Saddam Hussein Saddam Hussein Abd al-Majid al-Tikriti, eða Saddam Hussein eins og hann er kallaður í daglegu tali sat í forsetaembætti í Írak í tæp 24 ár, frá 16. júlí 1979 til 9. apríl 2003. Saddam hefur verið mikið í fréttum um allan heim undanfarin ár vegna öfgafullra aðgerða hans í stríði gegn Íran og Kuwait. Að auki má nefna þjóðarmorðin sem hann framdi í Dujail árið 1982. Hann átti mjög erfiða æsku og þekkti hann aldrei föður sinn, líklega má rekja erfiða æsku hans til gjörða sinna meðan hann sat í forsetaembætti.
Saddam gekk í Ba’ath stjórnmálaflokkinn árið 1957 og var leiðandi meðlimur þar. Miklar stjórnmáladeilur verða í Írak, morð er framið á þáverandi konungsfjölskyldu. Það gerðist árið 1958, þeagar Abdul Karim Qassim, valdamikill íraskur hershöfðingi lét myrða konungsfjölskylduna og tók sjálfur völdin. Árið 1963 kom Ahmad Abdul Salam Arif, áhrifamaður í Ba’ath flokknum, steypti með snilldarbragði Abdul Karim Qassim af stóli og tók völdin sem forseti í landinu. Hann hinsvegar rak og lét handtaka aðra yfirmenn í Ba’ath flokknum, svo að hann varð einvaldur.
Ba'athist leaders were appointed to the cabinet and Abdul Salam Arif became president. Arif dismissed and arrested the Ba'athist leaders later that year. Saddam returned to Iraq, but was imprisoned in 1964. Just prior to his imprisonment and until 1968, Saddam held the position of Ba'ath party secretary. (Wikipedia. 2007. ,,Saddam Hussein” Vefslóð:


Saddam var meðal þeirra sem handteknir voru. Hann var handtekinn árið 1964 en eins og sjá má í tilvitnunni hér að ofan var hann áfram ritari Ba’ath flokksins, alveg til 1968. Árið 1967 slapp hann úr fangelsi þó og varð um leið opinber leiðtogi og einnig ritari Ba’ath flokksins. Árið 1968 tekur Saddam þátt í aðgerð með hershöfðingjanum og fyrrverandi hermanninum Ahmad Hassan al-Bakr í að steypa valdasjúklingnum, Abdul Salam Arif af stól, það tókst fullkomlega. Þar af leiðandi verður Ahmad Hassan al-Bakr forseti írösku þjóðarinnar, Saddam verður áfram leiðtogi Ba’ath flokksins en fær stöðu sem varaforseti og fulltrúi Ahmad. Seinna með tímanum, um árið 1969, hefur Saddam nánast tekið völdin og stjórnar því sem Ahmad ætti að stjórna, í laumi á bakvið tjöldin. Það stafaði þó aðallega af því aðAhmad varð seinna meir ófær um að sinna starfi sínu og nýtti Saddam sér tækifærið.
He was the de-facto leader of Iraq some years before he formally came to power in 1979. He slowly began to consolidate his power over Iraq's government and the Ba'ath party. Relationships with fellow party members were carefully cultivated, and Saddam soon accumulated a powerful circle of support within the party.(Wikipedia. 2007.,,SaddamHussein.Vefslóð:http://en.wikipedia.org/wiki/Saddam_Hussein.)

Árið 1976, eftir miklar deilur um olíu landsins og markaðsetningu hennar í hinni miklu orkukreppu sem varð um 1973, hækkaði hann í tign sem hershöfðingi íraska hersins og var óbeinn leiðtogi ríkisins, eða eins og það kallast á ensku; “strongman of the government”. Með tímanum frá 1973 til 1979 hækkaði Saddam sig og vann sig í gegnum kerfið, á meðan eldist Ahmad Hassan al-Bakr forseti, og að lokum 16. júlí 1979 er Saddam Hussein kjörinn forseti írösku þjóðarinnar.

