Hvaða áhrif hafa árásirnar á Tvíburaturnana í New York og á Pentagon bygginguna 11. September haft á umheiminn. Þetta er ritgerð sem ég skrifaði fyrir Sag203 í FS, ákvað að senda hana hingað inn, ef ykkur er sama:)

Hvaða áhrif hafa árásirnar á Tvíburaturnana í New York og á Pentagon bygginguna 11. September haft á umheiminn…

og hvernig brugðumst við við?

Til þess að svara þessari spurningu allmennilega ætla ég fyrst að kynna þessa hroðalegu atburði sem gerðust þenann dag, 11. September í Bandaríkjunum. Um morguninn þann 11. September 2001 var 4 Farþegaflugvélum rænt af 19 hriðjuverkamönnum, þessum flugvélum var öllum hrapað, 2 af þeim skullu á Tvíburaturnana í New York borg, einni flugvél var hrapað á Pentagon bygginguna í Virginíu og þessarri síðustu var brotlent af farþegum flugvélarinnar eftir að þeir höfðu bugað hriðjuverkamennina. 2973 manns létust í árásunum, eða um 3000 manns. Áhrif árásarinnar á umheiminn voru gífurleg og eru það enn, og eru fáir sem halda 11. September hátíðlegann. Ég valdi þetta ritgerðarefni vegna þess að ég hef mjög mikinn áhuga á því sem gerðist þennan dag og hef haft síðan á daginn sjálfann. Ég hef lesið góðan slatta af bókum um þennan dag á bókasöfnum og hjá fjölskildumeðlimum sem einnig deila þessum áhuga með mér. Þess má til gamans geta að ég hef séð bíómyndina United 93 fimm sinnum svo að áhugan vantar alls ekki

