Rússlandi og ferðaðist um Evrópu allt til 1914.
Þegar Lenín kom aftur til Rússlands 1917 hafði Nikulási II keisara verið steypt af stóli. Hann reyndi að leiða bolsévíkabyltinguna með stuðningi þýska ríkisins en varð að flýja til Finnlands eftir að hafa verið sakaður um að vera njósnari þýska ríkisins. Hann sneri aftur nokkrum mánuðum seinna til að leiða Októberbyltingunna sem kom bolsévíkum til valda.
Í fyrri heimstyrjöldinni börðust Rússar með Bretum og Frökkum gegn Þjóðverjum. Bolsévíkar komust svo til valda með hjálp Þjóðverja. Nú þurfti að ákveða hverjum þeir stóðu með. Rússar voru svo uppteknir við byltingunna að Þjóðverjar streymdu inn í landið óhindrað. Þeir neyddu Rússa til þess að gera mjög óhagstæða friðarsamninga við þá. Fólkið í Rússlandi var óánægt með þessa samninga og kom af stað borgarastyrjöld sem stóð í 3 ár. Á endanum unnu bolsévíkar þessa styrjöld.
Á þessum tíma var reynt að drepa hann sem átti mjög líklega þátt í dauða hans nokkrum árum síðar árið 1924 eftir röð hjartaáfalla. Líkami hans var smurður og var lengi til sýnis í grafhýsi í Moskvu. Þess má geta að Sankti Pétursborg var lengi vel kölluð Leníngrad á meðan Kommúnistar réðu ríkjum þar.