Úrslit sagnfræðitriviu nr. 1 Sælir kæru hugarar, nú er vika liðin frá því að trivian var birt og nú er komið að úrslitum. Ég viðurkenni nú að spurningarnar voru kanski samdar í fljótfærni og kanski dulítið villandi svarmöguleikar í þriggjastigsspurningunum en batnandi mönnum er betra að lifa.
Spennandi lokaorrusta þar sem Addifb rétt marði DutyCalls með þrem stigum, DutyCalls hreppir því annað sætið og Bflyer það þriðja.

Hér koma úrslitin:

1.sæti: Addifb með 14 stig af 18.
2.sæti: DutyCalls með 11 og ½ stig af 18.
3.sæti: Bflyer með 6 stig af 18.
4.sæti: Peturp með 4 og ½ stig af 18.
5.sæti: Amroth með 3 og ½ stig af 18.

Til hamingju með þetta Addifb!

Svo bara skora ég á alla að taka þátt í næstu triviu, gaman gaman.


En nú verður birt hér svörin við fyrri triviu mönnum til gagns og gamans:

1.) Hvað hét ein helsta sjálfstæðishetja Suður- Ameríkulanda og hvaðan kom hún? (1 stig)
Símon Bólívar, Venesúela.

2.) Hvaða fyrirbæri hefur oft verið nefnt á útlensku „General Winter“ og hefur hjálpað löndum sínum í baráttu um fósturjörðina a.m.k. tvisvar sinnum í sögunni? (1 stig)
Rússneski veturinn

3.) Hver skrifaði ritið „Ríki og bylting“ og hvaða ár kom það út?(1 stig)
Vladimir Lenin árið 1917.

4.) Hverjum giftist Victoria englandsdrotning árið 1840? (1 stig)
Alberti prins.

5.) Hvenær var fyrsta frímerkið framleitt og í hvaða landi? (2 stig)
Árið 1840 í Bretlandi.

6.) Hversu lengi stóð hundraðárastríðið og hvaða þjóðir tókust á? (2 stig)
116 ár og Englendingar og Frakkar tókust á.

7.) Hvað hét persónulegur vinur og uppáhalds arkitekt Adolfs Hitlers og hvaða embætti gegndi hann á stríðsárunum? (2 stig)
Albert Speer en hann gengdi embætti hergagnaráðherra.

8.) Hvaða ár kom fyrsta sjálfrennireiðin til Íslands? (2 stig)
Árið 1904.

9.) Hver eftirfarandi persóna á ekki heima á meðal hinna: Nikulás II, Loðvík XVI, Karl X og Karl I? (3 stig)
Karl X. Allir þessir konungar voru steyptir af stóli af þjóð sinni, en Karl X var sá eini sem ekki var drepinn í byltingunni. (Karl I, ensku borgarastyrjöldinni, Nikulás II, rússnesku oktbóberbyltingunni, Loðvík XVI, frönsku stjórnarbyltingunni, og Karl X, frönsku júlíbyltingunni)

10.) Hvert eftirfarandi ríkja á ekki heima á meðal hinna, varðandi sögu 20. aldar: Ungverjaland, Búlgaría, Finnland, Slóvakía (3 stig)
Finnland, það var eina ríkið af upptöldum ríkjum í síðari heimsstyrjöld sem studdu Þjóðverja í einu og öllu en skrifuðu aldrei formlega undir þríveldissamninginn, voru semsagt aldrei meðlimur í Öxulveldunum. Og/eða: Finnland, því það var eina ríkið af upptöldum ríkjum sem var hliðholt Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöld er varð hlutlaust eftir stríð, þ.e. var ekki hluti af Austurblokk Sovétríkjanna eins og hin ríkin.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,