Æska Saddam Hussein var ekki í betri kantinum eins og margir geta ímyndað sér. Saddam fæddist 28. apríl 1937 í bænum Al-Awja. Fjölskylda hans var af al-Begat ættflokknum og voru þau flestöll smalar þar í bæ. Saddam hitti aldrei föður sinn sem hvarf þegar móðir hans var komin 3 mánuði á leið. Stuttu eftir að Saddam kom í heiminn missti Saddam og móðir hans 12 ára bróður Saddams, móðir Saddams, Subha, hafði ekki efni á að halda honum og sendi hann í fóstur til frænda síns, Khairallah Talfah, sem var opinber stjórnmálamaður í Ba’ath stjórnmálaflokknum. Dóttir Khairallah varð seinna í framtíðinni eiginkona Saddam. Saddam bjó hjá honum þar til hann var 3 ára. Þegar hann kom aftur heim til móður sinnar, 3 árum eldri, hafði margt breyst. Móðir hans hafði gifst nýjum manni og þar af leiðandi hafði Saddam eignast þrjá stjúpbræður. Ekki er mikið vitað um þrjá stjúpbræður Saddam en vitað mál er að stjúpfaðir hans, Ibrahim, fór illa með hann og lamdi hann. Eftir 7 ár af barsmíðum, þegar Saddam var orðinn 10 ára, flúði hann úr Al-Awja til höfuðborgarinnar, Baghdad. Hann fór þangað því hann þekkti frænda sinn þar sem hann var hjá í fóstri forðum daga, Khairallah Talfah. Hann bjó í Baghdad áfram og fór að læra lögfræði í 3 ár þar til hann datt út úr námi og gekk í Ba’ath flokkinn 21 árs gamall.

Segja má að þegar Saddam var í forsetaembætti hafi hann gert byltingu þar í landi, hann ,,nútímaði” lögin og reglurnar, ef svo má að orði komist. Hann tók sér annan forseta Egyptalands til fyrirmyndar, Gamal Abdel Nasser, og tók upp svokallaðan ,,nasserisma” sem nefndur er eftir ofangreindum manni. ,,Nasserismi” fól í sér blöndu af sósíalisma og kólonlisma og er oft kallað ,,arabískur sósíalismi”. Saddam Hussein tók að sér að ýmis verkefni sem hefðu löngu áður átt að gera. Hann réttlætti írösku þjóðerniskenndina, hann reyndi að koma í sess meiri vestrænni hugsun í íraska pólitík. Hann stuðlaði að fyrrum hlutverki íslams sem Mesópótamíu, forna vöggu siðmenningar, tilvísaði í sögulegar persónu slíkar sem Hammurabi til dæmis. Hann efldi menntun fyrir kvenfólk í landinu og gaf konum almennt meira frelsi en í öðrum arabaríkjum. Á þessum tíma, fyrstu árum Saddams sem forseti, voru kúrdar mun meira áberandi og voru þeir mjög ógnandi fyrir Ba’ath flokkinn þar sem að þeir fylgdu allt annarri stefnu. Til að halda kúrdum í skefjum fór Saddam ekki í beint stríð við þá, heldur afhenti þeim ýmsar hagsbótir eins og að leyfa þeim að taka þótt í stjórnafyrirkomulaginu að litlu leyti.
En allt sem Saddam gerði var ekki gott, aðeins á fyrstu árum Saddam gerði hann allt til að bæta þjóð sína og tókst honum það að mestu vel. Saddam Hussein var þekktur á seinni árum sem alræmdur einvaldur forseti Íraks sem framdi þjóðarmorð og ýmsa glæpi gegn mannkyninu. Óstaðfestar sögusagnir hafa gengið af því að hann hafi sent menn sína til fjölskyldna sem hefðu verið myrtar og sektað það fólk sem eftir var af þessum fjölskyldum um byssukúlurnar sem eyddar voru í að drepa þau, ef neitað var þá var það bara dýflissan eða skot í höfuðið. Svo einfalt var það.
Árið 2003 gerðu Bandaríkin innrás í Írak með því markmiði að handasama Saddam Hussein fyrir ,,glæpi gegn mannkyninu”. Saddam hélt áfram, meðvitaður um að aðrar þjóðir heims tækju eftir, að ógna öðrum löndum, færast nær þeim smám saman til að komast yfir olíuforða þeirra. Lönd eins og t.d. Ísrael og Sádi-Arabía. Að lokum ákvað framsæknasta þjóð veraldar, Bandaríkin, að spila inn í og senda hermenn sína inn í Írak til að stöðva þetta stríð sem Saddam var um það bil að setja af stað við þessi lönd, en auðvitað gerðu Bandaríkjamenn mun verra með því að fara í stríð gegn þjóð til að stöðva annað stríð. Stríðið í Írak hefur verið í fréttunum daglega síðan þessi innrás hófst. Á mánuðunum apríl 2003 til desember 2003 var Saddam Hussein á flótta undan Bandaríkjamönnum og faldi sig í ýmsum hellum og óþekktum stöðum. Sjá má grófa lýsingu af lífi Saddams eins og það er talið hafa verið á þessu tímabili í skopmyndasögunni hér til hliðar. Ein af öðrum helstu ástæðum fyrir innrásinni í Írak var að forseti Bandaríkjanna, George Walker Bush, hélt því fram að heiminum stafaði hætta af gereyðingarvopnum sem voru í höndum íraskra stjórnvalda. George Bush sagði í einni af ræðum sínum að Írak hefði í meira en áratug verið að framleiða kjarnorkuvopn, efnavopn sem sýktu skotmörk sín af miltisbrandi og taugagas í miklu magni.
Eftir 8 mánuða leit og eltingaleik við Saddam Hussein tókst Bandarískum landgönguliðum loksins að handsama hann 13. desember 2004. Þeir höfðu tekið niður hermenn og lífverði sem voru í fylgd Saddam og innikróað hann loksins í smábænum ad-Dawr í lítilli hlöðu. Saddam hafði látið lýtalækna gera aðgerðir á nokkrum samþykkum samlöndum sínum til að láta þá líta út nákvæmlega út eins og hann sjálfur, til að blekkja Bandaríkjamenn. Vegna þess þurftu Bandaríkjamenn að taka DNA-sýni úr Saddam eftir handtöku og kom í ljós að þetta var hann sjálfur í eigin persónu.

