Möndulveldi Þjóðverja, Ítala og Japana, 1940-45 Alþjóð veit sitthvað um síðari heimstyrjöld, hið mikla stríð sem skyldi Evrópu eftir í rjúkandi rústum eftir sex ár í eldi og brennisteini. Hún veit einnig að í henni barðist “góða liðið”, Bandamenn og “vonda liðið”, Þjóðverjar - og ,,their backward allies”, um yfirráð þessarar gjöfulu landsvæða. En hverjir voru þessir Þjóðverjar og hverjir voru bandamenn þeirra? Ég hygg að þjóðverjar hafi tapað á samstarfi sínu við Ítali.


Draumar Foringjans

Hitler komst til valda í Þýskalandi árið 1933 og tók sér alræðisvald nokkru síðar, m.a. í formi almannavarna. Hitler var mjög merkilegur maður. Eins og glöggir hugarar hafa eflaust tekið eftir við skoðun sögunar, gerði hann stórkoslega hluti, mjög góða til að byrja með, og stórkoslega vonda hluti þegar leið á stríðið. Reyndar er ganga Hitlers upp valdastigan ekki falleg að mörgu leyti, en þegar á hólminn komið er hann eini maðurinn í sögunni (a.m.k, samtímasögunni) sem tókst að rífa eitt af fátækstu löndum Evrópu uppúr forarpollinum, brotið af ósigri, bugað af kreppu og á svert af niðurlægjingu, og á 9 árum gert það að voldugasta ríki Evrópu, eða heimsins. Þetta var auðvitað ekki allt gert löglega, Hitler óð yfir nágrannaríkin á skítugum skónum og rændi, drap og skemmdi til að ná fram markmiðum sínum.

Allveg frá því að Foringinn var barn hafði hann trúað á yfirburði hins germanska kynstofns og þar fremst í flokki Þjóðverja. Hann trúði á afkomu hins sterka, og hinn sterki væru þjóðverjar, hinir veiku væru gyðingar og slavar. Hitler hataði gyðinga. Hann kenndi gyðingum um ófarir þýskalands í fyrri heimsstyrjöld og á kreppuárunum. Einnig talaði Hitler um í bók sinni Mein Kampf að þjóðverjar (og aðrir germanir) þyftu á lífsrími (Lebensraum) að halda. Sem og öðrum slövum hafði hann óbeit á Pólverjum. Pólverjar höfðu fengið mikið land frá Þjóðverjum eftir fyrri heimsstyrjöld. Það voru aðgerðir sem Bandamenn gripu til til að refsa þjóðverjum fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Vestur-Prússland sem var þýskara en allt þýskt var nú allt í einu orðið Pólskt yfirráðasvæði. Hitler dreymdi um að endurheimta þessi svæði.
Sovétríkin voru svo aðalmarkmið Hitlers. Þar bjuggu Slavar og þeir voru kommúnistar í þokkabót auk þess voru Sovétríkin rík af auðlindum og ræktunarlandi. Planið var að sameina alla þjóðverja í einu ríki, þjóðverjanana í Súdetahéruðunum (1938), þjóðverjana í Austurríki (1938) og þjóðverjana í Prússlandi (1939). Svo átti að breyta Sovétríkjunum í nýlendu þar sem Rússar, Balkar, Úkraínumenn, Hvítrússar og Pólverjar átti ýmist að myrða eða nota sem þræla, og þangað átti svo að flytja inn Þjóðverja, Frakka, Englendinga, Íslendinga, Hollendinga, Norðmenn, Svía, og fleiri germanskar þjóðir. Einnig átti að flytja gyðinga Evrópu í vinnubúðir og síðar, útríma þeim.


Möndullinn Róm-Berlín – Stálbandalagið – Möndulveldin.