Ein aðaláhrif árasanna þann 11. September voru aukin reiði vesturlandabúa gagnhvarft fólki frá mið-austurlöndunum og má nefna sem dæmi að í mörgum löndum var lokað á bankasjóði hjá fólki sem grunað var að væri í slagtogi með Al-Qaeda, þetta voru mest allt mið-austurlandabúar. Þetta hatur á mið-austurlandabúum er langt frá því að vera hætt og má sjá fólk um allar tryssur tala um “þessa helvítis araba” og “talíbana helvíti”, einnig eru margir sem telja að innrásir bandaríkjamanna á Afganistan og Írak hafi verið hefndar aðgerðir til þess að ,,hefna” fyrir árásirnar þann 11.September. Kynþáttahatur byggt á fáfræði er því miður mjög algengt í heiminum í dag og bættu þessar árásir það alls ekki.
Önnur mjög stór áhrif árásarinnar sem ennþá eru í gangi í dag eru auknar öryggisráðstafanir á flugvöllum, lestarstöðvum og öðrum opinberum stöðum og stofnunum. Búið er að banna hina ímsu hluti sem áður mátti taka með sér um borð í flugvélar og lestir og mátti fara með inn í opinberar byggingar. Samt telja sumir að öll þessi auknu öryggisskilti og öryggisráðstafanir séu ekkert nema eitthvað sem lítur út fyrir að hjálpa en seinna meir hjálpar ekkert fyrir rest. T.a.m þá líta allar þessar öryggisráðstafanir hálfkjánalega út þegar maður kryfur þær aðeins, tökum dæmi :
Bannið á öllum hlutum sem geta skorið í flugvélum, lestum og opinberum byggingum.
Þetta er algerlega óúthugsuð aðgerð, að banna þessa hluti einungis vegna þess að hriðjuverkamennirnir notuðust við þá. Þetta hjálpar auðvitað smávegis en er á móti mjög tilgangslaust ef maður pælir í því vegna þess að ef þessi aðgerð yrði tekinn alla leið þá þyrfti einnig að banna aðgang fólks sem kann bardagalistir og sjálfsvörn. Auðvitað er góð hugmynd að hafa öryggi um borð í flugvélum og lestum en þegar allt fer í bál og brand vegna þess að leiksólakrakki er óvart með skæri í pennaveskinu sínu í töskunni þá vitum við að þessar öryggisráðstafanir eru farnar að ganga of langt og er það akkurat vegna þess hversu móðursjúkt samfélagið varð eftir árásirnar. Ef það var (fyrir utan að myrða þúsundir manna) áætlun hriðjuverkamannana að brengla samfélagið þá er það svo sannarlega að virka og einungis vegna þess að við leifum þeim það. Ekkert nema bein áhrif árásanna þann 11. September. Svo ég haldi nú áfram að tala um hversu móðursjúkt þetta vesturlanda samfélag sem við búum í er orðið þá hafa hinar ímsu samsæriskenningar komið fram sem eru á þá vegu að fólk telur og telur sig hafa sannað það að George Bush og bandaríska ríkisstjórnin hafi planað og framkvæmt árasirnar sjálfir og síðan kennt Al-Qaeda og öðrum frá miðausturlöndunum um aðgerðirnar í þeim tilgangi að hafa ástæðu til þess að ráðast inn í eitt af þessum löndum og ná yfirráðum yfir olíubyrgðum þessarra landa. Ein mjög vinsæl kenning er sú að það hafi engin flugvél klesst á Pentagon bygginguna heldur hafi þetta verið einhverskonar eldflaug eða loftskeyti skotið af bandaríkjamönnum á bygginguna og rökin sem þessir “afhjúparar” koma með eru t.d að það sé ekkert brak eftir flugvélina á lóð Pentagon byggingarinnar.
Ekkert brak?, ég sá myndir af lóðinni í sjónvarpinu og ég sé myndir í þessum bókum sem ég er að nota og það er alveg hellingur af hinu og þessu “American Airlines” lituðu flugvélabraki á víð og dreyf um lóðina. Vægast sagt ömurleg rök. Önnur kenning er sú að það hafi engar farþegavélar klesst á turnana heldur tilbúnar flugvélar sem bandaríkjamenn klesstu sjálfir á byggingarnar, ekki hef ég heyrt né lesið ein einustu rök fyrir þessu og þekki ég einnig fólk sem missti ástvin í öðru fluginu sem klessti á annan turninn.
Þessar samsæriskenningar virðast ekki vera neitt nema móðursýkislegar hugsanir sem mynna skuggalega á það hvernig fólk lét og hugsaði fyrir 3000 árum síðan ; ,,Ekki hlusta á né trúa á yfirvaldið heldur finna lausnir á öllum málum sjálf/ur”. Beinar afleiðingar allrar hræðslunnar og gerfiöryggisins sem fylgdi árásunum. Samkvæmt þessu er farið að virðast fyrir mér að árásirnar hafi gengið betur en mér virtist í fyrstu.
Verðbréf í heiminum fóru í bál og brand nánast strax eftir árásrinar, þess má til gamans geta að þegar NYSE ( The New York Stock Exchange) lokaði í fáeina daga var það í fyrsta skiptið sem NYSE lokaði algerlega síðan í kreppunni 1933. Verðbréf allstaðar að í heiminum tóku að lækka nánast strax eftir að klesst var á fyrsta turninn. Gengi Bandaríkjadollara tók að veikjast mjög á dögunum eftir árásirnar og allstaðar í heiminum fóru hlutabréf allstaðar úr heiminum að veikjast enn meira. Bensín og olíuverð hækkuðu einnig í bandaríkjunum. Ein önnur frekar stór áhrif árásanna eru það að túrismi í New York hrundi niður nánast strax og hefur ekki enn í dag náð sér, ein af ástæðunum er sú að stuttu eftir árásirnar var lokað á allan aðgang á eyjuna Liberty Island, en það er eyjan sem Frelsisstyttan, eitt aðal tákn New York og Bandaríkjanna sem heild, stendur á. Það var opnað fyrir eyjuna sjálfa í Desember það sama ár en styttan sjálf var ekki opin fyrir túristum aftur fyrr en seint á árinu 2004 og það var aðeins opnað fyrir móttökuna og fyrstu 10 hæðirnar. Það er ennþá lokað fyrir innanverða styttuna og topp hennar, og virðist það einungis vera vegna þess að bandaríkjamenn eru svo hræddir um að ef það var ráðist á Tvíburaturnana og Pentagon þá verður örugglega líka ráðist á Frelsisstyttuna, þetta er annað sígilt dæmi um móðursíkina sem ég talaði um fyrr í ritgerðinni. Ef það væri svona mikill áhugi á því að skemma Frelsisstyttuna þá eru örugglega margar aðrað aðferðir til þess aðrar en að sprengja sprengju inn í henni. Auðvitað er það allt gott og blessað að passa upp á öryggi styttunnar en þetta finnst mér nú fullmikið. Áhrif árásanna á umheiminn í öryggismálum virðast vera á tvo vegu, annarsvegar það að það sé aukið öryggi og það sé erfiðara fyrir hriðjuverkamenn að framkvæma svona voðaverk aftur en hinsvegar eru hin áhrifin þau að fólk, ekki bara Bandaríkjamenn og vesturlandabúar, heldur fólk og þjóðir um allan heim virðast vera orðin svo móðursjúk í öryggismálum að grípa þarf til öfgakenndra öryggisráðstafana einungis til þess að fullnægja þessum nú frekar furðulegu og móðursjúku öryggisþörfum okkar.
Nú hef ég nánast skrifað um neikvæðu þætti árásanna enda er langmest um þá, en ótrúlegt en satt er allavega ein góð áhrif árásanna sem ég veit um og það eru þau að eftir árásirnar var það mjög ljóst að þegar þjóð lendir í svona miklu áfalli eins og þegar Bandaríkjamenn lentu í árásunum þá stóðu margar þjóðir heimsins saman og hjálpuðu þeim sem þurftu á því að halda, jafnvel þótt sumum sýninst það að sumar þjóðir fái meiri hjálp, og er það satt, vegna þess að ef það væri ekki satt værum við ekki ennþá að tala um ,,Fátæku börnin í Afríku”. Samt sem áður fengum við að vita af þessu eftir árásirnar (og aftur eftir flóðbylgjurnar í Indlandshafi Jólin 2004) og er þetta eitthvað sem er mjög gott að vita fyrir þjóðir sem lenda í áfalli að það á örugglega eftir að fá hjálp, hvort sem það sé frá einstakling eða þjóðum.