According to U.S. military sources, following his capture by U.S. forces on December 13, Saddam was trasported to a U.S. base near Tikrit, and later taken to the U.S. base near Baghdad. The day after his capture he was reportedly visted by longtime opponents such as Ahmed Chalabi. It is believed he remained there in high security during most of the time of his detention. Details of his interrogations remain unclear. (Wikipedia.2007.,,SaddamHussein.Vefslóð:http://en.wikipedia.org/wiki/Saddam_Hussein.)

Í nóvember 2006 var Saddam Hussein fundinn sekur fyrir glæpi gegn mannkyninu og var dæmdur til dauða með hengingu, en ekki var staðfest hvenær. Saddam var haldið í fangelsi í Írak þar til á 30. desember 2006, þá var hann hengdur.
Vitni segja að hann hafi tekið öllu vel og ekki streist á móti. Hann hefði staðið með snöruna um hálsinn og farið með íslömsku trúarjátninguna og var svo látinn falla.

Í byrjun forsetaembættis og valdaferils síns gerði hann marga góða hluti fyrir þjóðina sem hefðu mátt vera gerðir fyrir löngu síðan. Segja má að hann hafi gert byltingu í Írak á forsetatíð sinni. Seinna meir þó fór hann að taka til umdeildra aðgerða sem enduðu með ósköpum, stríði, réttarhöldum og að lokum hengingu hans.


Hvíl í friði, megirðu læra af gjörðum þínum


Heimildaskrá


Wikipedia. 2007. ,,Saddam Hussein” Vefslóð: http://en.wikipedia.org/wiki/Saddam_Hussein . Sótt 20. feb. 2007.

Wikipedia. 2007. ,,Nasserism”. Vefslóð: http://en.wikipedia.org/wiki/Nasserism . Sótt 21. feb. 07

Wikipedia. 2007. ,,2003 invasion of Iraq”. Vefslóð: http://en.wikipedia.org/wiki/2003_Invasion_of_Iraq . Sótt 21. feb. 07




Ég vil taka það fram í lokin að þetta er mín fyrsta alvöru heimildaritgerð, í fyrsta skiptið sem ég hef farið á Netið og leitast heimilda fyrir ritgerð.
Ég gerði mitt besta og vona að allir séu sáttir.