Hitler hafði alltaf litið upp til Mussolinis. Mussolini og fasistaflokkur hans komst til valda í Ítalíu árið 1922. En samskipti þjóðanna voru ekki alltaf góð. Mussolini leit niður á Hitler þegar hann (Hitler) var að komast til valda. Hann kallaði hann í einkasamatölum ,,vitstola trúðinn” og ,,hættulega fíflið” og þegar Hitler var ungur, róttækur stjórnmálamaður í þýskalandi á þriðja áratugnum sendi hann bréf til þýska sendiráðsins í Róm og bað um áritaða mynd af Hertoganum. En Mussolini lét sér ekki detta það í hug að verða við ósk vitstola trúðsins og sendi honum neikvæða synjun á beiðni hans. Einnig var það eftir að Hitler komst til valda og ögraði sjálfstæði Austurríkis, en Ítalía og Austurríki voru miklar vinaþjóðir (enda svipað stjórnarfar þar á bæ) sýndi Mussolini það hugrekki að ögra Hitler sem varð til þess að hann frestaði plönum sínum um innrás þangað til síðar. En svo hélt Hitler áfram að ögra vesturveldunum með hervæðingu og endurheimtingu Rínarhéraðanna og þá meðal annars sá Mussolini að ef það yrðu valdamannaskipti í Evrópu yrði honum hollara að fylgja Þýskalandi. Einnig vildi hann hafa öfluga vini þar sem stríðið í Eþíópíu varð farið að verða honum dýrt. Vorið 1936 var samhugur Foringjans og Mussolinis svo mikill eftir að hafa staðið saman í að styðja Francisco Franco til valda í spænsku borgarastyrjöldinni að þeir ákváðu að samræma utanríkisstefnu sína. Svo nokkru síðar talaði Mussolini fyrstur manna um fyrirrennara Öxulveldanna, Möndulinn Róm-Berlín til að einkenna tengsl þjóðanna beggja. Í september fór hann svo í opinbera heimsókn til Þýskalands og lifði uppfrá því í skugga Foringjans. Þann 22. maí 1939 skrifuðu Joachim von Ribbentrop og Galeazzo Ciano utanríkisráðherrar ríkjanna tveggja undir Stálsamninginn, en þar var talað um gagnkvæma tafarlausa aðstoð ef til stríðs kæmi milli annars hvors ríkisins og einhvers þriðja aðila og að ekki yrði undirritað friðarsamkomulag við þriðja aðila án samþykkis hins ríkisins.

Fjórði áratugurinn var efiður tími fyrir Japan. Þetta var tími samsæra, misheppnaðra byltinga, launmorða, fátæktar og hinn keisaralegi her Japans hafði náð voldum í ríkisstjórninni. Japan var og er eitt þéttbýlasta ríki heims og sökum olíuskorts sem stafaði m.a. af olíuviðskiptabanni vesturveldanna hófu Japanir úþennslu sína með innrás í Kína. Nýlendur Hollendinga, Breta og Frakka í Suðaustur-Asíu voru gjöfular, gúmmí-, tin-, báxít og þungsteinsauðlindirnar í Burma og Malaja voru á valid Breta. Frakkar réðu yfir gúmmíekrum Indókína og Hollendingar áttu gjöfular ólíulindir í Austur-Indíum. Japanir vildu sameina Austur-Asíu undir Japönskum fána. Svo eftir að hafa lagt undir sig drjúgann part af Kína, réðust þeir á Evrópsku nýlenduveldin í Suðaustur-Asíu.
Japanir, Þjóðverjar og Ítalir áttu nú sameiginlega óvini í tveim heimsálfum og þann 27.
september 1940 skrifuðu þeir undir vináttusamning og mynduðu Öxulveldin.