Það er núna ljóst fyrir mér hver hluti af áhrifum árásarinnar voru, og má taka eftir þeim enn í dag, en það eru örugglega mörg fleyri áhrif árásanna sem ég annaðhvort tók ekki eftir, sá þau ekki í neinni bók eða vissi ekki af þeim sjálfur, en eitt er samt víst, að þegar eitthvað svona áfall gerist einhverstaðar í heiminum á það alltaf eftir að hafa áhrfi á umheimin, hvort sem það eru stór eða lítl, mikil eða lítil áhrif þá verða þau alltaf áhrif sem snerta einhverja, hvort sem það er lítið þorp eða heilar þjóðir, og það er það sem skiptir máli.

Það er núna ljóst fyrir mér hver hluti af áhrifum árásarinnar voru, og má taka eftir þeim enn í dag, en það eru örugglega mörg fleyri áhrif árásanna sem ég annaðhvort tók ekki eftir, sá þau ekki í neinni bók eða vissi ekki af þeim sjálfur, en eitt er samt víst, að þegar eitthvað svona áfall gerist einhverstaðar í heiminum á það alltaf eftir að hafa áhrfi á umheimin, hvort sem það eru stór eða lítl, mikil eða lítil áhrif þá verða þau alltaf áhrif sem snerta einhverja, hvort sem það er lítið þorp eða heilar þjóðir, og það er það sem skiptir máli.

Oddur Gunnarsson.