Úrslit sagnfræðitriviu nr. 2 Já þá er komið að úrslitastundinni fyrir þá sem tóku þátt í vikulegu miðvikudagstriviunni. En úrslitin voru frekar jöfn eins og fyrri daginn. Aftur hlaut Addifb afgerandi sigur með fimmtán stigum af átján alls. Og DutyCalls kemur svo honum um hæl með tólf stig en viti menn, Moomoo er líka með tólf stig svo við erum með jafntefli í öðru sætinu. Þriðja sætið hreppir svo Bossos með 10 stig. En svo deila Obsidian og Amazon fjórða sætinu með 9 stig hvor, það verður að hafa einhverskonar bráðarbana fyrir 2. og 4. sætið þetta gengur ekki.

En hvað fyrstu spurninguna varðar þá fara heimildum ekki alveg saman, sumar segja að Neró hafi spilað á hörpu aðrar á Lýru og þar sem undirritaður áttaði sig ekki á þessu fyrr en of seint ákvað ég að gefa rétt svar við báðum svörum. Enda er harpa og lýra mjög svipuð hljóðfæri.

En við óskum Adda að sjálfsögðu til hamingju með tvöfaldann titil sinn, Triviusigurvegari eitt og tvö, ef svo má að orði komast.


Og úrslitin fóru á þann veginn:

1.sæti: Addifb með 15 stig af 18.
2.sæti: DutyCalls og Moomoo með 12 og stig af 18.
3.sæti: Bossos með 10 stig af 18.
4.sæti: Amazon og Obsidian með 9 stig af 18.
5.sæti: Daxi með 8 stig af 18.
6.sæti: Giz með 4 og ½ stig af 18
7.sæti: Bflyer með 3 og ½ stig af 18.
8.sæti: Peturp = 3 stig af 18.

Svo bara taka þátt í sagnfræðitriviu nr.3 en hún er komin.


Svo verður birt hér svörin við fyrri triviu mönnum til gagns og gamans:

1.) Á hvaða hljóðfæri spilaði rómverski keisarinn Neró? (1 stig)
Hörpu, Lýru.

2.) Hvað hét fyrsti keisari Þýska keisaradæmisins og hvenær var hann við völd? (1 stig)
Wilhelm I, 1871-1888.

3.)Hvaða ríki innlimuðu Ítalir árið 1939?(1 stig)
Albaníu

4.) Hverjir voru Jakobínar? (1 stig)
Ráðamenn Frakklands eftir frönsku stjórnarbyltinguna.

5.) Hvað hét kona Jóns Sigurðssonar og hvaða ár giftust þau? (2 stig)
Ingibjörg Einarsdóttir, 1845.

6.) Við hvern átti Viktor Emmanúel III konungur Ítalíu við er hann sagði „Þér eruð einn óvinsælasti maður Ítalíu.“? (2 stig)
Benito Mussolini

7.) Hvaða ár innlimuðu Bandaríkin Texas og gerðu það að tuttugastaogáttunda fylki Bandaríkjanna? (2 stig)
1845

8.) Hver mælti svo: „ Eigi þarftu á að líta, jaft er sem þér sýnist, af er fóturinn“? (2 stig)
Kolskeggur Hámundarson þegar hann hjó fótinn af Kol í Sandgili í öðrum Rangárbardaga.(Brennu-Njála)

9.) Hvert eftirfarandi landsvæða á ekki heima meðal hinna varðandi sögu 20.aldar? Vestur-Prússland, Norður-Slésvík (Nordslesvig), Alsace-Lorraine (Elsaß-Lothringen) og Súdetahéröðin (Sudetenland).(3 stig)
Norður-Slésvík. Þýska keisaradæmið átti öll þessi landssvæði (nema Súdetahéröðin) og missti eftir fyrri heimsstyrjöld. Nasistar innlimuðu svo öll svæðin aftur í síðari heimsstyrjöld nema Norður Slésvík. M.ö.o. öll svæðin voru innlimuð í Stór-Þýskaland nema N-Slésvík.

10.) Hvað hét landssvæðið sem Þjóðverjar misstu eftir fyrri heimsstyrjöld en fengu aftur eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1933? (3 stig)
Saarland en það var undir stjórn Þjóðabandalagsins í fimmtán ár.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,