Mussolini, akkilesarhæll Þjóðverja

Þann 7. Apríl 1939 innlimaði Mussolini Albanínu og eftir sigur bandamanns hans Hitlers á Pólverjum og Frökkum vildi hann ekki vera minni maður og 28. október 1940 marséruðu ítalskir hermenn inn fyrir grísku landamærin frá Albaníu. Smáríkið Grikkland réði ekki yfir miklum herafla, en nóg var það til að hrekja Ítalina úr landinu. Þá hafði Mussolini dregið athygli Breta að Balkansskaganum með því að rjúfa hlutleysi Grikklands og þurfti Hitler að senda 680.000 manns, 1200 skriðdreka og 700 flugvélar til að aðstoða hann. Þann 11. júní 1940 lýstu Ítalir Bandamönnum stríði á hendur og sautján dögum síðar, 28 júní, fyrirskipaði Mussolini innrás í Egyptaland. Ítalir réðu Lýbíu, Bretar Egyptalandi og Vichy-Frakkland réði Alsír og Túnis, vestan við Lýbíu. Þetta var upphafið af draumur Mussolinis um að endurvekja Rómarveldi. Bretar voru með 36.000 manna lið í Egyptalandi og var Mussolini því vongóður um skjótann sigur er hann réðist inn með 250.000 manna lið. En hann hafði víst vanmetið nýlendusetulið Breta og fór halloka. Í byrjun árs 1941 voru bretar búnir að handtaka meira en 130.000 manns, um 400 skriðdreka og 1000 fallbyssur og önnur herföng. Þótt Hitler væri með innrásina í Sovétríkin á heilanum neyddist hann til að senda Ítölum liðsauka, hina víðfrægu Afrika Korps hersveit, auk einum af bestu hershöfðingjum Hitlers, Erwin Rommel, til að opna ekki dyr til Þýskalands, en það breyttist svo í meiriháttar stríð; Afríkustríðið.


Hvað Japani varðar…

Þegar Þjóðverjar komu að Stalingrad árið 1942 hafði stríðið dregist heldur betur á langinn og barist var um borgina í rúmlega sjö mánuði. Þegar njósnahringur Stalíns í Tokyo kom því á hreint að Japanir myndu ekki gera innrás í Síberíu (þeir vildu ekki endurtaka þann harmleik sem átti sér stað milli Japana og Sovétmanna í byrjun stríðs) lét hann 600.000 mann herlið sitt sem var á varðbergi við landamæri Japans, koma að bökkum Volgu og skipti það sköpum í baráttunni um borgina, og landið. Japanir réðust á bandarísku flotastöðina Pearl Harbour á Hawaii eyjum þann 7. desember 1941 og rufu einangrunarstefnu bandaríkjastjórnar og í framhaldi á því lýstu Bandaríkjamenn Japönum stríði á hendur, þarna sáu þjóðverjar sig bundna Þríveldissamningnum (sbr. 3. grein samningssins, sýnt hér fyrir neðan) og fóru í stríð við Bandaríkjamenn. Bandaríkjamenn sem höfðu gott næði á ,,eyjunni sinni” og iðnaðargetu hófust þegar í stað handa við hergagnaframleyðslu og komu til Evrópu tvemur og hálfu ári síðar, öflugri en Þjóðverjar og áttu sinn þátt í hruni Þriðja ríkisins.

Hér er tilvitnun í fyrstu þrjár greinar Þríveldissamningsins:
1. grein: Japan viðurkennir og virðir forystu Þýskalands og Ítalíu í stofnsetningu nýrrar reglu í Evrópu.

2. grein: Þýskaland og Ítalía viðurkenna og virða forystu Japans í stofnsetningu nýrrar reglu í Stór-Austur-Asíu.

3. grein: Japan, Þýskaland og Ítalía samþykkja að vinna saman að því sem áður sagði.
Þau taka að sér að aðstoða hvort annað við öll pólítísk, efnahagsleg og hernaðarleg málefni ef eitt af fyrrnefndum ríkjum lendir í stríði við við annað veldi sem ekki er þegar viðriðið stríðið í Evrópu eða átökum Japans og Kína.

Auðvitað er ekki allt nefnd sem nefna skal í þessari grein og eflaust eitthvað sem þjóðverjar græddu á bandalaginu en mér er spurn, hvað græddu Þjóðverjar, leiðtogar Öxulveldanna á bandalagi þeirra við Ítali og Japani 1940-1945?
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,